Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Simi 03 2? 00 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 1. MARS 1993. Hvolsvöllur: Fólskuleg skemmdarverk Mjjög mikil skemmdarverk voru ‘—línnin á nýrri skurðgröfu, litlum Toyota-bíl fyrir farþegaflutninga og Mitsubishi pallbíl á Hvolsvelli seint á laugardagskvöld eða aðfaranótt sunnudagsins. Einnig var farið inn í fjölbýlishús í byggingu og verkfæri tekin þaðan. Lögreglan á Hvolsvelli óskar eftir upplýsingum um manna- ferðir á þessu tímabili vegna málsins. Bílamir stóðu fyrir utan verktaka- fyrirtækið Suðurverk. Allar rúður voru brotnar í bílunum og ljósker og vinnuljós í Mitsubishi-bílnum. Úr Toyota-bílnum var stolið VHF-tal- stöð og slökkvitæki skemmt. í skurð- gröfunni, sem stóð í hesthúsahverf- inu, voru rúður brotnar svo og ljós- kastarar og aðalljós. Lögreglan telur ' fnjög brýnt að fólk, sem getur gefið einhveijar upplýsingar um málið, gefisigfram. -ÓTT Flugleiðir: Ólga meðal flugvirkja Mikil ólga er meðal flugvirkja hjá Flugleiðum vegna þess hvemig stað- ið hefur verið að tilflutningi þeirra í .v-vinnu í nýja flugskýlinu á Keflavík- urflugvelíi. Samkvæmt heimildum DV munu þeir efna til andófs í mót- mælaskyni sem gæti raskað milli- landaflugi. Guðmundur Pálsson, framkvæmdasfjóri tæknisviðs, á ekki von á að aðgerðimar raski flugi hjá félaginu en vill að öðm leyti ekki tjásigummálið. -kaa Heijólfsdeilan: Fundaðhjáríkis- sáttasemjaraídag „Það er búið að boða til fundar hjá ríkissáttasemjara eftir hádegið í dag en það er lítið annað um það að —segja. Menn era hæfllega vongóðir en annars er bara að bíða og sjá hver viðbrögðin verða. Ég veit ekki ná- kvæmlega hvað verður lagt fram en ég vona að fulltrúar allra stéttarfé- laganna mæti og að menn ræði sam- an. Ef það verður er það spor í rétta átt,“ sagði Grímur Gíslason, formað- ur stjórnar Herjólfs. -GRS Vígahnötturálofti Talið er að dularfullt ljós, sem sást víða á laugardagskvöld, hafi verið frá loftsteini eða svokölluðum víga- hnetti sem kom inn í gufuhvolfið. Birtan af honum sást víða um land, meðal annars í Borgarfirði, á Suður- - -fendi og á Austflörðum og þykir það benda til að um stóran loftstein hafl veriðaðræða. -ból LOKI Var þetta ekki bannsettur Rússa-geimspegillinn? Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað menntamálaráðherra af 18 milljóna króna skaðabótakröfum Skarphéðins Ólafssonar, fyrrum skólastjóra Héraðsskólans að Reykjanesi við Isaijarðardjúp, fyrir að hafa vikið sér úr starfx á árinu 1990. Forsendur dómsins vora aöallega þær að Skarphéðni var boðin ann- ur sambærileg staða sem hann gegnir enn. I þessu sambandi studdist dómur-ixm við 20. grein stjórnarskrár íslands sem heimilar forseta íslands að flytja embættis- menn úr einu embætti í annaö „missi þeir einskis af ‘ tekjum sín- um. Helgi I. Jónsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Málareksturinn var sprottinn af hörðum deilum Skarphéðins við skólanefhd Reykjanesskóla og stóðu þær skólastarflnu mjög fyrír þrifum. í mars 1988 sendi skólanefndin ráðuneytinu bréf með þungum ásökunum á hendur Skarphéðni. Borið var á hann stjómleysi í aga- og kemislumálum, samstarfsörð- ugleikar við hami og starfsfólk, óheilindi, athugasemdir gerðar við bókhald mötuneytis og áfengis- neyslu Iians. Ráðuneytið sá ekki ástæðu til að víkja Skarphéðni úr starfi en hvatti til úrbóta. Skarphéöinn tilkynnti ráðuneytinu þá að hann teldi að skólanefndinni hefði verið sagl upp störfum. Ráðherra veítti skóla- stjóranum þá áminningu. Um haustið 1989 komust Skarphéðinn og Svavar Gestsson, þáverandi ráö- herra, að samkomulagi um aö gefa skólastjóranum kost á árslaunum, auk 3ja mánaða yfirvinnu og 3ja mánaða launa eiginkonu fyrir ræstingar, gegn því að hann segði stööu sinni lausri frá bnjun skóla- árs 1990. Að þessu var gengið. Fram kom í málinu að ráðuneytið myndi að loknu ársleyfmu aðstoða stefnanda viðað fáannaðsambæri- legt starf. Skólaárið 1990, „leyfisár- iö“, gegndi Skarphéðinn ekki opin- bera starfi en þegar lxða tók á árið krafðist hann þess að fá að hefja störf að nýju við Reykjanesskóla í byrjun skólaárs 1991. Hann mót- mælti túlkun ráðuneytisins á sam- komulaginu. Skarpéðinn var síðan settur skólastjórí Reykhólaskóla frá 1. ágúst sama ár. Hann gegnir stöðunni enn. í dómi héraðsdóms segir m.a.: „Að áliti dómsins þykir augljóst að launakjör þau, sem stefnandi naut á tímabilinu frá 1. september 1989 til 1. september 1990, voru mjög óvenjuleg og honum afar hag- stæð, þar eð ekkert vinnuframlag eða nám af hans hálfu kom á móti launagreiðslunum." Héraðsdómur taldi menn tamála- ráðherra ekki liafa haft nægilegar heimildir fyrir því að veita Skarp- héðni fuilnaðarlausn úr starfi, án bóta, á grundvelli ávirðinga og van- hæfni í starfi. En eins og að framan greinir var menntamálaráðherra sýknaður af kröfum stefnanda á þeim forsendum að honum hefði veriö veitt annað sambærilegt starf. MáLskostnaður var látinn niðurfalla. Landhelgisgæslan flutti söngvarana til Vestmannaeyja og aftur til baka vegna verkfalls stýrimanna á Herjólfi. Varðskipsmenn fengu björgunarbáta úr Herjólfi vegna fólksflutninganna. DV-myndir Ómar Magnús Gunnarsson formaður VSÍ: Reynum að blása upp nýjan eld í glæður atvinnulífsins „Við erum að leita eftir samstöðu okkar í milli um það hvemig við telj- um okkur geta komist út úr þessum vandamálum sem við erum að glíma við. Það er ekki hægt að segja að við séum að sameinast um kröfur heldur erum við að sameinast um leiðir þar sem við vonumst til að geta fengið aðila vinnumarkaðarins og ríkis- valdið til að vinna með okkur að framgangi þessara mála. Menn eru fyrst og fremst að leita leiða til að stöðva þetta hrun sem við sjáum fyr- ir framan okkur og snúa þessari þró- un viö. Þannig að við getum blásið upp nýjan eld í glæðumar hjá at- vinnulífinu en þetta er náttúrlega ofarlega á lista hjá verkalýðshreyf- ingunni," sagði Magnús Gunnars- son, formaður VSÍ. „Við erum að skoða það um hvaða þætti við náum saman. Það er verið aö ræða þessa atvinnumálaþætti og niðurstaða úr því kemur ekki fyrr en á miðvikudag. Við erum ekki komin á þann punkt að hægt sé að segja að við ætlum að gera þetta eöa hitt,“ sagöi Hervar Gunnarsson, ann- ar varaforseti ASÍ. -GRS Þrettán kórar sungu í Eyjum Órnar Garðarsson, DV, Vestmaxvnaeyjuin: Kóramót kirkjukóra Kjalarnes- prófastsdæmis var haldið í Vest- mannaeyjum um helgina. Þrettán kórar tóku þátt í mótinu en söngvar- ar vora um 200. Æfingar fyrir mótið hafa staðið í allan vetur en það var ekki fyrr en á laugardag að allir kór- amir gátu æft saman. Vestmannaey- ingar fengu að kynnast árangrinum samdægurs á sameiginlegum tón- leikum og söng þá stærsti kór sem hefur komið til Eyja, skipaður um tvö hundrað manns. Um tíma leit út yfir að fresta yrði mótinu vegna verkfalls stýrimanna á Herjólfi en Landhelgisgæslan hljóp undir bagga og flutti söngvarana til Eyja og heim aftur. Veðriðámorgun: Kólnandi veður Á morgun verður suðvestlæg átt, víða talsvert hvöss, einkum um norðvestanvert landið. Élja- gangur um landið vestanvert en bjart veður að mestu austan- lands. Kólnandi veður. Veðrið í dag er á bls. 44 Flexello Vagn- og húsgagnahjól VautsewB SuAuriandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.