Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Side 10
10 LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. Myndbönd kcmrvr frœt lihrmr ævintj#£m cg FJÖRKÁLFAK City Slíckers- 1000 h©stBfl?» mynd í ævintýraleit FJÖRKÁLFAR (CITY SLICKERS) Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Ron Underwood. Aðalhlutverk: Billy Crystal, Daniel Stern, Bruno Kirby og Jack Palance. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 110 min. Leyfð öllum aldurshópum. Fjörkálfarnir eru þrír borgarbú- ar sem einu sinni á ári láta eftir sér aö gefa ævintýraþránni lausan tauminn. Nú er þaö villta vestriö sem heillar þá og ákveða þeir að gerast kúrekar í smátíma og fara með nautgripalest langa vegalengd. Fyrst veröa félagarnir að læra að sitja á hestbaki og gengur það ekki þrautalaust fyrir sig. Haldið er á stað undir forustu gamals kúreka sem endilega þarf að deyja þegar hæst lætur. Félagamir ákveða samt að halda áfram með hjörðina. Fjörkálfar (City SUckers) eru hin sæmiiegasta afþreying. Billy Cryst- al er fyndinn leikari sem á þó til að endurtaka sig nokkuð oft. Stjarna myndarinnar er Jack Pal- ance í hlutverki gamla kúrekans, enda hefur hann að verðleikum verið tilnefndur til óskarsverð- launa fyrir hlutverk sitt í Fjörkálf- um. Hræðsla FEAR Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjóri: Rockne S. O’Bannion. Aðalhlutverk: Ally Sheedy, Lauren Hutt- on og Michael O'Keefe. Bandarisk, 1990 - sýningartími 91 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. í Fear leikur Ally Sheedy skyggna konu, Gayce Bridges, sem hjálpar lögreglunni að komast á spor hættulegra morðingja. Hún er að koma úr sjónvarpsviðtali þegar hún skynjar að morð hefur verið framið. Hún býður strax aðstoð sína en rekur sig fljótt á vegg og uppgötvar síðar að morðinginn er einnig skyggn og veit ávallt hvaö tilvonandi fórnarlamb hræðist mest og nýtir sér það til morðanna. Morðinginn tekur einnig eftir því að Gayce veit um hann og snýr dæminu við, nú er það hann sem fylgir henni eftir í huganum. Kvikmyndagerðarmönnum tekst yfirleitt illa upp þegar reynt er aö fllma það yfirnáttúrlega og er þessi mynd engin undantekning. Sum atriðin yrðu hlægileg stæðu þau ein sér en hraði og spenna er fyrir hendi í Fear og með slíkum hraða er hægt að breiða yfir það sem illa er gert. ★★V2 Morð á tilraunastofu KRONVITTNETT Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Jon Lindström. Aöalhlutverk: Gösta Ekman, Emma Norbeck, Marika Lagercrantz og Per Mattson. Sænsk, 1989 - sýningartimi 95 mín. Bönnuó börnum innan 16 ára. Undanfarnar vikur hefur sjón- varpið sýnt ágætan sænskan spennumyndaflokk sem er mjög ólíkur því sem við eigum að venj- ast frá Svíum og sýnir að þegar þeir vilja geta þeir framleitt gott afþreyingarefni. Kronvittnett er einnig sænsk sakamálamynd sem á meira sam- eiginlegt með breskum kvikmynd- um líkrar gerðar en sænskum kvikmyndum sem eiga það til að vera þunglamalegar. Söguþráður- inn er flókin flétta dularfullra at- burða og er myndin ávallt að koma áhorfandanum á óvart. Aðalpersónan er vísindamaður- inn Thomas sem grunaður er um að hafa myrt unga stúlku sem hann sást með síðastur manna. Og ekki er annað hægt að segja en aö hann sé líklegur morðingi. Thomas sást fara með stúlkunni inn á tilrauna- stofuna, þar sem hann og aðrir gera tilraunir á dýrum, og koma einn út aftur. Stúlkan sést ekki meira og milljónavirði af eiturlyfjum er horfið. Þegar lögreglan yfirheyrir Thom- as neitar hann að segja nokkuð. Ýmislegt finnst sem bendir til að hann sé morðinginn og er hann handtekinn en eins og í góöum sakamálamyndum er ekki allt sem sýnist... Gösta Ekman leikur lögregluforingjann Lambert sem tengist morðmálinu á óvæntan hátt. Hann er hér ásamt Mariku Lagercrantz sem leikur eigin- konu þess grunaða. Kronvittnett er dálítið hrotta- fengin sakamálamynd með flókn- um söguþræði og áhugaverðum persónum. Einhvem þéttleika vantar samt í atburðarásina sem gerir það að verkum að atriði em misgóð. Þá eru tengsl lögreglufor- ingjans við aðila morðmálsins ekki nógu sannfærandi en í heild er Kronvittnett góð skemmtun. -HK DV-myndbandalístinn 1(1) TheHardWay 2(2) NewJackCity 1 i 'í ^1%' ^PHl ' 3(3) Shattered 4 (5) Hudson Hawk 5(4) Naked Gun 2Vi 6 (6) Kiss before Dying "W - \ ItiMl h. JEBi 7 (■) Fjörkálfar 8 (8) State of Grace 9 (7) Siience of the Lambs 10(9) Murder 101 11 (12) Once around 12 (13) ’TiI I Kissed Ya’ 13 (10) Hrói höttur, prlns þjófanna 14 (11) The Russia House 15 (15) Otto III Aðeins ein ný mynd kemur inn á listann þessa víkuna. Er það gaman- myndin Fjörkálfar. Á myndinni má sjá Bruno Kirby, Billy Crystal og Dániel Stem sem lelka borgarbúa sem gerast kúrekar. Ásamt þelm á myndinnl er kálfurinn Norman sem kemur mikið við sögu. ★★!4 í leit að sjálfum sér SHATTERED Úfgefandi: Myndform. Leikstjóri: Wolfgang Petersen. Aðalhlutverk: Tom Berenger, Bob Hosk- ins, Greta Scacchi og Joanne Whalley- Kllmer. Bandarísk, 1991 - sýningartími 92 mín. í byrjun myndarinnar fylgjumst við með þegar bíll á fullri ferð fer fram af klettabrún. í bílnum em hjónin Dan Merrick (Tom Beren- ger) og Judith Merrick (Greta Scacchi). Sleppur hún ósködduð en hann slasast alvarlega og þarf að dveljast lengi á spítala og missir auk þess minnið. Þegar út kemur fer Merrick að reyna aö leita að sjálfum sér en rekst alls staðar á vegg. Smám saman verða nokkrir atburðir til þess að harin fer að ef- ast um hver hann er og fær til liðs við sig einkalöggu til að grafast fyrir um það? Hver er maðurinn á myndum með eiginkonu hans í rúmimu? Og hvað geröist áður en slysiö varð? Andi Hitchcocks svífur yfir myndinni og leikstjóranum, Wolf- gang Petersen, tekst stundum ágætlega að feta í fótspor meistar- ans. Það er ávallt eitthvað sem kemur áhorfandanum á óvart. Frítt lið leikara leikur í myndinni með Tom Berenger í broddi fylk- ingar en hann leikur Merrick. End- irinn kemur kannski ekki mjög mikið á óvart vegna þess að ef vel er tekið eftir þá er ýmislegt í mynd- inni sem athugull áhorfandi getur ráðið í og þar með séð hvað koma skal. -HK ' Ihe best American movie ö»9 yeart Funsrty, toucMng and vHan" LONGTI M E COMPAHION Movinig astd full of ímpííctl Vinir 1 raun LONGTIME COMPANION Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjóri: Norman René. Aðalhlutverk: Bruce Davison, Brian Cousins og Campell Scott. Bandarisk, 1990 - sýningartími 96 mín. Leyfö öllum aldurshópum. Eyðni hefur sett svip sinn á mannlífið í heiminum allt frá því sjúkdómurinn var fyrst greindur á Vesturlöndum. Eins og flestum er kunnugt heijar sjúkdómurinn mest á homma og eiturlyfjaneyt- endur. Longtime Companion er fyrsta leikna kvikmyndin sem tek- ur af fullri alvöru á þessu vanda- máli án þess þó að koma með nein- ar lausnir. Og þótt söguþráðurinn sé dapurlegur hefur leikstjóranum, Norman René, og handritshöfund- inum, Craig Lucas, tekist að gæða myndina mannlegri hlýju og gam- ansemin er aldrei langt undan. Aðalpersónurnar eru hópur fé- laga sem allir eru hommar. Við fylgjumst með hópnum í heilan áratug, allt frá 1980 þegar sumir þeirra lesa grein í New York Times þar sem greint er frá nýjum og hættulegum sjúkdómi sem herji aðallega á homma. Áhyggjur félag- anna eru ekki miklar í byrjun en strax þegar sá fyrsti þeirra fær sjúkdóminn og deyr verður líf þeirra aldrei það sama og áður. í lok myndarinnar eru þrír félag- anna látnir. Longtime Companion er ekki að- eins góð kvikmynd heldur eykst skilningur áhorfandans á þessum sjúkdómi sem hrætt hefur hinn sið- menntaða heim í rúman áratug. Myndin er að öllu leyti vel gerð og leikur allur til fyrirmyndar. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.