Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR1. MARS1993 31. Menning Sjónvarpið - Camera Obscura: Ljósmyndari missir minnið HLAÐBORÐ í HÁDEGINU 590 kr. 2 GERÐIR AF PIZZUM 0G HRÁSALAT Sigurbjörn Aðalsteinsson kvik- myndagerðarmaður hefur nær ein- göngu mmið við gerð leikinna stutt- mynda og hefur hann náð lengst okk- ar kvikmyndagerðarmanna á þeim vettvangi. Þekktasta kvikmynd hans og sú besta hingað til, Hundur, hund- ur (1990), er aðeins fimm mínútna löng. Hefur hún farið sigurför á stutt- myndahátíðum. 1991 gerði Sigur- björn svo Ókunn dufl, tæplega hálf- tíma kvikmynd sem vakti einnig verðskuldaða athygh og hefur verið verðlaunuð erlendis. í þeirri kvik- mynd lék Þröstur Leó Gunnarsson annað aðalhlutverkið og hann leikur einnig aðalhlutverkið í Camera Obscura, sem er nýjasta mynd Sigur- bjöms. Hún er gerð á vegum Sjón- varpsins eftir handriti Sigurbjöms sem er annað tveggja sem sigraði í handritasamkeppni sem Sjónvarpið hélt árið 1991. Stuttar kvikmyndir, sem gerðar hafa veriö fyrir Sjónvarp, hafa verið ákaflega misjafnar að gæðum. í þessu knappa formi taka kvik- myndagerðarmenn oft meiri áhættu en í löngum kvikmyndum, áhættu sem skilar sér ekki alltaf til áhorf- andans. Camera Obscura verður að teljast aðgengileg þrátt fyrir torrætt efni en um tíma hélt ég að enn einu sinni ætti að skilja við áhorfandann þar sem hann situr uppi með að þurfa að tengja söguna við einhver yfimáttúruleg öfl. En þrátt fyrir að endirinn sé veikasti hluti myndar- innar er hann á skiljanlegum nótum. Þegar á heildina er litið er Camera Obscura ekkert stórvirki, til þess er Sálfræðingurinn Kristín (Hanna María Karlsdóttir) fær Ijósmyndarann Guð- jón (Þröst Leó Gunnarsson) til meðferðar þegar hann missir minnið. söguþráðurinn um ljósmyndarann, sem missir minnið og leitar eftir því Kvikmyndir Hilmar Karlsson í gegnum síðustu filmurnar sem hann tók, í rýrara lagi en öll tækni- vinna, kvikmyndataka og leikstjóm er vel af hendi leyst og leikur allur til fyrirmyndar. Það reynir mest á Þröst Leó, sem nær góðum tökum á ljósmyndaranum, og Guðrúnu Mar- inósdóttur sem leikur hina dular- fullu Hildi sem er ekkert dularfuh þegar upp er staðiö. Guðrún býr yfir þokka, sem nauðsynlegt er, og því verður persónan áhugaverð. CAMERA OBSCURA Lelkstjórn og handrit: Sigurbjörn Aðal- steinsson. Kvikmyndataka: Páll Reynisson. Klipping Skafti Guömundsson. Hljóð: Agnar Einarsson. Tónlist: Eyþór Arnalds. Aðalhlutverk: Þröstur Leó Gunnarsson. Guðrún Marinósdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson. Hótel Esja 68 08 09 Mjódd 68 22 08 HRAÐNAMSTÆKNI í TUNGUMÁLANÁMI Nýjung!!! Kennsla í tælensku hefst 3. mars NÁMSKEIÐ í ENSKU - ÞÝSKU - DÖNSKU - FRÖNSKU - ÍTÖLSKU - SPÆNSKU - JAPÖNSKU - PORTÚGÖLSKU OG í ÍSLENSKU FYRIR ÚTLENDINGA ERU AÐ HEFJAST. SKRÁNING STENDUR YFIR SÍMI 10004 MALASKOLINN MIMIR m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m ...06 ÞÚ SITUR STOLUJ^B UNDIR STVRI Líttu við og sjáðu hvað bíllinn er nettur en rúmgóður, kraftmikill en sparneytinn. Tígulegur i útliti en með látlaust yfirbragð, tæknilega vel útbúinn og á ótrúlega lágu verðí. Verð frá hr. 1.139.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.