Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. 23
Tískusýning á Supermodel of the World kvöldinu í fyrrasumar í Los Angeles. Þátttakendur Supermodelkeppninnar leika sér á Santa Monica ströndinni í LA.
Fordkeppnin:
Skilafrestur mynda
er að renna út
Fordkeppnin mun fara fram á Hótel
Sögu fimmtudaginn 19. mars nk.
Skilafrestur fyrir þær stúlkur sem
ætla að senda myndir í keppnina á
að renna út í dag en ef einhverjar eru
seinar fyrir verður tekið á móti þeim
myndum á mánudag. Þegar hafa
margar stúlkur sent inn myndir.
Myndirnar verða síðan sendar til
New York þegar skilafresturinn er
útrunninn. Þar verður vahð í úrsht.
Allar þær stúlkur sem komast í úr-
sUt munu verða kynntar í blaðinu
áður en að úrsUtakvöldinu kemur.
Þetta er í fimmta skipti sem DV
hefur umsjón með Fordkeppninni.
Áður var þaö Vikan sem sá um fram-
kvæmd keppninnar. Fyrir ári var
keppnin í fyrsta skipti haldin fyrir
opnu húsi og komust færri að en
vildu, slíkur var áhuginn. Stefnt er
aö því að hafa keppnina með sama
sniði í ár.
í fyrra voru nálægt eitt hundrað
stúlkur sem óskuöu eftir að komast
í Fordkeppnina og var það metþátt-
taka. Eileen Ford valdi sextán stúlk-
ur í úrslit en fimmtán þeirra tóku
þátt í keppninni. Það var Bima
Bragadóttir, sautján ára, sem varð
Fordstúlkan 1991 og fór hún til Los
Angeles sl. sumar þar sem hún tók
þátt í keppninni Supermodel of the
World.
Rachel Hunter, ein vinsælasta fyrir-
sæta heims, ásamt leikaranum Joe
Penny en þau voru kynnar kvölds-
ins.
Sú stúlka sem hlýtur titilirm þetta
árið mun fara til Los Angeles 8. júh
og taka þátt í Supermodel keppninni
en úrsUt hennar fara fram þann 16.
júU. Ekkert er til sparað til að gera
þá keppni sem glæsilegasta. Sigur-
vegarinn fær tæpra fimmtán miUj-
óna króna samning við Ford Models
skrifstofuna í New York. Auk þess
sem hann fær demantsskartgrip að
verðmæti hundrað og fimmtíu þús-
und krónur.
Sendið myndir strax
Þær stúlkiu- sem áhuga hafa á að
spreyta sig í Fordkeppninni ættu að
senda myndir af sér strax í dag því
aldrei er að vita hver fer til Los Ang-
eles.
Stúlkumar þurfa að vera 14-24ra
ára, 175 sentímetrar á hæð eða hærri,
og myndast vel. Fljótlega mun skýr-
ast hvaða stúlkur komast í úrshtin.
Þær munu fá sérstakt námskeið hjá
Unni Amgrimsdóttur í Módelsam-
tökunum áður en stigið verður á svið
eftir mánuð.
-ELA
Daniela Benavente, superfyrirsæta ársins 1991, er fimmtán ára Chilebúi.
Ert þú fyrirsæta ársins?
N3fn
Aldur..............................................
Heimili ■■■■•■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■•■>■■■■■■■■■■■■*
Simanumer ■■■•■■■■!►•••■■■■■•••■■■■•■•■■■■•■■■■••■■■■■■■
Póstnr. og staður..................................
Hæð................................................
Staða..............................................
Hefur þú starfað við fyrirsætustörf?
Fyllið í réttan reit já □ nei □
Ef svarið er játandi þá hvar........
Myndirnar sendist til:
Ford-keppnin, Helgarblað DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík
Gleymið ekki að senda myndir með.
_