Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 1. MARS 1993 41 Merming Góðir tónleikar ísmús, Tónmenntadögum Ríkisútvarpsins var fram haldið í gær. Þá voru tónleikar í Listasafni íslands. Sigurður I. Snorrason, klarinettuleik- ari, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, Martial Nardeau, flautu- leikari, og Strengjasveit íslensku hljómsveitarinnar undir stjóm Guð- mundar Emilssonar fluttu tónlist efitír Aiban Berg, Þorkel Sigurbjöms- son, Atla Heimi Sveinsson og Maríu De Alvear. De Alvear söng einnig í sínu verki. Sigurður og Anna Guðný fluttu fjóra þætti op. 5 eftir Berg og var sönn ánægja að fá að heyra þetta hnitmiðaða verk, þar sem aldrei slaknar á þræði aðdráttaraflsins og allt fellur í rétta staði. Þau hjónin hafa áður flutt þetta verk og flutningurinn nú var ekki síðri en þá, tjáningarríkur og nákvæmur. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Martial Nardeau flutti hið vinsæla verk Þorkels Sigurbjömssonar, Kala- is, og gerði það af hreinni snilld. Öll hljóðbrigði nutu sín sérlega vel og verkið í heild hljómaði litríkt og skemmtilegt. Síðast fyrir hlé kom verk Atla Heimis, Mengi I. Verkið er bam síns tíma að sumu leyti. Þannig koma fyrir í því kaflar meö lengri endurtekningum en venjulegt er og sums staðar er hljómi píanósins breytt með smáhlutum sem stungið er milli strengja. Áheyrendur mega ekki láta þetta setja sig út laginu. Hvort tveggja má skoða sem útfærslu á meginefni verksins, sem er endurtekinn tónn, og myndar þetta allt sannfærandi heild. Verkið er hugmyndaríkt og mjög áheyrilegt. Eftír hlé kom verk fyrir altsöngkonu og strengjasveit eftir De Alvear, sem nefnist Luces. í rauninni var að mestu um söngles að ræða þar sem söngkonan bar fram texta sem að mestu var á ensku og spænsku. Hljóm- sveitín lék tónvef af ýmsu tagi undir. Tilþrif söngkonunnar voru oft skemmtileg og flutningur hljómsveitarinnar undir stjóm Guðmundar Emilssonar var með ágætum. Kammermúsíkklúbburinn í gærkvöldi vom tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Flytjendur vom Steinunn Bima Ragnarsdóttir, píanóleikari, Auður Haf- steinsdóttir, fiðluleikari, Ásdis Valdimarsdóttir, lágfiðluleikari, Guð- mundur Kristmundsson, lágfiðluleikari, Richard Talkofsky, knéfiðluleik- ari og Richard Kom, bassaleikari. Flutt voru verk eftír Ludwig van Beet- hoven, Gabriel Fauré og Franz Schubert. Kvartett fyrir píanó, fiðlu, lágfiðlu og knéfiðlu í C-dúr eftir Beethoven samdi hann 14 og 15 ára gamall. Auöheyrt er á verkinu að höfundurinn er fidlnuma í faginu en er enn undir sterkum áhrifum fyrirmynda eins og Mozarts og Haydns. Sumt af stefjaefninu hljómaði skemmtilega kunn- uglega og ekki var auðvelt að finna misfellur á þessu aðgengilega verki. Kvartett Faurés op. 15 er í rómantískum stíl með impressjónísku ívafi. Tórílist Finnur Torfi Stefánsson Þetta er áheyrilegt verk og best hljómuðu innkaflamir, Sherzoið og Adagioið. Hinn frægi „Silungskvintett“ Schuberts er af ólíkum toga spunninn en þættirnir hér em einnig misáhrifamiklir. Scherzóið er mjög gott en rúsínuna er að finna í hinum frægu tilbrigðum við stef sem koma á eftir. Hér er Schubert í essinu sínu og sýnir allar sínar bestu hliðar. Hljóðfæraleikur á þessum tónleikum var fyrsta flokks enda hvert sæti skipaö úrvalsfólki. Smávægilega ónákvæmni í samleik á stöku stað má rekja til þess að hópurinn leikur ekki saman að staðaldri. Góðir einstakl- ingar, sem mynda hópa ad hoc, geta náð langt í kammertónhst en hin stærstu afrek eru yfirleitt unnin af fólki í langvarandi samstarfi. Sviðsljós Etienne Aigner í tíu ár í Reykjavík Etienne Aigner-verslunin á íslandi hélt upp á tiu ára afmæli sitt um helgina með sýningu á nýjasta vor- og sumarfatnaðinum í íslensku óperunni. Versl- unin á islandi er aðeins önnur tveggja slíkra á Norðurlöndunum en sér- verslanir með vörur Etienne Aigner eru alls 105 um allan heim. Konurnar, sem fylgdust með í Óperunni, voru greinilega hrifnar af því sem fyrir augu bar. DV-mynd JAK Leikhús % ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðiö kl. 20.00. DANSAÐ Á HAUSTVÖKU eftir Brian Friel 3. sýn. fim. 4/3,4. sýn. fös. 5/3,5. sýn. mið. 10/3,6. sýn. sun. 14/3,7. sýn. miö. 17/3,8. sýn. lau 20/3. MYFAIRLADYSÖngleikur eftir Lerner og Loeve. Lau. 6/3, uppselt, fim. 11 /3, fáeln sæti laus, fös. 12/3, uppselt, fim. 18/3, upp- selt, fös. 19/3, fáein sæti laus, fös. 26/3, fáein sæti laus, lau. 27/3, fáein sæti laus. MENNINGARVERÐLAUN DV HAFIÐ eftirólaf Hauk Símonarson. Sun. 7/3, lau. 13/3, sun. 2113. Sýningum fer fækkandi. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner. Miö. 3/3 kl. 17.00, örfá sæti laus, sun. 7/3 kl. 14.00, uppselt, lau. 13/3 kl. 14.00,40. sýning, uppselt, sun. 14/3, örfá sæti laus, lau. 20/3 kl. 14.00, örfá sæti laus, sun. 21/3 kl. 14.00, örfá sæti laus, sun. 28/3 kl. 14.00. Litlasviðiðkl. 20.30. STUND GAUPUNNAR eftir Per Olov Enquist. Frumsýning lau. 6. mars, sun. 7/3, fös. 12/3, sun. 14/3, fim. 18/3, lau. 20/3. Smiðaverkstæðlð STR/ETI eftir Jim Cartwright. Mið. 3/3, uppselt, fim. 11/3, uppselt, lau. 13/3, uppselt, mið. 17/3, uppselt, fös. 19/3, uppselL sun. 21/3, uppselt, mlð. 24/3, flm. 25/3, sun. 28/3,60. sýnlng. Ath. að sýningin er ekkl við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i sal Smíðaverkstæðislns eftir að sýningar hefjast. Ósóttar pantanir seldar daglega. Aðgöngumiðar greiðlst viku fyrir sýningu ella seldir öðrum. LJÓÐLEIKHÚSIÐ 1ÞJÓÐLEIKHÚS- KJALLARANUM íkvöld kl. 20.30. Lesið verður úr ljóðum eftirtalinna höfunda: Kristjáns Árnasonar, sem jafnframt er helðursgestur, Inglbjargar Haraldsdótt- ur, Sigfúsar Bjartmarssonar, Sigurðar Pálssonar, Stefáns Sigurkarlssonar og Steingerðar Guðmundsdóttur. Aðgöngumiðar seldir við Inngang. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13-18 ogfram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir frá kl. 10 virka daga i sima 11200. Greiðslukortaþj.-Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðleikhúsið - góða skemmtun. Fimdir Aðalfundur Miðbæjar- félagsins verður haldinn í veitingahúsinu Fógetan- um við Aðalstræti þriðjudaginn 2. mars kl. 18.30. Auk venjulegra aöalfundar- starfa mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarskipulags Reykjavikur- borgar, mæta á fundinn og skýra fyrir- hugaðar breytingar á Ingólfstorgi. Fé- lagsmenn eru hvattir til að mæta á fund- inn. Leiðrétting í viðtali við Kolbrúnu Björgúlfs- dóttur, menningarverðlaunahafa í hsthönnun, sem birtist í helgarblaði DV, var um misskilning að ræða hjá blaðamanni þegar hún talar um aö skólafólk sé afætur á þjóðfélaginu. Kolbrún segist síður en svo vera á mótí bóklegu námi og reyni að hvetja ungt fólks til náms frekar en hitt. Þó telur hún nauðsynlegt að efla verk- legt nám og sköpunina í framleiöslu- fyrirtækjum eins og skýrt kemur fram í viðtalinu. Afætur séu hins vegar þeir bisnessmenn sem hafi klúðrar hveiju fyrirtækinu á fætur öðru og komið þeim á hausinn með þeim afleiðingum að tapið lendi á þjóðfélaginu. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið: RONJA RÆNINGJADÓTTIR eftir Astrid Lindgren Tónlist: Sebastian. Mið. 3. mars kl. 17.00, uppselt, lau. 6. mars k. 14.00, fáein sætl laus, sun. 7. mars, kl. 14.00, uppselt, lau. 13. mars kl. 14.00, fáein sæti laus, sun. 14. mars kl. 14.00, fáein sætl laus, lau. 20. mars kl. 14.00, fáein sæti laus, sun. 21. mars, örfá sætl laus, lau. 27. mars kl. 14.00, sun. 28. mars. Miöaverð kr. 1.100, sama verð fyrir börn og fullorðna. Skemmtilegar gjafir: Ronju-gjafakort, Ronju-bolir o.fl. Stórasviðkl. 20.00. BLÓÐBRÆÐUR Söngleikur eftir Willy Russell. Fös. 5. mars, fáein sæti laus, lau. 6. mars, lau. 13. mars, fáein sæti laus, fös. 19. mars, sun.21.mars. TARTUFFE eftir Moliére. Frums. fös. 12. mars, 2. sýn. sun. 14. mars, grá kortgilda, 3. sýn. fim. 18. mars, rauð kortgilda. Lltlasviðkl. 20.00. DAUÐINN OG STÚLKAN eftir Ariel Dorfman. Frums. fim. 11. mars, sýn. lau. 13. mars, fös. 19. mars. GJAFAKORT, GJAFAKORT ÖÐRUVÍSIOG SKEMMTILEG GJÖF! Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i síma 680680 alla virka dagafrákl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslínan, simi 991015. Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum fyrir sýn. Leikfélag Reykjavikur — Borgarleikhús. Aglow, kristileg samtök kvenna Fundur verður annað kvöld í safnaðar- heimili Áskirkju kl. 20. Fitnm konur munu gefa vitnisburð sinn. Kaffiveiting- ar kosta kr. 300. Allar konur eru vel- komnar og hvattar til að taka með sér gesti. Kvenfélagið Fjallkonurnar heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 2. mars kl. 20.30 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Venjuleg aðalfundarstörf og á eftir verður spilað bingó. Veitingar. Tónleikar Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarskólinn í Reykjavik heldur tvenna tónleika á þriðjudag og miðviku- dag. Fyrri tónleikamir verða í Listasafni íslands þriðjud. 2. mars kl. 20.30 og þeir síðari miðvikudagixm 3. mars kl. 20.30 í íslensku óperunni. Á tónleikunum í Listasafni íslands leika Rúnar Óskarsson klarínettuleikari og Kristinn Öm Krist- insson píanóleikari. Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari leikur á tón- leikunum í íslensku óperunni á miðviku- daginn. Tónleikamir em fyrri hluti ein- leikaraprófs þeirra Ingunnar Hildar Hauksdóttur og Rúnars Oskarssonar frá skólanum og er aðgangur ókeypis. Tilkyimingcir Taflfélagið Hellnir hefur frá áramótum haldiö vikulegar æfmgar í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi á mánudögum kl. 20. Fyrsta mánu- dag hvers mánaðar hafa síðan verið hald- in Bónusmót. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn en kr. 400 fyrir aðra og mimu 60% af þátttökugjöldum renna til sigurvegarans. Næsta mót verður haldið í kvöld, 1. mars. Tefldar em 10 mínútna skáklr, 7 umferöir Monrad. Mótið er öll- rnn opið. ÍSLENSKA ÓPERAN __Hlll óardasfurstynjan eftir Emmerich Kálmán. Föstudaginn 5. mars kl. 20.00. Laugardaginn 6. mars kl. 20.00. HÚSVÖRÐURINN Mlð. 24/2 og sun. 28/2 kl. 20.00 alla dagana. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega en til kl. 20.00 sýningardaga. SÍM111475. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. LEIKHÚSLÍNAN 99-1015. NEMENDALEKHÚSIÐ LINDARBÆ BENSÍNSTÖÐIN Laugardag 6/3 kl. 20.00. Sunnudag 7/3 kl. 20.00. Þrlðjudag 9/3 kl. 20.00. Síðasta sýning. Miðapantanir i sima 21971. Óperu-jass { mars verður haldin djass-hátíð undir nafninu „Ópem-jass“ í minningu Guð- mundar Ingólfssonar píanlsta á Café Ópem og Café Romance en Guðmundur spilaði á Café Ópem síðustu árin sem hann lifði. Ákveðið hefur verið að sem flestir þeir hljóðfæraleikarar, sem spil- uðu með Guðmundi í gegnum tíðina, komi fram. Tónlistarhátíð í Verzló Dagana 1.-3. mars verður haldin tónlist- arhátíð Verslunarskólans. Hátíðin er á vegum Tónlistarklúbbsins ívars sem er hluti af listafélagi skólans. Hátíðin verð- ur sett í hádeginu í dag og síðan tekur við stanslaus straumur góðrar tóniistar. ívarsmenn munu spila tónlist og sýna myndbönd á dagirm í skólanum en öll kvöldin verða tónleikar. í kvöld spila Sig- tryggur dyravörður og Lunch og Megas. Kvöldið eftir er helgað þungarokki og koma þar fram hljómsveitimar In Me- moriam og Soroicide. Tónlistardögunum lýkur svo með stórtónleikum Sálarinnar og Nýdanskrar. Aliir tónleikamir hefjast kl. 20. Hrafnkötluþing Stofhun Sigurðar Nordals og áhugamenn um rannsóknir á Hrafnkels sögu Freys- goða gangast fyrir ráðstefnu í Mennta- skólanum á Egilsstöðum dagana 28. og 29. ágúst nk. Meðal þeirra sem flytja fyr- irlestur á þinginu verða Davíð Erlings- son, Guðrún Nordal, Helga Kress, Her- mann Pálsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Páll Pálsson, Sveinbjöm Rafnsson og Sverrir Tómasson. í tengslum við ráð- stefnuna verður farið á Hrafnkötluslóðir undir leiösögn heimamanna. Stofnunin veitir allar frekari upplýsingar um stefn- una. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í Hrafhkötluþingi þurfa að skrá slg fyrir 1. maí hjá Stofnun Sigurðar Nordals í síma 626050. Söluátak fyrir orgelsjóð Langholtskirkju í haust vom haldnir styrktartónleikar í Langholtskirkju þar sem fram komu margir af þekktustu dægurlaga- og óperasöngvurum þjóðarinnar ásamt kór Langholtkirkju og kammersveit. Tón- leikar þessir vom hljóðritaðir og gefnir út á geislaplötu og snældum til styrktar orgelsjóði Langholtskirkju. Nú er að fara í gang landsátak til sölu þessarar vönd- uðu tónlistar. Platan, sem heitir Það var lagið, inniheldur fallega dægurtónlist í einstökum flutningi kórs Langholts- kirkju, þekktra óperusöngvara og dæg- urlagasöngvara sem allir gáfu vinnu sína í orgelsjóð. Miðasalan er opin frá kl. 15 -19 alla daga. Miðasala og pantanir í símum 11475 og 650190. LEtKHÓPUR+NN- HÚSVÖRÐURINN eftir Harold Pinter í íslensku Óperunni. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Sunnud. 28. feb. kl. 20:00 Þriðjud. 2. mars kl. 20:00 Fimmtud. 4. mars kl. 20:00 Sunnud. 7. mars kl. 20:00 Þetta eru siðustu sýningar! Athugið Ieikhúsferðir Flugleiða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.