Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Side 22
22
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992.
Trimm
Sunddagur aldraöra var haldinn í
SundhöU Reykjavíkur sl. mánudag
og þrátt fyrir góðviöriö var vel mætt
í innisundlaugina við Barónsstíg.
Emst F. Backman íþróttakennari,
sem kennt hefur sund og vatnsleik-
fimi fyrir þennan aldurshóp í mörg
ár, sá um aö halda mannskapnum
við efniö.
Ernst sagöi í stuttu spjalli við DV
að sérstakur sunddagur aldraðra
væri orðinn fastur hður í starfsemi
FÁÍA, Félags áhugafólks um íþróttir
aldraðra, og að áhuginn væri alltaf
jafn mikiil og þá sértaklega á vatns-
leikfimi sem hefur veriö að ryðja sér
til rúms á undanfómum árum. Hann
sagði fólkið standa sig vel og nú
væru allir orðnir flugsyndir.
Ýmislegt er á döfmni hjá FÁÍA á
næstunni, eins og greint hefur verið
frá á trimmsíðunni. Ratleikur verður
fóstudaginn 5. júní í Grasagarðinum
í Laugardal og hefst hann kl. 14 og
„sæluvika" veröur á Laugarvatni
seinnihlutann í júní og ágúst.
-GRS
Sunddagur aldraðra er orðinn fastur liður í starfsemi FAIA og hér sést
hópurinn sem mætti í Sundhöllina sl. mánudag. DV-myndir GVA
mrsi
Þátttakendurnir hjá Ernst F. Backman íþróttakennara eru allir orðnir flugsyndir og eru nú farnir að einbeita sér
að vatnsleikfiminni, eins og glöggt má sjá.
Samtöktil eflingar almenningsíþróttum:
Ætlum að fá almenning
til að stirnda íþróttir
segir Sigrún Stefánsdóttir, formaður ÍFA
Samtökin ætla að beita sér fyrir því að betur verði búið að þeim sem
stunda iþróttir sér til ánægju en ekki keppni. DV-mynd Brynjar Gauti
„Það eru ýmis verkefni sem bíöa
okkar, bæði mörg og stór. Þau bein-
ast að almenningi og við ætlum okk-
ur að reyna að fá þá, sem eru ekki
þegar farnir af stað, til að stunda ein-
hverjar íþróttir sér tii heilsubótar og
ánægju. Hugmyndin er að beita alls
kyns fræðslu og áróðri og eins að
betur verði búiö að þeim sem stunda
íþróttir sér til ánægju en ekki keppni.
Þessi hópur vill oft verða útundan
þó svo margt jákvætt hafi verið gert
á undanfornum árum. Við ætlum
líka að beina augum okkar að þeim
sem geta sljórnað því að eitthvað sé
gert. Þ.e. að bæta aðstöðuna, koma
skokkbrautum víðar upp og eins
trimmstöðum og eitthvað í þeim
dúr,“ sagði Sigrún Stefánsdóttir, ný-
kjörinn formaður samtakanna
íþróttir fyrir alla, í samtali við DV.
Samtökin, sem stofnuð voru um
síöustu helgi, heyra undir ÍSÍ en
ákvörðunin um að koma þeim af stað
var tekin í tengslum við 80 ára af-
mæli íþróttasambandsins. Fjöl-
menni mætti á stofnfundinn en
markmið samtakanna íþróttir fyrir
aUa er að virkja til samstarfs, auk
sambandsaðila ÍSÍ, sem flest samtök,
sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki,
starfshópa og aðra hópa einstaklinga
er láta sig varða hollustu og heil-
brigði almennings með því að vinna
að framvindu þeirra mála. Slíkir
samstarfsaðilar geta verið bæði inn-
an eða utan íþróttasambands íslands
en stjórn ÍFA samþykkir aöild ein-
stakra samstarfsaðila.
-GRS
Trimmhelgi á
Kirkjubæjarklaustri
„Iþróttahátíð USVS verður á
Kirkjubæjarklaustri sömu daga og
trimmhelgin stendur yfir og það
verður samvinna um þetta á miili
Ungmennasambandsins og okkar á
Hótel Eddu. Það verður full dagskrá
báða dagana og þar má nefna
kvennahlaup á laugardeginum og
hlaup fyrir yngri kynslóðina og al-
mennt hlaup á sunnudeginum. Þá
verður boðið upp á styttri gönguferð-
ir frá Kirkjubæjarklaustri þar sem
markverðir staðir verða skoðaðir í
leiðinni en ekki er rétt að greina frek-
ar frá dagskránni að svo stöddu,"
sagði Karl E. Rafnsson, hótelstjóri á
Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri, í
samtali við DV.
Trimmhelgin á Kirkjubæjar-
klaustri verður dagana 20.-21. júní
nk. og Hótel Edda mun bjóða upp á
sérkjör í gistingu og fæði í tengslum
við hana. Þetta er í fyrsta skipti sem
trimmhelgi er haldin á Kirkjubæjar-
klaustri en DV mun fjalla nánar um
viðburðinn þegar endanleg dagskrá
liggur fyrir.
-GRS
Trimmhelgin á Kirkjubæjarklaustri veróur dagana 20.-21. júní nk.
DV-mynd Eiríkur Jónsson
Reykjavík-
urmaraþon
Mánudagur: Hlaupa rólega i 45
min.-l klst.
Þriðjudagur: Skokka rólega í
30-45 mínútur.
Miðvikudagur: Rólegur hraða-
ieikur í 30-45 mínútur.
Fimmtudagur: Hiaupa rólega í
1-1 'A klst.
Föstudagur: Rólegur hraðaleikur
i 30 mínútur.
Laugardagur: IRaupa rólega í 30
mín.-l klst.
Sunnudagur: Hlaupa rólega í
1 '/2-2 klst. -GRS/JBH
Reyklaus
dagur
Næsta vika er helguð hreinu
lofti með einum eða öðrum hætö
eins og fram kom átrimmsíðunni
sl. laugardag. Á morgun er al-
þjóðlegur tóbaksvarnardagm- um
heim allan og á mánudag er reyk-
laus dagur hérlendis en yfirskrift
hans er „Reyklausir vinnustaðir
- öruggari og heilsusamlegri".
Reyklausi dagurinn er á almenn-
um vinnudegi með tilliti til mál-
efhisins.
Tóbaksvamarnefnd veitir frek-
ari upplýsingar en hún er jafh-
framt einn samvinnuaðila
Krabbameinsfélagsins um
heilsuhlaup þess síðamefnda
sem fram fer í dag.
Bænda-
dagshlaup
UMSE
Bændadagshlaup UMSE fer
fram fimmtudaginn 4. júní.
Frekari upplýsingar eru veittar
á skrifstofu UMSE á Akureyri í
síma 96-24011. -GRS