Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
Fréttir
Félagsíbúðir aldraðra á Blönduósi:
Leiga til aldraðra hækkuð
um allt að 40 prósent
„Þaö getur vel verið að þetta þyki
mikil hækkun á þessum tímum
hjöðnunar verðbólgu og stöðugs
verðlags. En leigan var bara alltof lág
og hafði ekki verið hækkuð sl. þrjú
ár. Nú er hún í meðallagi. Okkur
finnst jafnmikið brotið á fólkinu að
láta húsnæðið grotna niöur af því að
ekki eru til fjármunir til viðgeröa."
Þetta sagði Bolli Ólafsson, gjaldkeri
samtaka þeirra er sjá um rekstur
félagsíbúða aldraðra á Blönduósi.
Það eru héraðsnefnd Austur-Húna-
vatnssýslu og öldrunamefnd staðar-
ins sem reka íbúðirnar. Um áramót
fengu íbúar húsnæðisins nýjan
leigusamning til undirskriftar. Um
leið hækkaði leigan hjá þeim um allt
að 40 prósent.
„Við vorum aö samræma leiguna,"
sagði Bolli, „þannig að þeir fengu
minnsta hækkun sem áður þurftu
að borga hlutfallslega mest fyrir
minnstu eininguna. Aö auki gerðum
við hreytingu á þann veg að fólk
greiðir nú húsaleigu, hita og rafmagn
í einum pakka. Áður var þetta aðskil-
iö,
í samningnum segir aö húsaleiga
sé 35 prósent af tekjutryggðum ellilíf-
eyri hjóna. í desember er þessi leiga
16.588 krónur. í janúar hefur hún
hækkað í 23.251 krónu. Einstakling-
ur þarf nú að greiöa 12.738 í stað 9.395
áður.“
Bolli sagði að þessi hækkun hefði
verið kynnt á fundi með fólkinu.
Nota ætti hana til endurbóta á hús-
inu. Aðspurður um hvort ekki væri
óheimilt samkvæmt húsaleigulögum
að hækka leigu til að fjármagna end-
urbætur kvaðst Bolli ekki líta svo á
máliö. „Það var raunar hringt í mig
frá Leigjendasamtökunum og mér
bent á þetta. En sá sem við mig ræddi
gat ekki rökstutt þetta á óyggjandi
Vió+t “
Hvammstangi:
Áherslan verður
lögð á gatnagerð
Gylfi Kristjánason, DV, Akureyri:
Bjami Þór Einarsson, sveitarstjóri
á Hvammstanga, segir að aðalfram-
kvæmdir sveitarfélagsins á árinu
tengist gatnagerð en áformað er að
halda áfram lagningu bundins slit-
lags þar sem frá var horfið sl. haust.
Á Hvammstanga er fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins ólokið en þó ljóst að
malbikunarframkvæmdir verða um-
fangsmestu framkvæmdir sveitarfé-
lagsins. „Við getum ekki flutt hingað
malbik frá neinni malbikunarstöð.
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra
keyptu hins vegar fyrir nokkrum
árum færanlega malbikunarstöð
sem er hér nú. Við notuðum hana
sl. haust til að malbika töluvert og
ætlum okkur 1 vor áður en stöðin fer
til næsta aðila að malbika bróður-
partinn af því sem eftir er. Við verð-
um að nýta stöðina því hún er hér,
þótt við höfum jafnvel ekki efni á
því. Þegar við ljúkum malbikun í vor
höfum við malbikað allar götur þar
sem lokið er jarðvegsskiptum og þá
verður búið að malbika um 90% af
gatnakerfinu," sagði Bjami Þór.
Bjami Þór sagði að atvinnuástand
hefði verið mjög gott á Hvammstanga
í vetur og nánast ekkert atvinnu-
leysi. Menn vonuðust auðvitað til
þess að svo yrði áfram þótt auðvitað
gæti ýmislegt komið upp sem breytti
því.
Sviðsmynd úr Gaukshreiðrinu DV-mynd Pétur Jónasson
Fiskimjölsverksmiöja HomaQaröar:
Öllum sagt upp
JúUa Imsland, DV, Höfn:
Öllu starfsfólki Fiskimjölsverk-
smiðju Homafjarðar hefur verið sagt
upp störfum og rennur uppsagnar-
frestur flestra út um mánaðamótin
febrúar-mars. Miklir erfiðleikar hafa
verið í rekstri verksmiðjunnar frá
þvd Rússar sögðu upp saltsíldar-
samningi 1990.
Stjóm verksmiðjunnar vdnnur að
því að koma rekstrinum á traustari
gmnn og semja vdð lánardrottna.
Starfsmenn fiskimjölsverksmiðj-
unnar hafa verið 35-40 undanfamar
vdkur.
Þessir tallegu krakkar á Höfn í Hornafirði notuðu góða veörið þar í gær
og brugðu á leik með dúkkuvagninn og dúkkurnar. Þór hjálpar Jóhönnu
Júliu með vagninn og hún er greinilega ánægð meö það.
DV-mynd Ragnar Imsland
Húsavik:
íslandsfrumsýning á
Gaukshreiðrinu
Jóhannes Siguxjónssan, DV, Húsavik:
Um þessar mundir sýnir Leikfélag
Húsavíkur leikritið Gaukshreiðrið
sem er leikgerð Dales Wassermann
á hinni frægu skáldsögu Kens Kesey
sem einnig hefur verið kvdkmynduð.
Leikstjóri er María Sigurðardóttir og
verkiö þýtt af Sonju B. Jónsdóttur.
LH fer ekki troðnar slóðir í verk-
efnavali frekar en oft áður og félagið
hafði forgöngu að þýðingu þessa
verks til uppsetningar á Húsavík.
Á síðustu áram hefur félagið m.a.
framsýnt 4 íslensk verk eftir höfunda
á borð vdð Jónas Ámason, Ólaf Hauk
Símonarson og Iðunni og Kristínu
Steinsdætur. Þijú þessara verka
vora svo sett upp síðar í Reykjavdk.
Bendir margt til þess að leikverk
þurfi að fá gæðastimpil hjá Leikfélagi
Húsavíkur til þess að þau teljist sýn-
ingarhæf í atvdnnuleikhúsum syðra.
Sýningin á Gaukshreiðrinu hefur
fengið frábærar vdðtökur leikhús-
gesta og gagnrýnenda fyrir norðan
og hefur verið fullt hús á flestum
sýningum.
Skagaströnd:
Minnkandi tekjur með
minnkandi atvinnu
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þaö er ekki sérlega gott að eiga
vdð gerð fjárhagsáætlunar á þessum
tímum því forsendur era alltaf að
breytast. Viö reiknum ekki með að
leggja neitt fram í okkar málum fyrr
en eftir næstu mánaðamót,“ segir
Magnús Bjöm Jónsson, sveitarstjóri
á Skagaströnd.
„Ég held að árið í ár verði lakara
en í fyrra, það fer varla á milli mála.
Það verður töluverður samdráttur í
tekjum samfara minnkandi atvdnnu
og svo er verið að seilast í vasa okk-
ar af hálfu ríkisvaldsins. Það liggur
ekki fyrir hversu miklar fram-
kvæmdir verða hér en þær verða
ekki eins miklar og á síðasta ári.
Reyndar vora óvenju miklar fram-
kvæmdir hér þá svo það er ekki
óeðlilegt að vdð drögum saman
núna.“
Magnús segir þaö árvisst að at-
vinnuástandið sé erfitt í upphafi árs,
fiskurinn sé ekki kominn í húsin til
vdnnslu, en úr því rætist væntanlega
áður en langt um líöur. „En annars
er sveiflan alltaf stór hjá þessum litlu
stöðum sem byggja á sjávarútvegi,
vdð finnum mikið fyrir þvd þegar
samdráttur á sér stað en það er líka
nyög mikið að gera þegar vel aflast.
Viö erum bara í þessari sveiflu sem
reyndar er 1 þjóðfélaginu í hefid,"
sagði Magnús Bjöm.