Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992.
Fréttir
Lækkuð fargjöld Flugleiða:
Liðin tíð að ís-
land sé dýrara
- segir Pétur J. Eiríksson hjá Flugleiðum
„Fargjöldin fyrir flug og bíl hafa
lækkað, bæði flugfargjöldin og leigan
fyrir bílinn. Við vorum í viöskiptum
við margar bílaleigur en með því að
skipta eingöngu við Hertz, höfum við
náð mun betri samningum með
lægra verði. Við erum með lækkanir
á áætlunarfluginu sömuleiðis, bæði
til Evrópu og Bandaríkjanna," sagði
Pétur J. Eiríksson, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Flugleiða, í sam-
tali við DV.
„Þetta gildir einungis fyrir vetrar-
fargjöldin en við erum ekki enn bún-
ir að láta frá okkur sumarfargjöldin.
Við vitum ekki enn hvernig þau
veröa, en ef það verða lækkanir í
Evrópu þá lækka þau einnig hér. Það
er hðin tíð að ísland sé miklu dýrara
en önnur lönd.“
- En hvaö um viðskipti ykkar viö
Fritidsrejser? Er ekki veriö að hleypa
erlendum aöila í samkeppni við ís-
lenskar ferðaskrifstofur?
„Viðskipti okkar við Fritidsrejser
eru sárahtil miðað við 18 þúsund
sæti sem seld eru árlega til sólar-
landa. Fritidsrejser eru fyrir fólk
sem vhl öðruvísi ferðir en þær sem
íslenskar ferðaskrifstofur bjóða upp
á og á aðra staði.
Það eru ahar ferðaskrifstofur hér-
lendis að skipta við erlendar og í
áratugi hafa dönsk ferðaskrifstofutil-
boð veriö seld héma. S/L hafa eins
og aörar ferðaskrifstofur verið í sam-
starfi við erlendar. Auðvitað reynum
við að skipta við hver annan hér á
íslandi en þaö er ekkert bann við þvi
að skipta við erlendar ferðaskrifstof-
ur ef það er hagkvæmt."
- Nú eiga Flugleiðir stóran hlut í
Úrvah/Útsýn sem hefur verið rekin
með tapi undanfarin ár. Eru Flug-
leiðir ekki að notfæra sér ferðaskrif-
stofuna til að halda uppi samkeppni
við hinar ferðaskrifstofurnar en taka
stanslaust á sig taprekstur?
„Árin 1989 og 1990 var verulegt tap
af rekstri Úrvals/Útsýnar sem Flug-
leiðir eiga hlut í. Reksturinn batnaði
mjög á síðasta ári, var mjög nálægt
núllinu. Við reiknum með að hagn-
aður verði af rekstrinum á þessu ári
vegha betri sætanýtingar því ferða-
skrifstofum hefur fækkaö á mark-
aðnum. Þaö er því augljóslega ekki
markmið okkar. Samvinnuferðir
hafa einnig verið reknar með tapi í
mörg ár, en það er greitt upp af hálfu
Sambandsins og verkalýðshreyfing-
ariimar. Það er því líkt ástatt um S/L
og Úrval/Útsýn.“
- Er ekki óeðhlegt að Flugleiðir eigi
hlut í ferðaskrifstofu?
„Nei, það eiga flest flugfélög erlend-
is ferðaskrifstofur og þykir ekkert
óeðlilegt viö þaö.
í Evrópu hefur hutur leiguflugs
verið 50% en verið mun minni hér á
landi. Leiguflug hefur þó farið vax-
andi hér. Þegar frelsið kemur hér í
Evrópu þá reikna allir með aö það
sama gerist og í Bandaríkjunum, aö
leiguflug og áætlunarflug renni sam-
an í eitt. Áætlunarflugfélögin hafa
yfirburðasamkeppnisstööu. Menn
reikna með þvd að leiguflugfélögin
muni týna tölunni en áætlunarflug-
félögin taki við þeirra þjónustu,"
sagði Pétur.
Flugleiöir hafa tilkynnt um töluverðar lækkanir á áætlunarflugleiðum og Flug og bíll-pakkaferöum og fara með því út
I haröa samkeppni viö ferðaskrifstofurnar I landinu. Myndin er tekin í flugafgreiðslunni á Keflavikurflugvelli.
Flug og bíll hjá Flugleiðum:
Mismikil
lækkun eftir I
borgum
- verðlækkun mest til Kaupmannahafnar \
Flugleiöir tilkynntu, er veröskráin
var gefm út, að ahir pakkar sem
nefndir hafa verið flug og bíll hefðu
lækkaö frá því árið áöur. Þegar verð-
ið frá því í fyrra eru borið saman við
nú sést að það er rétt en lækkunin
er mismikil eftir ákvörðunarstöðum
eins og berlega sést á súluritinu hér
til hhðar.
Verðið í súluritinu er miðað við bíl
í B-flokki, Ford Escort eða svipaða
stærð. Miðað er við verð fyrir full-
orðna. Berlega sést að pakkinn til
Kaupmannahafnar hefur lækkaö
mest, hér um 35,9% frá fyrra ári.
Lækkunin er nánast engin til
Glasgow, mæhst 0,5% miöað við 2 í
bfl í 2 vikur. Lækkunin til Lúxem-
borgar er 26,6% en til London heldur
minni eöa 19,7%.
Samkvæmt upplýsingum frá Flug-
leiðum hafa náðst hagstæðari samrn
ingar viö bflaleiguna Hertz og auk
þess er búist við betri sætanýtingu í
ár heldur en í fyrra. Á því eru þessar
lækkanir grundvahaðar. Samkvæmt
upplýsingum frá markaðsdefld eru
samningar um bifreiðar á þessu ári
mun hagstæðari ferðamönnum 1
mörgum tilfehum. í ár er oft hægt
að fá bfl í A-flokki, þeim ódýrastai
sem í fyrra hefði flokkast í B-flokkí
í mörgum tilfehum er því tilfærsla á
bifreiðum mflh flokka, neytendum í
hag.
Ekki er raunhæft að bera lækkun
á áætlunarleiðum Flugleiða saman
við síðasta ár á sama hátt og hér e?
gert við Flug og bfl, vegna þess að
verðið í ár er nýtt af náhnni og ekki
grundvallað á sömu ákvæðum óg
verðiöífyrra. . -ÍS
Formaður Neytendasamtakanna:
Fögnum allri sam- 1
keppni á ferðamarkaði
„Við fógnum ahri samkeppni á
ferðamarkaðnum. Okkur hefur virst
fremur verið að draga úr samkeppni
heldur en hitt. Við hljótum að fagna
því ef veriö er aö bjóða lækkað verð
og neytendum standa til boða fleiri
valkostir.
Hins vegar er því ekki að leyna að
við höfum haft vissar áhyggjur af því
hvað Flugleiðir væru famar að vera
gríðarlega stór og afgerandi aðih á
íslenskum ferðamarkaði. Verðlækk-
un og auknu framboði og þjónustii
mælum viö ekki gegn,“ sagði Jó?
hannes Gunnarsson, formaður Neyt/
endasamtakanna, í samtah við DV/
-ÍS
Við tökum hraustlega á móti
- segir Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar
„Við munum skoða það vel
hvemig við mætum þessum breyt-
ingum á fargjöldum Flugleiða og
taka hraustlega á móti. Þeir era
búnir að gefa svo miklar yfirlýsing-
ar, eins og tfl dæmis síðasthðiö
sunnudagskvöld í útvarpi, að þeir
æth sér að valta yfir þá sem era
hérna fyrir. Þaö gæti verið að þessi
peö, sem þeir era að búa sig undir
að drepa, væra eitrað," sagði Helgi
Jóhannsson, forstjóri Samvinnu-
ferða-Landsýnar í samtah við DV.
„Það er alveg ljóst að ferðaskrif-
stofumar munu taka sig saman í
þessum bardaga og þetta mun sjálf-
sagt frekar efla okkur en hitt.
Ferðaskrifstofumar munu funda
um þessi mál á þriðjudaginn næsta.
Þeir halda því fram að breytingar
þeirra séu léttvægar gagnvart
ferðaskrifstofunum. Við ættum
kannski að koma með vikuiegt flug
inn á þeirra áætlunarstaði. Það er
léttvægt miðað viö allt flug Flug-
leiða.
Flugleiðir gagnrýndu það mjög í
fyrra að ferðaskrifstofur væru að
birta verð sem ekki stæðist af því
það væri miklu hærra í raun. Mér
sýnist þeir hafa verið að kasta
steini úr glerhúsi því í nýju far-
gjaldskrána þeirra vantar fullt af
hlutum og er heilmikið af vitleys-
um.“
Vinveittir íslenskum
flugfélögum
- Ber að hta á samstarf Flugleiða
við dönsku ferðaskrifstofuna
Fritidsrejser sem samkeppni viö
íslenskar ferðaskrifstofur?
„Að sjálfsögðu er þetta sam-
keppni. Flugleiðir era sannanlega
að fara í samkeppni og ennfremur
halda þeir því fram að íslensk flug-
félög séu fullkomlega samkeppnis-
fær við erlend. Það er mjög einfalt
að birta tölur sem staðfesta að svo
sé ekki. Það munar kannski ekki
svo miklu en það munar um 4-15%
á fargjöldum. Flugleiðir geta ekki
boðið sama verð og það hagstæð-
asta úti í heimi. Hins vegar hefur
fram komið aö íslenskir aðilar hafa
verið frekar vinveittari íslensku
flugfélögunum og beint frekar viö-
skiptum sínum þangað. Ef það
munar ekki þeim mun meira vilja
þeir skipta við íslensk flugfélög.
Þessi skoðun hlýtur að breytast í
ljósi þessa nýja útspils Flugleiða.
Flugleiðamenn hafa haldið því
fram að þeir vflji víkka markaðinn.
Maður hefði nú kannski haldið að
þeir ætluðust til þess að við hjá S/L
keyptum hjá þeim okkar ferðir. Ef
þeim er svo mikfll akkur í því að
bjóða sólarlandaferðir og stækka
sína köku hefði maður haldiö að
þeir ættu aö leita tfl sinna íslensku
samstarfsaöila og fá sæti hjá þeim
í sólarlandaflugi."
Viðskipti fyrir
hundruð milljóna
. Viðerumímörgárbúniraðbjóða
Flugleiðum að fá að selja sólar-
landaferöimar okkar, en það hefur
aldrei mátt taka það í mál. Hins
vegar er aht í lagi að selja þær fyr-
ir erlenda aðfla. Það gerist þó að
við séum að skipta viö þessa menn
fyrir hundruð mflljóna á ári.
Fargjöld Flugleiða til Bandaríkj-
anna hafa lækkað. Ef þeir eru
svona góðir við íslensku þjóðina
af hverju lækka þeir þá ekki verðið
meira. Þeir bjóöa útlendingmn upp
á verð á sömu flugleið fyrir 18-20
þúsund krónur. Þaö er alveg ljóst
að íslendingum verða ekki boðin
svipuð kjör fyrr en hér fer að milli-
lenda erlent félag. Þá veröur allt í
einu hægt að bjóða okkur 18-20
þúsund króna fargjöld,“ sagði
Helgi.
-ÍS