Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 36
52
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
Menning
Myndgáta
Ijóðasöngur í Gerðubergi
Sverrir Guðjónsson kontratenór og Jónas Ingimund-
arson píanóleikari héldu tónleika í Gerðubergi á laug-
ardag. Á efnisskránni voru verk eftir Henri Purcell,
Domenico Sarri, Alessandro Scarlatti, John Speight,
Gerald Finzi, Michael Tippet, Þorkel Sigurbjömsson,
Atla Heimi Sveinsson og Gunnar Reyni Sveinsson auk
enskra og íslenskra þjóðlaga.
Efnisskráin var fjölbreytt og hressilega ólík því sem
oftast heyrist á ljóðatónieikum. Stafar það trúlegast
m.a. af því að kontratenórröddin krefst vissrar tilíits-
semi hvað varðar undirleikinn og þarf að velja lög
með hliðsjón af því. Lögin eftir Purcell, sem tónleik-
amir hófust á, em mjög falleg og vel gerð og gott
dæmi um afslappaða snilld þessa merka enska tón-
skálds. Meðal annarra laga erlendra höfunda sem
nutu sín vel þama vom „Sento nel core“ eftir Scarl-
atti og „Where the bee sucks“ eftir Tippet. John Speight
verður hins vegar að teljast íslenskt tónskáld, þótt
enskur sé að uppruna, og var sérlega gaman að heyra
verk hans „Three Shakespeare songs" sem var fmm-
flutt þama. Þetta em litrík og skemmtileg lög sem
féllu vel að rödd söngvarans. Meðal annarra íslenskra
laga sem flutt vom kom „Elín Helena" eftir Gunnar
Reyni mjög vel út. Af ensku þjóðlögunum vom þau
sem Benjamín Britten útsetti „The Salley Gardens"
og „The Foggy Foggy Dew“ áheyrilegust, en af þeim
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
íslensku hljómaði „Veröld fláa sýnir sig“ best en það
var flutt án undirleiks.
Flutningur þeirra félaga, Jónasar og Sverris, var
með ágætum. Rödd Sverris er mjög blæfalleg og hann
söng skýrt og af greinilegum tónlistarhæflleikum.
Textaframburður hans var mjög góður og túlkun text-
ans til fyrirmyndar. Það eykur breidd sönglistarinnar
hérlendis að hafa nú þjálfaðan kontratenór við hönd-
ina og vonandi á eftir að heyrast oft í Sverri.
Fréttir
Vestmannaeyjar:
Loðnuveiðar ganga vel
Gigja VE, á lelð tll hafnar I Vestmannaeyjum I gær, með fullfermi, um 700
tonn. DV-mynd Ómar
Andlát
'Margrét Carlsson, vistheimilinu
Arnarholti, er látin.
Ósk Kristjánsdóttir, Eiríksgötu 17,
lést miðvikudaginn 29. janúar á öldr-
unardeild, Hátúni lb. Jarðarfórin
hefur farið fram í kyrrþey sam-
kvæmt ósk hinnar látnu.
Jóhanna Magnúsdóttir, áður til
heimihs Laugavegi 39, lést 29. janúar
sl. á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund. Bálfór hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jaröarfarir
Björgvin Elis Þórsson verður jarð-
sunginn frá Lágafellskirkju mið-
vikudaginn 12. febrúar kl. 14.
Böðvar Magnússon vagnasmiður,
Snorrabraut 30, veröur jarðsunginn
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11.
febrúar kl. 15.
Magnea Kristjánsdóttir, Hrefnugötu
3, er lést 31. janúar, verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
11. febrúar kl. 13.30.
Friðrik Guðmundsson frá Fremri-
Amardal, áður Akurgerði 27,
Reykjavík, verðrn- jarðsunginn frá
nýju kapellunni í Fossvogi, mánu-
daginn 10. febrúar kl. 10.30.
Rón Ármannsdóttir, Miðvangi 14,
Hafnarfirði, er lést 5. febrúar sL,
verður jarðsungin frá Víðistaða-
kirkju þriðjudaginn 11. febrúar kl.
13.30.
Jónina Sigurðardóttir, Hrafnistu,
áður Smyrilsvegi 22, verður jarð-
sungin frá Fossvogskapellu mánu-
daginn 10. febrúar kl. 13.30.
Gerd Hallvarðsson, sem lést 2. febrú-
ar, verður jarðstmginn frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
11. febrúar kl. 13.30.
Magnús Helgi Bjarnarson stýrimaö-
ur, Vesturgötur 69, Reykjavík, verð-
ur jarösunginn frá Dómkirkjunni í
dag, mánudaginn 10. febrúar kl. 15.
Magnús fæddist í Reykjavík 28. jan-
úar 1917. Hann stundaði nám við
Stýrimannaskólann í Reykjavík og
lauk þaðan prófi 1941. Það sama ár
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni, Önnu Hjartardóttur. Magnús
fór snemma til sjós og stundaði sjó-
mennsku, sem háseti, stýrimaður og
skipstjóri, hjá innlendum og erlend-
um sídpafélögum. Síðustu árin var
hann stýrimaður hjá hjá Ríkisskip-
um. Magnús og Anna eignuðust fjög-
ur böm.
Búi Rafn Einarsson, Víðigmnd 33,
Kópavogi, verður jarðsunginn í dag,
mánudaginn 10. febrúar, kl. 13.30.
Búi fæddist 2. febrúar 1928 og ólst
upp á Barðaströnd. Búi kynntist eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Sigríði
Hjartardóttur, 1949 og stofnuðu þau
sitt fyrst heimili á Patreksfirði árið
1954 og bjuggu þar allt til ársins 1983
er þau fluttu í Kópavog. Búi og Sig-
ríður eignuðust 4 böm. Búi vann sem
vörubílstjóri mest allt sitt líf og voru
bílar hans mesta áhugamál.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Opiö hús í Risinu kl. 13-17. Bridge og
fijáls spilamennska.
Svört læða
tapaöist frá Rauðalæk 20, Reykjavík, sl.
miðvikudag. Hún er vel merkt, með hvíta
ól. Vinsamlegast hafið samband, ef þið
hafið orðið varir viö hana, i síma 680515
eða 37525.
Hjónaband
ITC-delldin Kvistur
Fundur i kvöld kl. 20 á HoUday Inn.
Ræðukeppni, allir velkomnir. Uppl. hjá
Gróu í síma 74789.
29. desember sl. voru geftn saman í hjóna-
band í Langholtskirkju af séra Flóka
Kristinssyni Skarphéðinn Jóhannsson
og Som Kingnoh.
Ómar GarðaiBSon, DV, Eyjum.
Loðnuveiðar hafa gengið vel síö-
ustu sólarhringa enda gott veður á
miðunum um helgina. Samkvæmt
upplýsingum Vestmannaeyjaradíós í
gærkvöldi var enginn bátur á miðun-
um sem i gær voru viö Skaftárós.
Bátamir. ýmist á landleið eða aö
ianda.
Hrognafylling loönunnar er nú að
nálgast lágmark til frystingar og er
jafnvel reiknað meö aö frysting hefj-
ist í Vestmannaeyjum í dag.
í gærkvöldi höfðu loðnubræðsl-
urnar tvær í Vestmannaeyjum tekið
á móti samtals 28.000 tonnum af
loðnu. Loðnubræðsla Vinnslustöðv-
arinnar hafði tekið á móti 18.000
tonnum og bræðsla ísfélagsins um
10.000 tonnum. Allt þróarrými var
fullt í nótt en reiknað með að þró
losnaöi hjá bræðslu ísfélagsins í dag.
Safnaðarheimili Áspresta-
kalls
Aðalfundur félagsins verður þriðjudag-
inn 11. febrúar í safnaöarheimilinu og
hefst um kl. 20.30.
Tapaðfundið
Brúnt seðlaveski
tapaðist 29. desember sl. meö persónu-
skilríkjum o.fl. fyrir utan veitingahúsið
Óðinsvé. Finnandi vinsamlegast hafl
samband í síma 672236.
. 0G SIMINN ER 63 27 00
Leikhús
ísiEsT
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
TJÚTT&TREGI
Sönglelkur eftlr
Valgelr Skagfjörð
Föstud. 14. febr.kl. 20.30.
Laugard. 15. febr. kl. 20.30.
Mlðasala er i Samkomuhúslnu,
Hafnarstrœti 57. Miðasalan er opln
alla vlrka daga nema mánudaga kl.
14-18 og sýnlngardaga fram að sýn-
Ingu.
Siml I mlðasölu: (96) 24073.
ÖLVDHARAKSTUR
BR
iSÍÖ®1
| ÍSLENSKA ÓPERAN
eftir
Gluseppe Verdl
Hljómsveltarstjórl: Robin Stap-
íeton. Lelkstjórl: Þórhildur
Þorleifsdóttir Lelkmynd: Sig-
urjón Jóhannsson Búninga-
hönnun: Una Collins. Ljósa-
hönnun: Grétar Sveinbjöms-
son. Synlngarstjórl: Kristin S.
Kristjánsdóttir.Kórfslensku
óperunnar, Hljómsveit ís-
lensku óperunnar
Hlutverkaskipan:
Otello: Garðar Cortes Jago:
Keith Reed Casslo: Þorgeir J.
Andrésson Roderlgo: Jón
Rúnar Arason Lodovlco: Tóm-
as Tómasson Montano: Berg-
þór Pálsson Desdemona: Ólöf
Kolbrún Harðardóttir Emllla:
Elsa Waage Araldo: Þorleifur
M. Magnússon
Hátfðarsýnlng föstudaglnn
14. febrúarkl. 20.00.
3. sýning sunnudaginn
16. febrúar kl. 20.00.
Ósóttar pantanir eru seldar
tveimur dögum fyrlr sýningar-
dag.
Miðasalan er nú opin frá kl.
15.00-19.00 daglega og tll kl.
20.00 ð sýningardögum. Siml
11475.
Grelðslukortaþjónusta
VISA - EURO - SAMKORT