Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91)63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Hö fðingjasið fræði Fjármálaráöherra segist ekki vera sáttur viö, aö opin- berir starfsmenn misnoti opinber faxtæki til að koma mótmælum sínum á framfæri við b ármálaráöuneytið. Hann er hins vegar fyllilega sáttur viö aö misnota sjálf- ur aöstöðu sína á hundraðfalt grófari hátt. Fjármálaráðherra mælti á sínum tíma hin fleygu orð, sem hafa orðið einkennisorð íslenzkrar spillingar: „Ef ráðherra getur ekki boðið nokkrum bekkjarbræðrum sínum í glas, þá er ekki mikið eftir“. Það fer honum því ekki vel að reyna að siða opinbera starfsmenn. Eins og svo margir þeirra, sem hafa verið ráðherrar á síðustu árum, lifir fjármálaráðherra í tvískinnungs- heimi, þar sem þjóðinni er skipt í tvennt. Annars vegar er sauðsvartur almúginn og hins vegar nokkrir stjóm- málamenn, sem ekki þurfa að lúta siðalögmálum. í þessum einkennilega hugarheimi ráðherrans er í lagi, að hann dveljist í margra daga sumarleyfi í Thai- landi á ríkiskostnað. Þar á ofan er að hans mati í lagi, að hann fái á meðan kaupauka, sem hann fær ekki, þegar hann er að vinna á skrifstofunni í Arnarhvoh. Athyglisvert er, að ráðherrar skuli skerða ferða- hlunnindi sín minna en annarra ferðagarpa hins opin- bera, þegar harðnar á dalnum. Samt eru hlunnindi ráð- herranna beinlínis ferðahvetjandi, því að þau aukast í réttu hlutfalh við aukið flandur þeirra í útlöndum. Lengi og oft hefur verið bent á, að ráðherrar ættu ekki að fá í senn ahan ferðakostnað borgaðan og sér- stakan launaauka þar á ofan á ferðatímanum. Fjármála- ráðherra hefur ekki gert neina tilraun til að breyta þessu, enda er hann hinn ánægðasti með aðstöðu sína. Ráðherrar eru nú farnir að jafna sig eftir áfallið í brennivínsmáh forseta Hæstaréttar. Misnotkun þeirra á veizluaðstöðu og veizlufóngum ríkisins er að aukast á nýjan leik. Þetta sést af tölum um vaxandi viðskipti ríkisins við Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Fjármálaráðherra segir, að „afspymuerfitt“ sé að fara hér á landi eftir sömu reglum og gilda í Bandaríkj- unum, þar sem ríkið sendir stjórnmálaflokkum reikn- inga fyrir veizlu- og ferðakostnaði á vegum flokka; og ráðherrum reikninga fyrir einkakostnaði af því tagi. Ofan á persónulega spillingu ráðherra verður sífeht fyrirferðarmeiri hin flokkslega spilling þeirra. í síðustu ríkisstjóm höfðu ráðherrar Alþýðubandalagsins forastu um að koma kostnaði við áróðursherferðir, kosn- ingabæklinga og kosningafundi yfir á herðar ríkisins. Þessi tegund siðleysis hefur haldizt í tíð núverandi ríkisstjómar. Einkum hefur heilbrigðisráðherra verið iðinn við að sóa ríkisfjármunum í slíka spihingu. Kvart- anir utan úr bæ hafa ekki hin minnstu áhrif. Að ræða spillingu við ráðherra er eins og að stökkva vatni á gæs. í hugarheimi slíkra ráðherra era þeir æðri lögum og reglum, sem gilda uni þjóðina. Þeir hafa sérreglur um sín eigin hlunnindi í ferðalögum, bifreiðum og veizlu- höldum. Þeir telja sig arftaka aðalsins og líta á þjóðfélag- ið sem herfang, er hafi fallið þeim í skaut. Þetta hugarfar tengist náið þeirri ofbeldishneigðu skoðun, sem nýtur vaxandi útbreiðslu hjá ráðherrum, að þeim eigi að leyfast að nota aðstöðu sína til að „valta yfir“ þá, sem standa í vegi þeirra, svo sem heilbrigðis- ráðherra hefur gert í málefnum Landakotsspítala. Þegar ráðherra, sem sér ekkert athugavert við eigin spillingu, kvartar opinberlega um óeðlilega faxnotkun opinberra starfsmanna, er hræsnin komin á hátt stig. Jónas Kristjánsson Kröggumar í nýja samveldinu Fundur forseta lýöveldanna í sam- veldi fyrrum sovétríkja stendur fyrir dyrum þegar þetta er ritaö. í aðdraganda hans hefur það eink- um vakið athygh að varnarmála- ráðgjafi Boris Jeltsíns Rússlands- forseta hefur boðaö að eftir fundinn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rúss- lands, muni forsetinn sjá sig tilknú- inn að gefa út tilskipun um stofnun sérstaks, rússnesks hers. Fram til þessa hefur það verið stefna Jelts- íns að halda Sovéthemum fyrrver- andi sem mest sameinuöum undir einni stjórn sem sé ábyrg gagnvart samveldinu öllu. Sú hugmynd virðist vera að stranda á afstöðu Leóníds Kravtjúk, forseta Úkraínu. hann hefur frá öndveröu lýst yfir að stefnt verði að stofnun Úkraínu- hers, allt að 400.000 manna herafla, og krafist trúnaðareiðs við Úkra- ínu af hersveitum sem hafa búöir í lýðveldinu, hvert svo-^em þjóð- emi hermanna er. Þar að auki stendur deila milh stjóma Rúss- lands og Úkraínu um yfirráð yfir Svartahafsflotanum. Yfirlýsing Dmitri Volkogonofs vamarmálaráðunauts er til þess sniðin að þrýsta á Kravtsjúk að gæta hófs í ákefð sinni aö gera Úkrainu að sjálfstæðu herveldi. En svigrúm Úkraínuforseta er tak- markað eftir það sem hann hefur þegar sagt. Völd sín byggir þessi fyrrverandi hugmyndafræðingur kommúnistaflokksins í Úkraínu á því að hafa söðlað um á réttri stundu og notað valdakerfi flokks- ins til aö gera sig að merkisbera úkraínskrar þjóðemisstefnu. Til- slakanir af hans háifu geta því hefnt sín heima fyrir. Þar að auki eiga báðir forsetar við að stríða erfið vandamál innan- lands. Stökkið frá miðstýringu til markaðsbúskapar reynist erfitt og veldur almenningi þrengingum sem þegar hafa snúist upp í póh- tíska ókyrrð. Þingið í Kíef hefur sett Kravtsjúk tíu daga frest til aö skipta um ríkis- stjóm, með þeim rökum að sú sem nú situr hafi rækilega sannað van- hæfni sína til að stjóma efnahags- málum. Þetta var samþykkt með 330 af 400 greiddum atkvæðum á þingi eftir að þingheimur hafði gert afturreka síðustu áform ríkis- stjómarinnar í efnahagsmálum og krafist þess að hún bæri fram nýjar tihögur innan viku. Vitold Fokin forsætisráðherra er kennt um að neytendur eigi þess ekki kost að kaupa nauðsynjar og hvers konar vaming þótt birgðir séu nægar í matarkistunni Úkra- ínu. Rikisstjómin gaf út skömmt- Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson unarseðla með peningagildi til að ýta rúblunni til hhðar í daglegum viöskiptiun og koma þannig í veg fyrir að kaupendur streymdu að frá Rússlandi og tæmdu úkraínskar verslanir. En komið hefur á daginn að útgáfumagn skömmtunarseðl- anna var byggt á skökkum útreikn- ingum svo að þeir nægja engan veginn til að sjá landsmönnum fyr- ir nauðþurftum þótt þær séu á boð- stólum. í Rússlandi sýnir Alexandr Rútskoj varaforseti alla tilburði til að leitast við að safna um sig fylgi þeirra sem finna efnahagsáætlun Jeltsíns forseta og ráðunauta hans allt til forátta. Rútskoj, sem er stríðshetja frá Afganistan, höfðar sér í lagi th foringja í hernum og rússneskra þjóðernissinna. Meðal annars hefur hann tekið undir til- kall Rússlands til Krímskaga, þar sem stendur borgin Sebastopol, aðalbækistöð Svartahafsflotans. Krafan til Krím hefur mikinn hljómgrunn meðal Rússa. Hefur Rússlandsþing tekið undir hana með þvi að ákveða að láta kanna lögmæti þess gernings Nikita Krútsjofs að afsala Krím til Úkra- ínu árið 1954 þegar þijár aldir voru hönar frá því Úkraína rann inn í Rússaveldi. Rimman í Rússaveldi er þó hörð- ust út af afleiðingum þess að í byij- un þessa árs gekk í gildi efnahagsá- ætlun Egors Gaidars, varaforsætis- ráöherra í stjórn Jeltsíns og yfir- manns efnahagsmála. Var þá verö- lag gefið fijálst á öhum varningi nema nokkrum nauðsynjum, svo sem mjólk, sykri og matarohu. Verð hefur rokið upp úr öhu valdi án þess að ræst hafi að gagni vonir Gaidars um að verðlagsfrelsið leiddi til aukins framboðs sem síð- an tempraði verðlagið. Ráðherrar skýrðu frá því í síð- ustu viku að verðlag í janúar hefði að jafnaði hækkað um 300 til 350 af hundraði frá því sem var í des- ember. Áætlanir gerðu ráð fyrir 250% meðalhækkun. Á sama tíma hefur þjóðarframleiðsla dregist saman um 16 af hundraði. Ráðherr- amir kenndu því um óhóflegar verðhækkanir að framleiðendur og smásöluaðUar hefðu notað sér vör- uskortinn tU að hirða aukinn gróða. Er hér komið að höfuðatriðinu í gagnrýninni sem áhrifamenn beina að efnahagsaðgerðum Gaid- ars. Þeir halda því fram að svona hafi hlotið að fara þegar verðlag var gefið frjálst án þess að búið væri aö afnema einokunaraðstöðu framleiðenda í gamla miðstýring- arkerfinu. Meðal þeirra, sem eru á þessari skoöun, er Anatoh Sobt- sjak, borgarstjóri St. Pétursborgar, sem harðast gekk fram gegn valda- ránstilrauninni í ágúst ásamt Jelts- ín. Markaðsbúskapur getur ekki átt sér stað, segir hann, fyrr en landbúnaður, framleiðsla og dreif- ing hafa verið einkavædd svo um munar. í síðustu viku var svo skýrt frá fyrstu áformum um einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Anatoh Tsjúbais, formaður ríkiseignanefndar, kveðst vonast tíl að áður en árið er úti verði búið að selja á uppboð- um fjórðung ríkiseigna í fram- leiðslu og vörudreifingu. Fjórð- ungshlutur í fyrirtækjunum ertek- inn frá og stendur starfsfólki þeirra tU boða. Tsjúbais viðurkenndi að um- fangsmikill þjófnaður ríkiseigna hefði þegar átt sér stað þar sem stjórnendur ríkisfyrirtækja mynd- uðu um þau sýndarhlutafélög, leigöu húsakynni og tæki einkafyr- irtækjum og seldu afurðir á einka- reknum vörumörkuðum tU ágóða fyrir sjálfa sig. Vegna réttaróvissu, sem ríkt hefur frá því í júh á síð- asta ári, þegar Rússlandsþing setti lög um einkavæðingu án þess að nokkrar reglur um framkvæmdina fylgdu á eftir, taldi formaöur rík- iseignanefndar þýðingarlaust að reyna að rifta þessum gerningum. Loks koma þau tíðindi frá Ríkis- hagstofu Rússlands að matvæla- birgðir séu brátt á þrotum. Helstu kjötvörur endist í þrjár vikur, syk- ur í sex vikur, smjör í mánuð og þar fram eftir götunum. Talsmaður viðskiptaráðuneytisins kennir því mn þetta ástand að viðskipti milh lýðveldanna séu í lamasessi, þann- ig hafi Úkraína og Hvíta-Rússland einungis staðið við lítið brot af samningsbundinni kjötsölu til Moskvu. Magnús T. Ólafsson Hjaipræðisnermaour ner aidurhniginni konu málsverö í einu af góðgeröarmötuneytum sem hjálparstofnanir á Vesturlöndum hafa komið á stofn fyrir nauðstadda Moskvubúa. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.