Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. 45 Trimm „Konur eru alltaf góðir nemendur." „Við gerum fjölbreyttar æfingar en aðaláherslan er lögð á mittið og þar fyrir neöan því þetta er svæði sem konur eiga oft í erfiðleikum með.“ Kvenna-Gallerí í Garðabæ: Gerum hreyfmgarnar kven - legar og líkamann stinnan - segir Hanna Ólafsdóttir Forrest íþróttakennari sónulegt." DV-myndir ÞÖK „Þetta er dálítið sérstakt héma hjá okkur sökum þess að klúbburinn er frekar litill og einvörðungu ætlaður konum. Leikfimin er mest miðuð að því að gera hreyfingamar kvenlegar og líkamann stinnan. Við gerum fjöl- breyttar æfingar en aðaláherslan er lögð á mittið og þar fyrir neðan því þetta er svæði sem konur eiga oft í erfiðleikum meö,“ sagöi Hanna Ól- afsdóttir Forrest íþróttakennari í samtali við DV. Eingöngu fyrir konur í Smiðsbúð 9 í Garðabæ er Kvenna-Gallerí til húsa og þar ræður Hanna ríkjum. Eins og nafn staðar- ins gefur til kynna er þjónustan ein- göngu ætluð konum og kemur það nokkuð á óvart sem og sú staðreynd að Hanna er ekki ýkja hrifin af þol- fimi sem hún segir hægt aö ofgera. Máli sínu til stuðnings minnist hún á konur í Bandaríkjunum sem em orðnar slæmar í hnjánum og á fleiri stöðum af öUu hoppinu sem fylgir þolfiminni. Ástæða þess að Hanna skírskotar til Bandaríkjanna er sú að þar dvaldi hún sjálf í langan tíma og kenndi leikfimi bæði á líkams- ræktarstöðvum og í sjónvarpi. En nú er hún komin heim og búin aö opna í Garöabænum. En af hverju bara fyrir konur? Karlamir eru stirðari „Ég býst við því að það stafi af því að ég hef aUtaf kennt konum. Leik- fimin hjá mér er líka auðvitað hentug fyrir karla en þeir em stirðari og seinni en þetta er nokkuð sem ég tók eftir þegar ég var með hjónafólk. Þá urðu konurnar iðulega að hægja á sér og aUt að því stoppa. Það em auðvitað til undantekningar en ég hef bara vaUð að vinna með konum. Svo er líka alltaf viss hópur af konum sem viU vera sér og hafa þetta prívat og persónulegt." Kvenna-GaUeríið er tæplega tveggja ára gamalt en auk þess er Hanna með innlegg í morgunþætti Eiríks Jónssonar á Bylgjunni og er að senda frá sér einar þrjár mynd- bandsspólur með leikfimi, mismun- andi efni á hverri spólu auðvitað. Hún segist hafa nóg að gera og er ekkert að kvarta. „Það er nóg að gera en maöur verður að passa sig af fara ekki yfir strikið. Ég vfi heldur kenna færri tíma og kenna þá betur í hveij- um og einurn." Likamsrækt er lifsstill sem varð til fyrir löngu, segir Hanna. Líkamsrækt erenginbylgja Hún er ekki nýgræðingur í að koma leikfimi á myndbönd og gerði slíkt oftar en einu sinni á meðan á Bandaríkjadvölinni stóð. í sjónvarpi starfaöi Hanna í nokkur ár og mörg ár á líkamsræktarstöðvum og því ekki hægt að segja að reynsluna skorti. „Þegar ég var aö byrja í Bandaríkjunum var voðalega Utið um músík-leikfimi og hún var eigin- lega ekki tU. En það var mikið af stöðvum á þessum tíma og ég held að þetta sé lífsstíll sem hafi orðið tU fyrir löngu en ekki bara á síðustu árum. Líkamsrækt er engin bylgja en það koma auðvitað bylgjur í æf- ingunum með sérstökum hlutum eins og t.d. tröppum og stigum." Þær eldri eru duglegri Hönnu fmnst margar ungar stúlk- ur nú tíl dags vera heldur of feitar og kennir um mataræðinu og ekki séu hlutir eins og kók-drykkja tU að bæta ástandið. Hún segir að þær eldri séu oft mun duglegri við að hreyfa sig og þá sérstaklega þær sem hafa eignast börn. Þær yngri skorti vUj- ann tíl að hreyfa sig og taki iðulegs sjónvarpið fram yfir heUsuræktina. En hvernig er þá aö vera komin heim og vera farin að kenna íslenskum konum? „Það er alveg yndislegt en viðbrigð- in eru auðvitaö líka núkil eftir langa dvöl anncirs staðar. íslenskar konur eru góðir nemendur eins og þær bandarísku reyndar líka og ég finn engan sérstakan mun þar á. Konur eru aUtaf góðir nemendur,“ sagði Hanna. -GRS S U Z U K I Konumar í Kvenna-Galleríi: Það var líf og fiör í Kvenna-Gall- eríi þegar trimmsíðan kom þar vdö í vdkunni. Konumar tóku vel á móti DV-mönnum (þrátt fyrir að bæði blaðamaður og ljósmyndari væra karlkyns!) og létu ekkert trufla sig vdð leUdimiæfingarn- ar. Þær vora allar sammála um ágæti tímanna og sögðu andrúms- loftið á staðnum afslappað og þægi- legt. Hér gæfu þær sér góðan tíma og spjöUuðu iðulega saman að loknum hverjum tíma. Margar höfðu prófað aö vera í leikfimi ann- ars staðar en það langbesta væri samt að vera hjá Hönnu í Garða- bænum. Konurnar koma vdða af höfuð- borgarsvæðinu en hámark í hveij- um tíma í Kvenna-GaUern eru tólf Hönnu. konur. Hver kennslustund stendur yfir í klukkustund en kennt er fjóra DV-mynd ÞÖK daga vikunnar. Viðkomandi er á þriðjudögum og fimmtudögum. mánudögumogmiðvdkudögumeða -GRS Skráningarstaðir: Reykjavik: Suzuki bílar hf., Gym 80, Stúdíó Jónínu og Ágústu, Ræktin og World Class. Kópavogur: Alheimskraftur Hafnarfjöröur: Hress Keflavik: Líkamsrækt Önnu Leu og Bróa, Æfingastúdíó og Perlan Akureyri: Dansstúdíó AÍice i Isafjöröur: Studio Dan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.