Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 13. MARS 1993 43 „Þeir sem hefja ástarsamband við aðra manneskju með hugmyndafræði dægurlagatexta sér aö leiðarljósi verða fljótlega fyrir miklum vonbrigðum. Fullkomið hjónaband er sýnd veiði en ekki gefin.“ Spáðí speglasal „Mér finnst eins og ég hafi keypt köttinn í sekknum," sagöi hann mæðulega. „Hjónabandið er á eng- an hátt eins og ég vildi. Kynlífið er út í hött, önnur samskipti mótast af kulda og trekk.“ Eftir dapurlega þögn og stunu, ættaða frá hjarta- rótum, hélthann áfram og sagði frá brostnum vonum. Læknirinn hans hlustaði af athygh. Hann fann fyrir örvæntingu þessa manns og óánægju með lífið og sjálfan sig. Dagarnir voru í engu samræmi viö draumana. Veruleikinn rímaði ekki við væntingamar. Guð hefði svikið hann um lífið sem honum bar aö eignast. Læknirinn rifjaði upp í huganum speglasaUnn í Tí- volíinu í Vatnsmýrinni endur fyrir löngu. Sem ungur drengur hafði hann leitað í þennan sal og staðið langdvölum fyrir framan speglana og virt fyrir sér afskræmdar mynd- ir af eigin líkama. Einn spegillinn gerði hann háan og mjóan, annar feitan og stuttan, í þeim þriðja var hann bæði stór og sver. „Hver af þessum spegilmyndum er ég sjálf- ur?“ hugsaði hann stundum með sér. „Er þessi maður ég, eða er ég orðinn að honum?“ Speglasalur væntinganna Læknirinn skráði síðar í dagbók sína: „Draumaheimurogvænting- ar margra til lífsins eru eins og speglasalurinn forðum. í spegU væntinganna skrumskæUst heim- urinn og verður langur og mjór eða stuttur og sver. Sumir trúa á þessa spegilmynd og fyUast gremju og reiði þegar raunheimurinn líkist henni ekki á neinn hátt. Þeir fyU- ast vonleysi og þeim finnst eins og loforð hafi veriö svikin og samning- ar brotnir. Goðsögnin um fullkom- iö hjónaband er einn speglanna í speglasal væntinganna. Margir halda að sér muni takast að finna maka sem standist aUar kröfur. Þeir lifa á draumaheimi ástarsagn- anna. Strákur og stelpa hittast og verða ástfangin, hvort sem þau heita NjáU og Bergþóra eða Ric- hard Gere og JúUa Roberts. TU- hugalífið er menúett eða hipp-hopp í höU hamingjunnar. Þau giftast með glæsibrag og Ufa í velsæld og alsnægtum tíl ævUoka. Ótal dæg- urlagatextar fjaUa um þessa sönnu Á laáknavaktiimi ást, þúsundir kvikmynda og mörg tonn af misgóðum bókum. Þeir sem hefja ástarsamband við aðra mann- eskju með hugmyndafræði dægur- lagatexta sér að leiðarljósi verða fljótlega fyrir miklum vonbrigðum. FuUkomið hjónaband er sýnd veiði en ekki gefin. Mörg hj ón eiga ham- ingjusamar stundir saman ein- hvem tíma en á öðrum tímum mótast tílveran af erfiðleikum, áhyggjum, ósætti, veikindum og vonbrigöum. Um þessar skugga- hUðar hjónalifsins er þó sjaldnast sungið í dægurlögum. Ósáttir sjóarar Sjósóknarar skiija að á íslands- miðum er aUra veðra von. Stund- um skín sól í heiði og báturinn mokfiskar en oft er haugasjór og UtUl afli. Þá stoðar Utt að horfa ásakandi tíl himins og telja sig hafa í höndunum eilífðarsamning um meðbyr og gott gengi. Hjónabandið er eins og sjóferð þar sem skiptast á skin og skúrir, meðbyr og ágjöf, mokveiði og ekkert fiskirí. Sjómað- urinn getur þó kennt höfuðskepn- unum um hrakninga sína en á út- hafi hjónabandanna eru fýla, duttl- ungar, þvermóðska og ósáttfýsi þær skepnur sem ýfa upp sjóina. Hyaðumkynlífið? í samböndum þar sem ást, um- hyggja og gagnkvæmur skUningur ráða ríkjum er kynlífið yfirleitt ágætt. ÖU vandamál daglegs lifs endurspeglast í kynlífinu og móta það. Þess vegna verður að leysa máUn og komast að einhveiju sam- komulagi áður en flautaö er tíl ástaleikja. Heitar samfarir leysa ekki djúpan ágreining um fjármál heimilisins eða upþeldi bamanna. Ónærgætin orð, sem sögð eru i fljótfæmi, verður að fyrirgefa áður en hægt er að njótast í einlægni. Þeir sem leita að kynferðislegri fulikomnun ættaðri úr speglasal væntinganna verða fljótlega fyrir vonbrigðum. Þaö eykur á vandann að speglasalir væntinganna em tveir en ekki einn. Annar aðilinn hefur þá hugmynd að hamingju- samt kynlíf feUst í nærgætni og bUðu og löngum forleikjum. Hinn telur að lykilUnn að góðu kynlífi sé tryllingur, æsingrn- og ofsi. Bæði gera þau ákveðnar kröfur til kyn- lífsins sem rekkjunauturinn á erf- itt með að standa undir. Draumur og veruleiki rekast hvor á annars hom. Bæði veröa óhamingjusöm og kvarta undan svikinni vöm. Það er erfitt að lifa Ufinu með annan fótinn í speglasal eigin væntinga. Lífiö mótast af endurteknum árekstrum. Betra er að bijótast út úr speglasalnum og fara að lifa líf- inu frá einum degi til annars og pjóta stundarinnar en hætta að Ufa ídraumaheimi. Ökuskóli Sigurðar Gíslasonar sf. Aukin ökuréttindi (meirapróf). Næsta námskeið verð- ur haldið í Reykjavík dagana 23. mars - 27. apríl ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram næstu daga hjá Viðskiptamiðlun h/f, Tryggvagötu 16, 3. h. S. 629510 - 679094 og 985-24124. Fyrirhugað er að halda námskeið í „ferða- og farþegafræði" í byrjun maí ef næg þátttaka fæst. ---------------------------------\ Útboð Landgræðsla á Vestfjörðum 1993 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í land- græðslu á Vestfjörðum árið 1993. Heistu magntölur: Nýsáning 107 hektarar og áburðardreifing 15 hektarar. Verki skal lokið 15. júlí 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald- kera), frá og með 15. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 29. mars 1993. Vegamálastjóri V________________________________________________/ Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata Tillaga að deiliskipulagi á staðgr.r. 1.161.1 og 2, sem markast af Kirkjugarðsstíg, Garðastræti, Túngötu og Suðurgötu, er auglýst samkvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964. Uppdráttur með greinargerð verður til sýnis hjá Borg- arskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, kl. 9.00-13.00, alla virka daga frá 15. mars til 26. apríl 1993. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en 10. maí 1993. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúnl 3, 105 Reykjavík Til leigu í hjarta borgarinnar Til leigu u.þ.b. 700 fm óinnréttað húsnæði ná- lægt Hlemmtorgi. Hús- næðið getur hentað vel fyrir ýmsan léttan iðnað, líkamsræktarstöð o.m.fl. Nánari upplýsingar Helgi Jóhannesson hdl. Lágmúla 7, sími 812622

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.