Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. 5 DV Fréttir Trillukarl, sem viðurkenndi íkveikju í báti sínum í Grindavík, sýknaður: Játaði hjá RLR en neit aði svo öllu fyrir dómi Sakadómur Kópavogs hefur sýknaö 34 ára trillusjómann af sakargiftum um tilraun til fjársvika meö því aö hafa orðið valdur að eldsvoða sem eyðilagði 6 tonna bát hans, Arnar RE 212, í Grindavíkurhöfn 24. febrú- ar á síðasta ári. Maðurinn játaði hjá RLR að hafa lagt eldfim efni að ka- byssu bátsins skömmu áður en elds- ins varð vart - og þannig vonast til að kviknaði í. Fyrir dómi dró maður- inn þennan framburð hins vegar til baka. Meðal annars af þeirri ástæðu var hann sýknaður. Ríkissaksóknari hefur þegar áfrýjað til Hæstaréttar. Manninum var gefið að sök að hafa ætlað að losna undan skuldbinding- um vegna fjármögnunarleigusamn- ings vegna bátsins með 3,5 milljóna króna tryggingabótum. Fram kom í málinu að siglingatæki voru fjarlægð úr trillunni skömmu fyrir brunann. Skjalfestur og undirritaður vitnis- biu-ður trillukarlsins hjá RLR var meðal annars á þessa leið: „Áður en ég fór frá bátnum... jók ég brennsl- una á kabyssunni til hálfs. Við hhð hennar setti ég olíubleyttan hand- þurrkupappír. Ofan á þfiið við hlið- ina á kabyssimni setti ég þriggja htra bensínbrúsa sem var hálfur af bens- íni og skorðaði hann á nagla sem negldur var í þihð að framanverðu. Þetta gerði ég vísvitandi og með von um að þessar ráðstafanir yrðu til þess að eldur kviknaði í bátnum eins og svo varð raunin." Maðurinn viðurkenndi einnig hjá RLR að með þessu hefði hann bundið við það vonir að losna undan skulda- bagga sem hvíldi á honum. Fyrir Sakadómi Kópavogs dró maðurinn framburð sinn um fram- angreind atriði til baka. Bar hann því meðal annars viö að framburður sinn hjá RLR hefði verið annar en þar var skráður í skýrslum. Maður- inn gat ekki skýrt það fyrir dómi hvers vegna hann lýsti aðstæðum ranglega hjá RLR. Tvö vitni, rann- sóknarlögreglumenn, mótmæltu báðir breyttum framburði ákærða fyrir dómi. í sakadómi kom einnig fram að útgerð bátsins hefði gengið iha og eigandinn hefði lent í vanskilum. Skuld við seljanda nam á síðasta ári 4,6 mihjónum króna en skuld við Byggðastofnun nam tæplega 1,6 mihjónum króna. Samkvæmt upp- lýsingum DV hafa Sjóvá-Almennar þegar greitt 2,9 af 3,5 mihjóna króna húftryggingu í bætur vegna tjónsins. í niðurstöðu dómsins segir meðal annars: „Það er áht dómsins að ekki sé unnt að leggja til grundvallar sönnunarmati í máh þessu framburð ákæröa við yfirheyrslur hjá RLR.“ „Niöurstaðan er því sú að gegn ein- dreginni neitun ákæröa fyrir dómi FÍM-salurinn: Fundnar myndir nefnist sýning sem Bragi Ásgeirsson listmálari opnar i FÍM-sainura í dag, Er hér um að ræöa módelteikningar og málverk. Bragi er löngu landsþekktur myndhstarmaður og listgagnrýn- andi og hafa margir fylgst með listferh hans í gegnum árin. Á sýningu Braga er að finna verk sem aidrei hafa áður komiö fyrir almenningssjónir. -HK verður sök hans ekki byggð á játn- í máhnu fyrir íkveikju þar sem ai- að af brunanum. Ríkissjóður var kostnað. Ólöf Pétursdóttir héraðs- ingu hans hjá RLR.“ Ekki var ákært mannahætta var ekki talin hafa staf- dæmdur til að greiða allan sakar- dómari kvað upp dóminn. -ÓTT Nœsta máll Kosning gjaldkera húsfélagsins Húsfélagaþjónusta íslandsbanka býðst til að annaSt innheimtu-, greiðslu- og bókhaldsþjónustu fyrir húsfélög. Cjaldkerastarf í húsfélagi fjölbýlishúsa hefur aldrei HÚSFÉLACA þótt eftirsóknarvert, enda bœöi tímafrekt og oft van- þjóttusta þakklátt. Húsfélagaþjónustán auöveldar rekstur og tryggir öruggari fjárreiöur húsfélaga meö nákvœmri yfirsýn yfir greiöslustööu og rekstur á hverjum tíma. Þetta fyrir- komulag er því íbúum fjölbýlishúsa til hagsbóta. Þrír þœttir Húsfélagaþjónustu: v Innheimtuþjónusta: Bankinn annast mánaöarlega tölvuútskrift gíróseöils á hvern greiö- Op. anda húsgjalds. Á gíróseölinum eru þau gjöld sundurliöuö sem greiöa þarf til húsfélagsins. ,/ý /í* >'• !S <», 5 [O o/ Greiösluþjónusta \ -Á * " *** Þau sem húsfélagiö þarf aö greiöa, t.d. fyrir rafmagn og fy. Uy hita, fœrir bankinn af viöskiptareikningi og sendir til viökomandi á umsömdum tíma. Bókhaldsþjónusta: I lok hvers mánaöar er sent út reikningsyfirlit sem sýnir hverjir hafa greitt og í hvaö peningarnir hafa fariö. í árslok liggur fyrir yfirlit yfir rekstur húsfélagsins á árinu, greiöslur íbúa á árinu og skuldir þeirra í lok árs. Allar nánari upplýsingar um Húsfélagaþjón- ustu bankans og kynningartilboöiö sem stendur húsfélögum til boöa til 7 6. mars fást hjá þjónustufulltrúum í neöan- ISLANDSBANKI greindum afgreiöslustööum bankans. _ ftakt víð nýja tfmai Eftirtaldir afgreiöslustaöir Islandsbanka veita Húsfélagaþjónustu: Bankastrœti 5, sími 27200. Lœkjargata 12, sími 691800. Laugavegur 172, sími 626962. Álfheimar 74, sími 814300. Crensásvegur 13, sími 814466. Háaleitisbraut 58, sími 812755. Stórhöfbi 17, viö Cullinbrú, sími 675800. Lóuhóiar 2-6, sími 79777. Kringlan 7, sími 608000. Þarabakki 3, sími 74600. Dalbraut 3, sími 685488. Eibistorg 17, Seitj., sfmi 629966. Reykjavíkurvegur 60, Hafnarfirbi, sími 54400. Strandgata 1, Hafnarfirbi, sími 50980. Hörgatún 2, Garbabœ, sími 46800. Hamraborg 14a, Kópavogi, sími 42300. Þverholt 6,Jvlosfellsbœ, simi 666080. Hafnargata 60, Keftavík, sími 92-15555. Kirkjubraut 40, Akranesi, simi 93-13255. Hrísatundur la, Akureyri, sími 96-21200. Abalgata 34, Siglufirbi, sími 96-71305.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.