Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 32
1 Reykjavík fyrr og nú LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. DV Heillum horfnar höfuðstöðv- ar reykvískrar menningar Leikfélag Reykjavíkur varð níutíu og fimm ára þann 11. janúar sl. Það er elsta almenna leikfélag landsins -að Leikfélagi Sauðárkróks undan- skildu sem þó lá í dvala um alllangt skeiö áður en það var endurvakið. Leikfélag Reykjavíkur er einnig fjölmennasta leikfélag landsins, hef- ur á að skipa fjölmennu, hæfu og áhugasömu starfsliði sem býr nú við langþráða stórbætta aðstöðu í hinu glæsilega Borgarleikhúsi. Fleira mætti tína til, um fjölda leik- ara, sýninga, aðsókn, aðbúnað, fjár- reiður og framlög opinberra aðila. En þess gerist ekki þörf. Allir vita að þetta góða félag hefur augljóslega vaxið og dafnað í þá tæpu öld sem það hefur starfað, - og er vel að því komið. Engu að síður er ekki öll sagan sögð - og verður reyndar aldrei sögð til hlítar ef ekki er greint frá hinu mikilvæga hlutverki félagsins í fá- breytileika fyrri tíma. Löngu fyrir daga sjónvarps, út- varps, afþreyingar af öllum toga og almennra utanlandsferða, þegar ferðalag milli landshluta markaði tímamót í ævi einstaklingsins, þegar Reykvíkingar voru nokkur þúsund stritandi hræður sem hvorki heyrðu tónlist né sáu myndlist en hittust helst við guðsþjónustur, var Leikfé- Afig Reykjavíkur „leikfélag" í töluvert öðrum og veigameiri skilningi en það er nú. Félagið hefur auðvitað ekki versn- að á þessum tíma en hlutverk þess er óneitanlega allt annað í gjör- breyttu samfélagi. Lengi framan af var Leikfélag Reykjavíkur meginþráðurinn í allri menningarsögu bæjarins. Til þess var stofnað af fólki úr öllum stéttum og ólíkt flestum erlendum leikhús- um, þjónaði það öllum stéttum sam- félagsins, - ekki bara yfirstéttinni. Þá þekktí hvert mannsbam bæjarins alla leikara félagsins. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur Leikfélag þarf leikhús og leikhús Reykjavíkur reis við Tjörnina. En hér á þó betur við að segja að leikhús þurfi leikfélag, því fyrst var húsið byggt og síðan stofnað félagiö. Og það voru ekki leikarar sem stóðu að byggingu hússins (slík starfsstétt var ekki til í þá daga) heldur iðnaðar- menn. Iðnaðarmenn voru sennilega skör hærra settir í þjóðfélagsstíganum á 19du öld og í upphafi þeirrar 20ustu heldur en gengur og gerist með starfsbræður þeirra nú á dögum. Flestir þeirra höfðu sótt menntun sína til annarra landa. Menntun þeirra, ráðleggingar og tilsögn voru veigameiri áður en iðnskólar komu til sögunnar hér og iðnaðarmenn báru áður ábyrgð á verkþáttum sem tæknifræðingar, verkfræðingar og arkitektar hafa síðar tekið við. Það var því eðlilegt að þessir sigldu iðnmenntamenn stofnuðu hér fyrstu stéttarfélögin að erlendri fyrirmynd. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur, sem fyrst var nefnt Handiðnamanna- félagið, var stofnað 1867. Tólf árum eftir að félagið var stofnað virðist fyrst hafa komið þar fram tillaga um að félagið byggði hús fyrir samkom- ur og skólahald í bænum. Félagsheimili eða samkomustaður bæjarins Ekkert varð úr framkvæmdum Iðnaðarmannafélagsins og enn liöu tólf ár en 1891 bar þáverandi formað- ur fram tillögu um að reist yrði sam- komuhús fyrir félagið og hófst þá jafnframt fjársöfnun til framkvæmd- anna. Tveimur árum síðar fékk félagið úthlutað svæði í Tjöminni til upp- fyllingar undir húsið sem máttí vera tólf sinnum fjórtán álnir að flatar- máli. En Magnús Benjamínsson úrsmið- ur fékk meirihluta félaga sinna á þá skoðun að hér þýddi ekkert hálfkák. Félagið yrði aö reisa almennilegt hús ef farið væri út í framkvæmdir á aimað borð. í samræmi við þessa niðurstöðu samþykkti bæjarstjórnin, árið 1896, að Iðnaðarmannafélagið mætti reisa hús á lóðinni sem væri fjörutíu og þrjár álnir að lengd og tuttugu álnir að breidd. Iðnó sér dagsins ljós Félagið sendi nú utan Svein Jóns- son snikkara til að kaupa efni í hús- ið. Tekin voru innlend lán og hafist handa af fullum krafti. Yfirsmiður hússins var Einar J. Pálsson, bygg- ingameistari frá Meðalfelli í Kjós, en hann mun einnig hafa teiknað húsið. Smíðin gekk að óskum enda var hús- iö nánast fullsmíðað um áramótin 1896-97. Iðnaðarmannahúsið, sem strax var farið að nefna Iðnó, var metið á þijá- tíu og sex þúsund krónur, fullsmíð- að. Þaö var'þá þriðja stærsta húsið í Reykjavík, eftir Alþingishúsinu og Latínuskólanum, og er reyndar fyrsta „stórhýsið" sem byggt er hér á landi að íslensku frumkvæði og fyrir innlent fjármagn. Stofnað Leikfélag Reykjavíkur Iðnaðarmannafélagið hélt sinn fyrsta fund í húsinu 29. desember 1896 en formlega var samkomuhúsiö vígt ári síðar með samsöng. Þá mættu í Iðnó fjögur hundruð manns eða tíundi hver bæjarbúi. Áður en Iðnó komst í gagnið höfðu tveir leikklúbbar verið starfræktir í bænum. Annar þeirra hafði sýnt frá 1894 í Góðtemplarahúsinu (Gúttó), sem var reist 1887 og sést vinstra megin við Iðnó á gömlu myndinni, en hinn hópurinn hafði aðsetur í Breiðfjörðsleikhúsi í Aðalstræti sem síðar var nefnt Fjalakötturinn. Með tilkomu hins nýja húss sam- einuðust þessir tveir leikhópar um aðstöðuna í Iðnó og stofnuðu Leikfé- lag Reykjavíkur 11. janúar 1897. Með- al þeirra leikara, sem þá lögðu grunninn að íslenskri leiklist, má nefna Árna Eiríksson verslunar- mann, Borgþór Jósefsson verslunar- mann, Friðfinn Guðjónsson prent- ara, Gunnþórunni Halldórsdóttur, Kristján Ó. Þorgrímsson kaupmann, Sigurð Magnússon guðfræðing, Stef- aníu Guðmundsdóttur og Þorvarð Þorvarðsson prentara sem varð fyrsti formaður félagsins. Auk þess gengu nokkrir iðnaðarmenn í félagið í þeim tílgangi að smíða leiktjöld og styrkja tengsl Iðnaðarmannafélags- ins og Leikfélagsins. Meöal iðnaðar- manna leikfélagsins var Samúel, fað- ir Guðjóns húsameistara. Leiklistog önnur starfsemi Það er svo skemmst frá því að segja að með stofnun Leikfélagsins hófst samtvinnuð saga leikfélags og leik- húss sem lauk ekki fyrr en Leikfélag- ið flutti starfsemi sína í Borgarleik- húsið 1989. Leiklistin sat þó ekki ein að þessu merka húsi, því allt fram til 1960, er Leikfélagið varð atvinnuleikhús, var húsið einnig nýtt undir ýmsa aðra starfsemi. Þar voru fyrstu áratugina haldnir dansleikir, veislur, hljómleikar, borgarafundir, fyrirlestrar og hluta- veltur. Þangað flykktust bæjarbúar af ýmsum tilefnum, m.a. til þess að hlusta á Jóhann Jónsson skáld lesa upp rómantísk kvæði, eins og Hall- dór Laxness hefur lýst í Grikklands- árinu á sinn snilldarlega hátt. Þá var haldin hússtjómarskóli á efri hæð hússins fyrstu tuttugu árin og rekin þar matsala í tengslum við skólann sem síðan flutti upp í Þing- holtsstræti árið 1918. Eigendur hússins Allan þann tíma, sem Leikfélag Reykjavíkur var til húsa í Iðnó, leigði félagið húsið. Félagið hafði forkaups- rétt að húsinu en hafði ekki fjárhags- lega burði til að kaupa það þó húsið skipti nokkrum sinnum um eigend- ur. Iðnaðarmannafélagið seldi húsið árið 1918. Kaupandinn var Frantz Hákansson bakarameistari sem rak húsið til 1929. Sveinn bakari yrði því ekki fyrsti eigandi hússins í stétt brauðgerðarmanna, ef af þeim kaup- um yrði sem komið hafa til álita að undanfömu. Árið 1929 keypti Full- trúaráð verkalýðsfélaganna Iðnó og átti það húsið til 1940. Þá var þaö pólitíkin, klofningur Alþýðuflokks- ins og barátta flokkanna um verka- lýðshreyfinguna sem varð til þess að húsið var selt hlutafélaginu Alþýðu- húsi Reykjavíkur sem enn er eigandi hússins. Það er óneitanlega furðuleg til- hugsun að þetta tæplega aldar gamla hús, sem stendur á einum fallegasta stað í miðbænum og sem hefur um áratuga skeið verið helsta menning- ar- og félagsmiðstöð höfuðborgarinn- ar, skuli nú standa ónotað og í nið- urníðslu. Húsið er nú friðað enda hefur ekki komið til álita að rífa það eftir að hætt var við ráðhússáform frá 1966. En það er ekki nóg. Húsinu verður sem allra fyrst að finna hlutverk sem hæfir sögu þess og umhverfi. Annað væri vanvirðing við reykvíska menningu og leikhstina í landinu. Kjartan Gunnar Kjartansson BÍLL MÁNAÐARINS í ÁSKRIFTARGETRAUN DV TIL SÝHIS f KRINGLUNNI DREGINN ÚT 19. FEBRUAR '92 Áskriftargetraun DV heldur áfram á fullri ferð til móts við framtíðina með nýjum Suzuki Swift, bílnum sem ögrar keppinautunum. í Suzuki Swift leggst margt smátt saman í eitt; sparibaukur I innanbæjarsnún- ingum en um leið kraftmikill, lipur og þægilegur bíll sem stendur fyrir sínu og vel það - SUZUKI SWIFT árgerð 1 992. Einn mest seldi smábíllinn á Islandi er bill febrúarmánaðar og þann 19. feb., verður einn heppinn DV-áskrifandi 787.000 kr. ríkari. ÁSKRIFTARSÍMI 63 27 OO - GRÆNT NÚMER 99 62 70 SUZUKI SWIFT GLI: 3 dyra. 5 gíra, 58 hö. Framhjóladrif, rafstýrö bensíninnspýting, fullkominn mengunarvarnarbúnaöur (hvati). Verö kr. 787.000,- meö verksmiðjuryövörn og skráningu (gengi jan. '92). Margfaldur Islandsmeistari í SDarakstri. Evðsla frá 4.0 I á 100 km. Umboð: SUZUKI BÍLAR HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.