Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Side 10
10 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. Ferð án enda ★J/a ★★★ Vi ★ */a Einn á móti A KILLER AMONG US Útgefandi: Bergvik hf. Leikstjóri: Peter Levin. Aóalhlutverk: Jasmine Guy, Dwight Schultz og Anna Maria Horsford. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 100 min. í Bandaríkjunum er ávallt skip- aður kviðdómur óbreyttra borgara í dómsmálum sem kveður síðan upp úrskurð í lok málaferla. í A Killer Among Us er slíkur kvið- dómur í hnotskurn. í morðmáli þar sem eiginmaður á að hafa myrt eig- inkonu sína eru allir kviðdómend- ur sannfærðir um sekt hins ákærða nema einn, Teresa Hopkins, sem er viss um að sá ákærði er sak- laus. Þrátt fyrir þrýsting annarra kviödómenda lætur hún ekki und- an síga. Þessi afstaöa hennar nægir til að ekki er hægt að dæma þann ákærða. Hopkins fer út í einka- rannsókn á morðmáhnu sem leiðir hana í óvænta átt. A Killer Among Us er sæmileg aíþreying en ekki mikið meira. Söguþráðurinn er ekki mjög sann- færandi. Sjónvarpsstjarnan Jam- ine Guy leikur aðalhlutverkið og gerir persónunni ágæt skil. Myndbönd Steppdans STEPPING OUT Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Lewis Gilbert. Aóalhlutverk: Liza Minnelli, Julie Walt- ers, Shelley Winters og Bill Irwin. Bandarisk, 1991 -sýningartími 94 mín. , Leyfð öllum aldurshópum. Þrátt fyrir mikla hæfileika og langan leikferil hefur Liza Minnelli aðeins leikið í tveimur virkilega góðum kvikmyndum, Cabaret og Arthur. Að öðru leyti eru kvik- myndir hennar frekar slakar og sumar hræðilegar. Ekki verður Stepping Out til að auka hróður hennar. Minnelli leikur danskenn- ara sem er að æfa hóp misgóðra dansara fyrir sýningu. Það sem heldur Stepping Out á floti eru dansatriðin og dansæfing- arnar sem er ágæt skemmtun. Söguþráðurinn í kringum persón- urnar er aftur á móti mjög slakur og væminn. Og undrar þaö mig að textinn skuli vera gerður eftir leik- riti. Leikstjórinn gamalkunni, Lewis Gilbert, sem gerði hinar ágætu kvikmyndir Shirley Valent- ine og Educating Rita, sem einnig voru gerðar eftir leikritum, er langt frá sínu besta sem og margir þekkt- ir leikarar er koma fram í mynd- inni. THE SHELTERING SKY Útgefandi: Steinar hf. Leiksfjóri: Bernardo Bertolucci. Aðalhlutverk: Debra Winger, John Malcovich og Canpell Scott. Bandarisk, 1991 -sýningartími 132 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Oft er sagt um vissar skáldsögur sem öðlast hafa frægð að ekki sé hægt að gera kvikmynd úr þeim. Ein shk er The Sheltering Sky eftir Paul Bowles sem kom út 1949. Það hefur komiö th tals í gegnum árin að kvikmynda þessa bók, en allir guggnað á því, þar til Bernardo Bertolucci fannst það verðugt verkefni eftir aö The Last Emperor hafði sigrað heiminn. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun verður að segjast eins og er að The Sheltering Sky nær aldrei að rísa upp í þær hæðir snilldar sem búist var við fyrirfram og sú staðhæfing að ekki sé hægt að kvikmynda skáldsöguna kannski sönn. í byrjun myndarinnar fylgjumst við meö þremur persónum Port og Kit Moresby (John Malcovich og Debra Winger) og George Tunner (Campell Scott) standa í sólskininu á höfninni í Tangier í Afríku. í bak- grunninum er skipið sem kom með þau að hverfa á braut og um leið er fortíðin aö baki. Moresby hjónin eru sem sagt komin til að reyna að bjarga hjónabandi þeirra frá glötun en Tunner virðist aðeins vera í skemmtanaleit. DV-myndbandalistiim Ran og morð HOMICIDE Útgefandi: Biómyndir. Leikstjóri: David Mamet. Aðalhlutverk: Joe Mantegna og William H. Macy. Bandarísk, 1991 -sýningartimi97min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Homicide er þriðja kvikmynd leikskáldsins, handritshöfundar- ins og leikstjórans David Mamet. Aðalpersóna myndarinnar er Bob Gold rannsóknarlögreglumaður sem er harður í horn að taka og á eingöngu vini meðal starfsfélaga. Hann er gyðingur en er htið hreyk- inn af þeirri staðreynd og vih ekki umgangast aðra gyðinga. Þegar myndin hefst er hann á kafi í rann- sókn á stórmáh. Hann verður því ekki hrifinn þegar hann er settur í að rannsaka morð og rán á gam- alli gyðingakonu. AUt í einu er hann minntur á uppruna sinn og kemur það viö kaunin á honum. Máhð, sem virðist auðvelt í fyrstu, vefur upp á sig og það verður loks að áráttu hjá Gold að fá lausn, Handrit Mamets er mjög vel skrifað og nokkur spenna er í myndinni þótt það sé greinilega jafn mikhvægt hjá Mamet að koma tU skila tvískinnungshætti í mann- legu eðh eins og að gera spennu- mynd. Joe Mantegna er góður í hlutverki Golds og skapar sterka persónu. Aðrir leikarar standa sig einnig með prýði. Helsti galh myndarinnar er endirinn en Ma- met skUur dáhtið við myndina í lausu .löfti. -HK Terminator II Backdraft Toy Soldier Tt)e Commitments The Hard Way Teen Agent Fjörkáifar Quigiey down under Regarding Henry Silence of the Lambs Shattered Defending Your Life Hudson Hawk The Sheltering Sky Cyrano de Bergerac Svört tónlist í Dublin \ One wonun's danáerous and erotfe joumey beneath tbc Sheltering Sky Fímm nýjar myndir koma inn á listann þessa vikuna og er fjallað um eina þeirra, The Commitments, hér að neðan. Á myndinni er hljómsveitin að leika með söngvarann Deco (Andrew Strong) fremst- an < flokki. 1(1) 2(2) 3(-) 4 (■) f 5(4) 6(3) 7(6) 8(5) 9(-) 10(7) 11 (8) 12 (-) 13 (12) 14 (*) 15(9) THE COMMITMENTS Útgefandi: Skifan. Leiksljóri: Alan Parker. Aóalhlutverk: Robert Arkins, Andrew Strong og Johnny Murphy. Bresk, 1991 - sýningartími 114 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Alan Parker hefur einstakt lag á að gera vel heppnaðar tónhstar- myndir. The Commitments er sönnun þess, stórkostleg tónhstar- veisla í skemmtUegum umbúðum. Áður hefur Parker gert jafn ólíkar tónlistarmyndir og Bugsy Malone, Fame og Pink Floyd, The Wall og eitt er víst The Commitments er ekkert lík fyrrnefndum kvikmynd- um. Myndin gerist í Dubhn. Jimmy Rabbit er ungur maður með hug- sjón, sú hugsjón er að koma á fót soul-hljómsveit í Dubiin. Þegar tveir vinir hans biðja hann um að stofna hljómsveit fyrir þá og verða umboðsmaður sér hann sæng sína útbreidda og safnar Uði skrautlegra og ólíkra ungmenna sem eru mis- langt komin í tónhstinni. Mesti fengur hans er í hinum stórkarla- lega söngvara Deco og trompetleik- aranum Joey „The Lips“ Fagan sem að eigin sögn hefur leikið með öllum frægustu soul-mönnum. Fagan sker sig frá hópnum. Hann er elstur og gæti veriö pabbi alira hinna. Æfingar hefjast og þótt hver höndin sé upp á móti annarri í hljómsveitinni þá tekst á einhvem óskiljanlegan hátt að búa til góða sveit sem hrífur fjöldann með sér. Afrek Parkers og félaga hans er mikið. Þeir renndu blint í aö gera þessa mynd, auglýstu eftir óreynd- um leikurum með tónlist sem áhugamál og útkoman er þegar upp er staðiö aldeilis frábær mynd sem hefur mikið skemmtanagildi. Tónhstin skiptir rniklu máli og þótt púritanar á soultónlist finnist htið th um hljómsveitina The Commitments sem slíka, telji að- eins að um sé að ræða eftiröpun, þá gerir hún svo sannarlega sitt gagn í kvikmyndinni og hjálpar til að gera The Commitments aö ein- hverri skemmtilegustu kvikmynd síðasta árs. -HK Ferðalangarnir þrír nýkomnir til Tangier. Talið frá vinstri: Campell Scott, Debra Winger og John Malcivich. í stað þess að endurbyggja þá ást sem einkenndi samband Port og Kit á fyrstu árum sambúðar þeirra verður afrískt umhverfi og ferðalag þeirra um Sahara eyðimörkina að- eins th þess aö þau fiarlægjast meira hvort annað. Og í Sahara eyðimörkinni nær hin mikla auðn og hinn gífurlegi hiti tökum á þeim og líf þeirra breytist smátt og smátt í martröð sem þau óraði aldrei fyr- ir að ætti eftir aö henda þau. The Sheltering Sky er óhemju fógur á að hta. Kvikmyndataka Vittorio Storaro er mögnuð og ör- ugglega besti hluti kvikmyndar- innar. En söguþráðurinn er þung- meltur og smitar út frá sér og þrátt fyrir að Debra Winger og John Malcovich leggi sig fram ná þau aldrei að gera Port og Kit trúverð- ugt par í leit að ástinni. -HK ★★*/2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.