Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. MARS 1993 Fordkeppnin a fimmtudag: Tólf stúlkur keppa til úrslita - úrslitakvöldið verður á Sólon íslandus Tólf glæsilegar stúlkur munu keppa um titilinn Ford- stúlkan 1993 á Sólon íslandus næstkomandi fimmtudag. Stúlkurnar eru á aldrinum fimmtán til tuttugu og eins árs. Þrjár eru utan af landi en níu af höfuðborgarsvæð- inu. Það var Eileen Ford sem valdi stúlkumar úr eitt hundrað tuttugu og sex umsækjendum. Aldrei fyrr hafa svo margar stúlkur kost á sér í keppnina. Fordkeppnin að þessu sinni verður með einfoldu sniði. Hún verður haldin á kaffihúsinu Sólon íslandus við dill- andi jasstónlist hljómsveitar Ólafs Stephensen. Þá mun Raddbandið þenja söngböndin fyrir gesti. Stúlkurnar, sem taka þátt í keppninni, munu sýna tískufót frá þrem- ur verslunum, Plexiglass í Borgarkringlunni, tískuversl- uninni Kúmeni í Kringlunni, versluninni Vero Moda, Laugavegi 79, og versluninni Kókó í Kringlunni. Kynnir kvöldsins verður Baltasar Kormákur, einn af vinsæl- ustu leikurum þjóðarinnar af yngri kynslóðinni. Hér á eftir fara kynningar á þátttakendum. Fyrir myndatökur voru þær farðaðar með Gale Hayman Be- verly Hills, snyrtivömm frá REKÍS. Það voru fórðunar- meistararnir Svanhvít Valgeirsdóttir, sem starfar hjá íslensku óperunni, og Helga Jónsdóttir hjá REKÍS sem sáu um snyrtingu. Um hárgreiðslu sáu Alli, Kalli og Gunnar á hárgreiöslustofunni Kompaníinu, Ármúla 15, en sú stofa á einmitt tveggja ára afmæli um þessar mundir. Sömu hárgreiöslumeistarar munu greiða stúlk- unum á úrslitakvöldinu. Jóna Lárusdóttir og starfsfólk Módel 79 sjá um að æfa stúlkurnar í göngu fyrir úrslita- kvöldið og gefa þeim góð ráð varðandi framkomuna. Það er Anne Gorrisson sem kemur hingað til lands frá New York og velur sigurvegara keppninnar. Sú stúlka sem kjörin verður Fordstúlkan 1993 fer til Los Angeles í sumar og tekur þátt í keppninni Supermodel of the World. Stúlkumar fá aUar snyrtivörupakka frá heild- versluninni REKÍS og Sólbaðsstofa Reykjavíkur gefur þremur efstu stúlkunum ljósakort. Sú sem hreppir fyrsta sætið fær einnig vöruúttekt frá versluninni Kúm- eni, Kringlunni, og skóversluninni Bossa Nova, Kringl- unni. Þá fá þijár efstu stúlkurnar Versus Donna ilmvör- Strákarnir hjá Hárkompaniinu, Ármúla 15, sjá um hár- greiðsluna á Fordstúlkunum að þessu sinni, jafnt á myndunum hér á síðunum sem á úrslitakvöldinu. DV-myridir Brynjar Gauti Sveinsson. ur frá Gianniver Sace, frá heildversluninni Klassík. Loks fá stúlkurnar Filo Doro-sokkabuxur. -ELA Fæðingardagur og ár: 18. mars 1977 Hæð: 173 sm. Staóa: Er í tíunda bekk grunnskólans á Akranesi. Leiðin liggur í fjölbraut á mála- braut en framtíðin er óákveðin. Áhugamál: Félagsstarf meðal unglinga höfðar mjög til mín og ég hef starfað nokkuð að slíkum málum. Er í starfs- klúbbi og ferðaklúbbi. Foreldrar: Gylfi Borgþór Guðmundsson og Bryndís Ragnarsdóttir. Ragna á fimm systur. Heimili: Akranes. Nafn: Esther Ósk Erlingsdóttir. Fæðingardagur og ár: 29. júlí 1973 Hæð: 173 sm. Staða: Heimavinnandi húsmóðir um þessar mundir og sé um lítinn son. Var síðast á heimavistarskólanum á Núpi. Áhugamál: Már þykir mjög gaman að þjálfa líkamann og hef verið í alls kyns líkamsrækt. Útivera heillar mig og ég fer oft út í góða göngutúra. Foreldrar: Þorleifur Kristinn Valdimars- son og Pálína Esther Guðjónsdóttir. Est- her á tvö systkini. Maki: Anton Kevin Antonsson. Heimili: Keflavík. Nafn: Berglind Ólafsdóttir. Fæðingardagur og ár: 4. júní 1977. Hæð: 176 sm Staða: Er í tíunda bekk í Víðistaðaskóla. Ég stefni á framhaldsskóla næsta vetur en hef ekki enn ákveðið hvaða skóli það verður. Hann verður þó örugglega í Reykjavík. Áhugamál: Ég er í jassballett. Hef mikin áhuga á skíðaíþróttinni og hesta- mennsku. Foreldrar: Ólafur Svavar Vilhjálmsson og Sigrún Steindórsdóttir. Berglind er í miðjunni af þremur systkinum. Heimili: Hafnarfjörður. Nafn: Sigrún Ásgeirsdóttir. Fæðingardagur og ár: 18. maí 1976. Hæð: 178 sm. Staða: Er í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti á nýmálabraut á fyrsta ári. Hef ekk- ert ákveðið með framtíðina, er alveg óráð- in. Mig langar þó til að læra nokkur tungumál. Áhugamál: Tónlist, ferðalög og tungu- mál. Ég hef ferðast nokkuð og hef mjög gaman af því. Mig langar líka til að prófa að verða fyrirsæta. Foreldrar: Ásgeir Eyjólfsson og Sjöfn Eyfjörð. Sigrún er einkabarn. Heimili: Reykjavík. Nafn: Heiða Björk I Fæðingardagur o< Hæð: 178 sm. Staða: Er á öðru ári í Kópavogi. Langai handíðaskólann efti læra eitthvað í samb Áhugamál: Hef gai rækt, að fara í útilegi mörk, og að skemm mínum. Foreldrar: Sólrún Ré hannes Norðfjörð. H< Heimili: Kópavogui Nafn: Katla Einarsd Fæðingardagur og á Hæð: 170 sm. Staða: Er nemandi holti, á snyrtibraut. ég á að verða förðui Áhugamál: Finnst c bæði tískuförðun o mikið á tónlist og fc dæmis oft til Bandar en móðir mín er ban Foreldrar: Hope f Knútsson. Katla á eii Heimili: Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.