Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. Húðflúr í hávegum í New York: Húðflúr er kynæsandi - segir húðlistamaðurinn Darren P. Rosa Húðflúr er mikið i tísku vestanhafs um þessar mundir. Húðflúrlistamönnum er enginn blettur likamans heilagur eins og þessi mynd sýnir. Það er Lynn, kærasta eins færasta húðflúrlistamanns í New York, Darrens P. Rosa, sem sýnir Ijósmyndara skreyttan barminn. DV-myndir Anna Joey, aðstoðarmanni Darrens. P Rosa, fannst tilvalið að fá mynd af syni sínum á bringuna. Mönnum getur fundist sitt hvað um slíkt tiltæki en það fer ekki á milli mála að Joey er himinlifandi. Anna T. Pálmadóttir, DV, New York; Námsmenn, verkafólk, listamenn, fyrirsætur, fólk í viðskiptalífinu, ungir jafnt sem aldnir, könur jafnt sem karlar sækjast nú í auknum mæli eftir að láta merkja sig varan- legu líkamsskrauti. Húðflúr er kom- ið í tísku hér vestan hafs. Hún getur oft reynst erfið, leitin að skýringunum, þegar duttlungar tís- kunnar eru annars vegar. Þörfin fyrir að vera öðruvísi, einhvers konar ein- stakiingshyggja, er sennilega ástæð- an fyrir vinsældum húðflúrsins. í einni eða annarri mynd keppist fólk í sífellu við að slá hvað öðru við og svo virðist sem líkamsflúr af öll- mn stærðum og gerðum sé orðið enn eitt keppikeflið. Ekki er það svo til að draga úr vin- sældum að fjöldi frægra rokkstjama, fyrirsæta og leikara státar sig af húðflúri og er þannig fyrirmyndir fjölda annarra. Undanfarið hefur einkum húðflúruðum konum í þess- um stéttum fjölgað og má nefna sem dæmi leikonumar Lisu Bonet og Juliu Roberts, leik- og söngkonuna Cher og leikkonuna og fyrirsætuna Carrie Otis (sem einnig er þekkt fyr- ir að vera trúlofuð leikaranum Mic- key Rourke). Húðflúr fullnægir skart- og glys- girni fólks. Sé það vel unnið má hta á það sem hágæðaskartgripi. Það er í mörgum tilfellum fallegt listaverk, einkum er það fylgir línum og bogum líkamans. Kynæsandi „Húðflúr er kynæsandi," sagði Darren P. Rosa, sem taiinn er meðal bestu húöflúrsUstamanna í New York, í viðtaU við DV, „og það ber vitni um sterkan og djarfan persónu- leika,“ sagði hann enn fremur. Darr- en hefur lagt stund á þessa Ustgrein í sjö ár auk þess að mála listaverk á striga. Hann segir að um augljósa uppsveiflu sé að ræða. Darren neitar að gefa viðskiptavinum sínum deyf- ingu af nokkm tagi sem og að flúra fólk undir áhrifum áfengis eða ann- arra vímugjafa. „Sársaukinn er hluti af þessari reynslu og ég legg mikla áherslu á að fólk upplifi hann,“ sagði Darren. Hann sagði sársaukann þó mis- mikinn eftir því hvar á líkamanum væri, sársaukafyllst væm þau svæði þar'sem stutt er í bein, eins og ök- klar, úlnUðir, bak og háls, en á hinn bóginn kvalaminna þar sem húðin er þykkri, eins og á handleggjum, læmm, rasskinnum og brjóstum. Fylgst með sköpun Greinarhöfundur fékk aö fylgjast með Darren P. Rosa að störfum á vinnustofu sinni í New York. Með- fylgjandi myndir sýna hann húðflúra upphandlegg konu að nafni MicheUe og sagði hún hjartað vera afmæUsg- jöf til elskhuga síns. Ekki var hún öfundsverð á meöan beittar nálamar bitu á húð hennar. „Þetta er þriðja húðflúrið mitt og ég er strax farin að leiða hugann að því fjórða. Þrátt fyrir sársaukann þykja mér þau fylUlega þjáiúngar- innar virði," sagði Michelle. Meðal áhugamanna er talað um að verða bitinn af húðflúrsúlfinum. Það er gjaman svo að þeir sem fá sér eitt húðflúr láta ginnast til að fá sér ann- að og þriðja og... Sumir fara meira að segja út í að safna húðflúri eftir hina ýmsu Ustamenn, sbr. Usta- verkasöfnun af öðm tagi. Hér í Bandaríkjunum em svo víða haldnar ráðstefnur þar sem atvinnu- og áhugafólk, Ustamenn og safnarar hittast og bera saman bækur sínar, sýna sig og sjá aöra. Hverskonarfólk? Lengi vel var húðflúr í hinum vest- ræna heimi nær eingöngu bundið við sjómenn, hermenn, mótorhjóla- kempur og rokkstjörnur. í nýlegri breskri könnun kom fram aö meira en helmingur breskra sjóUða og her- manna er með að minnsta kosti eitt húðflúr en eins og fyrr segir verður hópurinn ört íjölbreyttari. SífeUt fleiri vUja á þennan hátt undirstrika einstaklingssérkenni sín, neita að falla inn í hóp meðaljóna. En er hægt að láta fjarlægja húðfl- úr? Darren sagði svo vera, en þó ekki án þess að eftir sæti ör. Hann ítrek- aði hins vegar í þessu sambandi að fólk, sem velti þessari spumingu fyrri sér, hefði ekkert við húðflúr að gera. „VaranleUdnn er eitt stærsta trompið og vegna hans er leikurinn gerður.“ Hvað kostar húðflúr? Þessi Ust sem önnur er vissulega misjafnlega verðlögð og meðalverð í New York virðist vera um 50 doUarar (um 3000 íslenskar krónur) fyrir Utið húðflúr sem tekur um það bU klukkustund að gera. Meðalstórt verk kostar 100 dollara og stórt húðfl- úr, þá miðað við fjögurra klukku- stunda vinnu, 250 doUara. Hvert verk er sérhannað fyrir við- skiptavinmn, oft í samræmi við útht viðkomandi. Þannig hefur húðflúrið öðlast persónulegt mikUvægi fyrir hvem og einn. Aðspurður sagði Darren að rósin og hauskúpan nytu enn mestrar hyUi, en einnig fæm vinsældir svokaUaðs ætt- flokkahúðflúrs sem og indíánahúðfl- úrs, þar sem að,mestu er um aö ræða óhlutstæð form, sívaxandi. Dulrænar myndir sem eiga rætur að rekja tíl Japans eiga einnig fylgi aö fagna. Meðal ættbálka í Afríku hefur húðflúr þjónað ýmsum tUgangi í tímans rás, auk þess að vera til prýði. Þau hafa verið vitnisburður tíltek- inna gUda, átrúnaðar, afreka, ástands, verið „lífverðir" gegn hinu illa eða verið ætlað að bUðka guði og ættfeður. TaUð er að húðflúr sé árþúsunda gamalt og er þar til sann- inda fundur á íjögur þúsund ára gömlum frosnum húðflúruðum lík- ama. Mönnum er þó ekki kunnugt um uppmnalegan tUgang húðflúrs. Húðflúr og eyðni Vitað er að einn af meginógnvöld- um nútímans, eyðniveiran, getur smitast við gerð húðflúrs. Darren kvaðst þó ekki hafa orðið var minnk- andi ásóknar eftir að eyðniveiran kom tU sögunnar. „Ég gæti fyllstu varúðar en ég hef þó ekkert þurft að breyta vinnuað- ferðum mínum. Fyrir daga eyðni vom ýmsar aðrar sýkingar sem fuU ástæða var til að vera á varðbergi gagnvart, þannig að eftir sem áður er hreinlæti í fyrirrúmi hjá mér,“ sagði listamaðurinn. Hann taldi þó að almennt hefðu hreinlætiskröfur aukist til muna í kjölfar ógnarinnar og væri það af túnu góða fyrir húðUstamenn og við- skiptavini þeirra. New York hefur gjaman verið taUn ein þeirra stórborga jarðkringlunnar sem em leiðandi í tískuheiminum. Sé gengið út frá því má gera ráð fyr- ir auknum vinsældum húðflúrs á öðmm slóðum. Svo er bara að bíða og sjá hvort húðflúrsúflurinn bíti okkur íslendinga! „Sársauki er hluti af þessari reynslu og ég legg mikla áherslu á að fólk upplifi hann,“ segir Darren. Hér sést hann huðflúra nafnið Eric á Mic- helle. Á neöstu myndinni þurrkar hann blóð eftir húðflúrsnálina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.