Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. 15 nWwlriii iií • r • Y/ ,! / i Ganga að hætti gulldrengja Snjórinn kom loksins nú þegar hillir undir vorið. Þar er rétt lýst veðráttu þessa lands. Engu er að treysta. Fádæma hlýindi voru í jan- úar svo jafnvel þurfti að fara suður í Miðjarðarhaf til þess að finna samjöfnuð. Vorlaukar skutu upp kollinum og menn fóru að óttast um gróður. Nú, þegar sólin er farin að hækka verulega á lofti og kom- inn er miður mars, er spáð hörku- gaddi, að frostið fari jafnvel niður fyrir 20 gráður á einstaka stað. Svona er þetta á okkar ágæta landi. Blíða um hávetur þegar allir sætta sig við kulda og vond veður. Þegar menn vonast svo eftir sæmi- legri tíð má hins vegar búast við leiðindaveðri. Snjóleysið í vetur hefur farið illa með þá sem treysta á fannir í hlið- um, þá sem reka skíðasvæði og ekki síst þá sem selja skíði og skíða- búnað. Þeir reyta hár sitt og lítið dugar þótt aðeins snjói nú í mars. Raunar er það svo að Norðlending- ar, sem ætla að halda skíðalands- mót í apríl, óttast mjög um sinn hag. Snjóinn vantar og svo gæti farið aö færa þyrfti landsmótið til Ísaíjarðar þar sem snjóað hefur eðlilega í vetur. Hættulítið sport En eins dauði er annars brauð. Ég hef lengi beðið eftir þessu tæki- færi. í mörg ár hef ég einsett mér að taka upp betri lífshætti með trimmi og fersku lofti. Ég nenni ekki að ganga og því síður að hlaupa. Svigskíði hef ég ekki stigið á í áratugi. Slik tól eru aðeins fyrir listamenn sem treysta sér til þess að sleppa óskaddaðir niður brekk- ur á fleygiferð og raunar án þess aö slasa aðra. Ég lét einu sinni plata mig upp með stóru lyftunni í Blá- fiöllum með skíði á löppunum. Ég var hálfan daginn að koma mér niður og þóttist hólpinn er þangað kom. Gönguskíði hafa hins vegar freistað mín. Ég hef séð út um gluggann hjá mér hvar fólk stikar áfram á skíðunum á góðviðrisdög- um síðla vetrar. Þessi íþróttagrein hefur þann ótvíræða kost að hún fer meira og minna fram á jafn- sléttu. Ég get því ekki séð að hún sé mjög hættuleg, hvorki mér né öðrum. Útsala vegna veðurs Blíðan í vetur og snjóleysið gerði það að verkum að skíðakaupmenn sátu uppi með birgðir sínar-- Þeir sáu sitt óvænna þegar hitinn hækkaði stöðugt og skelltu skíðun- um á útsölu. Tölur um afslátt voru stórar, allt frá 30 til 70 prósent. Nú átti ég leik. Ég dreif konuna með mér í skíðabúðir til þess að skoða gönguskíði og allt sem við á að éta. Nauðsynlegt var að hafa hana með og kaupa græjur á okkur bæði. Það vissi ég fyrirfram um íþróttaiðkun mína að ekki færi ég einn. Svo var líka nauðsynlegt að hafa hana með til þess að segja fyrir um liti á tækj- unum. Hún hefur það álit á bónda sínum að hann verði stundum eins og skreytt jólatré ef hann fær að velja hlutina sjálfur. Bros afgreiðslustúlku Skíðakaupmenn tóku okkur vel. Þeir voru fegnir því að sjá loksins kúnna sem vildi kaupa skíði. Þeir heygðu skíðin og ræddu um mýkt og sveigju. Leðurskó mátaði ég og hélt stöfunum upp að öxlunum til þess að finna út lengdir. Ég bar mig karlmannlega í búðunum og talaði drýgindalega um frændur okkar Norðmenn sem gerðu það gott á vetrarólympíuleikunum um daginn. Þeir gengu 30 til 50 kíló- metra á þessum prikum án þess að blása úr nös. Ég lét það hins vegar vera að tala um landa okkar sem ýmist frusu fastir í brautunum eða keyrðu niður aðstoðarmenn með stæl. Kominn í leðurskóna og með Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri skíðastafina í lófunum tók ég nokkrar æfingar á gólfi einnar verslunarinnar. Ég beygði mig í hnjánum og teygði úr löppunum sitt á hvað eins og ég sá frændur okkar gera í sjónvarpinu. Ég sá ekki annaö en aðrir í versluninni horfðu með aðdáun á þennan vana íþróttamann sem þama var kom- inn og af lítillæti sínu sýndi öðrum leyndardóma skíðagöngunnar. Af- greiðslustúlkan, sem skömmu áður hafði fært mig í rauða uliarsokka, brosti til mín. Svo fannst mér að minnsta kosti. Minn betri helming- ur sagði að vísu eftir á að stúlkan hefði glott en ekki brosað. Það held ég að sé misskilningur. Þetta var svo elskuleg stúlka og afslátturinn svo ríflegur að ég keypti þama skíöi, skó og stafi. Konan keypti sinn búnaö í annarri búð þar sem eiginmaðurinn hafði ekki tækifæri til þess að leika norskan guUdreng. Frumraun á fllmu Ég fór heim með búnaðinn og beið ekki boðanna. Ég klæddi mig í ullarsokka og fékk lánaðan vind- galla sonar míns. Á skíðin steig ég og festi bindingar vel inni í stofu. Svo staulaðist ég út. Ég sá á eftir eldri syni mínum ofan í kjallara og upp skaust hann með videomynda- vél. Hann ætlaði ekki aö missa af fyrstu skrefum fóður síns á göngu- skíðunum. Aðrir í fjölskyldunni fylgdust með og sendu frá sér ýms- ar athugasemdir, flestar ótímabær- ar. Ég fór út á tröppur með prikin hangandi á löppunum um leið og ég benti áhorfendum á að aðstæður væru slæmar, harðfenni og klaka- hröngl. Þar sem ég gekk á nýju skíðunum út tröðina renndi bíll í hlað. Þar var komin vinkona okkar hjóna sem vanari er að sjá hús- bóndann í þægilegri sófastellingu en með norskan fótaburð á tröð- inni. Hún hvorki brosti né glotti. Hún skelhhló. Trix í pokahorninu Ég lét ástandið á heimilinu ekki á mig fá. Ég vissi af suðandi video- vélinni bak við mig. Ég stikaði því nokkra metra og hafði það eitt í huga að frjósa ekki fastur í braut- inni. Það tókst og mér tókst líka að snúa við án þess að slíta hásin eða teyja á lærvöðva. Ég gekk þvi til baka 'að tröppúnum og að suð- andi véhnni og aðdáendum mínum sem enn sendu frá sér athugasemd- ir. Þegar ég kom að tröppunum átti ég í pokahorninu trix sem þau áttuðu sig ekki á. Þar naut ég þess að hafa horft á vetrarólympíuleik- ana. Ég stoppaði með stæl og reif mig úr skíðunum og stillti mér upp með þau þannig að vörumerkið blasti við. Fischer stóð þar með stórum stöfum og sveiflan engu minni en þegar aðrir guUdrengir koma í mark. Það sljákkaði í áhorf- endum og á videospólunni er til sniUdarleg auglýsingasveifla sem framleiðandi skíðamia félU án efa fyrir ef hann kæmist í tæri við hana. V-stíllinn Eftir þessa frumraun hef ég einu sinni stigið á skíðin. Þá neitaöi ég aö vísu að fara nema konan kæmi með og engar myndavélar sæjust. Við héldum á skíðunum nokkra metra niður í Fossvogsdalinn og hófum þar gönguna. Ég gaut aug- unum út undan mér tU þess að kynna mér göngustíl frúarinnar. Ég sá mér til gleði að hún hafði ekki náð sömu tökum og ég á norska stUnum. Annað skíöið leit- aði stöðugt tU suðurs en hitt tU norðurs. Ég, sem sérfræðingur í sjónvarpsskíðamennsku, benti henni á að þessi V-stUl gæfist mjög vel í skíðastökki en þætti síðri í göngu. Konan tók þessu monti mín- um með jafnaðargeði en þó fannst mér á henni að ég hefði ekki efni á því að gera þessar athugasemdir eða leiðbeina einum eða neinum í skíðagöngu. Gönguráðgjafi Vel viðrar tU skíðagöngu nú um helgina og því er aldrei að vita nema ég prófi í hið þriðja sinn. Enn hef ég ekki dottið og skíðin eru óbrotin. Vera kann að ég fari lengri bunur ef snjórinn helst. Skógrækt- in hefur lagt göngubrautir í Heið- mörk og ekki má gleyma Bláijöll- unum. Það eina sem ég óttast, ef ég fer út að ganga innan um aðra göngumenn, er að ég verði fyrir. Að ég verði eins og íslendingur í alþjóðakeppni. Ég treysti þá á að hinir kunni þá list að fara fram úr. Betra væri samt að hafa konuna með. Ég get þá þóst vera að segja henni tU um leiö og aðrir göngu- menn þjóta fram úr. Enn er í gUdi hin gullvæga regla okkar íslend- inga á stórmótum: Aðalatriðið er að vera með - og frjósa ekki fastur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.