Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 34
50
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
Afmæli
Valdimar Ömólfsson
Valdimar Ömólfsson, flmleikastjóri
HÍ, til heimilis að Bláskógum 2,
Reykjavík, varð sextugur í gær.
Starfsferill
Valdimar fæddist á Suðureyri í
Súgandafirði. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR1953, íþróttakennara-
prófi 1954, prófi í forspjallsvísindum
við HÍ1954, stundaði framhaldsnám
í íþróttafraeði og frönsku við háskól-
ann í Köln 1954-55 og við íþrótta-
deild og heimspekideild háskólans í
Innsbruck í Austurríki 1955-56, lauk
skíðakennaraprófi í Austurríki
1956, lauk prófi frá íþróttaháskólan-
lun í Köln 1956, lauk fyrri hluta
BA-prófs í frönsku við háskólann í
Grenoble í Frakklandi 1957 og
stundaði nám við íþróttaháskólann
íParís.
Valdimar var íþróttakennari við
MR1957-67 og kenndi frönsku við
sama skóla 1957-72, stjómaði og
kenndi leikfimi í Ríkisútvarpinu
1957-82, kenndi lífeðlisfræði og
heilsufræði við Tónlistarskóla
Reykjavíkur 1969 og er fimleika-
stjóriHÍfrál967.
Valdimar stofnaði Skíðaskólann í
Kerlingafjöllum 1961, ásamt Eiríki
Haraldssyni, og hefur stjómað hon-
irni síðan. Hann var leikari í Þjóð-
leikhúsinu 1961-62, prófdómari í
fimleikafræði og íþróttum við KÍ og
síðar KHÍ um tíu ára skeið og próf-
dómari pilta við stúdentspróf MR
og MT og síðar MS frá því um 1970.
Valdimar var formaður íþrótta-
kennarafélags íslands 1957 og 1958,
formaður íþróttanefndar ríkisins
1971-91, fyrsti formaður Fimleika-
sambands íslands 1968-70, formaður
Sambands íþróttastjóra við háskóla
á Norðurlöndum 1978-80, formaður
námsskrámefndar í skólaíþróttum
1974-75 og formaður Fræðsluráðs
Ólympíunefndar íslands frá 1987.
Valdimar var íslandsmeistari á
skíðum 1952 og í fijálsum íþróttum
1953. Hann tók þátt'í fjölda stúdenta-
móta erlendis, var Frakklands-
meistari stúdenta á skíðum 1957 og
í þriðja sæti í stórsvigi á heims-
meistaramóti stúdenta í Zakopane í
Póllandi 1958. Hann var í ólympíu-
liði íslands í alpagreinum í Cortina
á Ítalíu 1956 og var þjálfari og farar-
stjóri svigmanna á ólympíuleikun-
um í Innsbrack 1964. Valdimar er
einn af stofnendum Fílharmoníu-
kórsins.
yaldimar var sæmdur guUmerki
ÍSÍ1977, heiðursorðu ÍSÍ1982, guU-
merki FSÍ1982 og riddarakrossi
fálkaorðunnar 1982.
Hann hefur skrifað fjölda greina
um íþróttir og útivist í blöð og tíma-
rit.
Fjölskylda
Valdimar kvæntist 19.3.1963
Kristínu Jónasdóttur, f. 24.4.1933,
fuUtrúa hjá Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar. Hún er dóttir
Jónasar Jósteinssonar kennara og
konu hans, Grétu Kristjánsdóttur
húsmóður.
Synir Valdimars og Kristínar era
Jónas, f. 3.6.1963, nemi í verkfræði
í Danmörku, kvæntur Elisabet
Valdimarsson kennara; Ömólfur, f.
4.11.1964, nemi í læknisfræði við
HÍ; Kristján, f. 12.1.1967, nemi í
læknisfræðiviðHÍ.
Valdimar á níu alsystkini og eina
hálfsystur á Ufi. Ein systir Valdi-
mars, Guðrún Ömólfsdóttir, f. 5.12.
1929, léstþann 9.4.1933.
Systkinin era: Finnborg, f. 22.11.
1918, húsmóðir í Reykjavík, gift
Áma Þ. EgUssyni og eiga þau þijú
böm; Þorvarður, f. 14.8.1927, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, kvæntur Önnu Garð-
arsdóttur og eiga þau fjögur böm;
Anna, f. 30.12.1928, bankamaður í
Reykjavík, gift Kristjáni T. Jó-
harmssyni kennara; Ingólfur Ó., f.
1.7.1933, viðskiptafræðingur í
Reykjavík, kvæntur Elínu H. HaU-
grímsdóttur og eiga þau fimm böm;
Ambjörg A., f. 4.5.1935, húsmóðir í
Reykjavík, gift ÞórhaUi Helgasyni
og eiga þau þijú böm; Þórunn, f.
21.10.1937, húsmóðir 1 Reykjavík og
á hún tvö böm; Margrét, f. 2.10.1941,
í sambúð með Áma Kíartanssyni
vélfræðingi; ÚlfhUdur G., f. 1.8.1943,
húsmóðir í Reykjavík, gift Ásgeiri
Guðmundssyni og eiga þau eitt
bam; Sigríður Á., húsmóðir í
Reykjavík og á hún eitt bam.
Foreldrar Valdimars vom Ömólf-
ur Valdemarsson, f. 5.1.1893, d. 3.12.
1970, kaupmaður og útgerðarmaður,
Valdimar Örnólfsson.
og Ragnlúldur Kristbjörg Þorvarð-
ardóttir, f. 24.2.1905, d. 16.9.1986,
kennari og húsmóðir. Þau bjuggu á
Suðureyri við Súgandafjörð til árs-
ins 1945 er þau fluttust til Reykja-
víkur.
Ömólfur var sonur Valdemars
Ömólfssonar, verslunarmanns á
ísafirði, og Guðrúnar Sigfúsdóttur,
húsmóður.
RagnhUdur var dóttir Þorvarðar
Brynjólfssonar, fríkirkjuprests á
Reyðarfirði og síðar prests á Stað í
Súgandafirði, og Önnu Stefánsdótt-
ur, húsmóður.
Valdimar er erlendis um þessar
mundir.
Ingvi Þór Einarsson
Ingvi Þór Einarsson sendibUstjóri,
Birkihlíð 42, Reykjavík, verður sjö-
tugurámorgun.
Starfsferill
Ingvi fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Á unglingsárunum vann
hann ýmis sveitastörf á sumrum en
var oftast tíl sjós á vetmm. Hann
keypti sinn fyrsta vömbU 1943 og
stundaði akstur á VömbUastöðinni
Þrótti þar sem hann keyrði samfellt
ítuttuguogsjöár.
Ingvi flutti til Svíþjóðar 1970 og
starfaði þar 1 skipasmíðastöðinni
Kockums í Malmö í þijú ár. Þá flutti
hann heim aftur og var á Þrótti næstu
þijú árin. Hann flutti síðan aftur til
Svíþjóðar 1976 og starfaði þáhjá Sko-
ogs Eletriska í Arlöv næstu þijú ár.
Eftir seinni heimkomuna hóf hann
að keyra hjá Nýju sendibílstöðinni
þar sem hann starfar enn.
Fjölskylda
Ingvi kvæntist 23.12.1943 Valgerði
Margréti Valgeirsdóttur, f. 8.3.1922,
húsmóður. Hún er dóttir Valgeirs
Júlíusar Guðmundssonar frá Seyð-
isfirði og Guðlaugar Ólafsdóttur frá
Akranesi sem bæði em látin.
Böm Ingva og Valgerðar em Inga
Þórs Ingvadóttir, f. 4.2.1942, d. 23.2.
1986, sjúkraUði, var gift Magnúsi
Andréssyni vömbUstjóra og era
böm þeirra fjögur; HrafnhUdur
Þórs Ingvadóttir, f. 13.4.1946, ritari
hjá menntamálaráðuneytinu, gift
Sævari Vigfússyni, skrifstofustjóra
á Siglingamálastofnun, og eiga þau
fimm böm; Guölaug Þórs Ingvadótt-
ir, f. 27.6.1950, ritari hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, gift Grétari Fel-
ixsyni rafeindavirkja og eiga þau
þijú böm; Valgerður Júlía Þórs
Ingvadóttir, f. 1.7.1951, lést af slys-
förum 11.9.1968; Ingunn Ása Þórs
Ingvadóttir.f. 14.2.1956, búsettí
Bandaríkjunum, gift Micael Mency
og era böm þeirra fjögur; Einar Þór
Ingvason, f. 24.8.1957, bygginga-
meistari, kvæntur Elínu Guðrúnu
Jóhannsdóttur og eiga þau eina
dóttur.
Böm Ingu Þórs og Magnúsar era
Valgerður Margrét, hjúkrunarfræð-
ingur og snyrtifræðingur, gift Sig-
urði Einarssyni, verkfræðingi hjá
ístaki, og eiga þau tvo syni, Einar
Benedikt og Magnús Benedikt;
Andrés, bakari á Akureyri, kvænt-
ur Magneu Friðriksdóttur og eiga
þau þrjár dætur, Ingu Björk, Kat-
rínu og Hildi Marín; Ingvi Þór,
verkamaður í Þorlákshöfn, kvænt-
ur Þorbjörgu Guðmundsdóttur og
eiga þau tvö syni, Krisfján Þór og
Ómar Þór; Þorgeir, bakari í Mos-
fellsbæ, kvæntur Katrínu Blöndal
og er sonur þeirra Andri Freyr.
Böm Hrafnhildar og Sævars em
Rósa Ágústa, gift Pétri Kristófer
Péturssyni og er sonur þeirra HaU-
dór Öm; Valgeir Sigurður; Áslaug
Kristín, gift Ragnari Scheving
Sveinssyni; Inger Rut; Sævar Öm.
Böm Guðlaugar og Grétars em
Valgeir Júlíus, kvæntur Hildi
Rósantsdóttur og em sonur þeirra
Andri Þór; Guðmundur Felix; Ingi
Öm.
Börn Ingunnar Ásu og Micaels em
Stella Júlíana; Ester María; Margrét
Inga;MicelleElín.
Dóttir Einars Þórs og Elínar Guð-
rúnar er Sólveig Thelma.
Ingvi á þijú systkini á lífi. Þau eru
Ágúst, prentari í Reykjavík; Hulda,
búsett í Bandaríkjunum; Ingólfur,
búsettur í Bandaríkjunum.
Foreldrar Ingva: Einar Einarsson
frá Kálfshamri í Kálfshamarsvík,
og Inga Hansína Pétursdóttir en þau
Ingvi Þór Einarsson.
embæðilátin.
Ingvi og Valgerður taka á móti
gestum í félagsheimili Rafmagns-
sveitu Reykjavíkur við Rafstöðvar-
veg sunnudaginn 8.3. klukkan
15.00-18.00 í tilefni af sjötugsafmæli
þeirrabeggja.
Sviðsljós
Mesta sölu-
aukningin
Fyrir nokkru afhentu forráðamenn B. Magnússon hf. starfsmönnum
þeirrar snyrtivöruverslunar verðlaun sem sýndi mestu söluaukningu á
N°7 snyrtivörum á síðasta ári.
Það var snyrtideild Hagkaups sem varð hlutskörpust en í öðru sæti
lenti Vestmannaeyjaapótek. Myndin sýnir forráöamenn B. Magnússon
hf. og starfsfólk snyrtivörudeitdar Hagkaups sem fékk glæsilegar gull-
hálskeðjur og armbönd í verðlaun.
Þórður
Matthías
Jóhannes-
son
Þórður Matthías Jóhannesson
verkamaður, sem starfað hefur
mikið hjá Kristilegu sjómanna-
starfi, tfi heimilis að Fálkagötu 10,
Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í
dag.
Þórður Matthías fæddist að
Neðri-Lág í Eyrarsveit á Snæfells-
nesi.
Hann verður fjarverandi á afmæl-
isdaginn.
Sigríður M. Kjerulf,
Miðvangi 22, Egilsstaöahreppi.
Guðbjörg Kermannsdóttir,
Munkaþverárstræti 8, Akureyri.
Hreftia Iðunn Önundardóttir,
Rauðalæk 12, Reykjavik.
Svava Ólafsdóttir,
Hmna 2, Skaftárhreppi.
Erla Thorarensen,
Háteigtl2d,Kefiavík.
íris Dröfn Kristjánsdóttir,
Móabarði 2b, HaJfnarfiröi.
Esther Bjartmarsdóttir,
Geitlandi9, Reykjavík.
Marie Homanova,
Thomas Arthur Watts,
Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði.
Anna Lára Axelsdóttir,
Akurgerði 36, Reykjavík.
40ára___________________________
Steuigrúnur Friðfinnsson,
Ásabraut 15, Kópavogi.
Margrét Sigurðardóttir,
Hverafoid 16, Reykjavík.
Ólafur S. Sigurgeirsson,
Hæðargarði 4, Reykjavík.
Gwðmundur Ómar Óskarsson,
Gmndartanga3, Mosfellsbæ.
Hákon Oddgeii- Hákonarson,
ÖldugötuS, Reykjavík.
Jónina Björg Jónasdóttir,
Jakaseli 15,Reykjavík.
Kolbrún Ólafsdóttir,
Dragavegi 9, Reykjavlk.