Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 52
Ji Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Rítstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifíng: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 13. MARS 1993. Tugmilljona skjalafals til að greiða spilaskuldir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 48 ára Rcykviking í 20 mánaða fangelsi fyrir að hafa falsað og notað í viðskiptum sam- tals 34 viðskiptabréf, skuldabréf og víxla að nafnvirði rúm 21 milljón króna. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa varið hluta af þessum fjármunum, sem hann fékk í hend- ur, til að greiöa spilaskuldir sem hann hafði stofnað til - bæði hér heima og erlendis. Upphæðimar námu allt frá 200 þúsund krónum upp í 2.850.000 krónur hvert. Guð- jón St. Marteinsson héraðsdómari kvAir upp dóminn i gær. :'y Hér er um að ræða óvenju stór- fellt skjalafalsbrot og i raun talið ómúlegt að einn aðili skuli komast . upp meö það á rúmlega þriggja ára tímabili að stunda svo umfangs- mikil svik. Maðurinn falsaði nöfn föður síns, tengdafólks, bróður, fyrrverandi eigirtkonu og dóttur, auk vina og kunningja hans, á bréíin - samtals átta tiitekinna aðila. Nöfn fólksins skráði maðurinn ýmist sem sjálf- skuldaraðila, útgefenda, ábekinga og í sumum tilfellum skráði hann eigið naiii sem ábekingur. Brot hins dæmda höfóu í för með sér verulegt fjártjón þessara og fleiri aðila. Skuldabréfin og víxlana seldi maðurinn yfirleitt í bönkum en lagði einnig tryggingavixla fram vegna umfangsmikilla greiðslu- kortaviðskipta sinna. Þar komu ýmist Visa, Eurocard eöa Diners við sögu. Auk þess voru lagðir fram nokkrir tryggingavixlar vegna yf- irdráttar. Brotin voru framin á tímabilinu frá júní 1989 fram í febrúar 1992 en mislangur tími leið á milli þeirra. I desember 1991 gaf maðurinn sjálf- ur út fyrir hönd Karat hf. veð- skuldabréf að fjárhæð 2.850 þúsund krónur með 4. veðrétti á íbúð vinar síns. Á bréfið falsaði hann nafn vinarins, sem var þinglýstur eig- andi, og bróður síns sem vitundar- votts. Bréfið seldi hann síðan Lang- holtsútibui Landsbanka íslands eins og mörg önnur bréf og víxla. Einutn mánuði siðar gaf hanti út 5 tryggingavíxla upp á samtals 2,5 milljónir króna í sama banka. Á víxlana falsaði hann ýmis nöfn fólks sem tengdist honum. Ákærði játaði brot sín skýlaust og taldi héraðsdómur að þau væru afdráttarlaust sönnuð og stórfelld. -ÓTT Oddsskarð: Göngunum lok- aðeftiraðkeyrt varáhurð Ekið vár á hurð í enda Oddsskarðs- ganga í síðustu viku. Við ákeyrsluna eyðilagaðist hurðin og varð að loka göngunum heila nótt. Sá sem skemmdunum olli hefur ekki gefið sig fram en sjónarvottur tilkynnti Vegagerðinni um atburöinn símleiðis. Lögreglan á Eskifirði vill nátaliafsjónarvottinum. -kaa ■p— 1 1 Brook 1 fjompton i RAFMÓTORAR Poulsett SuAurlandsbraut 10. S. 886499. LOKI Já, það þýðir ekki annað en reyna afturog afturog aftur! Stöð 2: Ingimundur inn en Jóhann J. út Ingimundur Sigfússon, stjómar- formaður Heklu, var kjörinn formað- ur stjórnar íslenska útvarpsfélagsins á aðalfundi félagsins á Holiday Inn í gær. Hann tekur við af Jóhanni J. Ólafssyni sem ekki náði kjöri í stjómina. Páll Kr. Pálsson, sém hefur verið fulltrúi Eignarhaldsfélags Verslunarbankans, fór einnig úr stjóm. Nýir menn í stjórn eru þeir Þorgeir Baldursson, forstjóri Prent- smiðjunnar Odda, og Ingimundur Sigfússon. I stjórninni eru sjö menn. Fyrir úr gömlu sljórninni eru Jón Ólafsson, forstjóri Skífunnar, Jóhann Óli Guð- mundsson, forstjóri Securitas, Har- aldur Haraldsson í Andra, Stefán Gunnarsson múrari og Pétur Guð- mundarson. Svokölluð fjórmenningaklíka, sem samanstóð af Jóhanni J. Ólafssyni, Jóni Ólafssyni, Haraldi Haraldssyni og Guðjóni Oddssyni, á nú aðeins tvo mennístjórn. -Ari Þau Karen og Friðrik frá Vestmannaeyjum eru stoll og hamingjusöm með frumburð sinn. Þau mega iíka vera það því eftir sex ár og sjö fósturlát bar erfiðið langþráðan árangur og draumabarnið Jóna Þóra kom í heiminn. Sjá viðtal bls. 2 DV-mynd BG Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýnar í veðri á sunnudag Á sunnudag fer að rigna með vaxandi suðaustanátt er líður á daginn sunnan- og vestanlands, hlýnandi veður. Á mánudag gengur í skammvinna norðanátt með snjókomu fyrir norðan en bjartviðri syðra. Veðrið 1 dag er á bls. 61 * **

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.