Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. 3 HUSAVIK 5SAFJ0RÐUR SAUÐÁRKROKUR AKUREYRI NESKAIJP: REYKJAVIK Fyrsta nýja Fokker 50 ílugvélin, Asdís, kemur til landsins í dag og lendir á Akureyrarflugvelli kl. 14.00. Flugleiéir tilkynna tímamátísögu innantimdsflugs: Endumýjunflugflotans erhqfln. Fokker 50 er fullkomnasta skrúfiiþota sem völ er á, smíðuð í Fokker-verksmiðjunum í Hollandi. Hún tekur 50 farþega í rúmgóðum sætum, lofthæð í farþegarými er meiri og gangur breiðari en í nokkurri annarri vél af þessum flokki. Hún er hljóðlátari í farþegarými en eldri vélar, aflmeiri og áreiðanlegri. I Fokker 50 er nútíma flugeldhús og öll aðstaða miðast við að farþegar njóti þjónustu og aðbúnaðar eins og best gerist í stærri farþegaþotum til millilandaflugs. Nýja flugvélin, Fokker 50, er glæsilegur og kraftmikill farkostur þar sem endurbætt hönnun, létt hátækniefni, nútímaþekking og vönduð smíð tryggja farþegum öryggi og þægindi á ferðalögum innanlands. Ásdís byrjar áætlunarflug mánudaginn 17. febrúar. Starfsfólk Flugleiða býður ykkur velkomin um borð. FLUCLEIÐIR þjóðbraut innanlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.