Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR1. MARS1993 Fréttir Héraðsdómur í máli illa læsrar og heymardaufrar konu sem afsalaði sér hluta 1 íbúð: Yf irlýsing um af sal á eignarhlut í íbúð ógilt - eiginmaður taldist hafa notað sér bágindi og fótlun eiginkonunnar Héraösdómur Reykjavíkur hefur ógilt yflrlýsingu rúmlega fertugrar konu sem afsalaöi sér helmingseign- arhlut í íhúö sem hún og fyrrum eig- inmaöur hennar áttu saman. Dómur- inn taldi sannaö að eiginmaöurinn fyrrverandi hefði notfært sér bágindi konunnar með því aö hafa fengið hana til aö skrifa undir yfirlýsinguna þegar þau bjuggu saman. í henni fólst að konan afsalaði sér eignarhlut sínum til sonar þeirra. Fram kom í málinu að konan er heymardauf og illa læs og skildi ekki það sem stóð á afsalsyfirlýsingunni sem hún ritaði nafn sitt á. Helgi I. Jónsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Fólkið gekk í hjónaband í byrjun árs 1980 og bjó saman næsta áratug. Saman áttu hjónin að jöfnu þriggja herbergja íbúð við Lindargötu. í júlí 1990 sótti konan um skilnað. Arið 1989 lá hins vegar fyrir þinglýst yfir- lýsing konunnar um að hún afsalaði sér forræði yfir 11 ára syni hennar og mannsins, svo og afsalsyfirlýsing um aö helmingseignarhlutur hennar í íbúðinni skyldi renna til sonarins. Varð íbúðin þá sameign fóðurins og sonarins. í máhnu lá fyrir skýrsla talmeina- fræðings þar sem fram kom að konan hefði afar lítinn lestrarskilning og gæti hún ekki endursagt einfaldan texta. Þegar konan var beðin að lesa afrit af framangreindri yfirlýsingu hefði komið í ljós að hún gat hvorki lesið né skihð orðin: - yfirlýsing, undirrituð, eignarhluti, skal nú renna - og fleiri orð tengd afsahnu. Áht sérfræðingsins var að konan hefði ekki haft hugmynd um hvað hún var að skrifa undir. Einnig kom fram fyrir dóminum að hún hefði óvenjulega slæma heymardeyfu. í kæru, sem konan lagði fram, kom fram að hún taldi sig hafa verið að undirrita erfðaskrá fyrir son sinn - hún hefði skrifað undir fyrir þrá- beiðni fyrrverandi eiginmanns og hún hefði einnig veriö hrædd við hann. Þegar það kom á daginn að hún hefði afsalað sér eignarhlut sín- um í íbúðinni hefði þaö komið henni gjörsamlega í opna skjöldu. Að mati héraðsdóms var það „alveg út í hött“ fyrir konuna aö afsala sér í senn helmingseignarhlut sínum endurgjaldslaust og engin skiljanleg rök fyrir því með tihiti til hagsmuna hennar. M.a að þessu virtu var yfir- lýsingin ógilt. Konan krafðist þess upphaflega að afsal hennar á forsjá sonarins yröi einnig ógilt en hún féll frá þeirri kröfu á seinni stigum málsins. -ÓTT Mannbjörg þegar þrír jeppar sukku 1 Hvítá í 17 stiga frosti um helgina: „Við erum að sökkva“ - aöstoöarmaöur stökk í nærfötum í jökulána til að setja taug í jeppa „Við vorum í fyrsta bíl og staddir um 20 metra frá árbakkanum á leið- inni til baka th hinna þegar við heyrðum í talstöðinni: „Við erum að sökkva." Síðan kom annað neyðaróp: „Við erum aö sökkva lika.“ Það var þriðji bíhinn. Fíórði og síðasti bíllinn bakkaði þá á fullu th baka. Við sner- um við og dóluðum til hinna og vor- um hræddir um þá og vhdum koma mönnunum út. Þegar við vorum á leiðinni sukkum við líka við árbakk- ann. Á eftir fjórða bílnum komu fljót- lega tveir aðrir jeppar sem óku eftir hjólforunum á eftir okkur. Þegar mennimir í fjórða bhnum sáu það var hlaupiö að þeim th að vara þá við,“ sagði Þórir Bjamason, einn af tíu leiðangursmönnum á 4 jeppum sem komust í hættu á íshagðri Hvítá, skammt norðan við Hvítárbrú, sunn- an Hvítárvatns, seint á fóstudags- kvöldið. 17 stiga frost og einn sökk í vök Isinn brotnaði snögglega undan þremur af jeppunum. Enginn svo mikið sem blotnaði þegar óhappið varð en einn úr hópnum sökk niður í vök á meðan á björgunarstarfi stóð. Hann varð mjög kaldur en sakaði ekki. 17 stiga frost var. Eftir miklar tilfæringar og erfiöi tókst með góðra manna hjálp að koma jeppunum á þurrt um helgina. Þeir em enn uppi á Kjalvegi - ótrú- lega htið skemmdir en blautir. Óhappið varð þegar verið var að leita að Hvítárbrú með GPS-staðsetn- ingartæki um klukkan ehéfu á fóstu- dagskvöld. Hópurinn fór eftir vinnu á fostudag áleiöis að Hveravöhum. Afklæddist og stökk inn í ánna „Við vomm rétt hjá brúnni úti á Hvítánni. Hjá okkur fyhtist bíllinn strax af vatni," sagði Þórir. „Ég náöi reynar að loka glugga og henda tækj- um og síma út áður en ég fór sjálfur. Þeir vom í meira bash í þriðja bíln- um, hann fór á bólakaf en þeir kom-1 ust út um hhöarrúðu. En það var aldrei nein hætta. Einn mannanna, sem kom að hjálpa okkur, fór úr öhu nema nær- fótunum og stakk sér til sunds th að i mm Traktorsgrafa var fengin til þess að ná jeppunum upp auk þess sem öflugur fjallabíll togaði I þá með spili. Einn jeppinn var dreginn á hvolfi undir fsnum. Bílarnir eru ótrúlega lítið skemmdir. DV-myndir Guðmundur Skúlason koma spotta í einn jeppann sem sökk niður á þriggja metra dýpi. Hann hefur farið niður á tveggja metra dýpi th að festa taugina í jeppann. Þetta var rosalegt en við eigum hon- um mikið að þákka. Við fengum svo verktaka, bændur og björgunarsveit- armenn, sem voru skammt frá, th að hjálpa okkur við að draga bílana á þurrt. Síöasti bhnum var náð upp á miðnætti á laugardagskvöld. Menn úr Biskupstungum tóku taug úr jepp- anum og settu á sph á jeppa í landi, brutu rás í ísinn fyrir taugina og drógu jeppann síðan á hvolfi." Björgunaraögerðin mikio sjónarspil Þórir sagði aðgerðina hafa verið mikið sjónarsph. Jeppinn var á hvolfi undir ísnum og þannig var hann dreginn að landi. Þegar jeppinn var kominn þangað birtist þessi rúm- lega þriggja mhljóna króna jeppi nær óskemmdur. Þórir segir að tappa þurfi allri ohu af jeppunum og taka ahar klæðning- ar úr th að þurrka bílana. Skemmdir hafa ekki komið fram ennþá. Gert er ráð fyrir að reynt verði aö koma bílunum th Reykjavikur á næstu dögum. Jeppar verða fengnir th aö draga þá. Þórir vhdi koma bestu þökkum til allra þeirra sem stóðu að því að hjálpa honum og félögum hams um helgina - sérstaklega þó manninum sem fór nærri nakinn í ískalda jökul- ána th að koma spotta í einn jeppann og mann sem var með honum í för. Stuttar fréttir Hlýsjávarfisketdi Sauðkrækingar ráðgera til- raunaeldi á hlýsjávarfiskinum barra. Frumathuganir benda th aö eldið geti orðiö ábatasamt hér á landi. RÚV greindi frá þessu. Viðurkennd skoáun Skoðunarstöð SH hefur hlotið viðurkenningu Fiskistofú fyrst alira slíkra stöðva. Fiskistofú- stjóri segir í samtali við Morgun- blaðið aö fleiri stöðvar fái riður- kenningu á næstunni. telur óhklegt að tfekin veröi ákvörðun um að reisa álver hér á landi á þessu ári. í samtali við RÚV sagði hann ástæöuna lágt heimsmarkaðsverö á áh. Veiöimenn landsins eru óánaegðir með lagafrumvarp sem umhverfisráðherra vih fá sam- þykkt í því eru veiðiréttindi skert og meðal annars gert ráð fyrir árlegu veiðheyfisgjaldi. Stöð tvö skýrði frá þessu í gær. Stöðugur samdráttur hefur ver- iö í áfengissölu ÁTVR allt síðastl- iðið ár. Salan dróst saman um 6,7 prósent á árinu. í janúar síöastl- iðnum var framhald á þessari þróun, segir Morgunblaðið. Samiðfiískainmstíina Öll aðhdarfélög BHMR höfðu í gær skrifað undir kjarasamning við ríkiö sem felur í sér 1,7 pró- sent hækkun Iauna frá því í vor. Nýi samningurinn féll síöan úr ghdi á miðnætti. Lakkrísát varhugavert Óhófiegt lakkrísát getur leitt th hás blóðþrýstings og almennrar vanlíðanar, segir í frétt RÚV. Namibísk stjórnvöld hafa farið þess á leit við Skagstrending og ráðgjafarfyrirtækið Nýsi að aö- stoða sig viö að stýra útgeröarfyr- irtæki sem ráðgert er aö verði Jeiðandi á því sviði. Sendinefnd frá Namiblu er væntanleg th landsins, segir í frétt Morgun- blaðsins. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.