Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Síða 49
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992.
Verk frá sýningunni.
Norskar
lista-
konur
sýna
vefnað
í dag verður opnuð sýning á
textíllist níu listakvenna frá
Norður-Noregi í Listasafni ASÍ,
Grensásvegi 16.
Hér er um að ræða farandsýn-
ingu á vegum SKINN, samtaka
sem sjá um dreifingu á norður-
Sýningar
norskri list. Norska menningar-
málaráðið styrkir sýninguna sem
hefur verið á ferð um Noreg og
sett upp á niu stööum frá því í
febrúar á síðasta ári. Á þessari
sýningu eru listakonur á öllum
aldri með mismunandi reynslu.
Hér er um stóra sýningu að
ræða í eiginlegri merkingu þess
orðs, margar listakonur með
mörg stór verk. Og hér eru sann-
arlega engir viðvaningar.á ferð
því samtals eiga þær að baki um
200 einka- og samsýningar. Verk
þeirra prýða yfir 150 staði í Nor-
egi og víðar, ýmist í formi ein-
stakra listaverka eða stærri
myndskreytinga.
Sýningin stendur yfir til 26. júlí.
Listasafn ASÍ er opið frá kl. 14-19
alia daga vikunnar.
Furöur
mannslík-
amans
Lengstu neglur, sem vitað er
um, hefur maður að nafni Shrid-
har Chillal á Indlandi. Árið 1988
mældust neglur hans á vinstri
hendi 413,5 cm (96,5 cm á þumal-
fingri). Shridhar, sem er 55 ára,
klippti síðast neglur sinar árið
1952. Þess má geta að fingumegl-
ur vaxa fjórum sinnum hraðar
entáneglur.
Flestirfingurogtær
Við líkskoðim á sveinbami í
Lundúnum þann 16. september
1921 var tilkynnt að það væri með
14 fingur og 15 tær.
Fæstartær
. Humarklóareinkennið er það
kaliað þegar maöur hefur aðeins
tvær; tær á hvomm fæti. Þetta
einkenni kemur fram hjásumum
einstáklingum Wadoma-ætt-
bálksins i Zimbabwe og Kalanga-
ætlbáiksins í Botswana. Strúts-
fóikiö, eins og þessir einstakling-
ar eru kallaðir, er ekki hamlað
af þessari : vansköpun sinni og
getur gengið langar leiðir án þess
að hafa óþægindi af því.
61
Skýjað með köflum
Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg
breytileg átt og skýjað með köflum.
Austangola og þykknar upp síðdegis.
Hiti verður á bilinu 8-13 stig. Það
verður hæg breytileg átt á landinu
Veðrið í dag
og skýjað en víða léttskýjað norðan-
lands. Lítilsháttar súld með köflum
við austur- og suðausturströndina,
smáskúrir norðvestanlands og inn til
landsins sunnan til í dag en annars
þurrt. Heldur vaxandi austanátt
syðst á landinu þegar líður á daginn.
Hiti frá um 5 stigum við austur-
ströndina upp í 16 stig suðvestan-
lands í dag en fer upp í 16 stiga hita
fyrir norðan.
Veðrið í dag
Búist er við vaxandi suðaustanátt
suðvestanlands og rigningu síödegis.
Þurrt og hægur vindur.norðaustan
til. Hlýnandi veður um norðanvert
landið. Á mánudag er spáð sunnan-
átt og hlýju, einkum um norðanvert
landið. Súld eða rigning verður á
sunnan- og vestanverðu landinu en
þurrt og nokkuð bjart veður norð-
austan til.
Veður
Veðrið kl. 12 á hádegi í gær:
Akureyri skýjað 11
Egilsstaðir léttskýjað 10
Galtarviti skýjað 9
Hjarðarnes skýjað 7
Keflavíkurflugvöllur skýjað 11
Kirkjubæjarkla ustur alskýjað 8
Raufarhöfn skýjað 6
Reykjavík skýjað 11
Vestmarmaeyjar skýjað 9
Bergen skýjað 16
Helsinki skúr 13
Kaupmannahöfn skýjað 21
Ósló léttskýjað 18
Stokkhólmur léttskýjað 17
Þórshöfn skýjað 11
Amsterdam hálfskýjað 22
Barcelona léttskýjað 23
Berlín skýjað 24
Frankfurt skýjað 26
Glasgow rigning 12
Hamborg léttskýjað 23
London rigning 17
Lúxemborg hálfskýjað 22
Madrid léttskýjað 30
Mailorca léttskýjað 26
Montreal alskýjað 16
New York skýjað 19
París skýjað 25
Valencia mistur 28
Vín léttskýjað 26
Winnipeg rigning 11
Það verður margt um aö vera á
Hressó í kvöld en þá ætla Vinir
Dóra aö mæta á staðinn og leika
frjósemisblús ásamt Sigurði Sig-
urðssyni munnhörpuleikara og
Hirti Howser orgelleikara.
Þá ætlar Sjón að flytja ftjósemis-
drápu og Sveinbjörn Beinteinsson
að kveða. MÖK-tríóið mun flytja
árshátíðartónlist en tríóið skipa
þeir Tómas M. Tómasson, Hilmar
Ó. Hilmarsson og Guðlaugur K.
Óttarsson.
En það er ekki alit upptalið þvi
stöilurnar Katrín Ólafsdóttir og
Margrét H. Gústavsdóttir ætla að
flytja frjósemisgjörning og fleiri
atriði.
Hægt verður að kaupa náttúru-
aukandi griiimat á staðnum en
veislustjóri veröur Hiimar Öm
Hilmarsson. Fjarstaddur heiðurs-
gestur verður Einar Öm Bene-
diktsson.
Cybill Shepard.
Einu
sinni
krimmi
Bíóborgin hóf nýlega sýningar
á myndinni Once Upon Á Crime
eða Einu sinni krimmi eins og
hún kallast á íslensku. Myndin
segir frá hópi fólks sem hittist í
lest á leið frá Róm til Monte
Carlo. Þau eru öll heiðarlegir ein-
staklingar en það breytist fljótt
þegar þau komast að því að mold-
ríkur hundaeigandi er einnig far-
Bíóíkvöld
þegi í lestinni. Það eru margir
þekktir gamanleikarar sem fara
meö aðalhlutverkin í myndinni
og þeirra á meöal er leikkonan
Cybill Shepard. Hana ættu flestir
að þekkja úr myndum eins og
Moonlighting, Taxi driver, Daisy
Miller, Memphis og nú síðast lék
hún í myndinni Texasville.
Nýjar kvikmyndir
Tveir á toppnum, Sambíóin.
Bugsy, Stjömubíó.
Allt látið flakka, Saga-Bíó.
Á bláþræði, Bíóborgin.
Veröld Waynes, Háskólabíó.
Næstum ólétt, Laugarásbíó.
Gengiö
Gengisskráning nr. 123.-3. júlí 1992 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 55,140 55,300 55,660
Pund 105,618 105,924 106,018
Kan. dollar 45,914 46,047 46,630
Dönsk kr. 9,4840 9,5115 9,4963
Norsk kr. 9,3063 9,3333 9,3280
Sænsk kr. 10,0904 10,1197 10,1015
Fi. mark 13,3848 13,4236 13,4014
Fra. franki 10,8389 10,8703 10,8541
Belg. franki 1,7716 1,7767 1,7732
Sviss. franki 40,7027 40,8208 40,5685
Holl. gyllini 32,3430 32.4369 32,3802
Vþ. mark 36,4743 36,5801 36,4936
it. lira 0,04811 0,04824 0,04827
Aust. sch. 5,1811 5,1961 5,1837
Port. escudo 0,4369 0,4381 0,4383
Spá. peseti 0,5771 0,5787 0,5780
Jap. yen 0,44341 0,44470 0,44374
Irsktpund 97,267 97,549 97,296
SDR 79,4104 79,6408 79,7725
ECU 74,6733 74,8900 74,8265
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.