Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. GAKYOIOIMN MN«5H0mii FRANCÍ5MtOOIMAND TWE STORY Of ONE MAM-S TRIUMPH OVER AN INSANt WORID jixAiy; HUtoíí tiAFPíw it/ PíAcas A KISS BEFORE DYING Útgelandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: James Dearden. Aöalhlutverk: Matt Ditlon, Sean Young og Max von Sydow. Bandarisk, 1991 - sýningartimi 95 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. James Dearden skrifaöi handritið aö hinni þekktu sakamálamynd, Fatal Attraction, og hlaut frægð fyrir. Eftir þaö hefur hann leikstýrt tveimur myndum og er Kiss before Dying síöari myndin. Dearden hefur frá blautu bams- beini verið alinn upp viö kvik- myndir en faöir hans var breski leikstjórinn Basil Dearden sem leikstýrði íjölda kvikmynda frá stríðsámm fram á áttunda áratug- inn. Það kemur þvi ekki á óvart aö sonurinn skuli leita á fornar slóðir við gerö sinnar eigin sakamála ' myndar en Kiss before Dying er endurgerð myndar frá 1956 sem bar sama nafn. Og það er meira vitnað í fortíðina. Á einum stað í Kiss be- fore Dying er atriði sem minnir óneitanlega á frægt atriöi úr kvik- mynd Alfreds Hitchcock, Vertigo, og það er enginn vafi aö Dearden hefur verið undir áhrifum frá meistaranum þegar hann gerði þessa mynd. Dauðakossinn er ekki sakamála- mynd þar sem spurt er: Hver er morðinginn? Það verður ljóst strax í byrjun að Jonathan (Matt Dillon) er sálsjúkt Olmenni sem ekki hikar viö morð ef það kemur honum nær ætlunarverki sínu. Spennan í Sean Young og Matt Dillon leika aðalhlutverkin i Kiss Before Dying. myndinni hggur frekar í hvað hann kemst upp með áður en svikamyUa hans hrynur. James Dearden tekst yfirleitt að byggja upp mikla spennu í kringum einstaka atriði þótt ekki sé það allt- af á sannfærandi hátt. Eins og við er að búast skrifar hann einnig handritið og er þar margt vel gert en er langt frá aö vera jafngott og handrit hans að Fatal Attraction. Þegar á heildina er litið er Kiss before Dying nokkuö glúrin saka- málamynd en hún verður aldrei DV-myndbandalistirm Ullar breytingar eru á listanum. Sakamátamyndin State of Grace nálgast hægt toppinn, er nú i þrlðja sasti. Á myndinni má sjá Ed Harris, Robin Wright og Sean Penn sem öll leika stðr htutverk i State of Grace. I (1) Naked Gun Vh 2(2) Kiss beíore Dying 3(4) Stale of Grace 4 (3) Hrói höttur, prins þjófanna 5(6) Murder 101 6(4) Silence of the Lambs 7(7) Mermaids 8(-) Perfec( Weapon 9 (-) Born to Ride 10 (15) Fever II (13) Green Card 12(9) The Pope Must Die 13(8) Out for Justice 14 (10) L.A. Story 15 (14) He Said, She Said í stríði innan fangelsismúra CHATTAHOOCHEE Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Mick Jackson. Aöalhlutverk: Gary Oldman, Dennis Hopper og Frances McDormand. Bandarisk, 1990-sýningartimi 93 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Það var ekki aðeins í Víetnam- stríðinu sem bandarískir hermenn áttu erfitt með að aðlagast borgara- legu lífi eftir að heim kom. í Chatta- hoochee er sögð dramatísk saga hermannsins Emmetts Foley sem kom heim úr Kóreustríðinu, sæmdur heiöursmerkjum fyrir hetjudáðir. Foley á konu og bam en fær enga vinnu. Dag einn bugast hann, tekur fram riffil sinn og byrjar að skjóta út úr íbúö sinni út í loftiö. Ekki særir hann neinn með byssunni en neitar að gefast upp. Loks þegar lögreglan yfirbugar hann svarar hann spumingum hennar undar- lega. Yfirvöld telja hann þó hæfan til að sitja í fangelsi og er hann dæmdur í hið illræmda Chattaho- ochee þar sem eingöngu em geymdir geðveikir glæpamenn og hættulegir morðingjar. Foley sér að þama á hann ekki að vera og mótmælir ákaft en mót- mæli hans eru barin niður af fanga- vörðum sem margir ættu frekar heima í fangelsi. Barátta hans snýst fljótt upp í að bæta aðstöðu fyrir aöra fanga sem minna mega sín um leið og hann berst fyrir frelsinu með aðstoð systur sinnar. Söguþráðurinn í Chattahooche er áhrifamikill en myndin hefði mátt vera betur gerð. Þótt mikið sé um dramatíska atburði er myndin í heild nokkuð langdregin. Leikarar standa sig yfirleitt vel en Gary Old- man er bestur í hlutverki Foleys. Einnig má nefna góðan leik Franc- es McDormand í hlutverki eigin- konu Foleys sem skilur við hann meðan á fangavistinni stendur. -HK klassíksur þriller á borð við Fatal Attraction. -HK ★★ Hryllingssaga THE BORROWER Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: John McNaughton. Aðalhlutverk: Rae Dawn Chong og Don Gordon. Bandarisk, 1990-sýningartími 87 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. John McNaughton er þekktur fyrir kvikmynd sína Henry: Por- trait of a Serial Killer sem hann gerði 1986. Það var ekki fyrr en 1990 aö sú kvikmynd fékkst sýnd og er óhætt að segja að hún hafi verið ein umtalaðsta mynd ársins og gerði John McNaughton að eftir- sóttum leikstjóra og má geta þess að nýjustu kvikmyndar hans, Mad Dog and Glory, með Robert Di Niro og Bill Murray í aðalhlutverkum er beðið með mikilli eftirvæntingu. í millitíðinni leikstýrði McNaughton hryllingsmyndinni The Borrower og stílbrögðin leyna sér ekki. The Borrower er einhver alóhugnanlegasta kvikmynd sem undirritaður hefur séð og sá óhugnaöur leynist ekki síst í áhrifamikilli leikstjóm McNaugh- tons en þessi frábæru stílbrögð af- saka samt ekki það blóðbað sem er í myndinni. í myndinni er sögð saga geimveru sem dæmd er til að dvelja á jörð- inni. Til að geta lifaö þarf hún ávallt að skipta um hýsil eöa sem sagt koma sér inn í mannveru. Rae Dawn Chong leikur lögreglu sem er á eftir þessum óhugnaði með litl- mn árangri. Við fáum engan klass- ískan endi heldur verðum við að dvelja við spurninguna um það hvort það sé í raun hægt að eyða kvikindinu. The Borrower er veislumatur fyrir unnendur Hryll- ingsmynda en aðrir ættu ekki að líta við henni. -HK ★★ LUCY AND DESI - BEFORE THE LAUGHTER Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Charles Jarrott. Aðalhlutverk: Frances Fisher og Maurice Bernard. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 100 min. Leyfð öllum aldurshópum. Að sögn er I Love Lucy vinsæl- asta sjónvarpssería allra tíma þar sem hjómn Lucy Ball og Desi Amaz léku „venjuleg" bandarísk hjón. Kvikmyndin Lucy and Dezi segir frá hvernig þau kynntust og lýsir lífi þeirra fram að fyrsta þætti. Það býður hættunni heim að fá. reynslulausa leikara til að leika þekkt andlit aðeins vegna þess að þau eru lík fyrirmyndinni og Francis Fisher og Maurice Benard era alls ekki vandanum vædn. Að visu nær Fisher að líkja stundum eftir Lucy Ball en að fylgjast með tilburöum Benards er í einu orði sagt píning. Ekki hjálpar slæmt handrit þeim. Dóttir þeirra hjóna reyndi að koma í veg fýrir dreifingu myndarinnar og er það vel skiljan- legt eftir að hafa séð þessi ósköp. ★★V2 éíéJÍ I Minnisleysi DRAGONFIRE Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Richard T. Heffron. Aóalhlutverk: Daniel J. Travanti og Rox- anne Hart. Bandarísk, 1990-sýningartími 89 min. Bönnuó börnum innan 16 ára. í Dragonfire leikur Daniel J. Tra- vanti fatlaðan viðskiptajöfur, John Tagget, sem er með dökka fortíð. Það sem háir honum er að hann veit aö hann hefur lent í einhverju óhugnanlegu í Víetnamstríöinu en getur ekki gert sér ekki grein fyrir hvað það er fyrr en hann les bók eftir breskan blaðamann um her- búðir í Hong Kong. Tagget leggur nú upp í leit að fortíðinni sem á eftir að koma honum sem og áhorf- endum á óvart. Það er mikill hraði í Dragonfire og nóg um að vera. Þá er myndin spennandi og leikur sæmilegur. Söguþráöurinn er aftur á móti nokkuð öfgakenndur og skýring- una á fótlun Taggets er erfitt að gleypa hráa. Ef hægt er að leiöa hjá sér þessa annmarka er Drag- onfire hin prýðilegasta skemmtun. Leikaralíf DANIEL J. TBAVARI SumKWtiere in W» mind, is a i Mghtmans waltina u» explode. ís. Siglt undir fölsku flaggi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.