Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1993, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR1. MARS1993 Fólk í fréttum Kolbrúnu Björgólfsdóttur leir- listamanni, Laugamestanga 62, Reykjavík, voru veitt Menningar- verölaun DV nú í ár fyrir listhönn- un. Starfsferill Kolbrún fæddist á Stöðvarfiröi 18.3.1952 og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hún stundaði nám viö Al- þýðuskólann á Eiðum 1967-69, við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík 1969-73, stundaði hstnám við Skolen for brugskunst í Kaup- mannahöfn 1973-75 og dvaldi eitt ár við listnám í Bandaríkjunum sem styrkþegi Íslensk-ameríska félags- ins 1984. Kolbrún stofnaði verkstæði í Reykjavík 1976 sem hún starfrækti til 1980. Hún stundaði kennslu við keramikdeild Myndhsta- og hand- íðaskólans 1976-80 og var yfirkenn- ari deildarinnar frá 1978. Kolbrún fiutti í Búðardal 1980 og stundaði þar rannsóknir í fjögur ár á Búðardalsleimum á vegum Dala- leirs hf. og Iðntæknistofnunar. Hún stofnsetti vinnuverkstæði og gaherí í tengslum við það í Reykjavík 1984 sem hún hefur hvort tveggja starf- ræktsíöan. Kolbrún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Póllandi, Tékkóslóvakíu, Bandaríkjunum og Japan. Þá hefur hún haldið einkasýningar á Kjar- valsstööum, þrisvar í Gaherí Lang- brók, á Sólon íslandus, í Gaherí Nýhöfn, í Búðardal og í Borgamesi. Hún gerði skímarfont fyrir kirkj- una á Stöðvarfirði og á, ásamt manni sínum, verk í Nóbels aka- demíunni í Svíþjóð. Fjölskylda Maður Kolbrúnar er Magnús Kjartansson, f. 4.8.1948, myndhstar- maður. Hann er sonur Kjartans Guðbrandssonar, nú látinn, flug- manns í Reykjavík, og Eydísar Hansdóttur húsmóður. Böm Kolbrúnar og Magnúsar era Elsa Björg, f. 21.12.1978, nemi, og Guðbrandur Magnússon, f. 23.3. 1989. Systur Kolbrúnar eru Svanhvít, f. 18.3.1946, skrifstofumaður á Stöðv- arfirði, gift Hávarði Helgasyni stýri- manni og eiga þau þijú börn; Berg- lind, f. 8.1.1961, fiskvmnslukona á Stöðvarfirði og á hún einn son. Foreldrar Kolbrúnar: Björgólfur Sveinsson, f. 25.12.1913, d. 1967, verkstjóri og sveitarstjórnarmaður á Stöðvarfirði, og Kristín, f. 4.11. 1920, húsmóðir. Ætt Björgólfur var bróðir Petru, steinasafnara á Stöðvarfirði. Björg- ólfur var sonur Sveins, útvegsb. á Bæjarstöðum, Björgólfssonar, b. í Snæhvammi, Stefánssonar, b. þar Þórðarsonar, b. í Ósi í Breiðdal, Gíslasonar. Móðir Stefáns var Þóra, systir Jóns, langafa Sigfúsar Sigfús- sonar þjóðsagnasafnara og Jóns, föður Eysteins, fyrrv. ráðherra, og Jakóbs prests, foður Þórs veöur- fræðings og Svövu rithöfundar. Þóra var dóttir Stefáns, b. á Þver- hamri, bróður Sigríðar, langömmu Benedikts, afa Þórbergs Þórðarson- ar. Stefán var sonur Magnúsar, prests á Hallormsstað, Guðmunds- sonar, og Kristínar Pálsdóttur, pró- fasts í Valþjófsdal, Högnasonar. Móðir Kristínar var Þóra Stefáns- dóttir, skálds í Vallanesi, Ólafsson- ar, skálds í Kirkjubæ, Einarssonar, skálds í Heydölum, Sigurðssonar. Móðir Sveins var Kristín Jónsdóttir, b. á Þverhamri, Bjarnasonar, b. þar, bróðurÞóra. Móðir Björgólfs var Svanhvít Pét- ursdóttir, b. í Lindarbrekku, Jóns- sonar, b. á Hólalandi, Stefánssonar. Móðir Svanhvítar var Sigrurós Sig- urðardóttir, hreppstjóra á Skála á Berufjarðarströnd, Antoníusarson- ar. Kristín er dóttir Helga, sjómaims á Eskifirði, Ólasonar, sjómanns á Húsavík, Jónatanssonar, bróður Baldvins skálda. Móðir Kristínar var Oddný Þóra, systir Kristjáns, afa Guðmundar Hauks tónhstar- Kolbrún Björgólfsdóttir. manns. Oddný var dóttir Magnúsar, b. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði, Bjamasonar, b. í Flautagerði frá Hólakoti í Reykjavík, Sigurðssonar. Móðir Magnúsar var Kristin Hösk- uldsdóttir, b. á Kirkjubóh í Stöðvar- firði, Arasonar. Móðir Oddnýjar var María Jensdóttir, dansks beykis. Móðir Maríu var María Karóhna Sigurðardóttir, b. og pósts á Sehátr- um, en bróðir Maríu var Níels Sig- urðssonpóstur. Afmæli Sigvaldi Halldórsson Sigvaldi Halldórsson söðlasmið- ur, Aðalbraut 55, Raufarhöfn, er 85 áraídag. Stafsferill Sigvaldi fæddist að Flautafelh í Þistilflrði en fluttist á fyrsta ári með foreldrum sínum aö Svalbarðsseli í sama firði og ólst þar upp. Sigvaldi stundaði búskap í Sval- barðsseh á áranum 1936-49 og á þeim tíma byggði hann upp öll hús jarðarinnar og stækkaði tún. Árið 1949 fluttist Sigvaldi með fjöl- skyldu sinni til Raufarhafnar þar sem hann stundaði framan af ýmsa vinnu, en síðar mest fiskvinnu. Árið 1966 var hann við nám í Fiskmats- skólanum og starfaði síðan sem fisk- matsmaður th ársins 1975. Sigvaldi lærði ungur söðlasmíði hjá Einari Hjartarsyni frá Álandi og stundaði hana ásamt annarri vinnu og eingöngu frá árinu 1975. Hann er nú hættur störfum og dvel- ur á Sjúkrahúsinu á Húsavík. Fjölskylda Sigvaldikvæntist9.6.1939 Guðnýju Soffiu Þorsteinsdóttur, f. 30.4.1921, húsmóðurfráBrekku- koti. Hún er dóttir Þorsteins Stef- ánssonar, b. í Brekknakoti í Þistil- firði, og Jóhönnu Sigfúsdóttur, hús- móðurþar. Sigvaldi og Guðný eignuðust fjög- ur börn. Þau era: Aðalsteinn, f. 1938, sjómaður á Raufarhöfn, kvæntur Sigríði Hrólfsdóttur og eignuðust þau tvo syni; Sigurveig, f. 1942, hús- móðir og starfsmaður Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, gift Sig- fúsi Jónassyni og eiga þau þrjá syni; Jóhann, f. 1946, sjómaður í Grinda- vík, kvæntur Páhnu Valsdóttur og eiga þau einn son. Jóhann á enn- fremur fjóra syni frá fyrra hjóna- bandi; og Hólmgrímur, f. 1954, út- gerðarmaður á Þingeyri, kvæntur Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur. Fyrir átti Hólmgrímur þrjú böm frá fyrra hjónabandi. Systkini Sigvalda vora fjögur: Kristján, smiður á Akureyri, sem nú er látinn; Þorbjörg, lengi hús- móðir í Ártúni á Langanesi; Sæ- mundur, smiður og múrari á Rauf- arhöfn, sem nú er látinn; og Ingi- björg, húsmóðir á Þórshöfn. Foreldrar Sigvalda voru Hahdór Kristjánsson, f. 19.3.1878, d. 24.12. 1967, b. í Svalbarðsseh og Sigurveig Sigvaldadóttir, f. 23.6.1874, d. 4.2. 1953, húsmóðir frá Hafrafehstungu í Öxarfirði. Ætl Foreldrar Halldórs voru Kristján, b. í Kohavík og víðar í Þistilfirði, Jóhannesson og k.h. Sigríður Jónas- dóttirhúsmóðir. Foreldrar Sigurveigar vora Sig- valdi Eiríksson og Ingibjörg Jóns- dóttir sem bjuggu ahan sinn búskap í Hafrafellstungu. Eiríkur var frá Hafrafehstungu, Sigvaldason, Sig- Sigvaldi Halldórsson. valdasonar, b. þar, Eiríkssonar, b. á Kethsstöðum í Jökulsárhhð og á Hauksstööum á Jökuldal, Styr- bjarnarsonar. Kona Eiríks var Her- borg frá Grímsstöðum á Fjöhum, Sigurðardóttir, b. þar, Jónssonar. Menning Jarrett spilar Shostakovítsj Meðal athyghsverðra hljómdiska, sem nú fást í hljómplötuverslunum, er einn sem hefur að geyma 24 prelúdíur og fúgur op. 87 fyrir píanó eftir Dmitri Shos- takovítsj. Sá sem leikur á píanóið er Keith Jarrett. Hann er þekktur djassleikari sem leggur einnig fyrir sig fagra tónhst og er fróðlegt að heyra hvemig honum tekst að fást við Shostakovítsj. Prelúdíur og fúgur Shostakovítsj hafa fyrirmynd í samnefndum verkum Jóhanns Sebastian Bach. Prelúdíur og fúgur Bachs era grundvaharverk sem enginn tónlistarmaður kemst hjá að kynna sér. Þær gegna lykilhlutverki í menntun og þjálfun hljómborðs- leikara og ekkert tónskáld getur tekið sig alvarlega sem ekki hefur farið í gegnum þann skóla sem þessi verk era. Þau hafa þrátt fyrir hið mikla menntunar- ghdi ekki siður þýðingu frá fagurfræðhegu sjónarm- iði. Höfimdur hefur þessara pistla hefur t.d. upptökur af prelúdíum og fúgum Bachs í bifreið sinni og leikur reglulega á ferðum sínum th að minna sig á hve hátt stórmenni tónhstarinnar teygja sig. Shostakovítsj fær formiö að láni hjá Bach. Verk hans era einnig byggð á tóntegundum þótt með öðrum hætti sé en hjá Bach. Meðferð stefja og hendinga hjá Shostakovítsj á einnig flest skylt við hina fomu hefð. Þrátt fyrir hið hefðbunda yfirborð era þessi verk með mjög skýrum höfundareinkennum og mundi stílhnn auðveldlega þekkjast hvar sem væri. Þetta eru mjög vel samin verk og ljóst að form og efni leikur í höndum höfundar. Svo skemmtheg sem þau era áheyrnar geta þau samt ekki tahst sambærheg að hugmyndaauðgi Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson og fjölbreytni við verk hins mikla Bachs. Enda hefur slíkur samanburður áreiðanlega ekki verið thgangur höfundar, heldur hitt að syngja hinni óhlutkenndu hst lof. Ekki er unnt að finna mikið að píanóleik Jarretts. Tækni hans og nákvæmni er mjög góð. Það er athyglis- vert, þegar bakgrunnur hans í diassi er hafður í huga, hve vel hann leikur hina hægu og draumkenndu þætti og hversu vel honum tekst stundum að syngja á píanó- ið. Upptakan er ágæt. Þó örlar stundum á of núklum endurhljómi fyrir smekk undirritaös. Margrét Kr. Meldal, Skipholti 46, Reykjavík. 80 ára Sigríður Karlsdóttir, Hrafnistu við Kleppsvog, Reykja- Jón Elberg Baldvinsson, Löngubrekku 43, Kópavogi. Haukur Qtterstedt, Grýtubakka22, Reykjavik. Svanhvit Kjnrtansdóttir, Lambhaga 20, Seifossi. Guðný Þórarinsdóttir, Aðahandi 8, Reykjavík. 75 ára Vilhjálmur Sigurjónsson, Vhhjálmur verður að heiman á af- mælisdaginn. Sveina Lárusdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík. Aðalsteinn Einarsson, skipstjórí og útgeröarmaður, Gai’ðstig 3, Hainarfirði. María Friðriksdóttir, fflugagötu 36, Veslmannaeyjum. Jón Ögmundur Þormóðsson, Laugarásvegi 29, Reykjavík. 40 ára Jóhanna Júlíusdóttir, HáalundiS, Akureyri. Nanna Steindórsdóttir, Strandhöfn, Vopnafirði. Ragnar Ragnarsson, Hlégerði9, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.