Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Side 8
8 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. Útboð Eyrarhlið 1992 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í breikk- un 2,4 km kafla á Djúpvegi milli isafjarðar og Hnífsdals. Helstu magntölur: Skeringar 6.000 m3, malar- axlir 8.400 m3, lögn þriggja rafstrengja og ídráttarrörs 2.400 m. Verki skal lokið 1. október 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á isafirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 6. þ.m. Skila skal tilþoð- um á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 20. júlí 1992. Vegamálastjóri Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra Kirkjubæjarklaustri Frágangur innanhúss Tilboð óskast í fullnaðarfrágang innanhúss á Dvalar- og hjúkrunar- heimili aldraðra á Kirkjubaejarklaustri sem nú stendur fokhelt. Staerð hússins er 571 ms. Verkinu skal skila fullgerðu 1. nóvemb- er 1993. Útboðsgögn verða til afhendingar fram til fimmtudagsins 23. júlí 1992 á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík, og á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubklaustri gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð að Borgartúni 7, Reykjavík, kl. 11.00 þann 28. júlí nk. í viðurvist viðstaddra bjóð- enda. INNKAUPASTOFIMUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 105 BfYKJAVIK SJÓMANNASKÓLINN Sjómannaskólinn Smáskipabraut Ný námsbraut, vélavarðarnám og 30 rúmlesta rétt- indanám verður haldið’sameiginlega af Stýrimanna- skólanum í Reykjavík og Vélskóla Islands á næstu haustönn. Námið hefst 2. september og lýkur 18. desember. Inntökuskilyrði eru lok grunnskólaprófs og ennfrem- ur leggi umsækjandi fram heilbrigðisvottorð og sund- vottorð. Umsóknir sendist, merktar Smáskipabraut, til: Sjómannaskólinn, 105 Reykjavík. Vélskóli íslands Sjómannaskólanum 105 Reykjavík Stýrimannaskólinn í Reykjavík Box 8473 128 Reykjavík ~--------------------------^ fAuglýsing eftir ábendingum um borgarlistamann 1992 Samkvæmt reglum, sem samþykktar voru í borgar- stjórn 3. maí 1990, er heimilt að veita árlega starfs- laun til listamanns eða listamanna í allt að 12 mánuði. Menningarmálanefnd velur listamennina sem starfs- laun hljóta. Þeir einir koma til greina við úthlutun starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir úthlutun sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamennirnir skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Menningarmálanefnd auglýsir hér með eftir rök- studdum ábendingum frá Reykvíkingum, einstakl- ingum, sem og samtökum listamanna, eða annarra um hverjir skuli hljóta starfslaunin. Menningarmála- nefnd er þó ekki bundin af slíkum ábendingum. Ábendingar, sbr. ofanritað, sendast menningarmála- nefnd Reykjavíkurborgar, Ráðhúsinu, fyrir 15. júlí 1992. Menningarmálanefnd Reykja víkurborgar _____________ J Matgæðingur vikuimar_i Svínalundir tandoori Páll Kolka Haraldsson býður upp á svínalundir tandoori sem hann matreiðir í „wok“-pönnu sem einn- ig má kalla kínapönnu. Páll segist hafa átt „wok“-pönnu alllengi og eldar mjög oft í henni. „Þessar pönnur eru mjög góðar til að snöggsteikja og það er gott aö velta mat í þeim. Það er verra að snöggs- teikja á flatri pönnu þá fmnst mér þurfa of mikla olíu.“ Páll segir „wok“-pönnuna vel nothæfa á venjulegar eldavélarhellur en gas- hellur séu þó betri. „Það er alltaf betra að elda á gasi.“ Páll er aðalkokkurinn á sínu heimili og hefur mjög gaman af allri eldamennsku. Hann eldar mikið af réttum með austurlensku ívafi. Hann fer yfirleitt ekki ná- kvæmlega eftir uppskriftum held- ur prófar sig áfram og þróar sín eigin afbrigði af þeim. En lítum á svínalundir tandoori. Þettaþarf 4-500 g svínalundir 1 tsk. pressuð engiferrót 4 rif pressaður hvítlaukur safi úr einni sítrónu 6 msk. sojasósa 6-7 msk. tandoori masala (Rajah) 1 lítill blaðlaukur 1 græn paprika 1 dós „water chestnuts" Páll Kolka Haraldsson. 2 rauðir laukar 2 gulrætur 1 kúfuð msk. hnetusmjör 1 kúfuð msk. hunang 2 msk. kókosmjöl oha til steikingar „wok“-panna hrísgijón Marinering Skerið kjötið í strimla fyrir mar- ineringu. Marineringarvökvinn er gerður úr sojasósunni, pressuðum hvítlauknum og engiferrótinni, safanum úr sítrónunni og tando- ori-kryddinu. Þessu er öllu blandað vel saman. Veltið kjötinu upp úr leginum og látið standa í um 4 klukkustundir. Þá er grænmetið undirbúið. Sker- ið blaðlauk, papriku, lauk og guir- ætur í strinila og „water chestn- uts“ í sneiðar. Steiking Hitið um 2 dl af olíu í „wok“- pönnu. Snöggsteikið grænmetið, hverja tegund fyrir sig, þannig að það veröi frekar stinnt, og síðan „water chestnuts". Kjötið er steikt í áfóngum. Gæta verður að steikja ekki of mikið í einu. Þegar því er lokið er kjötinu og grænmetinu blandað saman í pönnunni. Bræðið hnetusmjör og hunang saman í potti og hellið yfir réttinn. Loks er kókosmjöli stráð yfir og öllu blandaö vel saman. Þá er rétt- urinn tilbúinn. Hann er borinn fram með hrísgrjónum og kókos- mjöh í skál svo hver geti fengið sér meira af því eftir smekk. Páll mæl- ir með að boröað sé með pijónum. Páll bendir á að vilji fólk hafa réttin sterkari megi bæta meira tandoori-kryddi út í hann. Páll skorar á Jean-Ives Andra ívarsson leiðsögumann að vera matgæðingur næstu viku. -hlh Hmhliöin Nýr fiskur minn uppáhaldsmatur - segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur Haraldur Ólafsson er annar tveggja veðurfræðinga sem birtust fyrst á sjónvarpsskjánum síðasthð- ið haust. Haraldur segist kunna ágætlega viö að koma fram í sjón- varpinu. Hann segist þó af og til finna fyrir smávægilegum senusk- rekk. Það fer þó eftir skapinu hverju sinni og veðrinu, sérstak- lega ef spáin er ekki örugg. „Ef spáin er tvísýn getur skipt miklu máU hvemig ég segi hlutina. Áhersla á vitlausum staö getur al- veg breytt hugmynd fólks um hvers konar veður sé í vændum,“ segir Haraldur. Haraldur byrjaði á Veðurstof- unni í maí í fyrra. Þar áður var hann við nám og störf í Ósló í Nor- egi. Það er Haraldur sem sýnir á sér hina hUðina að þessu sinni. FuUt nafn: Haraldur Ólafsson. Fæðingardagur og ár: 9. desember 1965. Maki: Edda Kristín Einarsdóttir. Böm Þaö er eitt á leiðinni. Bifreið: Mitsubishi L200, árgerð 1982. Starf: Veðurfræðingur. Laun: Fram til 13. mars fékk ég 90.516 krónur á mánuði auk 18.800 króna fyrir lestíma. Vegna „bilun- ar“ í fj ármálaráöuneytinu hef ég ekki fengiö laun síðan í mars. Áhugamál: Þjóðmál, ferðalög, úti- vist og veðurfræöi. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Engar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að hlusta á góða tónlist og sinna áhugamálunum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég hef aldrei verið hrifmn Haraldur Ólafsson. af húsverkum. Uppáhaldsmatur: Nýr fiskur. Uppáhaldsdrykkur: Egils maltöl. Hvaða íþróttamaður furnst þér standa fremstur í dag? Ég þekki engann nógu vel til að geta svarað spumingunni. Uppáhaldstímarit: Veðráttan og ýmis erlend fréttatímarit. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Ég er alltaf að sjá fallegt kvenfólk í kring- um mig. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég tel aö margar ákvaröanir ríkisstjómarinnar séu ákaflega vafasamar. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Snorra Sturluson, Egil Skallagrímsson og Guðmund góða. Uppáhaldsleikari: Max von Sydow. Uppáhaldsleikkona: Þýska leik- konan Hanna Schygulla. Uppáhaldssöngvari: Bubbi og sænski vísnarokkarinn Bjöm Afz- ehus. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Mér fmnst að umfjöllun um stjómmál snúist of mikið um persónur en af ýmsum sem koma til greina nefni ég Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Andrés önd og Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Veður- fréttir, aðrar fréttir og fréttatengt efni. Ertu hlynntur eða andvígur veru vamarliðsins hér á landi? Ég sé ekki ástæðu fyrir vera bandaríska hersins á íslandi. Mér finnst neyð- arlegt aö hafa hann hér, í ljósi hinna stórkostlegu vandræða sem Bandaríkjamenn hafa staðið fyrir og standa fyrir í alþjóðlegum sam- skiptum. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1, þar em fluttar greinar- góðar veðurfréttir. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Jón Hafstein. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Borg- þór H. Jónsson veðurfræðingur. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég hef ekki kynnt mér skemmtistaðina hér eftir aö ég kom heim úr námi. Uppáhaldsfélag i íþróttum: Sundfé- lagið Grettir Ásmundarson. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að stuöla að betri heimi og komast að leyndardómum lofthjúpsins. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla að sitja í mosavaxinni laut og fylgjast með skýjunum. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.