Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR13. MARS1993
Nýstárlegur fermingarundirbúningur hjá sr. Cecil Haraldssyni fríkirkjupresti:
Dvelur með bömin í ferm-
Sr. Cecil Haraldsson, sóknar-
prestur í Fríkirkjunni, fer ótroðnar
slóðir við að búa böm undir ferm-
inguna. Hann fer með þau í viku-
tíma út á land þar sem þau dvelja
við námog leik. Auk sr. Cecils ann-
ast hópinn ráðskona og tveir tóm-
stundafulltrúar.
„í vor sem leið fékk ég lánaðan
skólann á Reykhólum í Barða-
strandarsýslu," sagði sr. Cecil.
„Þar geta verið í heimavist 18 böm
í senn. Við dvöldum þarna í viku-
tíma. Þama fómm við að miklu
leyti í gegnum bóklegan hluta
ferminganmdirbúningsins. Við
höfðum aðgang að kirkjunni og
okkur varð mikið úr verki. Síðan
komu börnin nokkrum sinnum til
mín að dvöhnni þama lokinni til
þess að fullkomna fermingarundir-
búninginn. í búðunum náðum við
40-45 kennslustundum aUt í aUt en
miðað er við að fermingarundir-
búningúrinn sé 60 kennslustundir.
Þetta þýðir að þegar kemur að ára-
mótum, árið sem bömin eiga að
fermast, þá em þau langt til búin
með undirbúninginn og geta vaUð
sér fermingardag."
Aftur í ár
Á síðasta ári voru það samtals 12
börn sem fóru í fermingarbúðimar
á Reykhólum. Sr. Cecil segist stað-
ráðinn í að hafa þennan háttinn á
aftur í ár.
„Ástæðan er sú að vegna þess hve
Fríkirkjusöfnuðurinn er dreifður
um aUt höfuðborgarsvæðið og
bömin sitt í hverjum skólanum er
ákaflega erfitt að ná til þeirra. Þetta
hefur verið landlægt hjá okkur frá
því að borgin fór að stækka aö ráði.
Bömin vilja fylgja sínum félögum,
þannig að okkur datt í hug að bjóða
þeim þennan kost áður en þau yrðu
alveg föst með bekknum sínum.
Þá hafði ég kynnst ýmsum mynd-
um af slíkum fermingarundirbún-
ingi erlendis, þannig að þetta er
náttúrlega innflutningur að því
leytinu til. Það er til í dæminu að
fermingarundirbúningur fari fram
í öðru landi. Ég neita því ekki að
það væri afskaplega gaman að fara
í 3ja vikna fermingabúðir til Eng-
lands og hafa það bæði fermingar-
undirbúning og enskukennslu í
senn. Ég hef hugleitt þetta og þekki
persónulega mann sem hefur rekið
þannig starf frá Svíþjóð um árabil.
Hann var með 90 böm í 3ja vikna
ferð þegar ég kynntist honum. Þau
bjuggu á enskum heimilum og vom
að hluta til.við fermingarundirbún-
ing og að hluta til í enskunámi."
Fristundirnar eru skipulagðar líka þannig að börnunum gagnist dvölin sem best.
Sr. Cecil Haraldsson tríkirkjuprest-
ur. DV-mynd GVA
í fermingarbúðunum fá börnin 40-45 af þeim 60 kennslustundum sem þeim eru ætlaðar í fermingarundirbún-
inginn.
Samvera til góðs
Sr. Cecil sagðist álíta að dvöhn í
fermingarbúðunum væri mjög af
hinu góða fyrir börnin. Hún gerði
það aö verkum að þessi hópur
kynntist vel. Börnin væm saman
þennan tiltekna tíma, borðuðu og
svæfu undir sama þaki, ættu frí-
stundimar saman og lærðu margt
á þessum vikutíma.
„Það er vont að meta hvort fræð-
in ná betur til þessara barna heldur
en hinna sem ganga á hefðbundinn
hátt til préstsins. Ég hef ekki neinn
samanburðarhóp. Eitt er þó víst að
ekki nær námið verr til þeirra en
hinna. Þau mæta öll í alla tíma,
hafa ákveðirin tíma til að'undirbúa
sig á herbergjunum og frístundirn-
ar eru skipulagðar líka. Þá var far-
ið í fjallgöngu, eyjaferð og siglingu.
Þau sáu sauðburð og fóru eins
nærri arnarhreiðri og leyfilegt er.
Þannig var leitast við að kynna
þeim líf úti í náttúrunni í bland við
aðra fræðslu."
-JSS
T
Úlfaldanum
Þaö er öflugt félagsstarf sem fimmtudagskvöldumeruofthaldn-
fram fer í leiguhúsnæði SÁÁ í Ár- ir tónleikár 6g á fostudagskvöldum
múla 17a. Þarna em Úlfaldinn og er diskótek eða opið hús til skiptis.
Mýflugan starfrækt, en það er heiti Á laugardagskvöldum er mest um
félagsaðstöðu sámtakanna. Mý- • aö vei;a í Ulfaldanum og Mýflug-
flugan er lítil kafflstofa en Úlfald- unni. Þá er opið hús og m.a. hægt
inn stór salur sem rúmar um 250 að horfa á knattspymuleiki í sjón-
manns. varpi. Áhugamenn' úm tafl-
Félagsstarfið er mjög fjölbreytt. mennsku fylla salinn fram eftir
Haldin eru námskeið, spilað, teflt, degi en klukkan 20 hefst félagsvist.
dansað, sungið og leikið. Á þriðju- Annaö hveri laugardagskvöld em
dagskvöldum er spilað bridge, á haldnir dansleikir á vegum Fót-
menntafélags SÁÁ. Einnig hefur
verið efnt til dansnámskeiöa sem
eru mjög vel sótt.
Þann 17. mars nk. veröur sérstakt
kántríkvöld í Úlfaldanum þar sem
fram koma valdar hijómsveitir,
auk sérstaks „kántribands“ sem
sett var saman í tilefni kvöldsins.
Þama mun danshópur úr Fót-
menntafélaginu sýna amerískan
hringdans og fleira veröur til gam-
ans gert.