Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
11
Utlönd
hatrííSvíþjóð
Svíar efndu til Qöldamótmæla
;egn kynþáttahatri á laugardag.
Stokkhólml komu meira en tíu
þúsund manns saman til að mót-
mœla ofbeldi gegn innflytjendum
í landinu að undanfömu. Ræðu-
menn voru allir sammála um aö
nú værí nóg komið.
í Gautaborg vom einnig mót-
mæli sem aö stóð m.a. hreyfingin
Stööviö kynþáttahatrið. Á kröfú-
spjöldum mátti lesa t.d.; „Við
völdum ekki flóttann, flóttinn
valdi okkur“,
Á Skansinum i Stokkhólmi
tóku til máls, meðal annarra,
leikadnn Hasse Alfredson og
Bengt Westerberg, leiðtogi þjóð-
arflokksins.
„Viö erum allir innflytjendur,"
sagöi Westerberg í ræðu sinni og
ítrekaöi að margir hefðu leitað
hælis í Sviþjóð til að bjarga lifl
sínu en nú væra þeír vonsviknir
og hræddir.
Pæreyinga
umsvíndl
íslenskir sjómenn halda þvi
íram að Færeyingar gefi rangar
upplýsingar um fisktegundirnar
sem þeir veiða í íslenskri lögsögu.
Því er haldið fram að láereyskir
sjómenn skrái þorskinn sem ýsu.
Ásakanir þessar komu fyrst
fram á síðastliönu sumri og hafa
þeir nú afttur komið á kreik í
sambandi við viðræður um veiöi
færeyskra báta á íslandsmiðum.
Kjartan Hoydal, sjávarútvegs-
ráðherra Færeyja, segist ekki
hafa áhyggjur af þessura ásökun-
um, þar sem eförlit með veiðun-
um sé gott í Færeyjum. Færeysk
stjórnvöld hafa boöið ísiending-
um að koma og kynna sér lönd-
unareftirlitið.
„Ef menn eru að tala um svindl
getur aðeins verið um að ræða
samkomulag railli einstakrar
fiskvinnslustöðvar og einstaks
skips. Það getur vel verið að við
þurfum að taka fleirí stikkpruf-
ur,“ sagði Kjartan Hoydal.
TT og Ritzau
Vitnaleiðslum lokið í nauðgunarmálinu gegn Mike Tyson:
Tyson er heimskur
en ég sé um að tala
- sagði fegurðardísin áður en hún fór á hótelið með honum
„Ég veit að Tyson er heimskur en
hann er ríkur en hann þarf ekkert
að tala. Ég get séð um það,“ sögðu
vitni í nauðgunarmáhnu gegn hnefa-
leikakappanum Mike Tyson að
stúlkan sem kærir hann fyrir nauðg-
un hafi sagt.
Þessi vitnisburður á að sýna að feg-
urðardísin Desiree hafi farið með
Tyson á hótehð síðasta sumar í þeim
tilgangi að hafa við hann samfarir.
Hún hafi gefið það sterklega í skyn
áður en þau fóra saman að í raun-
inni mætti aðéins eitt gagn hafa af
kappanum. Henni hafi því ekki átt
að koma á óvart þótt bólfélagi hennar
reyndist harðhentur þegar í leikinn
var komið.
Vitnaleiðslum í nauðgunarmálinu
gegn Tyson er nú lokið og byggja
veijendur hans vömina á því að ekki
hafi verið um nauðgun að ræða. Ty-
son sagði við yfirheyrslumar að
kynni hans af Desiree hafi byrjað á
því að hann bauð henni út að borða
og síðan í bíó. Hann segir að hún
hafi svarað: „Ég vil bara þig. Ég vil
að þú ríðir mér.“ Þessu neitar stúlk-
an og segist hafa í sakleysi farið út
með Tyson og hann tælt sig til sam-
ræðis.
Kviðdómurinn verður að skera úr
um hvort þeirra segir satt. Niður-
staðan skiptir miklu því verði Tyson
fundinn sekur á hann yfir höfði sér
60 ára fangelsi. Verði niðurstaðan
Tyson í hag þykir sýnt að vonlítið
sé fyrir stúlkur í Bandaríkjunum að
kæra fræga menn fyrir nauðgim.
Þeir sleppi alltaf með því að þræta.
í því efni er minnt á málið gegn Will-
iam Kennedy Smith á síðasta ári.
Ekkert tókst að sanna á hann.
í báðum þessum málum skiptir
miklu að læknar hafa vottað að eng-
in merki um nauðgun hafi fundist á
stúlkunum. Sérfræðingar skoðuðu
og undirfót þeirra beggja en komust
að þeirri niðurstöðu að þau hefðu
rifnað. Reuter
Mike Tyson hnefaleikakappi og fyrrum heimsmeistari hefur haldið ró sinni
við réttarhöldin til þessa. Hann á þó yfir höfði sér 60 ára fangelsi ef nauðg-
un verður sönnuð á hann. Símamynd Reuter
tollaeftirá
Færeyingar mega búast viff þv!
að Evrópuliandalagið krefji þá
um 50 milljónir danskra króna
vegna þess að milh 500 og 600
sendingar af færeyskri rækju
voru ekki tollaðar á réttan hátt.
Ekki er ljóst hvort hér um vísvít-
andi svindl aö ræða eða mistök.
Málið snýst annars vegar um
rækju sem færeyskir. bátar hafa
veitt við Kanada og hins vegar
um rækju sem hefur veriö keypt
annars staðar, aðallega af rúss-
neskum bátum.
Þótt óumdeilt sé að það hafi
veriö færeyskir bátar sem veiddu
rækjuna við Kanada vora fleiri
kanadískir sjómenn á bátunum
en EB leyfir. Því á rækjan að vera
tolluð sem hún kæmi frá þriðja
landi
Ekki ljóst hverjir eiga að greiða
tollinn. Önnur rækjuvinnslan,
sem flutti rækjuna út, er farin á
hausinn og enn liggur heldur
ekki Ijóst fyrir hvort verksmiöj-
urnar seldu rækjuna beint eða
fyrir milligöngu færeyskra út-
flutningsfyrirtækja.
Norðmenn
senda olíuvörur
til Eisilands
Norska ríkisolíufélagið Statoil
og utanríkisráðuneytí Noregs
hafa náð samkomulagi við stjóm-
völd í Eistlandi um að senda þeim
átta þúsund tonn af olíuvörum.
Verðmæti olíunnar er um einn
miiljarður íslenskra króna og
verður helmingurinn gjöf utan-
ríkisráðuneytisins til Eistlend-
inga.
Afganginn hefur Statoil selt á
góðum kjöram og þurfa Eistlend-
ingar að greiða vöruna upp á
tveimur áram. Statoil á að sjá um
að koma olíunni til Eistlands og
í fyrstu ferð fara fjögur þúsund
tonn af dísilolíu meö skipi til Tall-
inn, höfúðborgar Eistlands.
Þessu næst á að senda bensín frá
hreinsunarstöð Statoil í Kalund-
borg í Danmörku.
Ritzau og NTB
N AMIÐ,F| ARM ALIN
LÍFIÐ!