Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. Sérstæð sakamál Það var skýjað og frekar dapur- legt úti við þennan morgun í Duis- burg í Þýskalandi, borg sem er með milljónir íbúa . Gömul kona gekk niður stigann í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í hjá dóttur sinni. Hún var með innkaupanet í hendinni. Hún opnaði útidymar en þegar hún lok- aði þeim á eftir sér varö hluti nets- ins eftir milh stafs og huröar. Þegar hún reyndi að losa pokann sá hún mann sem nálgaðist. Það kom undrunarsvipur á hrukkótt andht hennar þegar hún sá þennan jafn- aldra sinn. „Hvað ert þú að gera hér?“ spurði hún stuttaralega. „Hvers vegna reynirðu ekki að koma þér í burtu og láta mig í friði?“ Maðurinn svaraði ekki. í nokkur augnablik virti hann konuna fyrir sér. Svo tók hann samanvafið dag- blað undan handleggnum og vafði sundur blaöinu uns í ljós kom blaö- langur eldhúshnífur. Án þess að segja eitt einasta orð lyfti hann hnifnum en rak hann síðan í kon- una hvað eftir annað, fyrst í brjóst- ið en síðan í magann. Ahs stakk hann hana átta sinnum en þá var konan falhn á gangstéttina og blóö- ið rann úr sárunum. Þá gekk mað- urinn burt með blóðugan hnífinn í hendinni. Vitni að atburðinum urðu skelf- ingu lostin! Einhver komst í síma og gerði lögreglu og sjúkrahði að- vart. Nokkrum mínútum síðar var konan á leið á sjúkrahús. Þar reyndu læknar að gera að sárum hennar en þau voru of mörg og blæðingar og hffæraskemmdir of miklar til að lífi yrði haldið í henni og lést hún nokkrum klukkustund- um síðar. 30 ára vandi Vitnin að morðinu gátu skýrt frá því hvert maðurinn með hnífinn hefði gengið og þegar lögreglan kom á vettvang hélt hún á eftir honum. Lögregluþjónarnir höfðu ekki farið langt þegar þeir sáu til hans á götuhorni. Var hann grá- hærður og frekar vel klæddur. Hann veitti enga mótspymu þegar hann var stöðvaöur og sagði til nafns. Hann hét Walter Sommer og var sjötíu og tveggja ára ellilíf- eyrisþegi, eiginmaður konunnar sem hann hafði ráðist á, Theresiu Sommer sem var tveimur árum yngri en hann. Þau höfðu verið gift í rúmlega þijátíu ár. Þegar Walter var kominn í vörslu lögreglunnar var hann rólegur og sýndi að auki nokkur gleðimerki, rétt eins og honum væri létt. Svo skýrði hann frá því hvers vegna hann hefði ráðist á konu sína. „Hún hefur þjáð inig í hjónaband- inu í öll þessi ár,“ sagði hann, en bætti svo við meö ánægjusvip: „En það gerir hún ekki framar!“ Þegar Walter var kominn í varð- hald var þegar farið að ræða við ættingja og vini og kom þá í ljós að saga hans átti ekki við rök að styðjast. Það var hann sem hafði gert konu sinni lífiö nær óbærilegt í nær öll þau ár sem þau höfðu verið gift. Stríðsekkja Þegar síðari heimsstyijöldinni lauk var ástandiö í Þýskalandi víða bágborið. Fjölmargar konur höfðu misst eiginmennina á vígvellinum og stóðu nú einar uppi með böm. Ein þessara ekkja var Theresia. Hún átti dóttur, Eriku, sem var orðin fjórtán ára þegar hér var komið sögu. Um hríð hafði Theresia ekki mik- ið fyrir sig að leggja en svo kynnt- ist hún Walter Sommer og þegar þau höfðu þekkst um hríð ákváðu Walter, Theresia, Erika og barna- barn. Walter og Theresia nokkru eftir giftinguna. þau að ganga í hjónaband. Að sjálf- sögðu var ekki um annað að ræða en Theresia tæki dótturina með inn á heimilið, en ekki höfðu þau þrjú búið saman lengi þegar 1 ljós kom að unga stúlkan yrði alvarlegt þrætueph. Theresiu þótti að sjálfsögðu vænt um dóttur sína en Walter tók brátt að sýna merki afbrýðisemi í garð hennar og bar Theresiu á brýn að hún sýndi dótturinni meiri kærleik en sér. Fannst honum að sér væri ýtt til hliðar og undi því illa. Versnandi sambúð Þannig gekk þetta til um árabil. Sambúðin á heimilinu versnaði því Theresia umgekkst dóttur sína eins og henni fannst rétt, jafnvel eftir að hún varð sjálfstæð og fluttist að heiman. Samhliða því jókst af- brýðisemi Walters og oft kom til rifrildis milli þeira hjóna. Walter Sommer. „Þér þykir vænna um dóttur þína en mig,“ var það sem Walter sagði venjulega við þau tækifæri. „Og það get ég ekki sætt mig við.“ Theresia reyndi að umbera ásak- anir eiginmannsins fyrstu árin og gerði sitt til að friður héldist á heimilinu. Engu að síður varð ætt- ingjum og vinum.brátt ljóst hvem- ig komið var, en afstöðu Walters varð helst lýst sem þráhyggju. Og það var sem þessi þráhyggja færi vaxandi með hveiju árinu sem leið svo að þeim sem til fjölskyldunnar þekktu fannst sem líkumar á sætt- um milli þeirra hjóna færa stöðugt minnkandi. Þegar dóttirin fór af heimilinu bjuggust ýmsir við að nú yrði ein- hver breyting á en svo varð ekki. Það var sem Walter gæti alls ekki sætt sig við að Theresia hefði eðli- legt samband við dóttur sína. Ráðleggingarum að leita geðlæknis Þar kom að rifrildi þeirra hjóna urðu svo tíð og alvarleg að ástand- ið á heimilinu varð nær óþolandi. Hvað eftir annað hélt Walter því fram að Theresia og Erika væm að gera sér lífið óbærilegt. Hann sakaði þær um að hann væri í raun ekki annað en vinnuþræll sem orð- ið hefði að sjá fyrir heimilinu. Loks var svo komið að öllum sem til þekktu fannst sem Walter hefði tekist að breyta heimilinu í hreint víti, eins og það var orðað. Þá fór hann að hafa orð á því að þær mæðgur hefðu í raun gert samsæri gegn sér. Aldurinn færðist jafnt og þétt yfir Sommershjónin og þar kom að Walter fór aö búa sig undir að fara á eftirlaun. Nokkm áður en að því kom var honum gert að fara í lækn- isskoðun. Að venju bað læknirinn hann um að skýra frá högum sín- um og innti hann eftir því hvort hann ættí við nokkur sérstök vandamál að glíma. Svar Walters við þessum spurn- ingum var það að segja langa sögu um vandamál sín, konu sinnar og sfjúpdóttur. Lýsti hann því sem hann nefndi „árásir" mæðgnanna á sig sem og „samsærinu" sem þær stæðu að gegn sér. Læknirinn hlustaði með athygli á það sem Walter hafði að segja en ráðleggingar hans urðu síðan á þá leið að Walter leitaði geðlæknis sem fyrst, ef verða mætti að það yrði til að greiða úr þeirri flækju sem gerði líf hans svona erfitt. Ofsóknaræði Walter tók ráðleggingum læknis- ins ekki vel. í stað þess að átta sig á því aö lækninum gekk gott eitt til þar eð hann hafði greint í fari Walters óeðlilega hegöan, þrá- hyggju og jafnvel snert af ofsóknar- æði, taldi Walter sér trú um að læknirinn vildi sér í engu vel. Um hríö velti hann orðum hans fyrir sér en komst svo að þeirri niður- stöðu að um væri að ræða nýtt samsæri. í framhaldi af því fór hann á fund vina og kunningja og skýrði þeim frá því að nú ætti að taka hann úr umferð. Samantekin ráð miðuðu að þvi að fá hann úrskurðaðan geð- veikan og stæði kona hans að baki þessu öllu því hún vildi láta loka hann inni á geðveikrahæli. Engu skipti það Walter þótt eng- inn sem hann bar sig upp við gæti tekið undir þessi orð hans og ekk- ert sem hann fékk að heyra varð til þess að hann skipti um skoðun. Reyndar gekk hann nokkru síðar enn lengra og lýsti yfir því að nú væri svo komið að kona hans væri farin að setja eitur í matinn hans. Theresia fer að heiman Þegar hér var komið þótti Ther- esiu aö nóg væri komiö. Nú þyldi hún ekki lengur að búa með mann- inum sem í nær þijá áratugi hafði gert henni lífið leitt. Og þremur mánuðum áður en Walter stakk hana til ólífis sagði hún skilið við hann. Ekki var um hjónaskilnað að ræða en Theresia sagði honum að hún treysti sér ekki lengur til að búa með honum og yrði hún að flytja heim til dótturinnar, Eriku. Og það gerði hún. Máhð vakti talsverða athygli í Duisburg, ekki síst vegna þess að útlit Walters Sommer var ekki þannig að neinum gæti í raun dott- ið í hug að þar færi maður sem hefði stungið konu sína til bana á afar óhugnanlegan hátt fyrir allra augum. Úrskurður dómara Veijandi Walters leitaði til geð- lækna og sálfræðinga áður en mál- ið kom fyrir rétt og -var það áht þeirra að hann gæti ekki tahst heih á geðsmunum og því væri hann ekki sakhæfur. Ákæruvaldið hafði lagt fram ákæru fyrir morð að yfirlögðu ráði en henni var vísað frá eftir að rétt- urinn viðurkenndi niðurstöðu geö- læknanna. Walter fékk því ekki dóm fyrir morð. Þess í stað var þessi sjötíu og tveggja ára maður dæmdur til dvalar á geðveikrakæh í Butburg- Hau. Eftir dómsúrskurðinn var það skoðun flestra sem til Walters höfðu þekkt að þangað hefði átt að senda hann fyrir löngu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.