Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR13. MARS1993 15 Hún er til dæmis gjaldkeri for- eldrafélagsins í grunnskóla hverf- isins og þaö er hún sem tekur sam- an allar nótumar sem gagnast við skattframtahð. Ég fæ hins vegar létt utbrot við það eitt að sjá þessa pappíra. Mjög grænn Konan í DV-viðtalinu er meðvit- uð um málefni neytenda, náttúru- og umhverfissinnuð og „mjög græn“ eins og það var orðað í blað- inu. Ég er líka „mjög grænn“ en í öðrum skilningi en DV-viðmæland- inn. Ég er mjög grænn í bókhaldi og það veit eiginkonan. Ég lét það samt ekki á mig fá og sagði konuna í blaðinu spara stórlega með því að baka brauð. Hvað eyðum við miklu í brauð á ári? spurði ég. Um leið minnti ég hana á meðferð sona okkar á franskbrauði. Við forum með svona tvö brauð á dag, sagöi konan eins og ekkert væri. Nú snerust í mér kvamirnar og fann ég enn fyrir því að ég er máladeild- arstúdent. Tvö brauð á dag. Brauð- ið reiknaði ég á hundraðogfimm- tíukall. Þrjúhundraðkall á dag, fiórtán brauð á viku, rúmlega tvö þúsund á viku. Við eyðum hundr- aðþúsundkalli á ári bara í brauð, hrópaði ég og undraðist sjálfur út- komuna. Við höldum uppi hálfu bakaríi hér í Kópavogi án þess að vita það, bætti ég við og var orðinn meðvitaður um neytendamál. Konunni þótti nokkuð til hins neytendavæna manns síns koma og fagnaði þessum fyrsta votti í Neytendavænn engrænn Róaðu þig aðeins, sagði ég við son minn á táningsaldri. Það er nóg til og þú verður ekki afétinn. Dreng- urinn róaðist ekki neitt og sporð- renndi nokkrum kjúkhngalærum og fleiri líkamspörtum hænsn- fugla. Ofan í hann hurfu einnig franskar kartöflur sem hefðu náð þvert yfir íbúðina ef þær hefðu verið lengdarmældar. Þá er ótahð ahs konar gums og grænfóður sem fylgir áti alifugla. Skyndilega hrópaði piltur upp yfir sig og út úr honum stóð hálft lærið. Ég óttaðist að í honum stæði en svo var ekki, sem betur fer. Græðgin fór með hann. í öllu óða- gotinu við að troða upp í sig kjúkl- ingnum beit hann sig í fingurinn. Og hann beit fast því fljótt átti að vinna á lærinu. Strákur hreytti úr sér nokkmm óprenthæfum setn- ingum og kíkti á puttann. Hann hékk á og því var ekki th setunnar boðið. Hann tróð áfram í sig af síst minni áfergju en áður. Hvað er í eftirrétt? spurði strákur móður sína um leið og hann strauk kviðinn. Hann fékk að vita það. Móðirin, sem þekkir karlrembur meira en af afspurn, lét sér ekkert bregða. Hún vissi sem var að strák- urinn yrði kominn í kæhskápinn hálftíma eftir kvöldverðinn að leita sér að einhveiju ætilegu. Amma gapti Ég hef lært það af reynslunni að unghngsstrákar geta étið á við flóð- hest. Það sér samt ekki á úthti þeirra. Þeir era grannir og spengi- legir. Sennhega brenna þeir hkt og gömul amerísk dollaragrín og við því er lítið að gera. Þetta er ekki bundið við strákana mína. Aðrir jafnaldrar þeirra eru á sömu hnu. Þeir eru að stækka, segir amma þeirra og tekur þessu með stóískri ró. Hún hefur sennhega séð það jafnsvart áður. Þó hafa guttarnir mínir einstaka sinnum náð að ganga fram af ömmum sínum. Þannig gapti amma þegar annar þeirra mætti inn í sjónvarpsher- bergi með franskbrauðsneiðar með hunangi. Sneiðunum var þétt rað- að frá fingurgómum og upp allan handlegginn að öxl. Þessu fylgdi svo stórt mjólkurglas. Þetta hvarf eins og dögg fyrir sólu. Unaðsstundir með brauði Stundum horfi ég á sveinana hita upp fyrir kvöldmatinn. Þegar svengdin er rétt að æra þá, svona kortéri fyrir áætlaðan kvöldmatar- tíma, taka þeir th sín eins og þrjár velútilátnar samlokur. Ég endur- tek: Sex brauðsneiðar á mann. Skömmu síðar setjast þeir með gaffla og hnífa á lofti og sést ekki að forréttur þessi hái þeim. Fyrir nokkrum árum man ég eft- ir því að eldri strákurinn setti í sig hálft franskbrauð með sultu og við- eigandi mjólkurþambi. Við feögar sátum saman viö borðið. Að átinu loknu dæsti strákur og sagði upp á engilsaxnesku: „This is life“. Þetta var skoðun hans þá en lúmskan grun hef ég um að í seinni tíð hafi phturinn breytt mikhvægisröð un- aðssemda hfsins. Það hða núorðið hehu og hálfu nætumar sem gutt- inn sést ekki heima hjá sér. Það getur varla verið að hann sé að éta franskbrauð með sultu næturlangt. Heimilisbókhald? Fram til þessa hef ég tahð þessa sífehdu svengd ungdómsins nátt- úrulögmál og satt best að segja ekki haft miklar áhyggjur af því. Það er dýrt að hfa og maturinn er dýr fyr- ir utan aht annað sem venjuleg fiöl- Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri skylda þarf. Því fannst mér í raun ekkert óeðhlegt við það að vera búinn með hýruna fyrstu daga hvers mánaðar. Við hjónin borguð- um reikningana og gripum svo th plastkortanna og keyptum mat fyr- ir. Plastreikningana þurfti svo að borga fyrstu daga næsta mánaðar og svo koh af kohi. Ég náði varla í skottið á sjálfum mér en tók þessu af þvi að ég þóttist vita að ástandið væri síst betra hjá öðrum í kring- um mig. Þeir voru jafnvel enn lengra frá sínu skotti en ég. En þá heyrði ég af einum vinnufé- laga minum. Það barst sem eldur í sinu að síðasta daginn fyrir útborg- un hefði hann átt til peninga. Hreina og klára bankóseðla og inn- stæðu á bók. Hvemig gat á þessu staðið? Jú. Þau hjónin héldú ná- kvæmt heimihsbókhald. Aht var skráð, jafnvel minnstu útgjöld. Þetta veitti þeim það aðhald að þau áttu afgang. Fyrirbrigði sem varla þekkist hjá venjulegu launafólki lengur. Smásyndir einar Var þetta leiðin th að ná í skottið á sjálfum sér? Skrá hjá sér eyðsl- una? Standa frammi fyrir syndum sínum, játa á sig misgjörðir og lofa bót og betrun? Ég fór í huganum í gegnum mín mál og kannaði hvort þorandi yæri að nefna þetta við konuna. í raun var ég tilbúinn í slaginn. Engar syndir voru svo svakalegar að ekki þyldu dagsljós- ið. Að vísu verð ég að játa að það gæti orðið óþæghegt að sýna það svart á hvítu hvað jeppinn er drykkfelldur á það blýlausa. En rétt skal vera rétt. Ég var thbúinn að standa fyrir framan konuna og viðurkenna það aö jeppinn ætti við drykkjuvandamál að stríða. Á móti kæmi það að mér er það í bams- minni að hafa fariö í ríkið. Það ætti að bæta mína stöðu. Um leið yrðu ahir aðrir í fiölskyldunni að skrá útgjöld sín, stór og smá. Bakið og sparið Það varð enn th að ýta á áhuga minn á heimhisbókhaldinu þegar ég las í DV viðtal við húsmóður á Akureyri sem sparar 70 þúsund krónur á ári með því að baka brauð og láta sitt fólk drekka undanrennu í stað mjólkur. Ég fór heim í hádeg- inu og skaut á fundi með konunni. Nú gengur þetta ekki lengur, sagði ég. Peningamir okkar rjúka út í veður og vind. Við vitum ekkert hvað um þá verður. Nú komum við upp kerfi og höldum bókhald mn öh úgjöld þessa heimihs. Konan horfði svohtið furðulega á mig. Hún er skipulagðari en ég á allan hátt og getur meira að segja hugsað sér að grúska svohtið í bókhaldi. rúmlega tuttugu ára sambúð þeirra hjóna. Þó sá hún að fleira hékk á spýtunni. Eiginmaðurinn hafði nefnt að spamaði mætti helst ná með því að baka brauð. Þótt ekkert væri sagt var nokkuð ljóst að hann ætlaði ekki að hefia bakstur brauða heldur beindi því máh th konu sinnar. Hún fór því varlega og sá maðurinn ekki betur en hún drægi lappimar í þessu fyrsta neytenda- máh sem hann hafði fmmkvæði að. Matargerðarvél Þú fékkst nú matargerðarvél í jólagjöf, sagði ég th þess að ýta lauslega á brauðabaksturinn. Bak- ar hún ekki brauðin nánast sjáh? spurði ég ofur varlega og sá fyrir mér spamaðinn. Ég vh minna þig á það, sagði konan, að við hjónin fengum þessa vél saman í jólagjöf. Þú getur þá alveg eins bakað og sparað eins og ég, bætti hún við. Þarna var ég lentur í khpu sem erfitt gat reynst að kjafta sig út úr. Hvað með mömmu þína eða Sirrí frænku? spurði ég. Þær em hús- mæðraskólagengnar og baka fín brauð. Ég fer nú varla að biðja þær, sagði konan og bætti við að þær ættu ekki matargerðarvél, bara við. Á ég ekki að kippa með mér tveim- ur brauðum þegar ég kem heim? spurði ég og sýndi á mér fararsnið. Eg fann að ég réð ekki við þetta meö matargerðarvélina. Við sjáum svo th með heimilisbókhaldið. Heimurinn ferst ekki þó við frestum því um sinn. Ég andaði léttar þegar út kom. Það er í lagi aö vera neyt- endavænn og grænn en hóf er best í öhu. Ég get ekki bakað tvö brauö á dag, hvað þá fiórtán á viku og enn síður 728 hrauð á ári. Frekar vh ég halda uppi bakarafiölskyldunni í Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.