Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR13. MARS1993 Svipmyndin Af hverjum er svipmyndin? Sá sem svipmyndin er af lá á banabeðinum. Hann varð að gera erfðaskrá. Fógeti var kvaddur til. Sá sem hér er lýst var efnaður þótt kon- ungurinn hefði haft af honum mik- ið fé. Megnið af eigunum skyldi ganga til elsta sonarins. En sett var mikilvægt skilyrði. Sonurinn yrði að sjá um að Be- atrice Enriquez gæti lifað góðu og áhyggjulausu lífi þar sem hún „hvíldi þungt á samvisku hans“. Beatrice var konan sem hann hafði lagt svo mikla ást á að hann hafði aldrei getað gleymt henni. En sú ástarsaga varð ekki löng. Nú, þegar hann lá fyrir dauðanum, voru um tveir áratugir frá því að hún var á enda. Þau kynntust þegar hann var þijátíu og fimm ára. Hann var þá ekkjumaður en kona hans hafði látist eftir stutta sambúð. Beatrice var þá aðeins tvítug. Lítið sem ekkert er vitaö um hvemig sá sem svipmyndin er af leit út. Engar myndir, sem áreiðan- legar þykja, eru til af honum, hvorki teikningar né málverk. Á sýningu, sem haldin var til minningar um hann í Chicago, voru þó engu að síður hafðar frammi sjötíu og ein mynd. Engin var annarri lík. Með því að rýna í bréf og dagbæk- ur hafa sérfræðingar þó þóst geta gert sér hugmynd um útlit hans en tekið er fram að hún sé næsta óljós. Hárið var ljósrautt en snemma varð hann gráhærður af áhyggjum. Húðin var ljós en dálítið freknótt. Hann var meðalhár og augun grá og fjörleg, megi leggja trúnað á óljósar upplýsingar sern taldar eru komnar frá Islandi, en þangað telja sumir að hann hafi komið. Augnaráðið var hvasst og endur- speglaði mikinn viljastyrk. Hann var hlédrægur og hljóðlátur og því þótti mörgum hann dularfullur. Var næstum orðinn fómardýr sjóræningja En sá sem svipmyndin er af bjó líka yfir töfrum sem hann beitti þegar honum þótti það eiga við. Þá átti hann auðvelt með að koma fyr- ir sig orði. Þaö var því ekki skrítið þótt Be- atrice yrði hrifin af þessum dular- fulla ókunna manni. Hann hreifst svo aftur af fegurð hennar og ung- dómi. Samband þeirra stóð í nokkur ár. Hún fæddi honum soninn Fem- ando sem skrifaði síðar ævisögu fóður síns. Á þessum árum var framtíð þess sem hér er lýst mjög óviss. Hann var aðeins einn af mörgum sem freistaði gæfunnar við hiröina. Þykir líklegt að Be- atrice hafi lagt honum til hluta af sparifé sínu sem var þó ekki mikið. Þau bjuggu saman. Þau elskuö- ust. En þau gengu aldrei í hjóna- band. Og það eru fleiri atriði í lífi þess sem svipmyndin er af sem aldrei hefur tekist að upplýsa. Á unglingsárunum hafði hann reynt að gerast kaupmaður. Hann náöi ekki miklum árangri á því sviði. Hann bjó eitt ár í Grikklandi, fór til Mið-Afríku og sumir segja hann hafa komið til íslands. Eitt sinn týndi hann nær lífinu í árás sjóræningja. Þá varði hann sig með grískum eldi (logandi olíu). Hafið varð sem logandi víti. Næst- um alhr, sem voru á farkostinum, týndu lífinu. Sjálfmn tókst honum að synda tíu kílómetra leið til strandar og notaði hann þá ár til að halda sér uppi. Sá sem hér er lýst dreymdi um að ná langt. En það var fyrst þegar hann var orðinn fjörutíu og eins árs gamall að sá draumur fór aö rætast. Dó gleymdur en nú er nafn hans heimsþekkt Það sem sá sem svipmyndin er af ætlaði sér að gera færði honum lífeyri til æviloka tækist honum það. Sá sem krafðist hins vegar launanna var Rodrigo de Triana. Hann kvaðst hafa orðið fyrri til. Atburðurinn vakti sterkar tilfinn- ingar. Fólk söng, bað og grét af gleði. Það var bara sá sem svipmyndin er af sem fagnaði ekki. Hann hélt því fram að það hefði verið hann sem til launanna hefði unnið nokkrum klukkustundum á undan Rodrigo. Rodrigo varð af laununum. Hann gerði sér ljóst að hann myndi ekki geta deilt við þann sem svipmyndin er af því hann væri í náðinni hjá konungi og drottningu. Ekki er með fullu vitað hvað varð um vesalings Rodrigo. Ein sagan er sú að hann hafi hengt sig í skipsmastri. Önnur segir aö hann hafi gengið af kristinni trú og geng- ist undir islamskan sið en hafi síð- an barist meö Márum. Sá sem hér er lýst hafði sérstaka ástæðu til að krefjast launanna umfram það aö hafa oröið fyrstur til að gera þaö sem launa skyldi fyrir. Hann saknaði Beatrice sinn- ar og tókst að koma málum þannig fyrir að hún fengi lífeyrinn sinn. Þegar sá sem hér er lýst lést, þann 20. maí 1506, var hann næstum gleymdur. Hann hafði orðið ósáttur við konung sem gerði allt sem hann gat til að hann gleymdist. Ekki er með vissu vitaö hvar hann hvílir. Hver var hann? Svar á bls. 56 Matgæðingur vikunnar Skötuselurí hnetuj ógúrtsósu Inga Hafliða Guðjónssyni mat- reiðslunema þykir mest gaman að elda fisk. „Þegar ég fer út að borða fæ ég mér líka alltaf fisk. Hann er hráefni sem við íslendingar getum verið stoltir af. Fiskur er úrvals- matur, hvort sem það er soðin ýsa eða eitthvað fint og flott.“ Ingi kveðst hafa fengið áhuga á matreiðslu þegar hann fór að búa fyrir um áratug. „Þá kunni ég ekki annað en að sjóða kartöflur og svo lesa.“ Áhuginn varð hins vegar svo mikill að hann ákvað að fara í matreiðslunám sem hann býst við að ljúka eftir tæp tvö ár. Það er pönnusteiktur skötuselur, eða ýsa eftir efnum og ástæðum, í hnetujógúrtsósu sem Ingi býður lesendum DV upp á. Uppskriftin er fyrir fjóra. Uppskriftin 800 g skötuselur salt og pipar eftir smekk hveiti olía til steikingar Sósan 2 dl ijómi 2 msk. sérrí 1 dós hnetujógúrt 'A msk. estragon Aðferðin Fiskurinn er bryfjaður. Salti og pipar blandað í hveitið og fiskinum velt upp úr. Fiskurinn er síðan steiktur í olíu þar til hann er gull- Ingi Hafliði Guðjónsson. brúnn. Þá er hann færður upp úr. Sérrí og ijóma er hellt á pönnuna og látið sjóða hægt niður. Jógúrt- inni er bætt út í og sósan svo krydd- uð með estragoni. Fiskurinn er látinn krauma í sós- unni í 5 til 7 mínútur. Með þessu ber Ingi fram soðnar kartöflur og tómatsalat. í salatið notar hann 4 til 5 tómata, 'A gúrku, /i dl af ólífuolíu, Zi msk. dfil og 'A til 1 msk. kryddedik. Látið standa í 20 mínútur til hálftíma í kæli áður en það er borið fram. Ingi skorar á Guðmund Ragnars- son, matreiðslunema á veitinga- staðnum Laugaási, að vera mat- gæðingur næstu viku. -IBS Hinhliðin Jón Axel Ólafsson dagskrárstjóri: Vinnan og veiði aðaláhugamálin Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Jack Nicholson. Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson. Uppáhaldsleikkona: Goldie Hawn. Uppáhaldssöngvari: Það eru til svo margir góðir söngvarar að ég get ekki gert upp á milli þeirra. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi og Jenni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Uppáhaldsmatsölustaður: Argent- ína. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég get ekki gert upp á milli þeirra. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég horfi eingöngu á Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég get ekla gert upp á milli sjónvarps- manna frekar en útvarpsmanna. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR Og Víkingur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að hafa það gott. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég tek ekkert sumarfrí því ég verð að vinna. „Það er ekki hægt annað en að vera ánægöur með árangurinn," segir Jón Axel Ólafsson, markaðs- ráðgjafi og dagskrárstjóri Bylgj- unnar, sem ásamt starfsfélögum sínum á Bylgjunni og Stöð 2 stóð að söfnun fyrir krabbameinsveik böm. Undirbúningur aö söfnun- inni hófst síðastliðið haust en loka- hnykkurinn var nú á dögimum. Samtals söfiiuðust um 60 milljónir, þar af 54 milljónir á Bylgjunni og Stöð 2. Jón Axel á tíu ára útvarpsafmæli á þessu ári. Þegar hann kom til starfa á Bylgjunni var hann ráðinn á markaðssvið og tók að sér endur- skipulagningu á útvarpsstöðinni. Fullt nafn: Jón Axel Ólafsson. Fæðingardagur og ár: 27. septemb- er 1963. Maki: Gróa Ásgeirsdóttir. Börn: Kristín Rut, 7 ára. Bifreið: Mitsubishi, árgerð ’91. Starf: Dagskrárstjóri Bylgjunnar. Laun: Ágæt. Áhugamál: Fjölmiðlun og mark- aðsmál og svo laxveiðar. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu: Fjórar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vinna og veiða. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Liggja í leti og gera skatt- skýrslu. Jón Axel Olafsson. Uppáhaldsmatur: Grillað lamba- fiUét með bökuðum kartöflum og góðu rauðvíni. Uppáhaldsdrykkur: Þeir eru svo margir. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Uppáhaldstímarit: Vikan og Samú- el. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Dóttir mín. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.