Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. 25 Óttar Hrafn Óttarsson, íslandsmeistari í ,,karaoke"söng: Hann er kallaður hvíti spörfuglinn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyxi; inu Sólborg á Akureyri. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að tjá mig með söng, alveg frá því að ég var smákrakki. Minn stærsti draumur var að verða söngvari. Ég var ekki nema sex ára gamall þegar ég tilkynnti foreldr- um mínum að ég ætlaði að verða söngvari þegar ég yrði stór,“ segir Óttar Hrafn Óttarsson, nýbakaður íslandsmeistari í „karaoke" söng, en hann hefur svo sannarlega sleg- ið í gegn að undanfornu. Eftir að hafa sigrað með glæsi- brag í „karaoke" söngkeppninni í Glæsibæ hefur verið fremur hljótt um kappann utan þess að hann hefur komið fram í Sjailanum á Akureyri. Óttar er einmitt búsettur nyrðra. Þó skrapp hann suður yfir heiðar til að koma fram í þætti Stöðvar 2, Óskastundinni, og þar fór hann á kostum. Gamlir refir eins og Björgvin HaUdórsson og Gunnar Þórðarson, sem léku undir fyrir hann þar, eru sagðir hafa hrif- Alinn upp í Hollandi Óttar er 25 ára gamall. Hann ólst upp í Hollandi til 17 ára aldurs er hann flutti til íslands. Það hefur vakið nokkra athygli að þegar hann hefur komið fram syngur hann „gömlu lögin“ og leitar gjam- an í smiðju Elvis Presley eða The Platters, svo einhverjir séu nefndir. „Þótt ég sé aUt að því alæta á tón- Ust má ef til vUl segja aö tónlistar- smekkur minn sé dáUtið sérstakur fyrir mann á mínum aldri. Ég hef hlustað mikið á tónUst frá tímabU- inu 1950-1970. Presley er í miklu uppáhaldi, einnig Buddy Holly, Percy Sledge og fleiri. Soul-tónlist höfðar sterkt tU mín en ég gef ekki mikið fyrir diskótónUst og þunga- rokk, þótt auðvitað hlusti ég Uka á slíkt.“ Óttar vakti strax mikla athygh þegar „karaoke" söngtæki var sett upp í KjaUaranum á Akureyri í Óttar Hrafn Óttarsson vann íslandsmeistaratitil i „karaoke" söng á dög- unum. Hann segist ekki láta „heimsfrægð" á íslandi raska ró sinni, heldur sínu striki og lætur hlutina gerast rólega. DV-mynd S ist mjög af söng hans og er strax fariö að tala um plötugerð og þess háttar. Á safnplötu í sumar „Það hefur ýmislegt verið rætt en ég tek þessu rólega og læt máUn ganga hægt og rólega fyrir sig. Eft- ir keppnina í Glæsibæ var strax farið að tala við mig um að vera með á safnplötu sem gefa á út í sumar og ég samþykkti það. Það verður spennandi að glíma við slíkt verkefni. Eftir að ég kom fram í Óskastundinn var haldið áfram að tala um einhver verkefni og Gunn- ar Þórðarson talaði líka við mig um hugsanlegt verkefni," segir Óttar. Hann hefur verið klæddur hvít- um jakka þegar hann hefur verið aö koma fram aö undanfómu og viðumefnið „hvíti spörfuglinn" virðist á góðri leið með að festast við hann. En hvernig er það að verða allt í einu svona þekktur? „Þetta er aUt hálfundarlegt. Ég neita því ekki að það hefur fylgt þessu visst rótleysi, enda hefur þetta aUt saman gerst mjög hratt og varla að ég hafi áttað mig á því jafnóðum. En ég held bara ró minni. Ég þarf að hugsa um fleira, eins og vinnuna mína,“ segir Óttar sem er starfsmaður á VistheimU- haust. Virtist hann ganga „full- skapaður" að söngtækinu og syngja lög gömlu meistaranna eins og hann hafi aldrei gert annað og með mikiUi röddu. En voru þetta hans fyrstu skref í tónUstinni? Var alveg dofinn „Það má segja það. Ég var reynd- ar búinn að kynnast svona söng- tæki áður, hafði sungið í „kara- oke“ söngtæki í Ölveri í Reykjavík. Það gekk bara vel. Þá fékk ég strax hvatningu frá fólki sem hlustaði á mig og hefur stutt vel við bakið á mér síðan. Ég átti hins vegar ekki von á því að vinna þegar keppnin fór fram á Akureyri og alls ekki þegar úrslitakeppnin fór fram í Glæsibæ. Ég hugsaði bara um að gera mitt besta. Ég var alveg dofinn fyrir því sem var að gerast þegar úrslitakeppnin fór fram en leið strax betur þegar ég var kominn sjálfur á sviðið. Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími undanfarið, tími sem hefur gefið mér mjög mik- ið, en ég held þó áfram að vera eins og ég hef alltaf verið. Því er þó ekki að neita að sumir virðast hafa átt von á einhverri breytingu á mér. Hitt er að sumir þykjast allt í einu þekkja mig. Það hefur komið fyrir að mér hefur fundist athyghn vera ég hef tekið eftir. Hvað sjálfan mig hægt og rólega,“ sagði Óttar Hrafn of mikU og þá hef ég forðað mér. varðar ætla ég mér ekki að ana að Óttarsson, eða hvíti spörfugUnn. Þetta eru helstu breytingarnar sem neinu heldur láta hlutina gerast jggíií'ííílW ' ■ ■ ...........'V j1V.V,*,V1v,V,V".,V'!,V*V'V»VtV.V*V,*,V.V,',1 KÍSi&Si&v iÍÍI $•:•:•:•:•:•:•:•:• liii mm JTpiiij $ iSPSiiS v.v.v.y.w.v.v.v: * liiilillil LAUGAVEGI 51 OG KRINGLUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.