Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR13. MARS1993 45 Stangaveiðimenn á Akureyri að gera sig klára: Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Á hverjum laugardagsmorgni kemur hópur manna saman í íþrótta- hölhnni á Akureyri til að iðka þar óvenjulega íþrótt. Engir boltar eru notaðir á þessum æfingum og einu boltarnir sem þeir hugsa um sem þarna mæta eru sennilega „boltam- ir“ sem þeir ætla að veiða með flugu- stönginni sinni næsta sumar. Þama eru sem sagt áhugamenn um stanga- veiði á ferðinni, þeir sem hafa áhuga á að ná tökum á þeirri göfugu hst að veiða með flugu. Það er verslunin Eyfjörð sem stendur að þessum námskeiðum og er sannarlega um gott og þarft fram- tak að ræða. Flugukastskennsla hef- ur áður verið stunduð á Akureyri og þá af stangaveiðifélögunum en nú tók Eyfjörð upp merkiö þegar hægt var að fá inni í íþróttahölhnni og aösóknin sýnir að fvdl þörf er á þess- ari kennslu. Fullbókað „Það er fullbókað á það námskeið sem nú stendur yfir en vissulega er möguleiki á að við efnum til fleiri námskeiða," segir Einar Long hjá versluninni Eyfjörð. Á hvert nám- skeiö er hægt að taka 21 nemanda og þeir skiptast á að vera úti á gólf- inu hveiju sinni og sveifla stönginni þar undir leiðsögn kennara. Eflaust halda einhverjir að það sé ekki erfitt verk að kasta flugu svo vel fari en þeir sem það hafa reynt vita betur. Það er nefnilega allt eins hklegt að sá sem fer til veiða og reyn- ir að kasta flugu án þess að hafa feng- ið nokkra tilsögn kræki flugunni í sjálfan sig eins og hann setji í fisk. En námskeiðin em ekki eingöngu fyrir byijendur heldur em þau kjör- inn vettvangur fyrir þá sem eitthvað hafa stundaö fluguveiði að rifja handtökin upp og hðka sig í öxlunum fyrir átök sumarsins. Kennarar á námskeiðinu eru Sigurður Þórhalls- son og Júlíus Björnsson, forfahnir reynslumikhr veiðimenn sem hafa unnið mikið sjálfboðastarf við að 1'ISSIIIV: Þeir stóðu á gólfi íþróttahallarinnar og sveifluðu flugustöngunum í gríð og erg. Fremst á myndinni má sjá Sig- urð Þórhallsson kennara segja einum nemendanna til og ekki að sjá annað en að þeim liki lifið vel. DV-myndir gk Hermann Brynjólfsson, áhugamað- ur um fluguhnýtingar, kom með flug- ur sínar og sýndi þær. Júlíus Björns- son, kennari á námskeiðinu, skoðar flugur hans af áhuga. kynna öörum leyndardóma flugu- veiðanna. Grunnþjálfun Einar Long segir að eftir 3-4 tíma eigi einstakhngarnir að hafa fengið gmnnþjálfun sem geri það að verk- um að þeim eigi aö vera óhætt á bökkum veiðiánna eða vatnanna. „Þeir nema undirstöðuna og þróa þetta svo áfram þegar út er komið. Það er líka nokkur munur á því að kasta innanhúss eða úti í náttúr- unni, þar spila vindar og fleira inn í og eins það aö taka fluguna upp úr vatninu. En menn em vissulega bet- ur undir þetta búnir eftir að hafa sótt svona námskeið," segir Einar. Flugurnar skoðað- ar... Hvem laugardagsmorgun mætir á námskeiðið einhver einn aðili sem fengist hefur við fluguhnýtingar og sýnir réttu handtökin við þá iöju. Þá bera menn líka saman bækur sínar og spá og spekúlera í hinar ýmsu flug- ur. Það færist sífeht í vöxt að menn hnýti sínar eigin flugur, enda er það hátindur ánægjunnar að veiða á þær flugur sem menn hafa hnýtt sjálfir. Og ekki er það til að minnka ánægj- una ef um eigið hugverk er að ræða. Verslunin Eyfjörð hefur í vetur staðið fyrir tveimur námskeiðum í fluguhnýtingum sem hafa veriö vel sótt. Þriðja námskeiðið er að öllum líkindum að fara af stað um þessar mundir, enda áhugi mikiU. ... og sögur sagðar Og svo má ekki gleyma því sem ávaUt er tilþrifamikiö þegar áhuga- menn um veiðiskap hittast en það er að segja veiðisögur. Þær eru marg- ar hveijar mergjaðar, enda er það Ust út af fyrir sig aö segja veiðisögu svo að vel sé og krydda hana eins og vera ber. Þegar DV leit við í íþrótta- höUinni á Akureyri mátti heyra menn ræöa um stóra fiska og fjöruga fiska sem þeir höfðu glímt við með misjöfnum árangri, enda byggist list- in að segja veiðisögur ekki síst á því að segja frá „þeim stóra" sem tapað- ist. Háskólabíó sýnir stórspennumyndina A bannsvæði Leikstjori Walter Hill The Warriors, 48 Hrsf Long Riders, Southern Comfort

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.