Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR13. MARS1993 ■ - Guðrún i hlutverki Pálínu sem „er með krullur og puntar sig í þokkabót fyrir manninn sinn' DV-mynd BG Dagur í lífl Guðrúnar Gísladóttur leikara: Þrír dag- arífrum- sýningu -og skjálftinn kominn í aðstandendur bókina. Upp úr klukkan 5 kom dóttir mín heim úr leikskólanum, eöa öllu held- ur kötturinn sem hún er þessa dag- ana. Viö fórum náttúrlega í kisuleik og mjálmuðum góða stund, en fórum svo blessunarlega að teikna og klippa. Að því loknu fór ég aftur upp í rúm með bömunum og þýddi eitt Andrésarblað. Aftur í leikhúsið Nú var komið að því að fara aftur upp í leikhús. Drjúgur hluti dagsins fer í hárgreiðslu í dag. Við lékum sýninguna í fyrsta sinn fyrir fáeinar hræður og það var átak eins og vana- lega. Eitt og annað fór þar úrskeiðis, en mér heyrðist á aðstandendum að sú ætlun okkar að halda áhorfendum í vafa allan tímann hefði tekist. Páhna Salas er frekar veikbyggð kona sem vinnur þarna þrekvirki en hvort það var til einhvers er vafa- mál. Ég veit ekki. Klukkan var að verða 12 þegar ég kom heim af kvöldæfingunni. Þá eld- aði ég minn vinsæla næturverö, við borðuðum hjónin og horíðum á átta- fréttirnar í sjónvarpinu. Síðan spil- uðum við gamla Cohen-plötu nokkr- um sinnum og dönsuðum svolítið. Við fórum að sofa milli klukkan 2 og 3. Mánudaginn 8. mars vaknaði ég klukkan átta. Ég tók lýsi, drakk vatn og kaffi, át brauð og bruddi C-víta- mín. Klukkutíma síðar, eða klukkan níu, var ég mætt í leikhúsið þar sem lokakafli æfinganna á chÚeanska leikritinu Dauðinn og stúikan fór fram. Aðeins þrír dagar voru í frum- sýningu þannig að skjálftinn var kominn í aðstandendur. í leikhúsinu sat ég upp á gamla mátann í klukkutíma með krullu- pinna í þurrku því Pálína, persónan mín, er með kruhur og puntar sig í þokkabót fyrir manninn sinn. Að þessu búnu tóku við sjónvarpstökur sem lauk um klukkan 2. Heil rjómaterta Þegar sjónvarpstökumar voru af- staðnar fór ég með leikmyndateikn- aranum, vinkonu minni, í bakaríið þar sem við keyptum okkur heila rjómatertu. Hnallþóruna tókum við svo með okkur heim til búningakon- unnar og tróðum okkur þar út af súkkulaði og rjóma, milh þess sem við mátuðum aha skóna hennar. Ég var komin heim klukkan 4 og þá tók við enn einn kafli þessa dags. Ég hlustaði á píanóæfingar sonar míns, vaskaði upp, hringdi í tengda- móður mína og baö hana að koma og hta á æfinguna um kvöldið. Síðan fór ég inn í rúm og kláraði Singer Finnur þú fímm breytingar? 196 Hvaðan hefur þú þá hugmynd að þaö sé eitthvað að tönnunum í honum? Nafn:......... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu að verðmæti 5.220 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð- umúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækurnar, sem eru í verð- laun, heita: Falin markmið, 58 mín- útur, Október 1994, Rauði drekinn og Víghöfði. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 196 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað nitugustu og fjórðu getraun reyndust vera: 1. Valdimar Gunnarsson, Hamrabergi 42, 111 Reykja- vík. 2. Rannveig Haraldsdóttir, Suðurengi 22, 800 Selfossi. Vinningamir veröa sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.