Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Síða 31
43
LAUGARDAGUR 14. MARS 1992.
„Ég hef á liðnum vikum stöku sinnum veitt þvi eftirtekt þegar ég þurrka mér á salerni að blóð hefur komið
í salernispappirinn," sagði Guðjón lögmaður hátíðlega. Gyllinæð er æðahnútur i endaþarminum. Talið er
að helmingur fólks yfir fimmtugt hafi gyllinæð á einhverju stigi. DV-mynd
Lögmaður
með gyllinæð
Sumir sjúkdómar eru taldir hafa
breytt gangi mannkynssögunnar.
Napoleon Bonaparte var sagður
hafa þj áðst af vondri gyllinæð.
Hann dró á langinn að hefja orr-
ustuna viö Waterloo með þeim hra-
pallegu afleiðingum að andstæð-
ingum hans tókst að skipuleggja
liðsafla sinn og aumingja Naflajón
laut í lægra haldi. Hann átti erfitt
með að sitja hest vegna sársauka
frá gyllinæðinni sinni og lét það
tefja aðgerðir. Eftir sátu Frakkar
meö ennið sárt en Englendingar og
Prússar fógnuðu sigri og saga Evr-
ópubreyttist.
Gyllinæð er æðahnútur í enda-
þarminum. Bláæðar frá þessu
svæði liggja undir slímhimnum.
Við endurtekinn rembing og
áreynslu þenjast þessar æðar út,
bólgna og bila og þá myndast við-
kvæmir æðapokar í endaþarmi
sem geta brostið. Tahð er að helm-
ingur fólks yfir fimmtugt hafi gyll-
inæð á einhverju stigi.
Innri gylhnæð er fyrir innan
endaþarmsopið en ytri gylhnæð er
utan þess. Flestir hafa þó hvort
tveggja. Stundum gúlpast æða-
hnútur út þegar fólk hægir sér,
skreppur síðan inn aftur eða ýta
verður honum inn fyrir. Stöku
sinnum myndast stífla í gyhi-
næðinni með verkjum. Gylhnæð
myndast sérstaklega hjá þeim sem
þjást af harðlífi, hún er algengari
hjá feitu fólki en grönnu og kemur
oft upp hjá þunguðum konum.
Einkenni
Þessar staðreyndir um gylhnæð
rifjuðust upp fyrir mér einn daginn
þegar Guðjón Ó. lögmaður kom til
mín á stofu. Hann var miðaldra
maður á uppleið, rak líflega lög-
fræðistofu með mikh innheimtu-
umsvif á öllum sviðum. Guðjón
þótti harður í hom að taka í skhn-
aðarmálum og flækti allt með
málalengingum og útúrsnúning-
um. En þrátt fyrir harða lífsbaráttu
og ágjöf í ólgusjó rukkana, forræð-
isdehna og málþófs hafði Guöjóni
tekist að viöhalda drengjalegu út-
hti og brosmildi unghngsins. Flest-
um þótti hann leiöinlegur en ótrú-
lega þæghegur í viðmóti.
„Hvað get ég gert fyrir þig?“ sagði
ég þegar við vomm sestir.
Guðjón var klæddur, að hætti
ungra lögmanna, í líflegan jakka
frá Sævari Karli, bláa skyrtu og
litlaust polyestershpsi sem eigin-
konan hafði keypt í síðustu
Glasgowferð.
„Ég hef á hðnum vikum stöku
Á læknavaktiimi
sinnum veitt því eftirtekt þegar ég
þurrka mér á salemi að blóð hefur
komið í salernispappírinn," sagði
Guðjón, hátíðlega. Hann talaði eins
og hann væri að flytja mái fyrir
Hæstarétti og hélt síðan áfram að
lýsa einkennum sínum á gleði-
snauðan hátt.
Blóð var í hægðum, verkir þegar
hann hafði hægðir og kláði. Einu
sinni hafði gúh komið út sem Guð-
j ón hafði ýtt inn aftur.
„Þetta byrjaði í fyrra þegar ég lá
á Landspítalanum vegna fótbrots."
„Þú ert sennilega með gylhnæð,"
sagðiég.
„Mér datt það í hug,“ sagði Guð-
jón. „Ég las um þann sjúkdóm í
málskjölum um daginn."
Ég nennti ekki að spyrja hann
nánar út í þá sögu en bað hann að
leggjast upp á bekkinn th skoðun-
ar. Hann fór úr og dró niður nær-
buxur sem voru kirfilega merktar
Lsp eða Landspítahnn.
„Ég tók nokkrar svona með mér
heim þegar ég fór af spítalanum,"
sagði Guðjón, afsakandi.
Þreifing í endaþarm
Við þreifingu upp í endaþarminn
kom í ljós að Guðjón var með au-
man æðagúl. Blóð var á hanskan-
um svo að greinhegt var að gylli-
næðin var orsök þeirra vandamála
sem Guðjón kvartaði undan. „Það
þarf ekki frekari vitnanna við, svo
að notað sé orðtak úr heimi lög-
manna,“ sagöiég.
Guðjóni stökk ekki bros.
„Ég ætla samt að senda þig í
endaþarmsspeglun svo að ekkert
fariámilh mála.“
„Af hverju er þetta ástand kallað
gyllinæð?“ spurði Guðjón.
„Jón Steffensen prófessor sagði
að fólk hefði haft miklar þrautir frá
þessu en síöan hefði gúllinn aht í
einu sprungið. Þá létti sjúklingnum
mjög. Honum fannst hann hafa
fengið gull í greipar sér og dregur
ástandið nafn af þeim huglæga
gullfundi.
Meðferðin er fólgin í bólgueyð-
andi og deyfandi kremi
(Scheriproct, Ultraproct) sem þú
setur upp í rassinn. Þá minnkar
ertingurinn frá þessu en á sama
tíma er brýnt að mýkja hægðirnar
með trefjaríku fæði til að koma í
veg fyrir að þetta ástand endurtaki
sig. Ef það dugar ekki verður að
grípa til annarra úrræöa. Stundum
er hægt að setja gúmmíband á innri
gyhinæö. Innan viku dettur gyllin-
æð af vegna blóðleysis. Stöku sinn-
um þarf að grípa til hnífsins og
framkvæma skurðaðgerð. Þá eru
þessir æðahnútar fj arlægöir í einu
lagi.“
Guðjón hysjaöi upp um sig bux-
urnar.
„Þetta verður örugglega aht í
lagi,“ sagði ég.
„Vonandi," sagði Guðjón, „þetta
er farið að há mér í starfi. Það er
svo óþæghegt að sitja th lengdar í
bh eða fyrir rétti. Nú verður maður
að halda vel á spöðunum við að
rukka. Þegar þjóöfélagið er í
kreppu rétta lögmenn úr kútnum
og fitna eins og púkinn á fjósbitan-
,, _ «
um.
Hann brosti afsakandi, tók við
lyfseðh og beiðni um endaþarms-
speglun, renndi fingrum gegnum
stutt háriö og hvarf á braut. Ungur
maöur á uppleið í lyftunni sem
stefnir hraðbyri th tindsins fyrir
ofanþokuna.
NÝJUNG * AUKIÐ ÖRYGGI * SAMA VERÐ
Ný örþunn verja. „PARTN- SR“ húðuð með „Non-9" sæðisdrepandi kremi sem 24 stk. kr. 750.00. 48 stk. kr. 1.400.00 96 stk. kr. 2.400.00
íf um getnaði, eyðni og kyn- sjúkdómum. Viðurkennd af heilbrigðis- yfirvöldum. □ Meðfylgjandi greiðsla n Póstkrafa + burðargjald □ Visa □ Euro □ Samkort
Undirskrift
Sendist til: „Partner-umboðið”. Pósthólf 27, 172 Seltjarnarnes. Fax: 611170
Nauðungaruppboð
19. mars. 1992. Þriðja og síðasta nauðungaruppboð á fasteigninni Brekku-
stíg 1, Bíldudal, þingl. eign Ástvaldar H. Jónssonar, fer fram eftir kröfu
Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og Húsnæðisstofnunar ríkisins fimmtudaginn 19.
mars 1992 kl. 14.00 á eigninni sjálfri.
SÝSLUMAÐUR BARÐASTRANDARSÝSLU
Norrænir
starfsmenntunarstyrkir
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands og
Noregs veita á námsárinu 1992-93 nokkra styrki
handa íslendingum til náms við fræðslustofnanir í
þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til
framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða
menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða
framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar
starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi.
Fjárhæð styrks í Danmörku er 17.000 d. kr., í Finn-
landi 27.000 mörk, og í Noregi 22.800 n. kr. miðað
við styrk til heils skólaárs.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk„
og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmæl-
um. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
12. mars 1992.
Vinnuskóli
Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiðbeinendum
til starfa við Vinnuskólann sumarið 1992. Starfs-
tíminn er frá 1. júní til 31. júlí.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynsiu í verkstjórn
við ýmis verkleg störf og/eða vinnu með unglingum.
Vinnuflokkar skólans starfa að þrifum, gróðurum-
hirðu og léttu viðhaldi, t.d. á skólalóðum eða leikvöll-
um. Einnig er óskað eftir leiðbeinendum fyrir hóp
fatlaðra ungmenna sem þurfa mikinn stuðning í
starfi. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, simi 622648.
Þar eru einnig veittar upplýsingar um starfið.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk.
Vinnuskóli Reykjavíkur
------------------------------\
Utboð
Vegmerking 1992 - mössun
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i vegmerk-
ingu - mössun í Reykjanesumdæmi.
Helstu magntölur: Akreinalínur 1.877,4 ferm,
markalínur 38,0 ferm og stakar merkingar 645,41
ferm.
Verkinu skal lokið þann 18. ágúst 1992.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins,
Borgartúni 5, Reykjavík, (aðalgjaldkera) frá og
með 17. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað
fyrir kl. 14.00 þann 30. mars 1992.
Vegamálastjóri