Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 13. MARS 1993 21 Vísnaþáttur Stjömur eygði eg í kvöld Oft og mikið er rætt um misrétti kynjanna og þótt margt hafi áunn- ist er þó enn langt í land að fullur jöfnuður náist. Flestir láta þó svo sem þeir hafi mikinn hug á að bæta um betur en fróðlegt væri að vita hver heilindi liggja þar að baki. Baráttan milh kynjanna hefur staðið frá ómunatíð og endanleg úrsUt þeirrar viðureignar ekki í sjónmáU, enda leggja bæði um of lag sitt við óvininn, eins og ljóslega má sjá af því sem hér fer á eftir. Þorvaldur Þórarinsson frá Hjaltabakka kunni að haga orðum sínum á viðeigandi hátt þegar mik- ■ ið lá við: Þegar vakna vonir tveggja verður stundum þungt um mál. Fannstu aldrei yUnn leggja orðalaust um þína sál? Jón Bjarnason, bóndi í Garðsvík í Eyjafirði, kvað um pilt sem sá skemmtiiega og uppörvandi sjón: Vaknar fjör í ungum æðum, inn um gluggann sveinninn gáir: Yngismær í Evuklæðum aUa sína feghrð tjáir. Dýrleg eins og heiðið háa, himnesk eins og stjömuglitið, jarðnesk eins og blómið bláa, sem bíður þess að verða sUtið. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Hugljúf er minning ferðamannsins sem kom með næturvagninum að norðan og fékk sæti hið næsta ungri stúlku sem var að koma úr sUdinni. Hann orti á leiðinni: Ég svaf hjá ungri sUdarmey á suðurleið í næturferð, og þó ég viti að hold er hey, það heyið var af beztu gerð. Ungra vara anganþeyr yndi rósa til mín bar, hunangseim og Um af reyr, indælt var að sofa þar. Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri á Akureyri, telur heyfenginn endast vetrarlangt: Væri ég staddur á eyðiey einn í góðkvennamori myndi ég finna að hold er hey - og heylaus ég yrði að vori. Minning þess sem einu sinni var lifir lengi og endurfundir hlýja mönnum um hjartarætur. Grímur Sigurðsson frá Jökulsá á Flateyjar- dal virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu: Stjömur eygði eg í kvöld undir dökkum baugum. Hugann gæti eg heUa öld helgað slíkum augum. Æskubragð þitt ekki dvín. Yndisþokkinn bíður. Heit og traust er höndin þín, hjartað ekki síður. Þakka vU ég þennan fund, þína ljúfu hlýju. Ég hef löngu liðna stund Ufað upp að nýju. Ef að legg eg arm um þig upphefst liðin saga, eldur fer um allan mig eins og forðum daga. Fyrir um það bU 70 áram orti ein- hver náungi undir dulnefninu Svanur svo til ónefndrar stúlku: Aldrei sá ég ljósa lokka hða sig svo frjálst um enni, aldrei slíkan yndisþokka yfir neinni mey sem henni. Þetta fann ég aUt í einu, er mér sýndist mjölUn kinna bliki farfast fagurhreinu fyrir spurning augna minna. Hún leit undan, og sem tíðum árdagsblærinn lífgar voga, bijóst í öldum þandist þýðum, það var sál í hverjum boga. Ekki er það aUtaf íjarlægöin ein sem skUur fólk að. Sveinbjöm Beinteinsson: Til þín enn um óraleið andinn flýgur shrndum. Harma ég þá að höfin breið hamla nánum fundum. Höfin mega heita fær; hinu verr ég eiri, að okkur skUur annar sær ennþá dýpri og meiri. En sitthvað getur vakið upp minningar um Uðnar stundir, eins og Jón Helgason, prófessor í Kaup- mannahöfn, gerir svofellda grein fyrir. Sólroðin ský yfir SúlnafjöUum, lyngbrekkuangan úr Lönguhjöllum, hrossagauksómur við Háaleiti - allt þetta fannst mér þitt foruneyti. Mér finnst svo við hæfi að ljúka þessum þætti með Utlu ljóði eftir Jón Jónsson Skagfirðing en það má finna í ljóðakveri hans sem ber heitið Aringlæður. Heiti ljóðsins er „í árdaga“. Dimmt kvað særinn við sanda, svaU í vindanna róm, aUslausum einstæðingum auð var jörðin og tóm. Þau hittust og tókust í hendur, hafaldan skipti um róm, sandurinn varð að mjúkri mold, úr moldinni spmttu blóm. Torfi Jónsson □ INGERSOLL-RAND VfRKLEG SYNING! Sýning á framleiðsluvörum Ingersoll Rand verður haldin í Véladeild Heklu Laugardaginn 13. mars kl.13-17. Á sýningunni verða m.a.: Loftpressur og skyldur búnaður fyrir iðnað, sjúkrahús o.fl. Færanlegar loftpressur, rafstöðvar og dælur. Loftverkfæri og brothamrar. Borvagnar og tæki til jarðborana. Jarðvegsþjöppur og valtarar. Malbikunarvélar og malbiksfræsarar. HEKLA VÉLADEILD Laugavegi 172. Sími 69 57 26.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.