Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Page 16
16 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. Skák Karl sigr aði á helg - armótinu á Flateyri Fyrir tæpuxn þremur árum var helgarskákmót haldið á Flateyri við Önundarflörö með þátttöku margra sterkustu skákmanna þjóðarinnar. Mótið þótti takast með ndídum ágæt- um en heimamenn vildu þó gera enn betin. Mótið, sem fram fór um síð- ustu helgi, tók hinu fram að öllu leyti og enn létu snjöUustu skákmennirnir sig ekki vanta. Rómuðu aðkomu- menn géstrisni heimamanna og við- urgjöming aUan. Þetta var 39. helgarmót tímarits- ins Skákar með Jóhann Þóri Jóns- son í broddi fylkingar. Fyrsta mótið fór fram í Keflavík í júnímánuði 1980, næsta í Borgamesi í ágúst sama ár en í seinni tíð hefur lengra Uðið miUi móta. Nú virðast hjóUn aftur farin að snúast. Fertugasta mótið er fyrirhugað í Búðardal með haustinu. Fjörtíu og tveir keppendur tefldu að þessu sinni á Flateyri, liðlega helmingur af höfuðborgar svæðinu. Mótið var Uður í lokaundirbúningi ólympíuskáksveitarinnar sem heldur til ManiUa eftir helgina. Hvort hugurinn hafi þegar verið á FiUppseyjum eða sveitarmenn ver- ið að spara púðrið til stærri átaka skal ósagt látið en svo fór að al- þjóðameistarinn Karl Þorsteins sló öUum við og varð einn efstur. Karl leyfði aðeins eitt jafntefli í æsispennandi baráttuskák við Björgvin Jónsson, hlaut 6,5 v. af 7 mögulegum. ÚrsUtaskák hans viö Helga Ólafsson í síðustu umferð tók óvænta stefnu er Helgi féU í þekkta byrjunargUdru og stóð uppi með tapað tafl eftir aðeins 13 leiki. Svo virðist sem Karl kunni tökin á Helga í styttri skákum - skemmst er að minnast atskákareinvígis þeirra í Sjónvarpinu. Litlu munaði aö Guðmundur HaUdórsson hreppti 2. sætið einn. Hann átti unnið tafl gegn Héðni Steingrímssyni í síðustu umferð en Héðinn slapp á elleftu stundu. Skákinni lauk með jafntefli og Guð- mundur, Héðinn, Helgi og Jón L. fengu alÚr 5,5 v. og deUdu 2.-5. sæti. Héðinn, Magnús Pálmi ÖmóU's- son og Helgi Ass Grétarsson fengu aUir ungUngaverðlaun, boð á næsta helgarskákmót. Öldunga- verðlaun fengu Birgir Sigurðsson, Sturla Pétursson og ÓU Valdimars- son og Guðmundur HaUdórsson náði bestum árangri dreifbýUs- manna. Bestum árangri heima- manna náði Sigurður Hafberg en hann hafði veg og vanda af móts- haldinu ásamt Jóhanni Þóri og Þráni Guðmundssyni. Vaskleg framganga landsbyggð- armanna vakti nokkra athygU á mótinu. Þannig tókst Bolvíkingn- um Magnúsi Pálma Ömólfssyni að leggja þann er þetta ritar og halda sínu gegn sterkum mönnum eins og Björgvin Jónssyni og Þresti Þór- haUssyni. Varð þó að játa sig sigr- aðan gegn Héðni Steingrímssyni. Sigurði G. Daníelssyni, sem nú er búsettur á Suðureyri við Súganda- flörð, tókst að leggja Uðsstjóra ólympíusveitarinnar, dr. Kristján Guðmundsson, og sömu örlög hlaut Krisfján í tafli sínu gegn Sverri Gestssyni, Egilsstöðum. Sigurður Ólafsson, Suðureyri, náði síðan jafntefli við Ásgeir Þór Ámason, Róbert Harðarson og Þröst Þór- haUsson í síðustu umferð og væri raunar réttara að halda því fram að þeir hinir síðamefndu hefðu „náð jafntefU" við Sigurð. Að þessu leyti tókst helgarmótið mjög vel því að ætlunin er einmitt að gefa landsbyggðarmönnum kost á að spreyta sig gegn „meisturun- Karl Þorsteins varð einn efstur á helgarskákmótinu á Flateyri eftir sigur í úrslitaskák við Helga Ólafsson. um að sunnan“ sem reynast svo ekki vera nein ofurmenni þegar öllu er á botninn hvolft. Helgi Ólafsson stórmeistari hefur verið manna sigursælastur á helg- armótunum sem margir hafa af því tUefni viljað nefna „Helgamót". Á Flateyri leit út fyrir að hann ætlaði að bæta enn einum sigrinum í safn- ið, einkum eftir að hann vann Jó- hann Hjartarson í fallegri skák í næstsíðustu umferð. Þetta var án efa skák mótsins. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Jóhann Hjartarson Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 d6 7. f3 Rbd7 8. e4 b6 9. Rh3 c5 10. d5 exd511. cxd5 He8 Eftir 11. - a6 gæti Helgi leikið 12. Bg5 en þá væri fram komin sama staða og í skák Kasparovs við Jó- hann á heimsbikarmóti Stöðvar 2 1988. Taflmennska heimsmeistar- ans í þeirri skák blés nýju lífi í þetta cdbrigði. 12. Be2 a6 13. 0-0 b5 14. Hel c4 15. Be3 Rb6 16. Rf4 Ra4 17. Dd2 Rd7 18. Bdl Rdc5 19. Hbl Bd7 20. Bxa4 Rxa4 21. Bd4 Dg5 22. g3 Hac8 23. Kg2 Rc5 24. h4 De7 25. Bc3 f6 26. g4 Hf8?! Svartur hefur ekki fyllilega náð að jafna taflið og spoma við yfir- burðum hvíts í rými. Hann hefur þó skýra áætlun - að koma peðun- um á drottningarvæng á skrið. Fyrst þarf hann hins vegar að huga að aðgerðum hvíts á kóngsvæng. Textaleikurinn er óheppiiegur því að svartur hefði gjarnan viljað svara h4-h5 með h7-h6 og loka tafl- inu. Nú er það ekki mögulegt vegna riddaragaffals á g6 og Helgi grípur tækifæriö 27. h5! Rb3 28. De3 a5 29. Hhl Hb8? Svartur gætir sín ekki á hætt- unni. Betra er 29. - Df7. 30. h6 g5? Eftir 30. - g6 31. g5! er 31. - fxg5? svaraö með 32. Rxg6! o.s.frv. en með 31. - b4 32. BxfB HxfB 33. gxfB DxfB hefði svartur getað skapað sér ákveðin gagnfæri. 31. Rh5 Hbe8 Hótunin var 32. Rxf6+ HxfB 33. Dxg5+ og vinna hrókinn. 11 if 1 á í # & { A ii A á A 1A1111 A QkÁ, W i ''Jföf' i ipi z s ABCDEFGH 32. Rxf6+! Hxf6 33. Dxg5+ Hg6 34. Dxg6+! hxg6 35. h7+ Kf7 Eða 35. - Dxh7 36. Hxh7 Kxh7 37. Umsjón Jón L. Árnason Hhl+ Kg8 38. Hh8+ Kf7 39. Hh7+ og biskupinn á d7 fellur með vinn- ingsstöðu á hvítt. 36. h8=D Hxh8 37. Hxh8 Og Jóhann gafst upp. Ef 37. - Dg5 38. Hbhl með máthótun á h7 og svartur er vamarlaus. Sumarbúðir Skákskóla íslands Ákveðið hefur verið að halda skák-sumarbúðir að Reykholti í Biskupstungum í sumar. Nám- skeiðiö er ætlað pútum og stúlkum á aldrinum 7-14 ára. Aðaláher'sla verður lögð á skákkennslu fyrir alla styrkleikaflokka, svo og úti- vem og íþróttir, m.a. sund, knatt- spymu og borðtennis. Námskeiðið er á vegum Skák- skóla íslands og fer fram vikuna 21.-27. júní. Leiðbeinendur era Sævar Bjarnason, alþjóölegur skákmeistari, Kjell Hymer og Arn- þór Bjamason, sem era vanir leið- beinendur í skák, íþróttum og úti- vist. Reykholt í Biskupstungum er heimavistarskóli, um 90 km frá Reykjavík, og er öll aðstaða þar mjög góð. Námskeiðsgjald er kr. 16.800 og innifalið í því er gisting og fæðiskostnaður. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Skáksambands íslands, sími 689141, alla virka daga frá kl. 10-13. Ef næg þátttaka fæst verður annað námskeið dagana 28. júní til 4. júlí og e.t.v. einnig í ágúst. Firmakeppni í hraðskák Úrslit í fimakeppni TR í hrað- skák, sem lauk mánudaginn 25. maí sl., urðu þessi: 1. Stétt sf. (Hannes Hlífar Stefáns- son) 11 v. af 14 mögulegum. 2. Hagkaup (Þráinn Vigfússon) 10,5 v. 3. Tímaritið Úrval (Helgi Áss Grét- arsson) 10 v. 4. Lögfræðistofa Amar Clausen (Þröstur Þórhallsson) 10 v. 5. Optima (Tómas Bjömsson) 9 v. 6. Verlunarmannafélag Reykjavík- ur (Eiríkur Bjömsson) 8 v. 7. Fiskbúðin Grímsbæ (Benedikt Jónasson) 8 v. 8. Nesti hf. (Árni Á. Árnason) 8 v. o.s.frv. (22 keppendur). Úrslit í einstaklingskeppninni uröu þessi (fjögur bestu mótin telja): 1. Sævar Bjamason 43,5 v. af 56 mögulegum. 2. Olafur B. Þórsson 41 v. 3. Sigurður Daði Sigfússon 39 v. 4. Þráinn Vigfússon 39 v. 5. Guðmundur Gíslason 37,5 v. Efstir unglinga urðu Ingvar Jó- hannesson með 36 v., og Bragi Þorf- insson og Jón Viktor Gunnarsson sem fengu 31,5 v. Kvennaverölaun hreppti Anna B. Þorgrímsdóttir með 16 v. Boðsmótið að hefjast Boðsmót TR hefst mánudaginn 1. júní kl. 20. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Um- ferðir eru á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum kl. 20. Um- hugsunartími er 90 mínútur á 36 leiki, síðan 30 mín. til aö ljúka skák- inni. Mótinu lýkur 15. júni. Skrán- ing verður í símum Tafflélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, dagana fyrir mótið og á mótstað. Öllum heimilþátttaka. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.