Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. Skák DV Veisla skákunnenda í næsta mánuði: Að heimsbikarmóti Flugleiða undanskildu bar fátt tíðinda í ís- lensku skáklífi á síðasta ári. í fyrsta sinn síðan 1983 var ekkert alþjóð- legt mót haldið í „skákmánuðun- um“ febrúar og mars og raunar var heimsbikarmót Flugleiða eina al- þjóðlega skákkeppni ársins hér á landi. Nú virðist loks vera að rofa til. Tvö mót eru á dagskrá í mars og í haust eru hugmyndir uppi um alþjóðamót á ísafirði og Blönduósi. Fimmtánda Reykjavíkurskák- mótið hefst 1. mars og lýkur 14. sama mánaðar. Mótið verður lokað að þessu sinni, skipað tólf skák- mönnum og þar af eru níu stór- meistarar. Þeirra kunnastur er Lettinn Alexei Shírov sem er sjö- undi stigahæsti stórmeistari heims, með 2655 Elo-stig. Shírov er aðeins 19 ára gamall og þykir lík- legur til að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki fjölda sigra á alþjóðlegu mótum, síðast á stórmótinu í Biel í júlí og á Loydsbankamótinu 1 Lundúnum í ágúst. Þá varð Shírov í þriðja sæti á jólaskákmótinu í Hastings. Gríski stórmeistarinn Vasilios Kotronias vakti mikla athygli á Reykjavíkurskákmótinu 1988 er harm varð í 2. sæti en sá er þessar línur ritar átti því láni að fagna að sigra. Þá var hann alþjóðlegur meistari en árangur hans færði honum áfanga að stórmeistaratitli. Hann er sterkasti skákmaður Grikkja, með 2560 stig, og tekur nú þátt í skákmóti hér á landi ööru sinni. Þriðji erlendi keppandinn á Reykjavíkurskákmótinu er franski stórmeistarinn Oliver Renet. Hann hefur 2495 stig og er þriðja borðs maður Frakka - á eftir ungstiminu Joel Lautier og heimsmeistaranum fyrrverandi, Boris Spasskí. Þá munu Englendingamir Stuart Conquest og James Plaskett tefla á mótinu. Sá síðamefridi er íslend- ingum að góðu kunnur en hætt er við að hann stefni að því að bæta árangur sinn frá alþjóðlega mótinu í Vestmannaeyjum 1985 er hann tapaði sjö skákum í röð! En svona er Plaskett, eins og ótrúlega lág stigatala hans, 2455 stig, gefur til kynna. Stundum gengur ekkert upp eða þá hann nær glæstum ár- angri. Hann varö t.a.m. skákmeist- ari Bretlands í fyrra. Plaskett er beinskeyttur sóknarskákmaður og vissulega er fengur að honum þótt þeir sem em á höttunum efdr al- þjóðlegum titlum vilji síður tefla við menn með of fá stig miðað við styrkleika. Conquest hefur 2505 stig eftir að hafa fengið villu í stigalistanum 1. janúar leiðrétta. Hann hefur náð tilskildum áfongum að stórmeist- aratitli og bíður þess að verða út- nefndur stórmeistari á FIDE-þing- inu í Manilla í júni. Innlendu keppendumir veröa sjö: Stórmeistaramir Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Jón L. Ámason og alþjóðlegu meistararnir Karl Þorsteins, Hannes Hlífar Stefáns- son og Þröstur Þórhallsson. Þeir síðamefndu munu eflaust setja markið á sjö vinninga af ellefu mögulegum sem gefur áfanga að stórmeistaratitli. Meðalstig móts- ins em 2520 -11. styrkleikaflokkur FIDE. Eins og fyrr sagði varð Shírov í Sjöundi stigahæsti skákmaður heims, Lettinn Alexei Shirov, er væntanlegur á Reykjavíkurskákmótið í mars. Hann er aðeins 19 ára gamall og þykir efni i heimsmeistara. en nákvæmum útreikningum eins og annar Letti er einmitt frægur fyrir - Mikhail Tal. Nú er svörtum vandi á höndum. Ef t.d. 29. - Rg6 30. Dc7+ Kg8 (30. - HÍ7 31. Bd4 + KI8 32. Hxe8+ Kxe8 33. Dc8+ Ke7 34. Rd5+ og drottningin er fallin) 31. Bh6 og hvítur vinnur. 29. - Hf5 30. Bd4 Dcl+ 31. Kh2 Kg6 32. Dd6+ HfB 33. Dd5 Hf5 34. Bxe5 Hfxe5 Svörtum er einnig vandi á hönd- um eftir 34. - Hexe5. T.d. 35. Hg4 + Kh6 36. Hh4+ Hh5 37. Dxe5 Hxh4 38. Df6+ Kh5 39. Re2! Hxh3+ 40. gxh3 Dc2 41. Dxa6 og vinnur. 35. Hg4+! Auðvitað var 35. Hxe5? Df4 + ekki ætlunin. 35. - Hg5 36. Dd3+ Kf7 Eða 36. - Kg7 37. Dd7+ KfB 38. Re2! og vinnur. 37. Dxh7+ Kf6 38. Rd5+ Hxd5 39. Dg6+! og Adams gafst upp. Eftir 39. - Ke7 40. He4+ fellur He8 með skák og meira síðar. Alþjóðamótið í Hafnarfirði Strax aö loknu Reykjavíkurskák- mótinu verður alþjóðlegt mót í þriðja sæti í Hastings um áramótin en þar sigraði Rússinn Evgení Bareev og Simen Agdestein, hinn norski, varð í 2. sæti. Shírov tefldi fjörlega í Hastings, sem og endra- nær, en hann hefur geysflega hvassan og beinskeyttan skákstfl. Lítum á handbragð hans gegn enska stórmeistaranum Adams: Hvítt: Alexei Shírov Svart: Michael Adams Benkö-bragð. 1. d4 RfB 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. b6!? Shírov hefur gjarnan þennan háttinn á gegn Benkö-bragði - skU- ar peðinu til baka aö bragði! Þetta er ástæðan fyrir því að bandaríski stórmeistarinn Fed- orowicz, sem aUa jafnan teflir Benkö-bragð, lék 1. d4 Rf6 2. c4 a6 3. Rf3 b5!? gegn Shírov á skákmóti í Groningen fyrir rúmu ári. 5. - d6 6. Rc3 Dxb6 7. a4 g6 8. a5 Db7 9. e4 Bg7 10. Bc4 0-0 11. Rge2 Re8 12. 0-0 Rc7 13. h3 Rd7 14. f4 Rf6 15. Ha2 Hrókurinn er óvirkur um stvrnd- arsakir en nú er svartreita biskup- inn frjáls ferða sinna. 15. - Rb5 16. Be3 Bd7 17. Dd3 e6 Án þessa leiks væri svartur án gagnfæra. Nú tekst honum að losa um stöðuna og hann er nálægt því að jafna taflið. 18. dxe6 Bxe6 19. Bxe6 fxe6 20. f5! exf5 21. exf5 gxf5 22. Hxf5 Rxc3 23. Rxc3 Rd7 24. Hg5! Hae8 25. Ha4! Tveir hættulegir leikir. Hrókar Skák Jón L. Árnason hvíts eru skyndUega orðnir afar ógnandi. 25. - Re5?! 26. Dxd6 Kh8 27. Dxc5 Dxb2 28. Hxg7! Kxg7 29. He4 Fórnin er byggð á innsæi fremur Hafnarfirði sem Skákfélag Hafnar- íjarðar stendur að með stuðningi Hafnarfjarðarbæjar og Sparisjóðs Hafnaríjarðar. Mótið verður ekki eins sterkt og Reykjavíkurmótið en þar gefst ungum íslenskum skák- mönnum tækifæri til að krækja sér í áfanga að alþjóðlegm titlum. íslensku keppendumir verða stórmeistararnir Margeir Péturs- son og Jón L. Árnason; alþjóðlegu meistararnir Karl Þorsteins, Hann- es Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson; Björgvin Jónsson, Ágúst S. Karlsson og Björn Freyr Björnsson. Snjallasti skákmaður Skota, Paul Motwani, mætir til leiks sem er vel við hæfi, enda hafa vinsældir skoska leiksins sjaldan verið meiri. Motwani, sem er fyrrverandi heimsmeistari sveina, er alþjóðleg- ur meistari og vantar einn áfanga til viðbótar tU að ná stórmeistara- titli. Þá er líklegt að James Plas- kett taki einnig þátt í mótinu í Hafnarfirði en tveimur sætum er enn óráðstafað. Mótið verður af 7.-9. styrkleika- flokki og verður að öUum líkindum teflt í lista- og menningarmiðstöð- inni Hafnarborg. Tímaritið Skák, með Jóhann Þóri Jónsson í fylkingarbrjósti, mun aðstoða við framkvæmdina. Þess má geta að í nýjasta hefti þess er auglýst helgarskákmót í lok maí á Flateyri við Önundarfjörð. Búast má við mikiUi þátttöku þar, enda hafa helgarmótin vinsælu legið í dvala í nokkurn tíma. Einnig eru hugmyndir uppi um alþjóðleg mót í haust, á ísafirði og Blönduósi. Ljóst er því aö skákárið 1992 lofar góöu. Atskákeinvígi í sjónvarpinu ÚrsUtakeppni íslandsmótsins í atskák (umhugsunartími 30 mínút- ur á keppanda) hófst í gærkvöldi. Sextán skákmenn tefla tveggja skáka útsláttareinvígi þar tíl einn stendur uppi. í fyrstu umferð í gærkvöldi áttu þessir að tefla saman: Jóhann Hjartarson og Ögmundur Kristins- son; Helgi Ólafsson og Gunnar Björnsson; Jón L. Ámason og Guð- mundur Gíslason; Friðrik Ólafsson og Magnús Sólmundarson; Karl Þorsteins og Haukur Angantýsson; Hannes Hlífar Stefánsson og HaU- dór Grétar Einarsson; Þröstur Þór- haUsson og Sævar Bjamason og loks Róbert Harðarson og Andri Áss Grétarsson. Önnur umferð hefst í Faxafeni 12 kl. 13 í dag, laugardag, og sú þriðja kl. 17.30. Þá verða ef að líkum lætur aðeins tveir skákmenn uppistand- andi. Þeir munu tefla einvígi um íslandsmeistaratitilinn í sjón- varpssal á sunnudagskvöld kl. 22, undir vökulum augum myndavél- anna - sjónvarpað verður beint frá einvíginu. Standi leikar jafnir eftir tvær skákir, verða tefldar 10 mín- útna skákir þar til annar sigrar. Keppnin er með líku sniði og í fyrra en þá tefldu Jóhann Hjartar- son og Þröstur ÞórhaUsson til úr- sUta í beinni útsendingu í Sjón- varpinu. Einvíginu lauk með ævin- týralegum sigri Þrastar, sem fór á kostum með riddara að vopni í úr- sUtaskákinni. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.