Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR1. MARS1993 Fréttir Ríkissaksóknari ákærir fyrir brot á hegningarlögum og áfengislögum: Sjö menn ákærðir fyrir rekstur 2ja spilavíta hámarksrefsing 1 árs fangelsi ef sakir eru miklar Héraösdómur Reykjavíkur mun á föstudag taka fyrir aðra af tveimur ákærum þar sem aðstandendum spilavíta eru gefm að sök brot á hegn- ingarlögum og áfengislögum. Sjö menn hafa verði ákærðir. Fjórir stóðu aö rekstri spilavítis að Súðar- vogi 7 en þrír eru ákærðir fyrir að hafa rekið fjárhættuspil að Armúla 15. Pétur Guögeirsson héraðsdómari hefur máhn tvö til meðferðar. Þeim sem ráku spilavítið í Súðar- vogi er gefið að sök að hafa frá 15. júh til 10. október 1992 rekið í félagi fjárhættuspil - Black Jack eða 21, rúhettu, póker, casjón og bridge - í atvinnuskyni og sér tíl ávinnings. Þeir eru jafhframt ákærðir fyrir „að hafa veitt þeim sem eftir því leituðu áfengi gegn gjaldi" í tengslum við staðinn. I Súðarvogi lagði lögregla hald á tvö spilaborð, peningakassa, sphapeninga og rúhettuhjól, 118 flöskur af bjór og 21 flösku af áfengi. Ríkissaksóknari krefst þess að þessir munir verði dæmdir til upptöku. Þremenningunum, sem ráku spila- vítið að Ármúla 15, er gefið að sök að hafa frá 18. september tl 10. októb- er rekið fjárhættuspil, Black Jack eða 21 og rúllettu, í atvinnuskyni og sér til ávinnings og veitt áfengi á staðnum gegn gjaldi. Ákæruvaldið krefst þess að tvö sérsmíðuð spiia- borö fyrir Black Jack og rúhettu, um 12 kassar af bjór og 18 flöskur af áfengi frá spilavítinu í Ármúla verði dæmt til upptöku. Sjömenningamir eru ákærðir fyrir brot á 183. og 184. grein almennra hegningarlaga. í þeirri fyrmefndu segir m.a.: „Sá sem gerir sér fjárhættusph eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi aUt að 1 ári, ef miklar sakir em. Ákveða skal með dómi hvort vinn- ingi af fjárhættuspili eða veðmáh skuh skUaö aftur eða hvort hann skuh gerður upptækur." 184. greinin er á þessa leið: „Hver sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspU eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi aUt að 1 ári.“ -ÓTT Garðar Þorsteinsson notaði góða veðrið á laugardag og brá sér á gönguskíði í Heiðmörk. Garðar, sem áður rak G. Þorsteinsson og Johnson, er orðinn 83 ára gamall. Hann lætur aldurinn þó ekki á sig fá og fer á gönguskfði hvenær sem veður og snjór leyfa. DV-mynd JAK Sjónvarpstæki stolið í sumarbústað í Kjós Tilkynnt var um þjófnað á sjón- varpi í sumarbústað í Kjós um helg- ina. Brotist hafði verið inn í bústað- inn þegar aö var komið. Ekki lá ná- kvæmlega ljóst fyrir hvenær farið haföi verið inn í bústaðinn. Um helgina var einnig tilkynnt um a.m.k. tvö innbrot í bíla í Reykjavík. Útvarpi, geislaspUara og radarvara var stohð í innbroti í bíl í Seljugerði en radarvari var tekinn úr bíl sem stóð við Flugtuminn á Reykjavíkur- flugvelh. -ÓTT HafnarQörður: Kuldaleg tölvurödd í símkerf i bæjarins Símkerfið hjá bæjarskrifstofunum i Hafnarfiröi hefur verið tölvuvætt við htla hrifningu bæjarbúa. Erfið- leikum hefur verið bundið að ná sambandi við véhna sem tekur á móti innhringingum og þykir mörg- um sem rödd hennar sé kuldaleg þegar það tekst. Að sögn Guðmundar Áma Stefáns- sonar bæjarstjóra er véhn einungis, til prufu. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort nærvem hennar verði óskað á skrifstofu bæjarins í framtíðinni. -kaa Áfengið er hollt Mikið var gaman að opna Moggann á föstudaginn. Þar mátti sjá frétt um það að vísindamenn heföu komist að þeirri niðurstöðu að áfengi væri hoUt, einkum vegna þess að áfengisneysla dregur úr hættunni á blóðtappa. Áfengis- drykkja eykur jafhvel lífslíkumar að mun. Þetta kom sér vel fyrir Dagfara sem daginn áður haföi einmitt lent í oröaskaki við maka sinn í miðjum timburmönnum. Rétt eins og það væri skilnaðarsök að detta í það kvöldið áöur! Menn hafa þurft að læðast í sjússinn og drekka á laun tíl að forðast heimihseijur og at- hugasemdir út af einu htlu fylhríi. Það er alveg makalaust hvað það getur farið í taugamar á nákomnu fólki og öðrum aðstandendum þótt menn detti í það við og við og finni pínulítið á sér. SífeUd rekistefna, sífellt nöldur og svo endurtekin árás í miðjum timburmönnum dag- inn eftir. Bestu menn hafa jafnvel fengið móral að ástæðiUausu og hætt að drekka að ástæöulausu! Nú hafa vísindamenn sýnt fram á akkúrat það sem vínmenn og drykkjumenn hafa ahtaf haldið fram. Áfengisneyslan er hoU. Hún dregur ekki aðeins úr hkunum á því að menn leggist veUdr fyrir ald- ur fram, heldur sömiUeiðis að áfengisdrykkjumaðurinn mim lifa miklu lengur! Áfengið bætir heUs- una að mim. Áróðurinn gegn áfenginu, aUt kjaftæðið um áfengi- svamir og rughð í stórstúkunni og bindindisfélögunum er í rauninni bábUjur einar og stórskaölegt í læknisfræðUegum skilningi. Með því að hvetja tíl bindindis eru menn í sömu andránni að hvetja menn tíl að stytta ævi sína og bjóða sjúk- dómum, blóðtöppum og kransæða- stíflu heim. Það er verið að drepa fólk sem skipulögðum hætti. HeUbrigðisyfirvöld ættu að at- huga þetta mál. Hvers vegna ekki að hefja herferð fyrir áfengis- drykkju? Hvers vegna ekki aö örva áfengisneyslu og bjóða jafnvel upp á fría drykki með reglubundnum hætti? Menn hafa verið að velta sér upp úr kostnaði við heUbrigði- skerfið og rétt er það að heUbrigöis- málin eru langstærsti útgjaldahður hins opinbera. Er ekki fundið ráð viö þessum kostnaöi með því að efla áfengisneyslu meðal lands- manna og draga þannig úr hætt- unni á því að þeir leggist veikir inn á spítala? Því meira sem menn drekka þvi minni veröa veikindin. Að vísu er tekið fram í þessari framangreindu frétt að áfengis- drykkjan verði að vera í hófi. Þess er skylt aö geta. En hvað er hóf- legt? Er það ekki hóflegt aö drekka til að mynda um helgar eða á kvöld- in? Eöa að menn fái sér sjúss fyrir hádegi og annan effir hádegi og stilh þannig drykkju sinni í hóf fram effir öllum degi? Er það ekki í takt við þá nýju kenningu að áfengisdrykkjan sé heilsubætandi? Og svo er það þetta: annaðhvort drekka menn eða drekka ekki. Og ef vísindamenn hafa sannað að vín- drykkja sé hoU, hver segir þá að mUdð vin þýði ekki miklu betri heUsu? Þetta hlýtur aö vera í rétt- um hlutföhum svo saman fari magn og gæði. HeUsuhraustur verður sá maður sem drekkur oft og mikið og heldur sér emum og sér fram á langt líf. Nú þurfa menn ekki lengur að biðja um leyfi til að fara á fyUirí. Þeir þurfa ekki einu sinni aö nefna fyUirí á nafn. Þeir geta sagt með sanni að þeir séu að fara í læknis- meðferð eða heUsurækt þegar til stendur að detta í það. HeUsan gengur fyrir, segjum við þegar kerlingamar fara að rífa kjaft út af óreglu. „VUtu kannske að ég deyi fyrir aldur fram og skUji þig eina eftir í elhnni?" Máltækið segir að hóflega drukk- ið vín gleðji mannsins hjarta. Nú getur hjartað í okkur bæði glaðst yfir áhrifunum og glaðst yfir heUs- unni sem vínið hefur í för með sér. Nú rennur brennivínið beinustu leið tíl gleðinnar og hreystinnar í gegnum hjartað, sem þarf á víninu að halda ef menn vUja halda heUsu. Framvegis getur maður sagt þeg- ar,sést tíl ölvaðra manna og drykk- feíldra: Hann er heUsuhraustur þessi. Haröur í trimminu. Það var sannarlega kominn tími til að hreinsa þann blett af brenni- víninu að það sé óhoUt. Vísindin efla aUa dáð og drykkjuna líka. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.