Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 1. MARS 1993 Uppboð á lausafjármunum Að kröfu Ragnars Aðalsteinssonar hrl., f.h. Minjaverndar, ferfram nauðung- aruppboð á ýmsum lausafjármunum úr veitingahúsinu Punktur og Pasta, m.a. borðum, stólum, ískistu, lömpum, borðbúnaði, Omron peningakassa og fjölda annarra muna til veitingarekstrar. Uppboðið verður haldið að Smiðjuvegi 30, efri haeð, Kópavogi, þriðjudag- inn 2. mars nk. og hefst kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Kópavogi fÚTBOÐ jpastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í endurnýjun á dreifikerfi 1993. Endurnýja skal um 4.000 m af einföldu dreifikerfi (þar af um 160 m af tvöföldu) í Vesturbæ Reykjavík- ur. Verkinu skal lokið fyrir 15. september 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 18. mars 1993, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Aðalfundur Islenska útvarpsfélagsins hf. verður haldinn föstu- daginn 12. mars 1993 að Hótel Holiday Inn kl. 15.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt sam- þykktum félagsins. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Reikningar, dagskrá og tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. stjórnin JÓGA TIL SJÁLFSEFLINGAR - helgarnámskeið 5.-7. mars. • Upplifðu hver þú ert. • Stígðu yfir þröskuldinn sem takmarkar sjálfstjáningu þína. • Lærðu nýjar leiðir til að vera í samskiptum við aðra án þess að fara úr jafnvægi. Leiðbeinandi: Sandra Scherer frá kripalumiðstöðinni. Verð 7.000 kr. Upplýsingar í s. 679181 kl. 17-19. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS Kripalujóga á íslandi Utlönd Risastór gígur myndaðist við sprenginguna í World Trade Centre í New York á föstudag. Símamynd Reuter Sprengingin í World Trade Centre varð 5 að bana: Eiturlyfjahringur liggur undir grun Medellineiturlyfjahringurinn frá Kólumbíu, sem hefur hótað að flytja ofbeldisverk sín til New York, er einn þeirra hópa sem grunaðir eru um að hafa komið fyrir sprengjmmi sem sprakk í World Trade Centre í New York á fóstudag. Yfirvöld segja að of snemmt sé að leiða getum að því hvaða hópur hafi verið viðriðinn sprengjutilræðið en embættismenn hafa um nokkurt skeið óttast að MedeUinhringurinn kynni að leggja til atlögu i Bandaríkj- unum. James Fox, yfirmaður alríkislög- reglunnar FBI í New York, sagði að menn hefðu ekki enn komist að þeirri lokaniðurstöðu að skæruliöa- hópur hefði komið sprengjunni fyrir. Hann sagði þó ólíklegt að einn ein- stakhngur bæri ábyrgð á verkinu. Fimm manns fórust í sprengjutil- ræðinu og rúmlega eitt þúsund menn slösuðust. Eins manns var enn sakn- að í gær og rúmlega fjörutíu voru enn Björgunarmenn koma einu fórnar- lambi sprengjunnar í New York til hjálpar. Fimm fórust og eitt þúsund slasaðist. Símamynd Reuter á sjúkrahúsi. Embættismenn sögðu að tvíbura- tumamir, sem eru 110 hæðir hvor, mundu ekki verða opnaðir aftur fyrr en að rúmri viku liðinni. Nítrat fannst nærri staðnum þar sem sprengingin varð og þykir það, að sögn, benda til þess að sprengiefn- ið hafi líklega verið TNT eða dínam- ít. Fimmtíu manns hafa hringt og lýst ábyrgð á sprengingunni á hend- ur sér. Flestir þeirra sögöu spreng- inguna tengjast stríðsátökunum í fyrmm Júgóslavíu. Yfirvöld upplýstu í gær að í skýrslu frá 1985 hefði verið mælt með því að neðanjarðarbílastæðin undir bygg- ingunum yrðu lokuð almenningi af öryggisástæðum. En hafnaryfirvöld í New York, sem eiga byggingamar, sögðu að þeim ráðum hefði ekki ver- ið sinnt þar sem menn heföu viljað hafa bílastæði fyrir þær þúsundir gesta sem koma í skrifstofur og versl- anir bygginganna. Reuter Fyrstu neyðargögnunum varpað niður yf ir Bosníu Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, 3. hæð, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Efstaleiti 14, íb. 01-03, þingl. eig. Breiðablik hf. byggingaífél., gerðar- beiðendur J.P.K., Rannveig Kristins- dóttir og íslandsbanki hf., 5. mars 1993 kl. 10.00. Eiðistorg 13, þingl. eig. Hilmar Högnason, gerðarbeiðandi Iðnlána- sjóður, 5. mars 1993 kl, 10,00,_____ Fljótasel 7, hluti, þingl. eig. Magnús Kiistinsson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, sími 17940, 5. mars 1993 kl. 10.00. Hagamelur 53, jarðhæð í austurhlið, þingl. eig. Guðrún Gyða Sveinsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissj. verslunar- manna, 5. mars 1993 kl. 14.00. Hraunberg 4, hluti, þingl. eig. Eggert Arason, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., 5. mars 1993 kl. 10.00. Markarvegur 16, 0201 + bflab. nr. 2, þingl. eig. Hildur Friðriksdóttir, gerð- arbeiðandi Verðbréfav. Landsbanka IsL, 5. mars 1993 kl. 10.00. Mjóahlíð 8, hluti, þingl. eig. Hallgrím- ur Sveinsson, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík, 5. mars 1993 kl. 10.00. Stóriteigur 25, þingl. eig. Bjöm Bald- vinsson, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands, 5. mars 1993 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Uppboð Framhaid uppboðs á eftírtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Freyjugata 44,1. hæð, þingl. eig. Kol- beinn Grímsson, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., 5. mars 1993 kl. 15.00. Snorrabraut 36, kj. norðurenda, þingl. eig. Ámi Þ. Gunnarsson og Lóa Agn- arsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar- banki íslands, Gunnar R. Ingvarsson og Landsbanki íslands, 5. mars 1993 kl. 15,30.____________________ SÝSLUMAÐIMNN í REYKJAVÍK Þijár bandarískar flutningaflug- vélar vörpuöu fyrstu gámunum með matvælum og lyfjum niður í fallhlíf- um yfir Bosníu snemma í morgun. Flugvélamar, sem eru af gerðinni C-130, snem aftur til Rhein-Main flugherstöðvarinnar við Frankfúrt eftir sex klukkustunda leiðangur þar sem þær losuðu sig við 21 tonn af vistum. „Ef satt skal segja gekk þetta mjög vel,“ sagði Donald Loranger, hers- höfðingi í bandaríska flughemum, á fundi með fréttamönnum. „Það bendir ekkert til að reynt hafi verið að trufla ferðina." Hann sagði erfitt að meta hversu nákvæm fallhlífaköstin hefðu verið þar sem ekki heíðu nein viðbrögð borist en hann bætti þó við að flug- skilyrði hefðu verið góð. Loranger sagði að faílhlífaaöflutn- ingunum væri ætlað að ná til svelt- aijdi íbúa í fjöllum Bosníu sem geta enga björg sér veitt vegna bardaga íslamstrúarmanna og Serba. Hann sagði að þeim yrði haldið áfram svo lengi sem þeirra væri þörf. Hann neitaði, af öryggisástæðum, að skýra frá því hvenær lagt yrði upp í næstu ferð en sagði að þijár flugvél- ar myndu taka þátt í hveijum leið- RRgri. Reuter Bandarískir hermenn búa sig undir að varpa hjálpargögnum úr flugvél yfir Bosniu [ morgun. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.