Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Síða 12
12 LAUGARDAGUR13. MARS1993 Erlend bóksjá Kaíró og Omaha Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Mary Wesley: A Dubious Legacy. 2. Jeff Torrington: Swing Hammer Swing! 3. Barry Unsworth: Sacred Hunger. 4. Joanna Trollope: The Choir. 5. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 6. Josephine Hart: Damage. 7. Susannah James: Love over Gold. 8. Susan Howatch: Mystical Paths. 9. Stephen Fry: The Liar. 10. Virginia Andrews: Dawn. Rit almenns eðlis: 1. Andrew Morton: , Diana: Her True Story. 2. Peter Mayle: A Year in Provence. ; 3. Peter Mayle: Toujours Provence. 4. Bill Bryson: The Lost Continent. 5. Lesiey Player: My Story: The Duchess of York, Her Father and Me. 6. Cleese & Skynner: Families & How to Survive Them. 7. Bill Bryson: Neither here nor there. 8. H. Beard & C. Cerf: The Official Politically Correct Dictionary and Handbook. 9. David Delvin: The Good Sex Guide. 10. Míchael Palin: Around the WorJd in 80 Days. (Byggt é The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Leif Davidsen: Den sidste spion. 2. Maria Helleberg: Mathilde - magt og maske. 3. Hans Scherfig: Det forsomte forár. 4. Leif Davidsen: Den russiske sangerínde. 5. Marianne Fredriksson: Evas Bog. 6. Betty Mahmoody: For mit barns skyld. (Byggt á Politiken Sondag) Enski njósnasagnahöfundurinn Len Deighton er löngu kunnur fyrir raunsæjar spennusögur um sam- skipti njósnara og svikara í leyni- þjónustum stórvelda í austri og vestri þeirrar veraldar sem var á meðan kommúnistar réðu ferðinni í Austur-Evrópu. Margir spáðu Deighton sömu ör- lögum og Berlínarmúrnum sem hann skrifaði svo mikið um. En hann kom öllum á óvart og mætti til leiks sterkari en nokkru sinni fyrr. Það sýnir þessi nýjasta spennusaga hans, City of Gold. Deighton hefur kynnt sér sögu síð- ari heimsstyrjaldarinnar og nýtir þá þekkingu vel í nýju sögunni sem ger- ist í Egyptalandi í ársbyrjun 1942. Rommel er í þeirri miklu sókn sem endaði loks með ósigri hans við E1 Alamain. Njósnari Rommels Rommel fær nákvæmar upplýs- ingar um allalierflutninga Breta frá snjöllum njósnara í Kaíró og það auðveldar honum mjög sóknina til Kaíró. Bretar senda lögreglumann til borgarinnar til að reyna að hafa upp á þessum slungna útsendara Þjóð- verja. Það er hins vegar ekki auðvelt í þessari „borg gullsins" því þar er fátt sem sýnist. Jafnvel lögreglumað- urinn reynist búa yfir alvarlegu leyndarmáli. Deighton spinnur þennan marg- brotna vef af mikilli kunnáttu. Helstu persónur hans eru áhuga- verðar, söguþráðurinn spennandi og lýsingarnar á lífinu í Kaíró htríkar. Indíánahöfðinginn Robert Ludlum er höfundur margra hressilegra spennusagna þar sem gjaman er fjallað um baráttu við hættulega hryðjuverkamenn. CIIÍOfEOlD ‘A superb example nf Deíghton’s craft’ ROBERT HARRtS SliNDAYTIMES En hann hefur einnig reynt fyrir sér á léttari nótunum. Þannig ritaði hann fyrir mörgum árum gaman- sama spennusögu, The Road to Gan- dolfo. Þar tóku söguhetjurnar, brjál- aði hershöfðinginn „Mac the Hawk“ Umsjón Elías Snæland Jónsson og skrítni lögfræðingurinn Sam De- vereaux, þátt í stórbrotnu ráni á páf- anum í Róm og varð úr því öhu hinn fáránlegasti farsi. í The Road to Omaha eru þessir tveir sérstæðu herramenn komnir á kreik að nýju. Nú hefur hershöfðing- inn breytt um stíl og gerst índíána- höfðinginn Þrumuhaus, leiðtogi Wopotamis-ættbálksins. Að baki Uggur vUji til að ná sér niðri á ráða- mönnum í Pentagon og Hvíta húsinu. Hann telur sig hafa fundið samning sem Wopotamis-indíánar hafi gert við hvíta foðurinn í Washington á síðustu öld en stjómvöld stungið undir stól og fer með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. í húíi em yfirráð yfir einu mikilvægasta land- svæði Bandaríkjanna, borginni Omaha, en þar er helsta bækistöð bandarískra eldflaugavama. Þessar aðgerðir valda mUdum taugatitringi og alls kyns ráða- braggi. Þær uppákomur eru með ólíkindum farsakenndar. Það má þvi segja að báðir þessir kunnu spennusagnahöfundar fari hér nýjar en afar ólíkar leiðir og skemmti lesendum sínum ágætlega. CITY OF GOLD. Höfundur: Len Deighton. Arrow Books. THE ROAD TO OMAHA. Höfundur Robert Ludlum. Bantam Books. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Pelican Brief. 2. Mary Higgins Clark: All around the Town. 3. Michael Crichton: Rising $un. 4. Mtchael Crichton: Jurassic Park. 5. LaVyrie Spencer: Bygones. 6. John Grisham: The Firm. 7. Timothy Zahn: Dark Force Rising. 8. Robert Ludlum: The Road to Omaha. 9. John Grisham: A Time to Kill. 10. Elizabeth Lowell: Untamed. 11. Terry Brooks: The Elf Queen of Shannara. 12. David Bischoff: Grounded. 13. John Sandford: Silent Prey. 14. Jane Smiley: A Thousand Acres. 15. Sara Paretsky: Guardian Angel. Rit almenns eðlis: 1. Maya Angelou: I KnowWhytheCaged Bird Sings. 2. Gloria Steinem: Revolution from within. 3. Piers Paul Read: Alive. 4. R. Marcinko & J. Weisman; Rogue Warrior. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 6. Al Gore: Earth in the Balance. 7. Dpborah Tannen: You just Don't Understand. 8. Judith Warner: Hillary Clinton: The Inside Story. 9. Malcolm X 8t Alex Haley: The Autobíography of Malcolm X. 10. Susan Faludi: Backlash. 11. Nancy Friday: Women on Top. 12. Jil Ker Conway: Written by Herself. (Byggt a Ncw York Times Book Review) Vísindi Læknisskoð- un gagnslaus við val á starfsfólki Læknir í Hollandi segir að ekkert gagn sé að að senda nýja starfsmenn í læknisskoðun áður en þeir eru ráðnir til verka. Mörg fyrirtæki hafa þessa reglu til að minnka áhættuna við að þjálfa nýtt starfsfólk sem síð- an veikist skömmu eftir ráðningu og verður óvinnufært. Læknirinn, Wim de Kort að nafni, hefur rannsakaö niðurstöður lækn- isskoðunar hjá mörgum fyrirtækj- um og borið þær saman við starfs- aldur fólksins. Niðurstaðan var að læknisskoðunin segði ekkert um hve heilsuhraustur væntanlegur starfsmaður verður. Veikindi koma hvori eð er oftast öllum að óvörum og heilsutæpir menn verða oft allra karla elstir. De Kort segir að því sé best fyrir fyrirtæki aö spara sér kostnaðinn við lækniskkoðanir. Tebolli kemur hjartanu í lag Norskir læknar hafa fundið út að einn bolli af tei á dag dregur úr hættunni á aö fólk fái hjartasjúk- dóma eins og kransæðastíflu. Teið virðist eyða kólesteróh úr blóðinu um leið og það lækkar blóðþrýsting. Rannsóknin á áhrifum tesins stóð í 12 ár og náði til 20 þúsund manna. Með henni þykir sannað að sam- band sé á milli tedrykkju og kólest- eróls í blóði og blóðþrýstings. Þá kom í ljós að teið hefur meiri áhrif ákonurenkarla. Mammútarnir, stærstu landdýrin sem uppi hafa verið, snöggtrusu á fáum sekúndum. Mammút- amir snöggfrusu Dýrafræðingar segja að allt bendi til að mammútamir í Síberíu hafi snöggfrosið í miklum hamförum fyrir meira en tíu þúsund áram. Nýjasta kenningin er að þeir hafi frosið á fáum sekúndum þar sem þeir stóðu. Slíkt geti aðeins gerst við meira en 100 gráða frost. Mammútar hafa fundist djúpfryst- ir í freðmýram Síberíu með hálf- tuggin sólblóm í kjaftinum. Sólblóm þurfa minnst 20 gráöa hita til að þrífast. Örlög mammútanna benda því til að þeir hafi lent í meiri náttúruham- íoram en áöur hefur verið vitað um. Hitastig hefur fallið um allt að 120 gráður á örskömmum tíma. Til að skýra þetta hefur mönnum helst dottið „kjarnorkuvetur" í hug. Vitað er um mikil eldgos á ísöldinni og aska frá þeim kann að hafa byrgt fyrir allt sólskin á skömmum tíma og þá hafi skollið á fimbulvetur á augabragði. Hjartað minnkar með aldrinun Hjarta meðalmanns er um 1424 grömm þegar hann er á besta aldri. Hjartaö minnkar síðan þegar ellin gengur í garð og gamall maður hef- ur misst um 30 grömm af hjarta sínu. Apamæður reyna að koma ungum sinum á framfæri við fínu apana. Apar klifra í þjóðfélags- stiganum Apar klifra í trjánum. Það vissu alhr en hitt vissu færri að þeir klifra líka í þjóðfélagsstiganum. Þetta hafa dýrafræðingar fundið út eftir rann- sóknir á hópum apa í frumskógum Afríku. Einkum eru þaö apamæður sem vilja koma ungum sínum til metorða. Dýrafræðingarnir tóku eftir að apamæðumar vora öllum stundum að koma afkvæmum sínum í kynni við aðra unga. í fyrstu virtist tilvilj- un ráða þessu atferli en svo kom í ljós að í 90% tilvika reyndu mæð- uraar að finna ungum sínum leikfé- laga úr efri stigum samfélags ap- anna. Dýrafræöingarnir halda að apa- mæðurnar geri þetta til að koma ungum sínum áfram með því að stofna til æskukynna unga sinna við finu apana í hópnum. Veirum att gegn krabba- meinsfrumum Vísindamenn í Heidelberg í Þýskalandi eru aö gera tilraunir með að nota veirur til að drepa krabbameinsfrumur. Vonastþeir til að þessi aðferð komi í fyllingu tímans í stað hefbundinnar lyfja- meðferðár. Veirurnar hafa þegar skilað ár- angri við að draga úr vexti krabba- meinsæxla í músum. Vandinn er að finna og þróa þær veirur sem ráðast bara á krabbameinsframur en ekki. heilbrigðar. Táknmáls- orðabók í tölvu í Danmörku er komin út tilrauna- útgáfa af táknmálsorðabók í tölvu. í hvert sinn, sem spurt er um orð, kemur fram mynd af því á tákn- máli heymarlausra. Reynslan sýnir að myndin þarf aðeins að vera í 1,5 sekúndur á skjánum til að notandinn átti sig á við hvað er átt. Því er ekki eins taf- samt að nota bókina eins og ætla mættiífyrstu. í dönsku útgáfunni eru um 1500 tákn en vonir standa til að hægt veröi að fjölga þeim um helming innan skamms. Mesti vandinn viö bókina er aö nokkuð öflugar tölvur þarftilaðnotahana. Nudd gegn þung- lyndi og eyðni Hópur lækna við háskólann í Miami í Flórída er að rannsaka hvaða áhrif gamaldags nudd hefur á líkamann og heilsu manna. Læknamir, sem starfa undir stjóm Tiffany Fields, hyggjast sanna að nudd hafi fleira til síns ágætis en að láta fólki líða vel. Þegar eru komnar vísbendingar um að nudd geti dregið úr þung- lyndi hjá unglingum. Þá er verið að rannsaka áhrif þess á ónæmiskerfi líkamans. Læknamir segja að tilraunir með nudd fyrir böm, sem smitast hafa af eyðni í móðurkviði, lofi góðu og auki mótstöðu líkamans gegn eyðni- veiranni. Meiri rannsóknir þarf þó áður en þetta fæst staðfest. Umsjón Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.