Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Page 4
4
MÁNUDÁGUR 21. SEPTEMBER 1992.
Fréttir
Maður með stungusár fannst látinn í biðskýli í Kópavogi:
Kona ákærð fyrir manndráp
Ríkissaksóknari hefur gefið út
ákæru á hendur rúmlega fimmtugri
konu sem grunuð er um að hafa ban-
að fyrrum eiginmanni sínum í Kópa-
vogi í maílok á þessu ári. Konan er
ákærð fyrir manndráp.
Hún hefur setið í gæsluvaröhaldi
- gæsluvarðhald framlengt og málið komið í dómsmeðferð
frá þvi í lok maí, eða eftir að maður-
inn fannst látinn í biðskýh skammt
frá heimili hennar. Maðurinn fannst
meðvitundarlítill með stungusár í
biðskýlinu en hann lést eftir að hann
kom á sjúkrahús. Dómari úrskurðaði
konuna á miðvikudag í tveggja mán-
aða gæsluvarðhald til viðbótar - þó
ekki lengur en þar til dómur gengur
á næstunni. Þetta þýðir að gangi
dómur innan næstu tveggja mánaða
fellur gæsluvarðhaldið úr gildi.
Samkvæmt heimildum DV eru
engin vitni talin hafa verið að þeim
atburði er maðurinn hlaut það
stungusár sem hann lést af. Engin
merki rnn átök fundust í íbúð kon-
unnar sem er skammt frá biðskýlinu.
Á meðan á gæsluvarðahaldsvist-
inni hefur staöið hefur konan gengist
undir geðrannsókn að kröfu Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. í kjölfar
ákærunnar, sem gefin var út í vik-
unni, er máliö nú komið til hefð-
bundinnar dómsmeðferðar. Búast
má við að dómur í máiinu gangi í
október eða nóvember.
-ÓTT
Tveir ungir menn lentu i heldur hressilegri byltu á móts viö gömlu Elliðaárbrýrnar á laugardag þegar bíll þeirra fór
út af og valt viö veginn. Sjúkraliö aðstoðaði ungu mennina við að komast út úr bílnum og voru þeir fluttir á slysadeild
í skoðun vegna smávægilegra meiðsla. Síðan tók lögreglan til sinna ráða og ftutti félagana í fangageymslur enda
voru báöir grunaðir um að hafa verið verulega ölvaðir. Bíllinn er eins og sjá má mikið skemmdur. DV-mynd S
Stórum hvítvínslager stolið
talið að þjófurinn hafi staflað þýfinu í bíl
12-14 kössum af hvítvíni var stohð
úr kæhgeymslu í porti við veitinga-
húsið Við Tjömina aðfaranótt
sunnudagsins. Hér var um að ræða
a.m.k. 150 flöskur af víni að andvirði
hátt í tvö hundruö þúsund krónur.
Rannsóknarlögregla ríkisins fer með
rannsókn málsins.
Að sögn Gunnars Páls Rúnarsson-
ar meðeiganda virðist innbrotið hafa
verið framið af einhveijum sem
þekkir til við veitingahúsið. Vínlag-
erinn er í porti á jarðhæð og því tal-
ið að þjófurinn eða þjófamir hafi far-
ið með bíl að geymsludyrunum og
staflað kössunum einum af öðram
inn í bflinn. Vínið er kælt í geymsl-
unni. Eingöngu hvítvíni var stohð.
Tegundimar era Chateau Rions,
Muscat Cléray, Dry Pouhy Fuissé og
heh sending af sérstöku frönsku víni,
sem að sögn Gunnars Páls er án auk-
efna, Pierre Frick hvítvíni sem hafði
að undanfórnu mælst vel fyrir.
„Það er sérstaklega leiðinlegt að
Pierre Frick víninu var stohð þvi við
gerðum sérstaka pöntim á því. En
þaö er svo skrýtið að kokkavinið,
sem notað er í matargerð, var alveg
óhreyft - koníaksflaska og portvín
og fleira,“ sagði Gunnar Páh.
-ÓTT
Hafspil hf. á Akureyri til gjaldþrotameðferðar:
Vélarnar í rekstri
hjá nýju Hafspili
- Electra í Garðabæ keypti vélamar af þrotabúinu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
Á fyrsta skiptafundi Hafspils hf. á
Akureyri, sem nú er th gjaldþrota-
meðferðar, óskaði bæjarlögmaður á
Akureyri eftir því að rannsókn færi
fram á því hvar vélar, sem bærinn
átti veð í, væru niðurkomnar.
Hreinn Elhðason, einn af eigendum
hins gjaldþrota fyrirtækis, segir að
þrotabúið hafi selt vélar Hafspils til
fyrirtækisins Electra i Garðabæ.
Electra hefur svo ásamt Hreini stofn-
að til atvinnureksturs á Svalbarðs-
eyri í Eyjafirði og leigir hinu nýja
fýrirtæki, sem líka ber nafnið Haf-
spil, vélamar.
„Það er fáránlegt að halda því fram
að vélum hafi verið skotið undan
þegar kom til gjaldþrotameðferðar-
innar. Þrotabúinu var gerð 100 pró-
sent grein fyrir öhum vélum sem
Hafspil átti,“ segir Hreinri.
„Það er alls ekki neitt óeðlhegt á
ferðinni og ég á ekkert í þessu nýja
fyrirtæki annað en helminginn af
skráningargjaldi þess. Ég á ekki neitt
nema skuldir vegna gamla fyrirtæk-
isins og nýja fyrirtækið á ekkert, er
í leiguhúsnæði og leigir vélar.“
HafspU framleiddi aðaUega spil
ýmiss konar fyrir fiskiskipaflotann.
Stalbíl
Bfl var stolið þaðan sem hann
stóð við íbúðarhús við Garðabraut
á Akranesi aðfaranótt sunnudags-
ins. Eigandinn var að koma heim
i fjrrinótt þegar uppgötvaðist að
bíUinn var horfinn. Þegar lögregl-
an fór að kanna málið og leit var
hafin aö bílnum fannst hann loks
ofan í skurði við sunnanvert Akra-
fjall. Enginn var þá í bílnura.
Með samvinnu lögreglunnar í
Borgarnesi og á Akranesi tókst aö
upplýsa máhð eftír því sem síðast
frétöst í gær. Ungur maður af höf-
uöborgarsvæðinu er talinn bera
ábyrgö á þessum bílstuldi sem
hafði skemmdir í fór með sér á
ökutækinu. -ÓTT
í dag mælir Dagfari _________________
Söf nuður í söf nuði
Dagfari er auðvitað safnaðarmeð-
limur í sinni sókn eins og aðrir ís-
lendingar sem tilheyra þjóðkirkj-
unni. En Dagfari ætlar að gera
meira. Hann ætlar að komast í
sóknarnefnd. Sóknamefndir era
nú orðið þungamiðjur samfélags-
ins og sá vettvangur þjóðlífsins þar
sem atburðarásin er bæði
skemmtUeg og hröð.
Þar er fjörið og lífiö. Þar aksjón-
in. Þar eru menn ekki að þykjast
vera tUhtsamir eða fullir fyrirgefn-
ingar eins og annars staðar í félaga-
samtökum þar sem kristílegt hug-
arfar svífur yfir vötmmum. Þar er
rifist og smalað á fundi og hoppað
og híað og þar era stundir hefndar-
innar hámark tílverunnar. Sjáið
bara hvað gerðist í Keflavík og sjá-
iö hvað er að gerast í Kópavogi.
Sóknamefndir era ýmist að koma
eða fara og þar er tekist á um
klerka og kirkjur af þeim þunga
og áherslum sem sæmir hverjum
kristnum einstaklingi.
Hér fyrr á árum þótti það næsta
víst að með því að ganga í stjóm-
málaflokk og sækja flokksfundi
væra bræðravígin fastur Uður í
starfsemi flokksins. Þá skipuðu
menn sér í fylkingar og kusu for-
ystumenn á víxl og hver sat á svikr-
áðum við annan og stjómmála-
flokkamir vora iðandi af lífi og
fjöri. Nú era þessar samkundur og
samtök nánast dauö. Manni er sagt
að flokksfundir séu ahs ekki haldn-
ir nema í neyð og flokksmenn
nenni ekki lengur að rífa kjaft. Sér-
staklega hefur þetta friðvænlega
ástand verið ískyggilegt í Alþýðu-
bandalaginu og Sjálfstæðisflokkn-
um. En aUaballar era að mestu
sáttir nema þegar eftirlifandi þing-
menn þeirra þurfa að kjósa sér
formann. Fráfarandi formaður
nennti ekki lengur að vera formað-
ur og þá vora góð ráð dýr og end-
aði með því að rykið var dustað af
Ragnari Amalds, því allir vora
hundrað prósent öraggir um að
hann gerði engum manni mein.
í Sjálfstæðisflokknum hafa flest-
ar dehur verið settar niður með
þeirri aðferö að formaður térroris-
erar Uðið og setur þá í skammar-
krókinn sem hlýðnast honum ekki.
Skammarkrókshöið náði að sparka
frá sér í atkvæðagreiðslunni í þing-
inu á fóstudaginn þegar spuming-
unni um þjóðaratkvæðagreiðslu
um EES-málið var vísað tíl nefiidar
en þaö voru póhtískir dauðakippir
örfárra manna enda mun formað-
urinn sjálfsagt sýna þeim í tvo
heimana og brjóta áUa mótspymu
á bak aftur. Eftir það verður Sjálf-
stæðisflokkurinn dauður úr öUum
æðum og óþarfi að kaUa saman
flokksfundi nema þá tíl að klappa
fyrir formanninum eins og þeir
gerðu í Sovét forðum.
Lengi var líka líflegt í íþróttafé-
lögunum. Þar var mikið rifist og
þar var mikiö fiör en íþróttamenn
hafa í seinni tíð snúið sér að íþrótt-
um og gleymt því hlutverki sínu
að félög era tíl að rífast í, en ekki
til að keppa fyrir, svo þar er líka
af sem áður var.
Nei, það era sóknamefndimar
sem bhva og höggva mann og ann-
an. Svo virðist sem í sóknamefndir
veljist valinkunnugt hð, sem láti
ekki troða sér um tær og í Keflavík
gerði sóknamefdin harða hríð að
sóknarprestinum og vUdi losa sig
við hann. Sóknamefndin þar var á
því máh að sóknin væri betur kom-
in án klerks og það var ekki fyrr
en fjölskylda guðsmannsins hafði
þurft að gráta yfir grimmd sóknar-
nefndarinnar og sóknamefndin
var búinn að láta kjósa sig aftur
að sættir tókust í málinu.
í Kópavogi era þessu pímúítið
öðru vísi farið að því leyti að sókn-
amefhdin hefur ekki amast við
prestinum og viU raunar byggja
kirkju yfir hann og söfnuðinn. En
söfnuðurinn er á öðru máh og vUl
enga kirkju. í það minnsta ekki
kirkju þar sem kirkjan á að rísa
og svo var smalað á safnaðarfund
eins og þeir gerðu í póhtíkinni forð-
um og það kom fleira fólk á þennan
safnaðarfund heldur en íþrótta-
kappleUdna í Kópavogi, sem sýnir
hvað sóknamefndir og söfnuðir
era í miklum blóma í Kópavogi.
Og það endaði meö því að söfnuð-
ur innan safhaðarins bar sóknar-
nefndina ofurhði um kirkjubygg-
ingu og nú er sóknamefndin að
hugsa ráð hvemig hún geti náð
fram hefndum. Þeir era dásamlega
lausir við það í sóknamefndunum
aö tileinka sér kristilegan hugsun-
arhátt, sem gerir sóknamefndir
spennandi í kirkju- og félagsstarfi
nútímans. Dagfari vih endUega
komastisvonanefnd. Dagfari