Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. Guðni Þórðarson í hringiðu ferðamála á sjötugasta aldursári: Mér leiðist iðjuleysi „í þessu starfi hef ég orðið áþreifan- lega var viö að það eru öfl í þessu þjóðfélagi, mjög sterk öfl, sem standa í þeirri meiningu að himnafaðirinn hafi úthlutað þeim einkarétti á því að flytja fólk um loftsins vegu. Það hefur ekki verið vinsælt, og hefur kostað mig mjög margar kárínur, að hlýða ekki kenningum þessara sterku afla. Ég þykist hins vegar vita betur. Eitt af því sem séra Friðrik kenndi mér í æsku var einmitt að við erum öll jöfn fyrir himnaföðurn- um,“ segir Guðni Þórðarson, for- stjóri Flugferða-Sólarflugs. Guðni, yfirleitt kenndur viö Sunnu, hefur flutt þúsundir íslendinga til Kaupmannahafnar og London síð- ustu misseri fyrir verð sem fólk lét sig ekki dreyma um fyrir nokkrum árum. Þannig er nú hægt að komast til Hafnar eða London fyrir um 15 þúsund krónur. Aðalkeppinautarnir hafa aðeins getað brugöist við þess- um lágu fargjöldum á einn veg: með því að lækka sín afargjöld - til góða fyrir almenning. En leiguflug Guðna til næstu stór- borga hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig. Nýlegar deilur við Atlants- flug, þar sem slitnaði um stundar- sakir upp úr samstarfl við flugfélag- ið, og stórorðar ásakanir um greiðsluþrot gengu milh aðilanna sýna það svo ekki verður um villst. DV hitti Guðna á skrifstofu Flug- ferða-Sólarflugs á Vesturgötu í vik- unni. Skrifstofan hjá Guðna er gjör- samlega laus viö allt sem heitir íburður. Hann situr við innsta skrif- borðið í löngu, skuggsýnu bakher- bergi og talar án afláts í símann. Guðni lokar þó á öfl samtöl um stundarsakir svo við getum spjallað. AfSkaganum Við byrjum á byrjuninni. Guðni er fæddur og uppaflnn í útjaðri Akra- neskaupstaðar ásamt þremur systk- inum sínum. Hann sótti undirbúning fyrir skóla hjá séra Friðiiki Friðriks- syni sem einnig fermdi hann. Guðni segir að séra Friðrik hafi síðan orðið andlegur leiðtogi sinn. Sem unglingur fór Guðni í Reyk- holtsskóla en þá voru engir aðrir framhaldsskólar í héraðinu. Eftir skóladvöl í Reykholti fór hann til Reykjavíkur en tók síöan verslunar- próf frá Samvinnuskólanum. Þá las hann utanskóla í menntaskóla en fyrr en varði var hann kominn á kaf í blaðamennsku. Blaðamaður á Tímanum „Ég hafði verið duglegur að skrifa stíla í Samvinnuskólanum og Jónas frá Hriflu taldi að í mér væri gott efni í blaðamann. Um þetta leyti var verið að stækka Tímann og þurfti að fjölga blaðamönnum. Ég ákvað því aö fara í blaðamennsku en ætlaði þó að halda áfram að lesa í menntaskól- anum. Hins vegar varð ég gripinn þessari margfrægu blaðamennsku- bakteríu og því fór svo aö enginn tími gafst til að stunda bækumar. Ég fest- ist alveg í blaðamennskunni og vann sem blaðamaður í ein tólf ár. Að þeim tíma liðnum tóku enn við breytingar á Tímanum - verið var að breyta honum í dagblað. Þegar þar var kom- ið sögu var ég kominn á þær buxurn- ar að hætta alveg í blaðamennsk- unni. Dæmið snerist hins vegar þannig að ég tók aö mér fram- kvæmdastjóm á Timanum í 6 mán- uði. Ég losnaði ekki úr því starfi fyrr en eftir fjögur ár.“ Guðni segir það mjög sérstakt viö þessi ár sín í blaöamennsku og sem framkvæmdastjóri Tímans að hann hafði aldrei nein afskipti af pólitík. „Ég stóð alveg utan flokka þótt að mér stæðu merkar íhaldsættir. Þetta var mjög óvenjulegt á þessum tíma þegar blöðin voru mjög pólitísk og menn urðu að vera réttum megin í þeim efnum. Hins vegar fór mér aö leiðast blaðamennskan. Ég vissi aldrei almennilega hvort ég átti að skrifa illa um kommúnistana þann daginn eða ekki.“ Átti að læra til prests Guðni segir að þegar séra Friðrik var að kenna honum latínu hefði hann látið sig lofa sér tvennu: „Ég mátti ekki byrja að reykja fyrr en ég varð 18 ára og svo átti ég að læra til prests. Fyrra loforðiö hélt ég og geri enn. Því má bæta við að ég hef held- ur aldrei drukkið sterka drykki. Séra Friðrik varð hins vegar svolítið skrýtinn þegar ég tók á móti honum á bryggjunni eftir stríð. Hann hafði verið innilokaður í Danmörku yfir stríðsárin og kom með Petsamo- fórunum til landsins með Heklu. Þá mætti ég á bryggjuna til að taka við- töl við hina heimkomnu íslendinga. Séra Friðrik hafði alls ekki reiknað með að ég tilheyrði blaðamannastétt og varð því óneitanlega svolítið hissa að sjá mig meö blokk og blýant. Hann sættist þó á ákvörðun mína síðar meir. Ég sagði honum þá að þegar ég hefði varið að skoða minn gang í trúmálum hefði ég komist að því að ég hafði frekar köllun til að vera kaþólskur prestur en lúterskur. Séra Friðrik var sjálfur dálítið hallur und- ir kaþólskuna, þó ekki væri nema af tryggð við örlög Jóns Arasonar biskups. Því fyrirgaf hann mér nú að ég skyldi ekki læra til prests." Sunnaverðurtil Áhuga Guðna á ferðamálum má rekja til daga hans í blaöamennsk- unni. Hann ferðaðist mikið til út- landa og þar kom að hann var í fyrsta sinn beðinn mn að skipuleggja utan- fór fyrir hóp fólks. „Starfsmannafélög bankanna ákváðu að fara í páskaferð til Parísar 1957. Ég haföi veriö þar mikið og hafði lært franska hljóðfræði hjá klausturprestinum á Jófríðarstöð- um. Þessir aðilar báöu mig, blaða- manninn, um að skipuleggja þessa ferð fyrir sig. Ég samdi símleiöis við Örn Johnson um að leigja flugvél frá Flugfélagi íslands til ferðarinnar, gamla vél sem flaug til Parísar á 8 klukkustundum. Nú, ferðin gerði mikla lukku og því var ég beðinn um aö skipuleggja fleiri og fleiri hópferö- ir. Þá voru ekki skrifaðir neinir flug- samningar heldur samdi ég um öll flugin símleiðis við Örn Johnson. Áður en ég vissi af var ég farinn að sinna þessum ferðamálum í vaxandi mæli en var þó enn á Tímanum. Þeg- ar nýr framkvæmdastjóri fannst á Tímann, Tómas Árnason, núverandi seðlabankastjóri, hætti ég og fór ein- göngu að sinna ferðamálum. Þá varð Ferðaskrifstofan Sunna til, árið 1958. “ Guðni rak Ferðaskrifstofuna Sunnu í mörg ár en á vegum hennar fóru tugþúsundir íslendinga til sólar- landa. Hins vegar dró ský fyrir sólu í rekstri Sunnu undir lok áttunda áratugarins og fór svo, haustið 1979, að Guðni ákvað að hætta rekstri hennar. „Þá var orðin einokun í flugi og enginn Örn Johnson til staðar til að gera hagstæða leigusamninga við í síma. Ég sá fram á að ef við rækjum þessa stærstu ferðaskrifstofu lands- ins áfram meðan einokun í flugi ríkti, sem við reyndum eitt sumar með tapi, mundum við tapa gríðar- miklum peningum. Því fór svo að þegar allir viðskiptavinir okkar höfðu lokið sumarferðum sínum 1979 ákváðum við að hætta rekstri fyrir- tækisins. Ferðaskrifstofan Sunna er hins vegar ennþá til og skilar sinni skattskýrslu eftir hver áramót og hefur lengst af haft flugrekstrar- leyfi." - Sunna hefur ekkert flugrekstrar- leyfi í dag: „Nei, við höfum ekki sótt um það síðastliðin tvö ár.“ Með bækur á sjóinn Eftir að Guðni hætti rekstri Sunnu tók hann meðal annars að sér mark- aðsferðir fyrir saltfiskframleiöendur um Mið- og Suður-Ameríku. „Faðir minn stundaði útgerð ásamt búskap og verslunarrekstri svo tengsfln við sjávarútveginn voru allt- af til staðar. Ég var sendur til sjós um fermingu en það var hreint og beint uppeldisatriði af hálfu foreldra minna. Eg var á síld nokkur sumur og það var mjög góður skófl. Það var óvenjulegt á Akranesi á þessum tíma að unglingar færu til náms. Þá var Akranes verstöð. En ég hafði skólabækumar með mér á bátnum og las þær meðan verið var að sflma á miðin eða í land. Þaö geröi enginn athugasemd við mín störf, enda held Ásbjörn Ólafsson stórkaupm. Rvk 1 Ólafur Gunnarsson rith. Mosfellsbæ Gunnar Ólafsson bílst. Rvk Ólafur Ásbjarnarson kaupm. Keflavík H Asbjörn Ólafsson óðalsb. Innri - Njarðv.j H Ólafur Ásbjarnars. b. Innri - Njarðvík >1 Auðun Sæmundss. skipstjórafaðir Sæmundur Jónsson | útvb. Minni Vatnsl. HJón Sæmundsson I b. Narfakoti Njarðv. I } Þórunn Jónsdóttir húsfr. Hvítanesi } Snjálaug Guðmundsi . húsfr. Akranesi 1 Guðm. Klemenss. b. Móakoti Njarðv. H Klemens Sæmundsi b. Stapakoti Njarðv. Guðbjörg Asbjarnard Ijósm. Stapakoti } } Þórunn Stígsdóttir húsfr. Móakoti } Stígur Halldórsson b. Hákoti Álftanesi Anna Einarsdóttir húsfr. Hákoti Jón Magnússon verkam. Akranesi } Magnús Eiríksson b. Einarsnesi } Eiríkur Eiríksson b. Ytrigörðum Sigríður Magnúsd húsfr. Ytrigörðum Þórunn Björnsdóttir M húsfr. Einarsnesi Björn Björnsson b. Ölvéskrossi Ur frændgarði GUÐNA ÞÓRÐARSONAR Þórunn Siguröard. húsfr. Ölvéskrossi Þórður Guðnason b. Hvítanesi } Guðni Guðmundss. b. Hvítanesi Guðmundur Guðhas. b. Hvammi Skorrad. h Guðni Einarsson b. Austurkoti Guðrún Björnsdóttir húsfr. Austurkoti j Ingibjörg Hannesd. húsfr. Hvammi } Hannes Guðmundssl b. Litlakoti Fellsthr. I Guðrún Jónsdóttir húsfr. Litlakoti Margrét Guðmundsd húsfr. Hvítanesi } Böge Bogeskov forstjóri Boeing-verksm. í Seattle Jakobína Bogeskov húsfr. Reykjum Guðm. Guðmundss. b. Ingunnarst. Kjós } Guðm. Guðmundss. b. Lágafelli Mosfsv. ll Guðrún Hákonard. húsfr. Lágafelli Sigurlaug Hjaltested húsfr. Ingunnarst. HGuðmundur Ottesen I b. Miðfelli Þingvsv. | Pétur E. Hjaltested b. Saurbæ Hvalfjst. „í þessari baráttu okkar hefur maður kynnst mafíu sem er í eðli sinu jafnyfirgangssöm og Sikileyjarmafian en hefur ekki kjark til að nota byssur eða sprengjur," segir Guðni Þórðarson, forstjóri Flugferða-Sólarflugs. Hann segir sterk hagsmunaöfl á íslandi standa í þeirri meiningu að himnafaðirinn hafi úthlutað þeim einkarétti á því að fiytja fólk um loftsins vegu. DV-mynd GVA LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. ég að ég hafi staðiö vel í stykkinu. En það var til þess tekið að ég hafði með mér bækur á sjóinn. Ég heyrði einu sinni útundan mér á bryggj- unni: „Hefur hann þá ekki bók með sér á bátinn, strákurinn?" Nú hefur þetta breyst og komin bókasöfn í nær öll skip.“ Hestamennskan Þó að Guðni hafði verið á kafi í ferðaskrifstofurekstri í mörg ár segir hann tengslin við sveitina aldrei hafa rofnaö. „Við systkinin höfum aðstöðu á bæ foreldra minna, Vallanesi við Akra- nes. Við eigum þessa jörð en notum hana ekki til heföbundins búskapar heldur höfum við þar hesta og aðra aðstöðu okkur til gamans. Það er gott aö komast þangað." - Ertu þá mikill hestamaður? „Nei, ég hef aldrei verið mikill hestamaður. Mín hestamennska hef- ur kannski mest verið fólgin í félags- skapnum við hross sem lifandi ver- ur. Hestar eru miklir vinir mínir og ég umgengst þá sem slíka." - Ríður þú oft út? „Nei, ég geri orðið tiltölulega lítið að þvi. Ég gerði það mun oftar hér áður.“ í útflutningsmálum Eftir að Guðni hætti rekstri Sunnu annaðist hann meðal annars útflutn- ingsmál fisks. Hann fór í nokkra leið- angra fyrir saltfiskframleiðendur um Mið- og Suður-Ameríku, um hinn spænskumælandi heim. „Það eru margir af stærstu inn- flytjendum í þeirri grein sem ekki tala önnur mál en spænsku. Þegar ég var í Venesúela var ég á sama hóteli og fulltrúi Færeyinga í salt- fiskmálum. Ég var í viðræðum við stærsta heildsölufyrirtækið í mat- vælum þar í landi. Ég ræddi við aðal- forstjóra og aðaleiganda um að opna viðskipti fyrir íslendingum. Færey- ingurinn ætlaði að gera það sama en hann hafði aldrei fengið að tala við aöalforstjórann, honum var alltaf sagt að hann væri ekki viö. Ástæðan fyrir því að Færeyingnum varð lítið ágengt var sú að hann talaði ensku og meiri háttar kaupsýslumenn í Rómönsku Ameríku vilja ekki láta neinn vita að þeir geti ekki talað annað en spænsku. Síðan annaðist ég ferskfiskútflutn- ing til Spánar og Hollands og ég sinni þessum málum svolítið ennþá, fyrir vini mína og kunningja.“ Lífseigar bakteríur En það leið ekki langur tími frá lokun Sunnu og þar til hinar tvær eitruðu bakteríur í lífi Guðna, blaða- mennskan og ferðamálin, fóru að gera vart við sig. „Það er jafnerfitt að losna við báðar þessar bakteríur og það liðu því ekki nema tvö ár þar til ég lenti aftur inn í hringiðu flugmálanna. Þá leituðu til mín eigendur íscargo sem höfðu fengið leyfi til áætlunarflugs til Amsterdam. Þeir báðu mig um að koma þessu flugi í gang, með þriggja vikna fyrirvara. Það þurfti að fá sam- þykkt fargjöld hjá viðkomandi stjómvöldum, leigja flugvél og mark- aðssetja flugið hér heima. Þetta áætl- unarflug gekk ljómandi vel og ég gerði ipjög hagstæða samninga við KLM. Þetta flug var ekki hugsað sem vetrarflug. í febrúar árið eftir fór því svo aö Arnarflug keypti áætlunar- flugsleyfi íscargo. í kaupunum fylgdi þessi ágæti „interhne“-samningur viö KLM sem Arnarflug naut lengi góðs af.“ Guðni og fjölskylda hans ráku einnig Flugfélagið Air Viking sem síðar varð Arnarflug. Guðni segist hafa grætt mikla peninga á skömm- um tíma með Air Viking en „fyrir tilstuðlan hagsmunaaöila var fyrir- tækinu gert ókleift að starfa áfram. Þaö var búið til gjömingaveður í kringum fyrirtækið, sérstaklega í Seðlabankanum, en einn stjómandi þar var stjómarmaður hjá Flugleiö- um. Ég missti húseignir sem nú væru að verðgildi um 200 milljónir". 12 þúsund farþegar Um þetta leyti hafði góður kunn- ingi Guðna, Eyþór Heiðherg, stofnað htla feröaskrifstofu, Flugferðir-Sól- arflug. í viðtali í DV 1989 sagðist Guðni ekki hafa áhuga á ferðaskrif- stofurekstri en áhuginn snerist um flugið. Hann fór þó að starfa með Eyþóri, í smáum stíl. „Hins vegar þróuðust hlutir þannig að starfsemi ferðaskrifstofunnar óx og við tókum alveg við þessum rekstri og stofnað var sérstakt hluta- félag um reksturinn, Flugferðir hf., í byijun síðasta árs. Umsvifin voru aukin. Einokun í flugi var afstýrt með tilkomu Atlantsflugs. Við fórum út í þetta að fengnum leyfum að fljúga leiguflug til helstu nágranna- borga okkar, eins og Kaupmanna- hafnar og London. Þetta leiguflug varð mjög vinsælt. Á síðasta ári fluttum við þannig um 12 þúsund farþega í leiguflugi á þessa staði.“ Guðni Þórðarson er kvæntur Sig- rúnu Jónsdóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn. Tveir sona hans, Jón og Ingólfur, starfa með foður sín- um hjá Flugferðum-Sólarflugi. Önn- ur dóttir hans, Margrét, er sjúkrahði en hin, Sigrún, bókmenntafræðing- ur. Guðni er á sjötugasta aldursári og margur skyldi ætla að á slíkum aldri hugsuðu menn fyrst og fremst um að fara að taka þaö rólega. En Guöni lætur engan bilbug á sér finna og er í miðri hringiðu ferða- og flugmála. Hvað veldur? Baristvió mafíu „Mér leiðist iðjuleysi. Auk þess er það hugsjón hjá mér að breyta ein- angrun þeirra sem búa á þessu skeri með því að stuðla að því að þeir eigi kost á aö komast á hagkvæman hátt til annarra landa. íslendingar hafa þá sérstöðu að búa á eyju langt norð- ur í hafi og við höfum engar aðrar leiðir en loftsins vegu eða seinfarnar sjóleiðir. Flugið er því þýðingar- meira fyrir íslendinga en flestar aðr- ar þjóðir." - En það er ekki nóg með að þú sért á fullu í viðskiptum heldur hefur lengi gengið á ýmsu í kringum þig, svo mjög að mörgum þykir nóg um. Fólk fær á tilfinninguna að þú vhjir vera í hasar, hafa svohtla spennu í rekstrinum. Ertu spennufíkhl, Guðni? „Nei, það er langt frá því. Ég er ákaflega friðsamur maöur og bæn- rækinn. Ég vík ekki langt frá kenn- ingum og lífsreglum séra Friðriks. En ég get ekki gert að því þó að hags- munaaðhar í þjóðfélaginu beiti bola- brögðum og blási th fjölmiðlafárs gagnvart starfsemi okkar eða beiti ofríkum embættismönnum eins og seðlabankastjórum og öðrum sem stundum eru í stjóm hlutafélaga keppinautanna, okkur th óþurftar. Það væri hægt að segja margar Sikh- eyjarsögur af þessum viðureignum. í þessari baráttu okkar hefur maður kynnst mafíu sem er í eðli sínu jafn- yfirgangssöm og Sikheyjarmafían en hefur ekki kjark til að nota byssur eða sprengjur." Leikfimi og lestur - Þú þarf að halda þér í góðu formi th að standa í þessum átökum: „Já. Ég stunda leikfimi tvisvar í viku. Þetta er þrekþjálfun sem ég hef mjög gott af. Ég er annars vel heilsu- hraustur." - Áttu þér einhver önnur áhugamál en sem tengjast beint fyrrnefndum bakteríum? „Ég les mjög mikið af bókum; hef safnað bókum frá því ég var krakki. Ég er alæta á bækur en held sérstak- lega upp á bækur um heimskauta- löndin og góðar ferðasögur.“ - Vinnudagurinn hlýtur að vera langur hjá þér: „Vinnudagurinn er aht of langur. Þótt við séum að búa th sumarleyfis- ferðir fyrir þúsundir manna hef ég ekki fariö í sumarleyfi nema í viku th tíu daga um páska síðastliðin þijú ár.“ Bjartari dagar - Hvað ætlarðu að halda lengi áfram í ferðamálunum? „Ég hef hug á því að reyna að taka mér meira frí þegar þetta ár er Uð- ið.“ Guðni segir líklegt aö synir sínir taki við af sér þegar hann dregur sig í hlé. Hann segist hafa sáð vel og þeir séu vel undir átökin búnir. Guðni sér fram á bjartari daga í flug- málum á íslandi. „Afskipti núverandi samgönguráð- herra af leiguflugsmálum eru á margan hátt th fyrirmyndar; hafa þróast þannig að núverandi sam- gönguráðherra hefur sýnt meiri skhning á frelsi í flugmálum og nauö- syn þjóðarinnar fyrir valkosti í þeim efnum en flestir aðrir samgönguráð- herrar sem ég hef kynnst á löngum ferli. ísland er líka aö komast inn í samfélag Evrópuþjóðanna í flugmál- um og það færir okkur sjálfkrafa aukið frelsi í þeim efnum. Hagsmun- ir forréttindafyrirtækja heima fyrir ráða þá ekki ferðinni lengur. Það eru ein gleðhegustu umskipti sem geta orðið fyrir fólkið sem byggir þetta sker. Ég mundi segja að bjartir dagar væru framundan en dagamir hafa verið mjög erfiðir í baráttunni vdö einokunarhringa. “ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.