Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Side 27
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. 39 frá Bandaríkjunum, með BS-gráðu í markaðsfræðum frá Massachusetts- háskóla. Þá tók hann iðnaðarsál- fræði sem aukagrein. HaUdór út- skrifaðist 1985. Á sumrin var HaUdór á ýmiss konar námskeiðum og í starfsþjálfun hjá Coca Cola í Banda- ríkjunum. „Ég fékk mjög raunhæfa þjálfun vestra." Við heimkomuna var Eldur-ís æv- intýrið að fara af stað. Hann vann þá mikið með Ólafi Stephensen, þá auglýsingamanni Glenmore á Is- landi, við að kynna fuUtrúum fyrir- tækisins land og þjóð, gera auglýs- ingamyndir og fleira. „Það komu stanslaust hópar af fólki frá Glen- more í tæpt ár og það var gríðarleg vinna í kringum heimsóknirnar." í snyrtivörurnar Upp úr þessu kynnist HaUdór konu sinni, Kristínu Stefánsdóttur, snyrti- fræðingi og förðunarmeistara. Krist- ín rak snyrtistofu á Laugaveginum, snyrtistofuna NN, í sex ár. Hún seldi stofuna eftir að þau Halldór stofnuðu Rek-ís fyrir fjórum árum. Rek-ís hef- ur aðallega verið í innflutningi á snyrtivörum frá No Name og ýmsum skyldum vörum. „Þetta er lítið fyrir- tæki sem byrjaði smátt en hefur bætt hægt og rólega við sig,“ segja þau og bæta við með ákveðnu stolti í röddinni: „Við látum íslenskar stúlkur auglýsa aUar okkar snyrti- vörur, erum eina fyrirtækið sem get- ur auglýst íslenska fegurð með snyrtivörunum." Kristín er vesturbæingur eins og HaUdór, dóttir Stefáns Ólafssonar heitins sem átti og kenndur var við Múlakaffi. Móðir Kristínar er Jó- hanna R. Jóhannesdóttir. Kristín ólst upp á Einimelnum eins og Halldór en þau þekktust ekki í þá daga. Hall- dór þekkti bræður Kristínar og vissi af henni sem Utlu systur Jóhannesar á horninu (sem nú rekur Múiakaffi). Hann óraði þá ekki fyrir að þau mundu síðar giftast og stofna fyrir- tæki satnan. Kristín er ekki sami eld- heiti KR-ingurinn og HaUdór og hann gerir góðlátlegt grín að tilraunum hennar tU að fylgjast með íþróttum. Barnlaus og á kafi í vinnu HaUdór og Kristín eru ung, hann 33 ára og hún 28 ára. Þau eru kannski dæmigerð fyrir ungt athafnafólk, eru barnlaus og á kafi í vinnu. „Bamið“ á heimUinu er ógnarsmá tík af teg- undinni kínverskur pug. Hún er átta ára gömul, ein tólf slíkra á landinu. Vinnan tekur nær allan tíma HaU- dórs og Kristínar. Hann vinnur langt fram á kvöld við fyrirtækið og hún er stöðugt í förðun og snyrtingu og ráðleggingum í þeim efnum auk þess sem hún heldur námskeið. Kristín segir að vinnan og áhugamálið fari mjög vel saman. Það er Utill tími fyrir önnur áhuga- mál en vinnuna en þau segjast reyna að fara sem oftast í sumarbústað for- eldra Halldórs við Þingvallavatn. Vegna anna hefur þó ekki orðiö mik- ið úr ferðum austur upp á síökastið. HaUdór hefur annars mikinn áhuga á bandaríska körfuboltanum, NBA-deildinni. Hann er einlægur aðdáandi Boston Celtics og hefur séð hundruð leikja með þeim og fleiri Uð- um. Suma leiki Boston Celtics hefur HaUdór margoft séð. HaUdór segist lesa mikið af aUs kyns bókmenntum. Þá er hann sífellt með nefið í dagblöð- um og ýmsum tímaritum, er hálf- gerður fíkUl í þeim efnum að sögn Kristínar. Aðspurður hvort hann spiU golf fussar hann og segist ekki hafa nokkra þolinmæði í slíkt. „Ég hef áhuga á öllu hraðskreiðu sem hefur mótor, hvort sem það eru bUar, bátar eða vélsleðar. Ég hef ekki og mun aldrei hafa þoUnmæði í golf og slíkt, Halldór með „barnið“ á heimilinu, átta ára gamlan kínverskan pug. „Það er erfitt að eiga kökuna og borða hana líka. Það er því spurning hvort maður verði ekki alfarið að hætta að drekka," segir hann og hlær. „Ég fékk rosalega gusu yfir mig eftir að tilboðin voru opnuð. Þegar ég kom í verkefni var alltaf verið að spyrja mig hvort ég væri byrjuð að brugga og svoleiðis," segir Kristin. ég hef reynt það. Ég vU umfram allt hraða og „aksjón". Hins vegar get ég alveg slappað af og leggst af og til í algera leti.“ Gull og grænir skógar? - Áfengisframleiðsla ætti að geta malað ykkur guU en við búum óneit- anlega við sérstakar markaðsaö- stæður þar sem áfengisauglýsingar eru bannaðar og ÁTVR hefur einka- rétt á sölu áfengis. „Jú, en maður veit náttúrlega ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Næstu árin sér maður fram á óbreytt ástand í þessum efnum. Við framleið- um og seljum, vonandi í stórum stíl, til ÁTVR.“ - Stefnið þið á einhvern útflutning? „Ég sé ekki fyrir mér að við flytjum innlenda framleiðslu út en við mun- um halda þróunarvinnu áfram og reyna að finna pláss og markað fyrir vodkann Eldur-ís í framtíðinni. Við fengum fimm ára reynslu meðan Eldur-ís var fluttur út og höfum ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera þetta í framtíðinni." - Einhveijir kunna að halda að þar sem þið tengist kókfiölskyldunni mjög náið eigið þið góðan bakhjarl og þurfið ekki að hafa meiri háttar áhyggjur af rekstrinum?" „VífilfeU tengist áfengisframleiðsl- unni ekki á einn eða neinn hátt og gengst ekki í peningalegar ábyrgðir eða slíkt. Þetta eru fullkomlega að- skUin fyrirtæki." Það datt af mér andlitið Eins og fram hefur komið var Kristín með hæsta tílboðið í fram- leiðsludeUd ÁTVR, um 17,5 mUljónir. En hvernig varð Kristínu við að standa skyndUega uppi með hæsta tilboðið? „Ég fékk rosalega gusu yfir mig. Þegar ég kom í verkefni var alltaf verið að spyrja mig hvort ég væri byijuð aö brugga og svoleiðis. Það var náttúrlega mikU spenna þegar tilboðin voru opnuð. Þegar í ljós kom aö viö vorum með fimm hæstu til- boðin féll ég frá rnínu." Þó að Kristín hafi fylgst með undir- búningi tUboðanna í framleiðslu- deUdina var hún víðs fiarri þegar til- boðin voru opnuð og vissi reyndar ekki að hennar nafn var á hæsta til- boðinu frá fiölskyldunni. „Ég var með vinkonum mínum á Akureyri yfir helgi en við höldum eins konar árshátíð á hverju ári og förum þá á ball úti á landi. Halldór var búinn að vinna í þessu á fullu. Þegar ég fór norður vissi ég ekki annað en að það átti að opna tílboðin á mánudagsmorgninum. Ég var með eitt tilboðið en í öUum látunum haföi HaUdóri láðst að segja mér að mitt tilboð væri það hæsta. Það datt því af mér andlitið þegar ég heyrði nafn- ið mitt í útvarpinu og sjónvarpinu þar sem sagt var að ég ætti hæsta tílboðið í framleiðsludeildina. Vin- konumar hlógu alveg rosalega þegar þær sáu svipinn á mér og gerðu mik- ið at í mér.“ Bara blöndun og áfylling Þegar viðtaliö fór fram haföi HaU- dór ekki fengið hinar dýrmætu upp- skriftir að íslensku brennivíni og fleiri drykkjum í hendur. Hann haföi þó fylgst með framleiðsluferUnu og veit hvaö er í brennivíninu. Kom honum eitthvað á óvart? „Nei. Ég veit úr hverju drykkirnir eru en þekki ekki hlutföhin. Það er ekki flókin samsetning að búa til áfengi svo framarlega sem maður þarf ekki að búa tíl spírann, eima. Spírinn er aUur innfluttur og fer í gegnum ÁTVR sem er með einka- leyfi á innflutningi hans. Þeir gera á honum gæða- og styrkleikamæling- ar. Viö verðið bætist fimm prósent þjónustugjald. Við fáum spírann og blöndum hann síðan eftir uppskrift- unum. Blandan er sett á biðtank eða áfyllingarvél og fer síðan hefð- bundna leið tU neytandans. Þetta snýst ekki um annað en blöndun samkvæmt uppskrift og áfylhngu." Gárungamir og vinir Halldórs hafa verið að stríða honum undanfarið. í stað Dóra í kók er komið Dóri í vín- inu og HaUdór blauti og blaðamaður haföi heyrt nafn eins og Brennivíns- baróninn. HaUdór tekur þessu öllu með jafnaðargeði. „Gamla formúlan segir manni aö það sé erfitt að eiga kökuna og borða hana líka. Það er þvi spurning hvort maður verði ekki alfarið að hætta að drekka,“ segir HaUdór og hlær. -hlh Brennivín blandast kóki Halldór Kristjánsson framkvæmdastjórí Rek- íss Iðunn Björnsdóttir Kristján Halldórsson eigandi um 1/3 af Vifilfelli framkvstj. Vífilfells Björn Ólafsson stofnandi Vífilfells Ásta Pétursdóttir | Halldór Kjartansson | Else Marie Nielsen stofn. Elding Trading OV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.