Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 1. MARS 1993 43' dv Fjölmiðlar nia er komið fyrir skemmti- deild ríkissjónvarpsins ef hún hefur ekkert skárra aö bjóöa landsmönnum en „skemmtiþátt- inn" Limbó sem birtist á skjánum á laugardagskvöld. Satt best að se^a þá var þessi uppálioma deildarinnar gjörsamlega mis- heppnuð frá byijun til enda. Ef Sjónvarpið hefur ekkert þarfara við peninga sína aö gera þá þarf það vart að kvarta. Myndband Verkmenntaskólans á Akureyri, sem sýnt var í spum- ingaþættinum Gettu betur, sló Limbóinu alveg við og voru þaö þó amatörar sem unnu við gerö þess. Mynd þeira norðanmanna var nefnilega alveg ágæt og eiga þeir hrós skilið fyrir hana. íslensk sjónvarpsmynd í gær- kvöldi vakti athygli fyrir að hún var skijjanleg en það er óvana- legt Venjulega eru íslenskar sjónvarpsmyndir þannig úr garði gerðar að áhorfandinn botnar hvorki upp né niöur í þeim. Ann- ars var kvikmyndataka góð og hreint ekkert út á myndina að setja nema hvaö efnisþráðurinn heföi mátt vera hraðari. Hún var örlítið langdregin á köflum. K\dkmyndú helgarinnar voru ekki nógu spennandi. Á föstu- dagskvöld var því miöur engin bíómynd sem heiliaði. Laugar- dagskvöldið var vart betra. Mynd á Stöð 2 um lögreglukonu í New York með Jamie Lee Curtis í aðal- hlutverki var þó ágæt. Skrítið hvemig oft raðast upp leiðinlegar bíómyndir um helgar á báðum stöðvunum. Morse lögreglufull- trúi er ágætur en má okki vera of oft enda hentar hann betur sem föstudagsmynd. Að lokum er vert að minnast á Imbakassann sem hefur snögg- lega lagast mikið. Á tímabili missti hann gjorsamlega andann en hefur náð sér mjög á strik.; -Elín Albcrtsdóttir Jaröarfarir Hafliði Jón Gíslason, Dalbraut 21, er látinn. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey, samkvæmt ósk hins látna. Birna Elíasdóttir, Safamýri 35, verð- ur jarðsungin í dag, 1. mars, kl. 15 frá Bústaðakirkju. Sigrid Marie Tække fædd Þórarins- dóttir, Kolding, Danmörku, er látin. Jarðaríorin hefur farið fram. Hjalti Björnsson bifreiðarstjóri, Mávahlíð 3, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum 23. febrúar, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. mars kl. 15. Guðbjörg María Guðmundsdóttir, Einholti 9, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. mars kl. 13.30. Minningarathöfn um Jón Ársæl Guð- jónsson, útgeröarmann frá Höfn í Homafirði, fer fram frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 2. mars kl. 10.30. Jarðsett verður frá Hafnarkirkju, Homafirði, laugardaginn 6. mars kl. 14. Útför Gunnars Finnbogasonar, Ás- braut 5, Kópavogi, fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 1. mars, kl. 13.30. Hlif Kristjánsdóttir frá Stapadal, Hellisgötu 5b, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 2. mars kl. 15. Ingveldur Eiríksdóttir, Ránargötu 24, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 2. mars kl. 13.30. Sigrún Jónsdóttir, Álfheimum 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudagiim 3. mars kl. 13.30. Páll H. Wíum málarameistari, Drápuhlíö 15, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 3. mars kl. 13.30. Heilsutryggingafélagið okkar kom við og tók allar matreiðslubækurnar þínar. Lalli og Lína Spakmæli Maður sem er orðinn of gamall til að læra hefursennilega alltaf verið það. Harry S. Haskins. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 29.222 ^ ísafjörður: Slökkviliö s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavik 26. febr. til 4. mars 1993, að báöum dögum meðtöldum, verður í Ing- ólfsapóteki, Kringlunni 8-12, sími 689970. Auk þess veröur varsla í Hraun- bergsapóteki, Hraunbergi 4, sími 74970, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjón- ustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opiö virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í þvi apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavik, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í simsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14. Skyndi- móttaka-Axlamóttaka. Opin 13-19 virka daga. Tímapantanir s. 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt Iækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartínii Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild efdr samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspitalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19—19 30 Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vifilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.—31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn fslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er' opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavik, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síödegis til 8 árdegis og á helgidögum er svaraö allan sólarhringinn. Tekiö er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-, vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverílsgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-683131. Vísir fyrir 50 árum Mánudagur 1. mars: Bandamenn taka Feriana - Möndulherirnir hörfa til upprunalegu stöðvanna Stjömuspá Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 2. mars Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Treystu á innsæi og reynslu. Þú færð upplýsingar sem gætu kom- ið sér vel til að taka ákvörðun. Þetta á sérstaklega við um vinnu eða ferðalag. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): í dag bíður þín að taka stóra ákvörðun varðandi samstarf við einhvem. Þetta getur bæði átt við vinnu og einkalíf. Hrúturinn (21. mars-19. april): Taktu enga áhættu í dag. Reyndu að fá þér aðstoðarmann sem getur hjálpað þér þegar álagið verður hvað mest. Nautið (20. apríl-20. maí): Kannaðu öll mál vel áður en þú tekur afstöðu. Umræður, sem þú tekur þátt í, hrista upp í sjálfum þér. Happatölur eru 5,17 og 35. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Láttu aðra ekki eyða dýrmætum tíma þínum. Það þarf mikið að hafa fyrir hlutunum, hvort sem þeir snerta fjármál eða önnur málefni. Krabbinn (22. júní-22. júlí): í dag verða miklar annir og því riður á að vera vel skipulagður. Sýndu öðrum vingjamlegt viðmót. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Fremur órólegt er heima fyrir og illa gengur að halda friðinn. Þú stendur í samningamálum. Happatölur em 8,12 og 28. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Gættu vel að öllu ef þú tekur að þér verkefhi. Reyndu að forðast samkeppni um stund. Einhver bót verður hjá þeim sem er ein- mana. Vogin (23. sept.-23. okt.): Taktu ekki að þér verk sem þú þekkir ekki. Ef þú þarft að fram- kvæma eitthvað mikilvægt skaltu skipuleggja allt út í ystu æsar. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Það er ýtt á þig en þó skaltu ekki samþykkja neitt sem er gegn þinni betri vitund. Það tekur þig langan tirna að fá réttar úrlausn- Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú skalt umgangast þá sem em á sömu línu og þú og skfija þig. Sjálfsöryggi þitt er minna en áður vegna annarra. Happatölur em 16, 31 og 37. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Eitthvað óvænt gerist sem er þér í hag. Bjóðist þér mörg tæki- færi verður þú að standa með báðar fætur á jörðinni. Stjöm Ný stjörnuspá á hverjum degi. Hringdu! 39,90 ir. mínútan Me jjan 23. ágúst • 22. september Telcworld ísland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.