Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 13. MARS 1993 41 Framhaldsþáttur í Sjónvarpinu: Eldhuginn á nýjum slóðum Næstkomandi föstudag hefur Sjón- varpið sýningu á bandaríska saka- málaflokknum Pros and Cons, eða Görpum og glæponum, eins og þáttur- inn er nefndur á íslensku. Hér er um að ræða sjáifstætt framhald þáttanna um eldhugann Gabríel Bird, sem hafa verið sýndir að undanfomu á fimmtu- dagskvöldum við miklar vinsældir. Þáttaröðin hefst á því að Gabríel er sendur til Kaliforníu. Kona nokk- ur grunar eiginmann sinn um ótryggð og biður Gabríel að fylgjast með honum. Hvorugt þeirra veit hins vegar að sá ótryggi hefur ýmislegt óhreint í pokahorninu. í Los Angeles bjargar Gabríel lífi starfsbróður síns, Mitch O’Hannon, og í framhaldi af því takast með þeim svo góð kynni að þeir ákveða að hefja samstarf. Nýttlífí sólinni Þessir tveir kappar era þó hreint ekki af sama sauðahúsi. Gabríel Bird, sem á að baki afplánun á 20 ára fangelsisdómi, er tilbúinn til að hefja nýtt líf í sóiinni í Kalifomíu. Heims- borgin Los Angeles hefur þó trufl- andi áhrif á þennan rólega og yfir- vegaða mann, þegar hún birtist hon- um í öllu sínu veldi, með slútandi pálmatrjám, urrandi bíiasímum og yfirþyrmandi gervifegurð. Þrátt fyrir þetta ákveður Bird kallinn að slá til og hefja samstarf með einum af bestu - eða fyrrverandi bestu einkaspæj- ara borgarinnar, Mitch O’Hannon. Það er annars af hinum síðar- nefhda að segja að hann er borinn og bamfæddur í Los Angeles og var Einkaspæjararnir Mitch O’Hannon og Gabriel Bird gera það gott í Los Angeles. eitt sinn fremstur meðal jafningja á þeim slóðum. í seinni tíð hefur Mitch róast og vill nú ekki hafa meira að gera en svo að þaö nægi honum til að geta spilaö golf og haldiö kvenþjóðinni ánægðri. Þegar hann skildi við konu sína, fyrir tíu árum, tók hann á leigu herbergi á einu af fínustu hótelum borgarinnar. Þar býr hann enn. Góð samvinna Bird hyggst aftur á móti setjast að í fremur lélegu hverfi en koma sér þar upp hefðbundnu heimili. Josep- hine Austin (Madge Sinclair) er stoð hans og stytta því hún flytur með honum á nýju slóðimar. ' tekst með þeim afar góð samvinna Richard Crenna sem fara með hlut- En þó að þessir tveir félagar og þarsemþeirbætahvorannanupp. verkBirdsogO’Hannons.Kristmann samstarfsmenn séu svona gjörólíkir Það em þeir James Earl Jones og Eiðsson þýðir þættina. GARÐSHORN við FosSvogskirkjugarð - sími 40500 ^P GJAFAVORUR 20-70% afsláttur POTTAHLIFAR 20-75% afsláttur ófsláttur Útsölunni lýkur fimmtudaginn 18. mars Opió alla daga kl. 10-19 frá því að fyrsti Hlt> FULLKOMNA FERÐALAC Flestir þrá að komast í frí frá daglegu amstri. Hvað er yndislegra en að komast í náin tengsl við íslenska náttúru, anda að sér fersku lofti eins og það gerist best, ferðast í þægindum og slappa reglulega vel af, eftir eigin hentuleika. Þegar þetta er allt til staðar er takmarkinu náð. Nú eru 25 ár CONWAY Glæsilegar innréttingar og helstu þægindi. ..Rúmgóður 4-6 manna vagn og fortjald á verði.sem kemur á óvart. ' _ r .' Conway vagninn leit dagsins ljós,. síðan hafa þúsundir Conway eigenda ^ notið frelsis, sveigjanléika ög ' ánægju sem fylgir því að ferðast rrteð Conway. SYNIN6 UM HELCINA FRAMÁ VORJAFNDÆGUR Kynntar verða '93 árgerðirnar af CONWAÝ fellihýsum og . nýr CONWAY tjaldvagn frumsýndur. ' • « Mánudag til föstudags kl. 9-18 Laugardag og Sunnudag kl. 13-17 TITANhf lO LAGMULA 7 SÍMI 8'140 7-7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.