Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1992. 15 Vextir munu enn lækka Vextir munu halda áfram aö lækka á næstunni, ef að líkum læt- ur. Vextir sumra banka og spari- sjóöa munu lækka hinn 21. þessa mánaðar og verða þá til dæmis hjá íslandsbanka „komnir í botn“ mið- að við 2 prósent verðbólgustig, að sögn Ragnars Önundarsonar, framkvæmdastjóra íslandsbanka. Búnaðarbankinn hefur síðan 11. nóvember haft forystu í vaxta- lækkunum og er liklega kominn svo langt nú þegar, að ekki er víst, að þar verði vaXtalækkun 21. fe- brúar. Landsbankinn hefur verið með einna hæstu vextina um tals- vert skeið og er tímabært, að hann færi sína vexti nú niður að marki. Sparisjóðirnir höfðu haft forystu í vaxtalækkunum fram eftir vetri. 13,5prósent nafnvextir Ragnar Önundarson segist búast við því, að eftir lækkun 21. þessa mánaðar verði algengustu skulda- bréfavextir, nafnvextir, 13,5 pró- sent og víxilvextir 13 prósent. Lækkunin hjá íslandsbanka verði 0,75 prósentustig að þessu sinni. Bankamir hafa sætt réttmætri gagnrýni fyrir að halda vöxtunum of háum. Verkalýðshreyfingin fór í vetur fram á, að nafnvextirnir yrðu lækkaðir í 11 prósent sem þáttur í kjarasamningum. Þannig er ekki líklegt, að launþegahreyf- ingin sætti sig við, að vextir fari ekki lengra niður en bankamenn segja, að þeir fari nú og séu í „botni“. En bankamenn segja, að varla sé hægt að hugsa sér lægra verðbólgustig en 2 prósent, þegar yfir nokkurt tímaskeiö að ráði sé litið. Því megi menn vel við una, að nafnvextimir verði miðaðir við svo lágt verðbólgustig. Verðbólgan hefur nær engin verið um margra vikna skeið Stjómmálamenn og raunar flestir landsmenn hafa legiö bönkum á hálsi fyrir að miða vext- ina ekki við allt að núll prósent verðbólgustig. Nú segja banka- menn, að verðbólgustigið, sem bankar miði við, verði 2 prósent hinn 1. mars samkvæmt spám, þeg- ar miðað sé við regluna „2 fram og 1 aftur". í þeirri reglu felst, að viðmiðun bankanna um vaxtastig- ið verði, hver líklegt er að verðbólg- an verði næstu tvo mánuði og hver verðbólgan hafi verið síðasta Uðinn mánuð. Þannig verði viðmiðunin 1. marz. Eftir lækkun 21. febrúar verði bankamir komnir með lægstu vexti, sem verið hafi síðan 1973, að sögn Ragnars Önundarsonar. Lækkun raunvaxta sennileg Raunvextir er orð, sem er notað um vexti umfram verðbólgustig. Ef nafnvextir verða 13,5 prósent og verðbólgan 2 prósent, era raun- vextir 11,5 prósent, það er vextir umfram verðbólguna. Bankamir hafa verið að lækka nafnvextina, en umsvif ríkisvaldsins ráða hins vegar mestu um raunvextina. Bankar og sparisjóðir hafa fylgt eftir, þótt seint hafi gengið að lækka vexti, af þvi að verðbólgan hefur minnkað. Nú hlýtur að vera komið að því, að raunvextimir verði líka lækkaöir. Bankamenn segja við DV, að al- mennur skilningur sé á því, að „raunvextir á íslandi séu markaðs- vextir og bankamir verði að fylgja markaðnum“. Og hvemig ráðast þessir raun- vextir? Nú sem stendur era vextir á spariskírteinum ríkisins helzta viðmiðunin um raunvaxtastigið í landinu. Bankamir sjá, hvaða vextir era á verðtryggðum spari- skírteinum, og þeir hengja sína vexti síðan við þá vexti. Ríkið hefur Landsbankinn hefur haft hæstu vextina og tímabært, að bankinn fari niður með þá eins og aðrir. þannig ráðið mestu um, hverjir raunvextimir hafa verið, og enn ræður ríkið mestu þar um í krafti gífurlegra umsvifa sinna. Raun- vextir lækka ekki nema ríkið taki sig á. Ekki stoðaði, að Seðlabank- inn færi að gefa tilskipanir um lækkim raunvaxta, meðan mark- aðurinn leyfir það ekki, vegna mik- illa umsvifa ríkisins. En nú er niðurskurður opinberra útgjalda í gangi. Raunvextir virðast vera að byrja að lækka. Væntan- lega heldur sú lækkun áfram og tekur við, þegar bankar og spari- sjóðir telja sig ekki komast lengra með lækkun nafnvaxta án þess að lækka raunvextina sjálfa. Vextir á húsbréfum, sem sé raun- vextir, hafa lækkað lítillega. Vextir á spariskírteinum ríkisins í áskrift lækkuðu lítillega. Þessar lækkanir raunvaxta hafa verið á bilinu 0,1-0,2 prósentustig. Þetta er vænt- anlega aðeins byijunin. Bankamenn telja líklegt, að ríkis- sjóður muni stuðla að raunvaxta- lækkun á næstunni. Auðvitað renna menn nokkuð blint í sjóinn um, hvemig niður- skurðarstefna ríkisins muni tak- ast. En gera verður ráð fyrir, að hún leiði til töluverðrar minnkun- ar eftirspumar ríkisins eftir lánsfé. Við það dregur úr spennunni á lánsfjármarkaði, og raunvextir fara lækkandi. Ríkið í laumuspili Ríkið hefur farið illa að ráði sínu í vaxtamálum síðustu árin. Eftii- spum þess eftir lánsfé hefur verið gjfurleg og ríkið leitað hvers kyns ráða til að ná fjármagninu til sín. Fulltrúar lánaumsýslu ríkisins höfðu samband við stóra kaupend- ur um sérstök kjör á spariskírtein- um ríkisins og buðu hærri vexti en ríktu fyrir á markaðnum. Þetta gerðist bæði 1990 og 1991. Þetta keyrði upp vextina. Ekki var hægt að lækka raunvexti á meðan. Hér þarf ríkið að breyta um starfshætti. Bankamenn segja nú, að ríkis- sjóður þurfi að fara að bjóða óverð- tryggð lán á fostum vöxtum, til dæmis til 16-18 mánaða. Vextir á Laugardags- pistillinn Haukur Helgason aðstoðarritstjóri þeim yrðu þá leiðandi fyrir vexti á óverðtryggðum bréfum. Bankamenn benda einnig á, að ríkið miði vexti á sínum bréfum við útlánsvexti bankanna. Þetta séu alltof háir vextir, þar sem um innlán sé að ræða. Eðlilegt sé, að ríkið miði vexti sína við vexti á innlánum í bönkum. Það er býsna erfitt að koma raun- vöxtunum niður, meðan ríkissjóð- ur er rekinn með gífurlegum halla, eins og raunin er. Þessi halli sprengir upp raunvexti til lengri tíma. Raunvextir fara þó lækkandi nú. Vextir á spariskírteinum hafa verið um 8,15 prósent en til dæmis kjör- vextir íslandsbanka 8,5 prósent. Nú er líklegast, að raunvextir lækki framan af árinu. Sú er skoðun bankamanna, sem DV ræddi við, að eftir lækkun 21. þessa mánaðar verði alls óvíst um frekari lækkun nafnvaxta á næst- unni. Nú er miðað við, að engin grunnkaupshækkun verði í kjara- samningunum, hvenær sem þeir annars verða. En vonandi fylgir raunvaxtalækkun eftir lækkun nafnvaxtanna. Fjármagnsskattur hækkarvexti Landsfeðumir kanna möguleika á því að skattleggja spamaðinn, fiármagnsteknaskatti. Þetta skiptir miklu, þegar velt er vöngum yfir því, hvemig vextir breytist. Menn hafa áhyggjur af því, að skattlagning sparifiár valdi raun- vaxtahækkun, meðan fiárþörf rík- isins er svo mikil sem raun er. Þessi hækkun raunvaxta yrði viðbótará- lögur á atvinnulífið. Birgir Þór Runólfsson, lektor í hagfræði við Háskóla íslands, segir í kjallara- grein í DV í gær: „Með því að leggja skatt á spamað og fiármagnstekjur lækkar ávöxtun sparifiár, sem þýð- ir, að spamaður verður minni. Til að ná upp fyrri spamaði er því nauðsyn á hærri vöxtum." Sparifiáreigendur munu hugsa um nettó ávöxtun, sem þeir fá fyrir DV-mynd Brynjar Gauti sitt fé. Verði skattur á sparifé hér, gætu menn meðal annars flutt fiár- muni sína annað, þar sem ekki er slíkur skattur. Aðstæður era mjög að breytast. í lok þessa árs er reiknað með, að bæði erlendar lántökur og ávöxtun sparifiár erlendis verði frjáls. Við það ættu raunvextimir að fara inn- an tíðar effir stöðunni á alþjóða- markaði. Geta bankanna hér á landi til að hafa áhrif á raunvaxta- stigið verður mjög takmörkuð. Rekstrarskilyrði bankanna verða alþjóðleg. Þetta er fagnaðarefni þeim, sem vilja lækka vextina hér á landi. Bankar og sparisjóðir hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir of háa vexti. En vissulega hafa þeir verið að lækka vextina allt síðan í haust. Þetta hefur þó gerzt í smáum skömmtum. Verðbólgan hefur ver- ið nær engin að undanfómu, og því má segja, að vextir hefðu átt að lækka hraðar en verið hefur. Sé það nú rétt, aö bankarnir miði vextina eftir 21. febrúar við það, að verðbólgustigið sé 2 prósent, er spuming, hvort ætlazt verður til meiri lækkunar nafnvaxta en það. Er við því að búast, að verðbólgan verði minni en tvö prósent, þegar til lengri tíma er litið? Nú er það ekki svo, að bankamir hafi alltaf sætt réttmætri gagnrýni. Stjómmálamenn, sem lítiö skilja eðli vaxta og ástunda lýðskrum, hafa alla tíð heimtað, að banka- vextir væra sem lægstir. Þetta hef- ur oft verið ógæfulegt, til dæmis í fyrravetur. Þá héldu bankamir vöxtum lægri en átt hefði að vera. Lágir vextir ýta undir þenslu og verðbólgu. Margir hankanna voru þá reknir með tapi. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.