Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992.
f slensk kona stundar
vísindi í San Francisco
- árangursríkar sykursýkirannsóknir Steinunnar Bækkeskov
Steinunn Þórhallsdóttir Bækkeskov er meðal þeirra íslensku kvenna sem lengst hafa náð I vísindum fram til þessa. Hún stundar lífefnafræðirannsóknir
við UCSF, Kaliforniuháskólann í San Francisco.
Steinunn Þórhallsdóttir Bække-
skov er meðal þeirra íslensku
kvenna sem lengst hafa náö í vísind-
um fram til þessa. Hún stundar líf-
efnafræðirannsóknir við UCSF, Kali-
fomíuháskólann í San Francisco, og
stjómar þar rannsóknum er varða
svonefnda tegund eitt af sykursýki.
Sú gerð kemur mest fram á unga
aldri en einnig oft á kynþroska-
skeiði. Sykursýkitegund tvö á sér
hins vegar allt aðrar orsakir, er
stundum kölluð ellisykursýki og hef-
ur, ólíkt því sem við á um tegund
eitt, ekkert með ónæmiskerfið að
gera.
Rannsóknir Steinunnar og átta
manna rannsóknarhóps hennar hafa
tvímælalaust borið góðan árangur.
Þær hafa opnað möguleika á að finna
sykursýkieinkenni í blóði á fyrsta
stigi.
DV náði tali af Steinunni á rann-
sóknarstofu hennar í San Francisco.
Það var fallegur laugardagur og
Steinunn í vinnunni. Svo sem ekkert
óvenjuiegt við það!
Fyrstlá leið
til Kaupmannahafnar
Steinunn er fædd og uppalin á
Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá
menntaskólanum þar 1968 og hélt að
því loknu til Kaupmannahafnar.
Hún hóf nám í eðlis- og efnafræði við
Kaupmannahafnarháskóla en skipti
að ári loknu yfir í lífefnafræði. Nokk-
uð örlagarík skipti það.
„Mig langaði líka til þess að leggja
fyrir mig bókmenntafræði en af
praktískum ástæðum gerði ég það
ekki. Ég ákvað að betra væri að hafa
bókmenntir sem tómstundagaman
og er enn á því. Ég hef ipjög gaman
af góðum bókum,“ sagði Steinunn.
Fyrsta hluta lifefnafræöinnar lauk
hún ’73 og þaðan lá leiðin í sémám,
prótínefnafræði, á Carlsberg Labor-
atorium Kemisk Afdeling. Tveimur
og háifu ári síðar útskrifaðist Stein-
unn með cand. scient. gráðu.
Svefnsýki-
valdur í Keníu
Frá Kaupmannahöfn hélt Steinunn
til Nairobi í Keníu, vann í þrjú ár sem
svokallaður „posdoctoral fellow" á
einni bestu rannsóknarstofnun í Afr-
íku, Intemational Laboratory for
Research on Animal Diseases
(ILRAD), styrkt af Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnuninni. Þar vann hún
með snýkjudýrið Trypanosoma sem
veldur svefnsýki.
„Arður Afríkubúa myndi batna um
helming ef hægt væri að koma í veg
fyrir þetta vandræðasnýkjudýr sem
svo erfitt er að einangra. Þetta er
gífurleg plága fyrir búpening í Afríku
og veldur miklu tjóni. Það hefur
margt mjög áhugavert komið út úr
rannsóknunum á ILRAD þótt ekki
hafi enn verið uppgötvaðar aðferðir
til að koma í veg fyrir svefnsýki. En
vissulega er ennþá verið að reyna,“
sagði Steinunn.
Sykursýkirannsókn-
ir í Danmörku
Steinunn fór aö vinna á Hagadom
Forskningslaboratorium í Kaup-
mannahöfn að Keníudvölinni lok-
inni en þar hafði lengi verið unnið
að sykursýkirannsóknum. Hún sagði
aðstöðu sína á þeim vinnustaö hafa
verið ipjög sérstaka. Eftir að hún
kláraði doktorsprófið þar fékk hún
fasta stöðu og var síöan í hópi fimm
annarra sem ákvörðuðu í nánast
einu og öllu hvemig rannsóknarstof-
an skyldi rekin. „Stofnunin hefur úr
miklu fé að moða; hún hefur sinn
einkasjóö auk styrkja frá heilbrigðis-
málastofnun landsins og sykursýki-
sjóði. Þannig gátum við vandræða-
laust leyft okkur ýmislegt, til dæmis
að hafa ávallt nemendur á rannsókn-
arstofunni," sagði Steinunn.
Eftir tíu góð ár þar fluttist Steinunn
til San Francisco og hefur haldið
áfram sykursýkirannsóknum vestra.
Mikill sigur
að finna prótínið
1970 fundu menn aö ástæðan fyrir
tegund eitt af sykursýki er gaUi á
ónæmiskerfinu. Vegna þessa galla
ræðst ónæmiskerfið á eigin frumur.
Þegar búið er að eyðileggja 80% af
svonefndum betafrumum getur af-
gangurinn ekki framleitt insúlín. Á
meðan þessi eyðilegging fer fram er
oft erfitt að greina að viðkomandi sé
með sykursýki. Rannsóknir Stein-
unnar hafa beinst að svokölluðum
mótefnavaka, þaö er á hvaða hluta
betafrumanna mótefnin ráðast.
Fyrstu árin var einblínt á að finna
prótínið sem þessu veldur og bygg-
ingu þess. Þar sem svo lítið er af
prótíninu í betafrumunum reyndist
það erfitt. Steinunn gat þó notfært
sér næmar aðferðir sem hún haíði
áður notað við svefnsýkirannsókn-
imar í Keníu.
„Það var mikill sigur að finna loks
prótínið, sem kallað er 64K prótín,
er þessi mótefni bindast. Okkur tókst
að einangra það og greina byggingu
og útlit. 1990 fundum við svo að þetta
er ensím sem hefúr með taugaboð-
efni að gera. Nú má nota prótínið til
þess að mæla mótefni í blóðinu og
þannig opnar þaö möguleika á að
finna fyrsta stigs einkenni hjá
stærstu áhættueinstaklingum syk-
ursýki; t.d. hjá tvíburum. Sé annar
með sykursýki þá eru 30-40% líkur
á að hinn sé með hana,“ sagði Stein-
unn. Hún kvað þó vandamálið vera
að enn væri ekki hægt að koma í veg
fyrir sykursýki. Þó væri ætlað að
með tímanum yrðu fundnar upp að-
ferðir til þess.
Hvaðveldur
sykursýki?
Sykursýki er ávallt í tengslum við
tiltekna vefjategund og hana erfir
viðkomandi frá foreldrum sínmn.
Þannig má segja að hún sé að hluta
til ættgengur sjúkdómur. En sé litið
á þann hóp sem fær sykursýki á einu
ári þá er hún ekki til staðar í fjöl-
skyldum 85% þeirra tilfella. Svo virð-
ist sem karlmenn hafi örlítið meiri
tilhneigingu en konur til að fá sykur-
sýki.
Steinunn segir sykursýki alltaf
hafa verið til. Hún hafi aukist und-
anfarin ár en um ástæðu þess sé ekki
vitað. Þó er víst að lifnaðarhættir
skipta nokkru máli 1 því sambandi.
Meðal Japana er sykursýki t.d. mun
sjaldgæfari en á Norðurlöndum. Sé
haldiö upp í gegnum Evrópu þá verð-
ur sykursýki meiri og meiri eftir því
sem norðar dregur. Líkur á því að
Finni fái sykursýki eru 20-40% meiri
en hjá Japana. Hins vegar ef Japani
flytur til Ameríku aukast líkur á
sjúkdómnum hjá þeim einstaklingi.
Þaö er þannig ekki einungis um gen
og erfðaeiginleika að ræða heldur
virðist umhverfi einnig skipta miklu
máli.
Hvar er best að vera?
„Ég hef alitaf getað hugsað mér að
setjast að á íslandi - ef ég væri ekki
að vinna í vísindum! Lifnaðarhættir
og lífsgæði eru alveg einstök heima.
Og vissulega sakna ég alltaf fjöl-
skyldu minnar á íslandi. Ég kunni
líka vel við mig í Danmörku og á
mikið af vinum þar. Á margan hátt
finnst mér lífið í Evrópu vera áhuga-
verðara en hér í Ameríku. Banda-
rískir vísindamenn verða einhæfir
vegna samkeppni. Þeir gefa sér eng-
an tíma til annars en rannsókna;
helga sig vinnunni, eiga ekkert líf
utan hennar," sagði Steinunn.
Hún hefur búið í San Francisco
með eiginmanni sínum og syni í tæp
þijú ár og segist kunna vel viö sig.
Þar sé mikil fegurð þótt ekki gefist
oft tími til þess að njóta hennar.
Steinunn er þeirrar skoðunar aö gott
sé að búa í Bandaríkjunum með góð
laun en sé maöur veikur, fátækur
eða á annan hátt illa á sig kominn
þá sé landið ógurlega grimmt. Lík-
lega eru það orð að sönnu.
Aðstaða Steinunnar í San Fran-
cisco er að hennar sögn mjög ólík
þeirri er hún bjó við í Kaupmanna-
höfn. Á Hagedom var meira rými og
fjárveitingar betri, en í San Fran-
cisco eru samgöngur við aðra vís-
indamenn mun greiðari. Vegna
stærðar háskólans hefur Steinunn
fremur lítið aö segja ef á heildar-
myndina er litið. Hún segir þó að
yfirleitt sá fjárhagsiega betra að vera
vísindamaöur í Bandaríkjunum en á
Norðurlöndum. Hún segir kennsl-
una vestanhafs vera á mjög háu stigi
og því til staðfestingar megi nefna
að algengt sé að prófessorar komi í
tíma tii þess að fylgjast með því nýj-
asta í vísindum. Þannig séu gerðar
miklar kröfur til kennslu við háskól-
ann.
En skyldi vera einmanalegt að vera
kona á toppnum í vísindum?
„Það er alla vega fremur lítið um
konur þegar svona langt er komið.
Þeim er haldið í lægri stöðunum. Hér
er um óttalegt karlaveldi að ræða og
mun stærra bil milli kynja á þessu
sviði en til dæmis í Danmörku," sagði
Steinunn.
Hvað felst
íþví aðvera góður
vísindamaður?
Góð menntun er skilyrði og að áliti
Steinunnar er bestu skólana að finna
í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Hún
telur það einnig mikinn kost að
stunda nám við háskóla þar sem
mikið sé um vísindarannsóknir. Þá
komist maður af alvöru fyrr inn í
hlutina og það á háu stigi. Norður-
lönd veita ekki nægilegt ftármagn til
vísinda. Af þeim eru þó Svíar fremst-
ir hvað fjárveitingar varðar.
Steinunn hefur fengið birtar grein-
ar í frægustu vísindatímaritunum,
Nature og Science. Að skrifa og birta
góðar greinar er einnig skilyrði þess
að ná langt í vísindum, að hennar
sögn.
A þessum nótum kvaddi ég vís-
indakonuna Steinunni Þórhallsdótt-
ur Bækkeskov. Þær lofa góðu niður-
stöðumar sem rannsóknir Steinunn-
ar og samstarfsmanna hennar hafa
leitt af sér. Nú er aö vona að ekki
verði lengi að bíða meðferöar sem
komi í veg fyrir þá tegund sykursýki
sem hér hefur verið um rætt. Stein-
unn, sem augijóslega þekkir vel til
rannsókna á þessu sviði, virðist
bjartsýn. Og er þá ekki full ástæða
til hins sama meðal okkar hinna?
Anna Theodóra Pálmadóttir