Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. 41 DV Nirvana í vand- ræðum Sjaldan hafa tónlistaráhuga- menn orðið vitni að ööru eins geimskoti og þegar hljómsveit- inni Nirvana skaut upp á stjörnu- himininn á siðasta ári. Hijóm- sveitin tók risastökk úr bílskúm- um á tugþúsunda manna fót- boltaveili meö viðkomu á toppi bandaríska vinsældalistans þar sem frumburðurinn Nevermind sat í margar vikur. í Washington, þaðan sem hljómsveitin er, voru sett tor- kennileg lög fyrir stuttu þar sem plötur með „óheilbrigðum“, eró- tískum textum eru bannaðar unglingum undir 18 ára. Plata hijómsveitarinnar Nevermind og smáskífan Smells Iike Teen Spi- rit falia í þennan Qokk og því getur sá aldurshópur, sem fyllir stærstan hluta aðdáendalióps hljómsveitarinnar, ekki keypt plötumar. Hijómsveitarmeðlimir eru furöulostnir eftir að ríkis- stjórinn í Washington undirritaði lögin og hefur hijómsveitin ham- ast gegn þeim en án árangurs. Sykurmol- umhótað málsókn Á nýjustu smáskífu Sykurmol- aima, sem inniheldur lagið Walkabout, er að iinna lag Car- penter-systkinanna Karenar og Richards, Top of the Worid. Syk- urmolamir skila laginu með prýði eins og hljómsveitarinnar var von og vísa. Ekki eru þó allir sáttir við að Sykurmolamir hafi sett iagið á plötuna og í þeim hópi er Richard Carpenter. Hann hef- ur hótað að setja útgáfubann á plötuna þar sem molarnir hafi hvorki beðið hann né samtök lagahöfunda í Bandaríkjunum um leyfi til þess að geía Top of the World út á plötu. Einar Örn Benediktsson játar aö ekki hafi verið talaö við Carpenter-bróður- inn áður en lagið var sett á plöt- una og hefur hann lýst undmn sinni á viðbrögðum hans þar sem höfundar lags sé getiö á plötunni og hann fái tilskilin gjöld af því greidd. Richard Carpenter hefur ekki látið verða af málsókn og er tahð óliklegt aö hann geri það úr þessu. Sykurmolamir hafa nú lokið hljómleikaferð sem farin var til að fylgja eftir nýju plötunni, Stick Around for Joy. Hljómsveitin er komin í bameignaffí en Margrét Ömólfsdóttir og Þór Eldon eiga von á bami nú í sumar. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um aö hijómsveitin sé að splundrast. í samtali við poppsíðuna neitaði Einar Öm þessum sögusögnum en viöurkennir að þreyta hafi komið í samstarfið eftir nýlokna hijómleikaferð, Fríið veröi því notaö til að hvílast og hreinsa loftiö. Menning Gabriel með nýja plötu Peter Gabriel hefúr ekki sent frá Peter Gabriel hefur þegar lokið upp- sínu á Englandi. Kanadíski galdra- svo mikið efni liggja eftir tveggja ára sér plötu síðan So kom út fyrir rétt- töku nýrrar plötu og verður hún gef- maðurinn Daniel Lanois, sem útsetti stúdíóvinnu aö svo gæti farið að um sex árum. Aðdáendur erkiengils- in út í september. Gabriel hefur unn- Achtung Baby-plötu U2 á síðasta ári hann gæfi út aðra plötu strax á næsta inshafaþvíbeðiðlenginýrrarafurð- ið að gerð plötunnar meira og minna og So fyrir sex árum, sér um útsetn- ári. arogsvovirðistsemsúbiöséáenda. tvö síöastliöin ár í einkahijóðveri ingar á nýju plötunni. Gabriel segir Úlfaldapopp á listahátíð Umsjón: Snorri Már Skúlason nmi tónlistarmannanna leynir sér ekki. Stemmningin í tóniistinni leiðir hlustandann á reittan úifalda sem stígur sandöldur í heitri eyðimörk. Það liggur því beint við að uppnefna tónlist hljómsveitarinnar úlfalda- popp. Tónlistararfurinn poppaðurupp^ Abdel Gadir Salim kemur frá eyði- merkurhéraði í vesturhluta Súdans. Tóniistin, sem hljómsveit hans leik- ur, er byggð á gamalii hirðingjatón- list þar sem íslömsk áhrif eru sterk. Arabísk tónlistarhefð er í hávegum hjá Salim en textar, sem ekki fer mikið fyrir, eru sungnir á mállýsk- um þjóðflokka í Súdan. Þrátt fyrir að tónlistin eigi sér djúpar rætur í menningu hirðingja í landinu og Sal- im sé trúr henni þá fer hann sínar eigin leiðir í útsetningum. Hann not- ar hljóðfæri eins og fiðlur, saxófón, bassa og fjölbreytt slagverk, að ógleymdri lútunni góðu. KokkteUl- inn, sem Salim og hljómsveit hans hristir, hefur hrifið hinn arabíska Hljómsveitin Abdel Gadir Salim. heim undanfarinn áratug. Plata ársins hjáTheGuardian Árið 1986 lék Salim og hljómsveit hans á mikilli tónleikahátíð á Bret- landi til styrktar bágstöddum í þriðja heiminum. Ef undirrituðum brestur ekki minni var það Peter Gabriel sem æsti til tónleikahaldsms en tónlistar- mennimir voru einmitt flestir frá vanþróuðum ríkjum heims. Abdel Gadir Salim vakti mikla athygli á tónleikunum og áhugamenn um heimstónlist fóni aö leggja eyrun viö verkum hans. Árið 1988 kom Salim og hljómsveit aftur til Englands þar sem þeir hljóðrituðu aðra plötu hljómsveitarinnar í London og var hún ætluð fyrir Vesturlandamarkað. Platan kom út í fyrra og vakti strax feikilega athygli innan heimstónlist- argeirans og valdi breska blaðið The Guardian plötuna bestu heimstón- listarplötu ársins. Abdel Gadir Salim er nú á tveggja mánaða hþómleikaferðalagi um Evr- ópu og er heimsókn þessa sérstæða tónlistarmanns til íslands liður í þeirri ferð. - Abdel Gadir Salim kemur frá eyðimerkurhéraði í Súdan Þeir erlendu tónlistarmenn sem sækja listahátíð í Reykjavík þetta árið geta ekki talist „venjulegir", altént ekki í augum okkar íslend- inga. Fyrr í vikunni lék sígaunasveitin Gypsy Kings fyrir áhorfendur í Laugardalshöll og mánudaginn 15. júní verður boðið upp á tónlist frá eyðimerkurhéraði í Vestur-Súdan. Afríkanamir, sem hingað koma, eru átta og þar fer fremstur í flokki söngvarinn og lagasmiðurinn Abdel Gadir Salim sem auk þess að þenja raddbönd leikur á arabíska lútu. Undirritaður hefur átt í mesta basli með að skilgreina fyrir sjálfum sér þá tónlist sem oktettinn leikur. Hún er melódísk og heit. Arbískur upp- COMBfCAMP COMBI CAIVIP er traustur og góður félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og iverurými. COMBI CAMP er á sterkbyggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á fjöðrum, dempurum og 10” hjólbörðum. Tjaldvagnasýning | helgina Opið kl. 13-17 COMBhCAMP® COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á íslandi undanfariil ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar og til afgreidslu strax. TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077 TITANhf V__________/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.