Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Síða 44
56 LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. Afmæli Valgeir Guðmundsson Valgeir Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, Jörundarholti 141, Akranesi, er fertugur í dag. Starfsferill Valgeir fæddist á Auðbrekku í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu og ólst þar upp. Hann lauk námi í blikk- smíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1973. Valgeir starfaði síðan við blikk- smiði í Reykjavík til 1975 er hann flutti á Akranes. Þar var hann verk- stjóri við Blikksmiðju Þorgeirs og Ellerts hf. til 1979 en 1976 hafði hann tekið að sér störf við sorphreinsun á Akranesi og veitir þeirri þjónustu forstöðu ásamt sorphreinsun fyrir sjö önnur sveitarfélög. Valgeir starfaði með Björgunar- sveitinni Hjálp á Akranesi um nokk- urra ára skeiö. Hann var formaður Félags ungra framsóknarmanna á Akranesi 1978-80 og formaður Framsóknarfélags Akraness 1985-91 auk þess sem hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir framsóknarfélögin. Hann hefur set- ið í atvinnumálanefnd, stjórn at- vinnuþróunarsjóðs, stjórn Kjör- dæmasambands framsóknarfélag- anna í Vesturlandskjördæmi, er í stjórn Hitaveitu Akraness og Borg- artjarðar, hefur verið kosninga- stjóri flokksins á Akranesi og í Vest- urlandskjördæmi. Valgeir hefur verið virkur félagi í Lionsklúbbi Akraness síðan 1985 og var m.a. gjaldkeri klúbbsins 1988-89. Fjölskylda Valgeir kvæntist2.12.1972 Aðal- björgu Sólrúnu Einarsdóttur, f. 19.9. 1953, húsmóður og skrifstofumanni. Hún er dóttir Einars Jóns Kristins Ámasonar frá Hólkoti á Reykja- strönd, bátsmanns en hann lést 1962, og Bergþóm Ámadóttur frá Flatey á Breiðafirði, húsmóður og verkakonu, sem nú er til heimilis í Sunnuhlíð í Kópavogi. Börn Valgeirs og Aðalbjargar Sólrúnar era Einar, f. 18.2.1974, nemi; Guömundur, f. 26.5.1976; Bergþóra, f. 18.6.1978; Valgerður, f. 6.2.1987; Aðalgeir, f. 5.9.1990, d. 18.10.1990. Hálfsystkini Valgeirs, samfeðra, em Steinunn, f. 3.5.1946, búsett í Vestmannaeyjum og á hún fjögur böm; Anna, f. 26.9.1948, húsfreyja að Breiðabólstað í Suðursveit, gift Steini Þórhallssyni, b. þar og eiga þau sex börn; Kolbrún, f. 12.8.1950, búsett á Akureyri, í sambýh með Magnúsi Vilmundarsyni og á hún tvö böm frá fyrri sambúð; Hilmar, f. 1.11.1953, búsettur á Akureyri, kvæntur Önnu Sigríði Antonsdótt- ur og eiga þau tvö böm auk þess sem Anna á tvö böm frá því áður; Þór- ey, f. 5.6.1957, d. 16.7.1964; Hrefna, f. 6.6.1958, húsfreyja að Kálfafelh í Suðursveit, gift Bjarna Steinþórs- syni b. þar og eiga þau þijár dætur; Kristján, f. 1.11.1959, búsettur að Valgeir Guðmundsson. Skriðulandi í Eyjafjarðarsýslu, kvæntur Halldóru Lísbet Friðriks- dóttur og eiga þau fjögur börn; Gunnar, f. 19.11.1960, var kvæntur Huldu Sveinsdóttur og eiga þau einn son. Hálfbróðir Valgeirs, sammæðra, er Eyþór, f. 1964, sambýhskona hans er Sigríður Pálrún Stefánsdóttir á Akureyri og eiga þau eina dóttur. Foreldrar Valgeirs: Guðmundur Árni Valgeirsson, f. 11.11.1923, d. 17.4.1976, bifvélavirki að Auð- brekku í Hörgárdal, og Jóna Ingi- björgPedersen, f. 11.4.1928, frá Dun- haga í Amarneshreppi, húsmóðir og verkakona, nú búsett á Akra- nesi. Seinni maður Jónu Ingibjargar er Haukur Jónsson. Valgeir tekur á móti gestum á heimili sínu eftir klukkan 20 á af- mælisdaginn. Halldor Steinar Benjamínsson Hahdór Steinar Benjamínsson, bif- reiðastjóri hjá SBS, til heimihs að Flókalundi á Laugarvatni, verður fertugur á morgun. Starfsferill Hahdór fæddist að Laugarvatni og ólst þar upp. Eftir skyldunám hóf hann iðnnám og útskrifaðist frá Iðn- skólanum á Selfossi 1972 en er húsa- smíðameistari frá 1977. Hánn vann við smíðar í Laugarvatnshreppi til 1987 en hefur síðan starfað hjá SBS. Fjölskylda Halldór Steinar kvæntist 21.4.1973 Sigríði Jónu Mikaelsdóttur, f. 4.12. 1946, húsmóður og starfsmanni Búnaðarbankans. Hún er dóttir Mikaels Þorsteinssonar og Sabínu Sigurðardóttur á Patreksfirði. Böm Hahdórs Steinars og Sigríðar Jónu em Guðný Þorbjörg Olafsdótt- ir, f. 28.4.1966, launagjaldkeri hjá Hagkaupi, búsett í Reykjavík, gift Ólafi Þór Haukssyni lögfræðingi; Mikael Þór, f. 6.2.1973, nemi við ML; Sabína Steinunn, f. 6.4.1978, nemi við Gmnnskóla Laugarvatns; Benjamín Berg, f. 28.3.1983, nemi við Gmnnskóla Laugarvatns. Halldór á einn albróður. Sá er Böðvar Ingi, f. 12.9.1954, sölumaður hjá Globus, kvæntur Sólveigu Frið- geirsdóttur og eiga þau íjögur böm. Hálfsystir Hahdórs er Bergljót Magnadóttir, f. 23.8.1943, náttúru- fræðingur, gift Georg R. Douglas og eigaþautvöböm. Foreldrar Halldórs: Benjamín Hahdórsson, f. 27.6.1923, húsvörður við ML, og Anna Bergljót Böðvars- dóttir, f. 19.6.1917, d. 2.12.1989, stöðvarstjóri Pósts og síma á Laug- arvatni. Foreldrar Benjamíns voru Hahdór Halldór Steinar Benjamínsson. Benjamínsson og Steinunn Jónsdót- ir í Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Foreldrar Önnu voru Böðvar Magnússonar og Ingunn Eyjólfs- dóttir á Laugarvatni. Hahdór tekur á móti gestum á heimili sínu 14.3. eftir klukkan 20. Andlát Óli Sverrir Þorvaldsson blaðasah, Bogahlíð 17, lést aðfaranótt fóstu- dagsins 13. mars. Hann var fæddur í Reykjavík 3. mars 1923. Óh starfaði lengst af við blaðasölu og seldi hann DV um áratuga skeið. Sólveig S. Magnúsdóttir, Hjahatúni, Vík í Mýrdal, andaðist 12. mars. Pálina Geirlaug Pálsdóttir frá Lög- bergi, Vestmannabraut 56A, Vest- mannaeyjum, lést í sjúkrahúsi Vest- mannaeyja miðvikudaginn 11. mars. Sigurður Bergsson, Hátúni 40, lést í Borgarspítalanum 12. mars. Helga Jónsdóttir frá Mosum andaðist 12. mars á hjúkrunarheimilinu Sunnuhhð í Kópavogi. Jarðarfarir Kristín Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Lálandi 23, Reykjavík, sem lést 8. mars sl., verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju mánudaginn 16. mars kl. 13.30. Valgeir Hörður Guðmundsson, Hafn- arbraut 23, Kópavogi, verður jarð- settur frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 17. mars kl. 13.30. Tilkynningar Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17, frjáls spilamennska. Krísuvíkursamtökin verða með flóamarkað í Undralandi við Grensásveg í dag, laugardag, kl. 12-18. Á boðstólum verður allt mögulegt, t.d. keramik, matvara, bækur, púsluspil og ails konar fatnaður. Stórkostlegt úrval. Opið hús í Fisk- vinnsluskólanum í dag, laugardag, kl. 13-17 verður opið hús í Fiskvinnsluskólanum, Hvaleyrar- braut 13 í Hafnarfirði. Sýnd verður fryst- ing, söltun, flökun og fl. í tengslum við verklega kennslu. Kynntar verða mat- vörur frá íslenskum matvælum og drykkir frá Sól hf. Leiðsögn verður um skólann undir handleiðslu nemenda. íslandsmeistarakeppni í Freestyle Hin árlega íslandsmeistarakeppni í Free- style verður haldin í dag, 14. mars, kl. 14 í Tónabæ. Öll börn búsett á landinu á aldrinum 10-12 ára hafa rétt til þátttöku. Keppt verður í tveimur flokkum, ein- staklings- og hópdansi. Silfurlínan sími 616262. Símaþjóhusta við eldri borg- ara frá kl. 16-18 alla virka daga. Smávið- hald, verslað og fleira. Félag eldri borgara Félagsvist spiluð á sunnudag kl. 14 í Ris- inu. Dansað í Goðheimum kl. 20. Kvenfélagið Freyja Kópavogi verður með félagsvist sunnudaginn 15. mars kl. 15 að Digranesvegi 12. Góðar veitingar og spilaverðlaun. Myndgáta eyp0R— Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði í ft. Lausn gátu nr. 279: Hafnargarður Kolaportið - Skeljanes Komið, skoðið og prúttið. Félag einstæðra foreldra verður í Kolaportinu alla næstu sunnudaga í mars og í SkeljaheUi, Skelja- nesi. Opið kl. 14-17. Til sölu fatnaður, skótau, bækur, blöð og geisladiskar og margt fleira. Grjótaþorpið Gijótaþorpið, Vesturgötu 7, mun ekki vera opið næstu helgar vegna nauðsyn- legra breytinga á rekstrarhúsnæði Gijótaþorpsins. Gert er ráð fyrir að opn- að verði að nýju í maímánuði. Er þeim aðilum sem voru með söluaðstöðu og óska eftir slíkri bent á að hafa samband við skrifstofu Grjótaþorpsins að Suöur- landsbraut 12 eða í síma 812581. Jazz verður á sunnudegi Veitingahúsið Jazz, Armúla 7, hefur sem kunnugt er bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung að efna til svokall- aöra djassverða á sunnudögum. Þeir eru með þeim hætti að gestum er ekki aðeins boðið upp á málsverð á sunnudögum heldur fylgir réttunum safarík djass- veisla. Sunnudaginn 15. mars verður þriðji djassverðurinn og að þessu sinni verður það djasstríó Ómars Einarssonar sem leikur fyrir matargesti. Tnóið skipa þeir Ómar Einarsson á gítar, Úlfar Har- aldsson á bassa og Jón Björgvinsson á trommur. Húsið verður opnað kl. 12 á hádegi. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra í Skeljahelli, Skeljanesi 6, alla sunnudaga í mars. Úrval af fatnaði og ýmsu dóti á aldamótaverði. Opið frá kl. 14-17. Stræt- isvagn nr. 5 gengur að húsinu. Ef þið þurfið að losa ykkur við dót taka „flæm- ar“ glaðlega á móti þvi. Sameiginleg guðsþjónusta Grafarvogs- og Seljasóknar verður í Seljakirkju sunnudaginn 15. mars ki. 14. Undanfama mánuði hafa kirkjukórar Seljasóknar og Grafarvogs- sóknar æft saman vegna tónleika sem kóramir munu standa að 1 Seljakirkju og Háteigskirkju. Á sunnudaginn verða ákveðin tónverk flutt. Safnaðarfólki í báðum söfnuðum er boðið til guðsþjón- ustunnar. Séra Valgeir Ástráðsson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari og séra Vigfús Þór Ámason prédikar. Iðnskóladagurinn - opið hús Árlegur Iðnskóladagur verður haldinn sunnudag 15. mars kl. 13-17. Almenningi er boðið að koma og skoða skólann og kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Sýnd verður vinna nemenda og býður skólafélagið upp á skemmtiatriði fyrir yngri kynslóðina. Iðnskóladagurinn er fyrir alla fjölskylduna en þó ekki síst fyr- ir unga fólkið sem er að kveðja grunn- skólann og leitar að áhugaverðum náms- leiðum fyrir framtíðina. Sýriingar Sýning í ÁTVR Kringlunni í anddyri ÁTVR Kringlunni, Reykjavik, stendur yfir sýning á oliumálverkum eft- ir Elías Hjörleifsson. Elias er fæddur í Hafnarfirði 1944, en flutti til Danmerkur 1962 og kom ekki aftur til íslands fyrr en 1989. Elías var með sýningu sl. haust í Hafnarborg. Hann tók líka þátt í samsýn- ingu á Hellu á vegum M-hátíðar á Suður- landi 1991. Verk Eliasar, sem sýnd em þjá ÁTVR, em landslagsmyndir undir áhrifum frá íslenskri náttúm. Sýningin stendur til 15. apríl. Sýning í Menningarstofnun Bandaríkjanna Guðbergur Auðunsson oþnar málverka- sýningu í Menningarstofnun Bandaríkj- anna í dag, 14. mars. Þetta er 14. einka- sýning Guðbergs og sýnir hann m.a. myndir sem hann vann í Bellingham, í Washingtonfylki, er hann dvaldi þar um skeið árið 1990 og sýndi í Allied Arts Galleiy. Sýningin stendur til 5. april og er opin um helgar kl. 14-17 og alla virka daga kl. 11.30-17.45. Tónleikar Einn fremsti píanóleikari Hollands í Borgarleikhúsinu í tílefhi fjölþættrar Hollandskynningar, sem Aðalræðisskrifstofa Hollands gengst fyrir í Reykjavík dagana 18.-28. mars nk., kemur píanóleikarinn Rian de Waal til lands og heldur tónleika í Borgarleik- húsinu á setningarhátíð Hollandskynn- ingarinnar miðvikudaginn 18. mars kl. 18. Rian dr Waal er einn fremstí píanó- leikari Hollands af yngri kynslóðinni. Á tónleikunum leikur hann m.a. verk eftír hollenska tónskáldið Theo Loevendie (f. 1930), Franz Liszt og Frederic Chopin. Veggsport flytur sig um set Skvass og veggtennisstaðurinn Vegg- sport, sem áður var til húsa að Seljavegi 2, er nú fluttur að Stórhöfða 17, við Gull- inbrú. Eigendur staðarins, þeir Hilmar Gunnarsson og Hafsteinn Danielsson iþróttakennarar, hafa opnað þar 5 skvass-sali og 1 veggtennis-sal. Þetta em allt steyptir salir með glerbakveggjum. Allir sem spila í Veggjasporti fá aðgang að lyföngartæKjum og gufuböðum. Starf- rækt er verslun á staðnum þar sem hægt er að kaupa léttar veitingar og íþróttavör- ur. Einnig er viðgerðarþjónusta fyrir þá sem slíta strengi i spöðunum sínum. Opið er alla daga vikunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.